Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 33 Morgunblaðið/Ól.K.M. Stefán Sæmundsson við TF-JET, smáþotu Þotufíugs hf. vel yfir 3 milljónir flugtíma að baki án óhappa. Að auki eru þær hljóðlátar, hafa mun lægra en t.d. Fokkeramir. Það er þægilegt að fljúga með þeim, við fljúgum yfirleitt í 40 þúsund feta hæð, yfir öllum veðrum. Flugmenn í okkar þjónustu eru sjö og hafa fengið þjálfun samkvæmt staðli frá American Airlines, en það félag gerir mjög strangar kröfur í þeim efnum. Viðhald vélarinnar fer síðan fram hér heima sam- kvæmt tölvukerfi (Cescom), sem framleiðandi þotunnar býður upp á. Þá lætur tölvan vita hvað á að gera og hvenær, auk þess sem banki móðurtölvunnar hjá verk- miðjunum geymir allar upplýs- ingar um viðhald allra þessara véla og þaðan fást upplýsingar og leiðbeiningar um allt, sem kann að koma upp á,“ segir Stef- án og ræðir síðan hagkvæmni þess, að nota slíka þotuþjónustu. „Ef t.d. átta manna sendinefnd þarf að fara á skyndifund í Sviss, þá gætum við sparað þeim tvo heila daga. Þar með sparast hót- eikostnaður í tvær nætur, dagpeningar og tveir vinnudagar auk annars hagræðis. Það getur hver reiknað fyrir sig, hvort þetta sé ekki raunhæfur kostur, erlend- is er þetta altítt, enda sækjum við mest viðskipti út fyrir landið," sagði Stefán Sæmundsson að lok- um. Grein: Þórhallur Jósepsson Morgunblaðið/Ól.K.M. 'inn Einarsson, forráðamenn Vesturflugs hf. ogFlugfars hf., framan við nýja húsnæðið, sem félögin flytja starfsemi sína ífljótlega. mmir keyptu skólann skólann og kennsluflugið frá leigufluginu. Þá stofnuðum við flugkennaramir þetta fyrirtæki og yfirtókum um leið allt kennslu- starfíð, kennsluvélamar og húsnæðið. Aðaleigendur era Sveinn Einarsson, Leifur Áma- son, Hörður Hafsteinsson og ég, síðan era fjórir aðrir meðeigend- ur. Flugfar hf. leigir núna hjá okkur og mun áfram vera undir sama þaki þegar við flytjum í nýja húsnæðið, sem er að rísa þama,“ og Þorsteinn bendir á hús í byggingu handan við aksturs- brautina. „Við verðum væntan- lega fluttir um miðjan júní og verðum þá með vel búna kennslu- stofu, sem er mikil framför frá þeirri aðstöðu sem við höfum núna.“ Kennsla úti á landi „Við eram með alla bóklega og verklega kennslu upp í einkaflug- mannspróf og verklegt til blind- flugs- og atvinnuflugprófs, “ segir Þorsteinn og þegar blm. spyr um bóklega námið í fjölbraut, hvemig honum lítist á, svarar hann: „Mér líst þokkalega á það, verst er að það er svo langt að fara fyrir nemendur, sem era flestir úr Reykjavík, en það stendur víst til að flytja námið hingað í bæinn. Eitt gott er þó við þetta skipulag, það er að nú er mun auðveldara fyrir menn að fara í þetta nám, af því að það er inni í skólakerfinu og það lækkar kostnaðinn." Þegar talið berst aftur að Vesturflugi hf. fræðir Þorsteinn okkur nánar um starfsemi fyrirtækisins. „Við höfum tvær kennsluvéiar, kennum líka á einkavélar og síðan erum við með starfsemi úti á landi, á Homafirði, í Vestmannaeyjum og á Patreksfirði þar sem við kennum heimamönnum og þjálfum þá til einkaflugmannsprófs. Hjá okkur starfa 6 kennarar í fullu starfí og þrír aðrir era í hlutastarfi og við höfum nóg að gera og bíðum þess með óþreyju að komast. í nýja húsið í plassið og aðstöðuna þar,“ segir Þorsteinn Guðmundsson að lokum. Nefnd kannar útbreiðslu sal- monellusýkils HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, hefur skipað nefnd sem falið er það hlutverk að gera úttekt á útbreiðslu þeirra tegunda salmonellusýkils, sem valdið geta matarsýkingum og með hvaða hætti megi koma í veg fyrir að upp komi matarsýk- ingar af þeirra völdum. Skal úttektin sérstaklega beinast að eftirtöldum atriðum: 1. Útungun alifugla. 2. Uppeldi sláturfugla, t.d. varðandi notkun fóðurs og aðbúnað. 3. Slátrun, heil- brigðisskoðun, pökkun og geymslu. 