Morgunblaðið - 03.06.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 03.06.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 27 - segir Jóhann Óli Guðmundsson formaður Víkings „VIÐ TELJUM að íþróttafélögin og íþróttahreyfingin séu afl sem geti stuðlað vel að uppeldisstarfi og ný stefna borgaryfirvalda ger- ir það að verkum, að íþróttafélög hafa í dag mun betri tök á því en oft áður að sinna slíkum störfum", sagði Jóhann Óli Guðmundsson, formaður Knattspyrnufélagsins Víkings, um þá ákvörðun félagsins að óska eftir formlegum viðræðum við borgaryfirvöld um möguleika á að taka yfir rekstur á leikskólum og gæsluvöllum á starfssvæði félagsins. „Með þessu erum við ekki að fetta fingur út í núverandi rekstur gæsluvalla og leikskóla heldur vilj- um við reyna að minnka miðstýring- una og færa valdið yfir völlunum inn í hverfín sjálf. Iþróttafélögin myndu með þessu móti tengjast betur við fjölskyldurnar í hverfun- um og mótast af þörfum þeirra. Það peningastreymi sem þessi rekstur myndi hafa í för með sér yrði einnig til þess að skjóta nýjum stoðum undir félögin. Ef af þessu yrði myndi ekki verða svo mikil breyting á kröfum um menntun starfsfólks í þessu sam- bandi heldur snýst málið um að færa rekstur og ákvarðanatöku inn í hverfíð sjálft. Er ekki stefnan sú að miðstýring- in verði sem minnst og að foreldrar barnanna fái sem mest um rekstur- inn að segja? Þegar einn aðili eins og íþróttafélag hefur hag af svona rekstri hlýtur það að vera í hag þess að sinna þjónustu hverfisins sem mest. Ég lít ekki á íþróttafélag einungis sem íþróttafélag heldur tel ég að það eigi að geta sameinað alla íbúa hverfis undir einn hatt og þrýst á um hagsmuni þeirra, hvort sem um er að ræða gatnafram- Gagnrýni Neytendasamtakanna á starf sreglur landbúnaðarráðherra: „Byggist á misskilningi“ - segir Steingrím- ur Hermannsson f orsætisráðherra „ÉG hef átt fund með formanni Neytendasamtakanna, þar sem hann skýrði sitt mál og virðist mér gagnrýni þeirra byggjast á misskilningi,*1 sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra i tilefni gagnrýni Neytendasamta- kanna á starfsreglur landbúnað- arráðuneytisins vegna innflutn- ingsleyfa á grænmeti. Síðar kom á fund Steingríms formaður kvæmdir, umhverfi í kringum skóla, kennsluhætti í hverfinu eða annað þess háttar. Við viljum að fólkið ráði sínu umhverfi og höfum þess vegna ósk- að eftir viðræðum við borgaryfir- völd í þeirri von að þau haldi áfram á þeirri braut að efla hverfafélögin til dáða. Borgarkerfið eins og það er í dag held ég að bjóði alveg upp á það, að liðkað verði til hér og þar“, sagði Jóhann Óli að lokum. Pltrguwlptopip Metsölublad á hveijum degi! Sambands garðyrkjubænda. „Garðyrkjumenn og fulltrúar Neytendasamtakanna áttu með sér fund á mánudag, og hefur mér heyrst, að margt hafi skýrst á þeim fundi,“ sagði Steingrímur. „Menn voru sammála á þeim fundi, að rétt væri að vernda innlenda fram- leiðslu; starfsreglur þessar eru framkvæmd á lögum og hefur nið- urstaða neytendasamtakanna byggst á misskilningi, þ.a. þetta mun lagast næstu daga.“ Steingrímur útilokaði þó ekki að nokkrar lagfæringar yrðu gerðar á starfsreglunum; það yrði bara að koma í ljós. Ætlar þú að mála úti eða inni? Málning og lökk o.f 1. Allir litir og áferðir á veggi, gólf, glugga, vinnuvélar og skip. Hitaþolinn lakkúði, margir litir. Blakkfernis. RYOEVOm - RYOVÖRK Málningaráhöld Rúllur, penslar, málningarbakkar og sköfur — og allt annað sem til þarf m.a. áltröppur og stigar, margar stærðir. Fyllingarefni — Kítti Polyfilla fyllingarefni og uppleysir. Linolin — Silicon — Seal one — Kítti. Fúavarnarefni margar gerðir. Ananaustum, Grandagaröi 2, sími 28855. Morgunblaðið/Sig.Sigm. Sauðburður gengur vel Nú stendur sauðburður sem hæst víðast hvar á landinu og gengur hann vel. Þessi vanin- hyrnda forustuær, þ.e. horn hennar hafa verið bundin saman á unga aldri til að þau yxu i ákveðna stefnu, er stolt af afkvæmum sínum í vorbliðunni sem leikið hefur um menn og málleysingja. „Við viljum reksturinn og ákvarðanatöku inn 1 hverfin“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.