Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir CXIX Spurningin er: Er ekki fullvíst, að ótta og óánægju megi einkum rekja til þess, að mann- eskjan hefir treyst gerviguðum fyrir hamingju sinni? Ef flugufótur hefði verið fyrir kenningu mannhyggjufólks þess efnis, að ólgandi markaðslíf og stöðugar tækniframfarir í krafti mannlegrar skynsemi væru lyklar hamingjuhliðsins myndi ásýnd veraldar vera allt önnur en hún nú er í reynd. Ef allt, sem mann- eskjan telur æskilegt, væri framkvæmanlegt myndu eymd og kvalræði, stríð og skortur, úr sög- unni fyrir löngu. Enn verður að viðurkenna, að ef áðumefndar framfarir hefðu verið lausnarlyf við heimsand- streymi, myndu þjóðir jarðar ekki keppa að fleiri og öflugri tortím- ingarvopnum, heldur að fækkun þeirra og eyðingu. Þær myndu og ekki hafa minni, heldur meiri tíma og hæfíleika til að njóta heil- brigðari lífshátta en steinaldar- maðurinn. Ennfremur myndi þess engin þörf gerast nú að neyðast til að lúta þeirri nöturlegu stað- reynd, að margrómuð skynsemi, mannúð og framfarasókn hafa hvergi nærri megnað að vinna bug á einu helzta og versta drepmeini mannkyns, hinni subbulegu sjálfs- upphafningu einstaklingsins — já, ekki einu sinni að hemja, jafnvel ekki reynt að lægja. Tvær tegundir jórturdýra Gild rök hníga að þeirri tilgátu, að við ítarlegar rannsóknir kæmi brátt á daginn, að borgarar fram- færsluríkisins væru ekki ýkja frábrugðnir hinum steinkylfu- sveiflandi forfeðrum sínum á andlegum, sálrænum og siðferði- legum sviðum. Fjölda dæma um líkamleg og geðræn viðbrögð þeirra væri auðvelt að tína saman til marks um, að enn þann þann dag í dag hugsa þeir og höndla eins og í árdaga. Hér skal látið sitja við það eitt, að enn eimir eftir af nokkurri aðdáun á vinstri- verkum launmorðingjasveita kommúnista í Evrópu í síðari heimsstyijöld, en einkum þó að henni lokinni, þegar réttarríkið var lagt í rúst, skræfur urðu „hetj- ur“ og skríll „þjóðin". Allt framferði einstaklingsins er órofa sönnun þess, að honum tókst og tekst ámóta hræmulega að melta fortíð sína og þjóðum heims að læra af sögu mannkyns. Afleiðing þessarar ásköpuðu múgvönkunar verður því sennileg- ust sú, að manneskjan dæmist til að endurtaka mistök sín í sífellu; einstaklingurinn í rás lífsreynslu sinnar persónulega og þjóðfélagið í bylgjum sögu sinnar í heild. Drottni heflr sýnilega þóknazt að skapa bæði fjórfætt og tvífætt jórturdýr - líklegast í fjölbreytni- skyni. Sérhver sá eða sú, sem gefur sér næði til að gaumgæfa stefnur og strauma samtíðarsögu, einkum í ljósi heimspólitískra umbrota, hlýtur að renna sterkan grun í, að mannkynið hafl álpazt inn á alveg nýja og vonlausa stórslysa- braut. Þó að því sé reyndar stundum haldið fram, og á það bent með ekki ómerkum rökum, að skoðað frá sögulegu sjónarmiði sé aðeins um margendurtekinn harmleik að tefla, í megindráttum eins og sagan hafí sýnt oft áður með meira og minna reglubundn- um hætti, breytir það ekki því, að núríkjandi heimsástand er gjörsamlega fordæmalaust. Skýringar er naumast þöu, en hún er annars í stuttu máli þessi: Nú, eða síðan um miðja líðandi öld, í fyrsta skipti í samanlagðri mannkynssögunni, er það á valdi mannverunnar sjálfrar að tortíma sjálfri sér og öllu öðru, sem lifír og lífsvon gæti átt á jarðríki. Og ekki nóg með það. Hún gæti eytt öllu, lausu og föstu í náttúruríkinu innan yztu marka lofthjúps jarð- ar, og að auki ýmsu utan þeirra. Ómetanleg arfleifð Líkur fyrir að einmitt þannig kunni (hljóti?) að fara hvíla nú eins og martröð á öllum, sem hugsa lengra en fram að næstu vertíð eða prófkosningum. Mörg- um merkustu vísindamönnum, og flestum framiýnum, virðast líkumar kaldranalega nærgöngul- ar. Aðallega vegna þess, að ósennilegt þykir, að manneskjunni auðnist að gera þær róttæku, gjörbyltingarkenndu breytingar á hugsunarhætti sínum og tilfínn- ingalífí, sem eru frumforsendur fyrir að snúið verði af vinstribraut. Allt lýtur tímans lögum, tími er breyting og allar aðstæður og afstöður taka stakkaskiptum. Nema sennilega eitt: Manneðlið. Hinn daufí vonameisti virðist því vera fólginn í því einu, að ham- ingjan gefi að unnt muni verða að koma á það þolanlegum bönd- um. Hingað til hefír svo að segja öll viðleitni í þeim efnum borið afar fátæklegan ávöxt. Tæplega verður þó með réttu kennt um, að ekki hafí verið gerðar ákafar og þróttmiklar tilraunir. Allt frá því að Hammúrabi (-1750 f. Kr.), Babýloníukonungur (1792-1750 f. Kr.) gaf þegnum sínum lög og reglur, Lögbók Hammúrabis, sem lengstum hefír verið talin elztu skráð lagafyrirmæli sögunnar um sambúðarhætti siðaðra manna og ósiðaðra, alls 282 greinar; lær- dómsmaðurinn Móses (uppi á 14.-13. öld f. Kr.) færði lýð sínum Boðorðin Tíu ofan af fjallinu, sem mig minnir að Bíblían ýmist nefni „Fjallið Sinai", síðan „Fjall Lög- málsins", á öðrum stað „Fjallið Horeb“ eða bara „Fjallið"; stór- veldi Evrópu gerðu Haag-sátt- mála sína árin 1899 og 1907; og allar götur niður í yfírlýsingafeikn Sameinuðu þjóðanna óslitið síðan árið 1945, hefír verið reynt að temja manneðlið. Að árangri þarf ekki að spyija. Ollum boðum og bönnum siðaðs fólks, þjóða og ríkja er sameigin- legt að þjóna þeim tilgangi að aga mannlegt eðli, kenna okkur að gera greinarmun á góðu og illu, réttu og röngu, fögru og ljótu, hægri og vinstri. Boðorðin tíu eru engin einkaeign kristindómsins. Flest þeirra höfðu verið landslög, skráð eða óskráð, í ríkjum ariskra yfírstétta á Indlandi, í Babýloníu, Assýríu, Egyptalandi og víðar um aldir áður en Móses skráði þau á stein. Það dregur síður en svo úr gildi þeirra, og engum dettur í hug að vefengja, að hann hefír verið hámenntaður maður, þessi Móses. Einu má gilda, á hvaða íjalli og við hvaða hávaðaskarkala Móses kann að hafa talað við Guð sinn og skráð Boðorðin Tíu - þau hafa verið siðfræðileg kjölfesta allra kristinna manna og íslam- skra öldum saman. Eða átt að vera. Þau urðu siðalögmál í Evr- ópu og Ameríku, skuldbindandi jafnt fyrir konunga sem kaup- mangara, aðal og alþýðu. Þau giltu jafnt í vöggustofu sem í rétt- arsölum. Kraftur þeirra og vísdómur hefír haldið gildi sínu um árþúsundir. Hingað til hafa engar sambúðarreglur tvífætlinga tekið þeim fram. Erfiðar lexíur léleg próf Af daglega gefnum tilefnum er ómaks vert að hugleiða, í ljósi drottnandi tíðaranda, hvemig hinni dýru arfleifð reiðir af og hann hefír við henni brugðizt. Slík athugun í örstuttu máli ætti ekki að þurfa að verða til stórra baga eða valda þungbærum sár- indum. * 1. boðorð: „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“ Viðbrögð: Um allan hinn kristna heim dafnar hjáguða- þensia frá Marx og Mammon til Freuds, Friedmans og hins æðsta allra hjáguða: MÍN SJÁLFS, en í augum yfirgnæfandi meirihluta er EG lokatakmark tilverunnar. * 2. boðorð: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma.“ Viðbrögð: Allir vinstrihneigðir klerkar og kennarar — og þeir eru hreint enginn smáskari — spara aldrei að blanda Guðs nafni saman við bull sitt um „kynþátta- fordóma“ og „þróunarhjálp", og eru reyndar langt frá að vera ein- ir um það. * 3. boðorð: „Halda skaltu hvíldardaginn heilagan." Viðbrögð: Á flestum helgidög- um eru krár og kvikmyndahús þéttsetnari en kirkjur, og helgi- dagavinna sérlega eftirsótt. * 4. boðorð: „Heiðra skaltu föður þinn og móður." Viðbrögð: Boð og bönn hefta persónuþroska barnsins, bæla til- finningalífið og valda lífsfírringu. * 5. boðorð: „Þú skalt ekki morð fremja.“ Viðbrögð: Aldrei hafa morð og manndráp verið iðkuð af meiri ákafa en eftir sigur hinna „mildu gilda“ og hins „góða í heiminum" — 214 stríð og styijaldir síðan árið 1945 — ; og ennfremur: „Kviði minum ræð ég sjálf“! * 6. boðorð: „Þú skalt ekki drýgja hór.“ Viðbrögð: Hjúskaparbrot? Hm! „Frjálsar ástir“, sifjaspell, blóð- skömm og bamanauðganir eru helztu tekjulindir götusölublaða. * 7. boðorð: „Þú skalt ekki stela." Viðbrögð: Ár eftir ár er öllu stolið steini léttara, hver sem bet- ur getur. Víða er stolið meira verðmæti í kjörbúðum en nemur hagnaði eigenda. * 8. boðorð: „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.“ Viðbrögð: Aldrei fyrr hefir lyg- um og hræsni verið ausið grimmilegar yfir múg og menn en síðan vinstrisinnar náðu út- varpi og sjónvarpi á sitt vald (sbr. „stríðsglæpa“-sögur og -ævintýri, og yfírheyrslur rannsóknanefnda Bandaríkjaþings). * 9. boðorð: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns.“ Viðbrögð: Hjónaskilnaðir af hórdómssökum verða sífellt al- gengari og auðsóttari í öllum velferðarríkjum. *10. boðorð: „Þú skalt ekki girnast nokkuð það, sem náungi þinn á.“ Viðbrögð: Einkaeignarréttur er dreginn í efa og rægður niður úr öllum hellum. Kröfur um hlut- deild starfsfólks í stjómun og rekstri fyrirtækja, linnulaus stéttabarátta og sérhagsmuna- togstreita ala á öfund og ágirnd á eigum annarra. Ljóðlína úrlögg- iltri, vestrænni kennslubók handa bömum: „ Víst yrði allt unaðslegt /ef mitt ogþittyrði úrgildi fellt. “ Stríð sem ekki má fresta Vöxtur og gróska, hnignun og fall siðmenningar teljast eðlis- þættir sögunnar. Aldrei fyrr en á velferðaröld hafa heilbrigðari siðalögmál en boðorðin tíu verið fótum troðin af svæsnari hrotta- skap. Uppskeran er heimurinn, sem við lifum og hrærumst í nú - og er þegar orðinn svipaður því, er þekkist einhvers staðar „austan Súez“, þar sem munur góðs og ills hefir aldrei verið mjög áberandi — eða eitthvað áþekkur þvi, sem enska stórskáldið Rudy- ard Kipling (1865-1936), nóbels- verðlaunahafi í bókmenntum (1907), kemst að orði um í hinu alkunna kvæði sínu, “Mandalay": „Ship me somewhers east of Suez where the best is like the worst, Where there aren ’tno Ten Commandments, an’a man can raise a thirst“. Auðvitað við fullkomin frelsis-, jafnræðis- og bræðralagsskilyrði. Allt jafn jafnt. Sérhver haug- planta skrautblóm, að eigin áliti — og þeirra, sem garðinn eiga. Alloft lætur góðviljað fólk þá von í Ijós, að uppvaxandi kynslóð hljóti að fræðast um alvöru lífsins í skólanámi sínu, og muni því ekki sætta sig við ófögnuð ftjáls- lyndis og vinstrimennsku. Betur að rétt reyndist. En því miður athugar þetta góða fólk ekki nægilega vel, að um nálægt hálfr- ar aldar skeið hafa vestræn ungmenni verið ofurseld af- skræmingu lífs- og heimsmyndar, sem fúskurum í uppeldis- og menntamálum hefír liðizt að fremja. Af þeim sökum verða þau vanmegna að meta verkefnin á grunni rökréttra forsendna og geta því ekki skilið hin fjölþættu verkefni, sem etja þarf við og úrlausna krefjast. Að þessu at- huguðu gerist þess nú brýn þörf að festa öllum vel í minni, það sem þýzki eðlisfræðingurinn A. M. Klaus Miiller leggur áherzlu á (í bók sinni „Zukunftsperspekti- ven“, Stuttgart 1976): „Þá fyrst, þegar við beijumst samtímis gegn þekkingarskorti og skrumskælingum þekkingar, og hefjum þannig stríð á tvennum vígstöðvum, höfum við öðlazt þá vígstöðu, sem kann að gefa von um, að sigur vinnist á hinum geig- vænlegu ógnarboðum aldarinn- ar.“ Naumast leikur minnsti efí á, að þetta stríð, ef hafíð verður, muni ekki geta orðið nein skrúð- ganga. Bæði mannfræði og sagnfræði bera ótvíræðan vitnis- burð um, að þjóðfélag á vinstri- vegum hneigist óhjákvæmilega til að bægja frá sér allri fræðslu og þekkingu, sem hugsanlega gæti skekið valdastóla sína. Að öðrum kosti biði þess dauðadómur ein- ungis. Og það er einmitt dómur, sem verður að kveða upp — og full- nægja. Einfaldlega til þess að lífið fái lifað. TVEIR STÓRIR FUNDU HEIMSLAUSNINA „Frelsi til tjáningar, frelsi til trúariðkana, frelsi undan skorti, frelsi undan ótta.“ EÐLILEGT ÁSTAND Steinöld Til þess eru lögf, að Austan stendur enn boðorð skuli haldin Súez
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.