4. Dreifingu og sölu. 5. Matreiðslu í heimahúsum og á veitingastöðum. 6. Eftirliti með öllum þáttum fram- leiðslu og dreifíngar, jafnt innra eftirliti sem opinberu eftirliti. 7. Fræðslu og eftirliti neytenda. 8. Heilbrigðiskröfum og hæfnikröfum til starfsmanna er vinna við ali- fuglaframleiðslu. Ennfremur er nefndinni falið að kanna sérstaklega hvað hafí farið úrskeiðis við framleiðslu og tilbún- ing þeirra matvæla, sem talið er að hafi valdið heiftarlegri matar- sýkingu í Búðardal fyrir skömmu. í nefndinni eiga sæti: Ingimar Sigurðsson, yfirlögfræðingur, formaður, Halldór Runólfsson, dýralæknir, Franklín Georgsson, gerlafræðingur, Guðjón Magnús- son, aðstoðarlandlæknir, Jón Höskuldsson, deildarstjóri, Jóhann- es Gunnarsson, mjólkurfræðingur og Guðni Alfreðsson, líffræðingur. Nefndinni er ætlað að ljúka störf- um fyrir lok septembermánaðar næstkomandi. Sex lista- menn í Kjar- valsstofu STJÓRN Kjarvalsstofu í París hefur úthlutað sex listamönnum dvöl í íbúð og vinnustofu þeirri í París sem nefnd hefur verið Kjarvalsstofa. Að þessu sinni var úthlutað dvöl fyrir tímabilið 1. júlí 1987 til 31. júní 1988. Eftirtaldir listamenn fengu úthlutað tveggja mánaða dvöl í Kjarvalsstofu: Harpa Bjöms- dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Marteinsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Jón Axel Bjömsson og Kjartan Guðjónsson. Það voru Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðla- banki íslands sem festu kaup á ráðstöfunarrétti yfir þessari að- stöðu í þágu íslenskra listamanna, en hún er í hjarta Parísarborgar, skammt frá Notre Dame dómkirkj- unni. I stjóm Kjarvalsstofu sitja þau Elín Pálmadóttir blaðamaður, Sig- urður Pálsson rithöfundur og Herdís Þorvaldsdóttir leikari. Loftorka bauð lægst í malbikun LOFTORKA átti lægsta tilboð í stórútboði Vegagerðar ríkisins sem tilboð voru nýlega opnuð i. Um er að ræða malbikun vega i Reykja- nesumdæmi og var kostnaðaráætlun 19,9 milljónir rúmar. Tilboð Loftorku var rúmar 20,3 milljónir, sem er 2% yfir áætlun. Næsta tilboð var frá Hlaðbæ-Kolási hf., rúmlega 20,5 milljónir. Klæðning hf. átti lægsta tilboð í lagningu kafla á Vesturlandsvegi í Hvalfírði, fyllingu, burðarlag og klæðingu. Kostnaðaráætlun var 4,8 milljónir, tilboð Klæðningar var 5,3 milljónir kr., sem er tæplega 10% yfír áætlun. Tvö önnur fyrirtæki buðu í verkið. Því á að ljúka fyrir 25. júlí. Vegagerðin fékk hagstæðari til- boð í lagningu 3,3 km á Hólmavík- urvegi um Guðlaugsvík á Ströndum. Sjö verktakar buðu í veginn og voru flestir undir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið var frá Amarfelli hf., 6,3 milljónir, sem er 60% af kostnaðaráætlun. Áætlun Vega- gerðarinnar var tæpar 10,5 milljón- ir. Verkinu á að ljúka fyrir 15. október í haust. Fjörður sf átti lægsta tilboð; í styrkingu á Skagavegi í Skaga- fírði, 1,6 milljónir, sem er 99% af kostnaðaráætlun. Vegagerðin fékk engin tilboð í útboði á vegamerking- um. Um er að ræða 620 fermetra akreinalínur og 1.520 fermetra af stökum merkingum, sem vinnast átti í sumar. Áframhaldandi rekstur Þotuflugs: Gerum upp hug* okkar innan tíðar - segir Stefán Sæmundsson, einn for- svarsmanna fyrirtækisins „Það líður að því að við förum að gera upp hug okkar varðandi áframhaldandi rekstur," sagði Stefán Sæmundsson, einn for- svarsmanna Þotuflugs hf., en fyrirtækið rekur eina þotu, sem það leigir út til einkaaðila. Stefán sagði að hlutdeild verk- efna félagsins væri heldur lítil hér innanlands og hefði hún haldist í um 30% frá því félagið hóf starf- semi fyrir rétt tæpu ári síðan. Ef vel ætti að vera þyrfti að minnsta kosti helmingur verkefnanna að vera innanlands. Hins vegar væru verkefnin meiri erlendis, enda litu útlendingar á þetta sem sjálfasagða þjónustu, nánast eins og það að eiga kost á leigubíl. „Við byijuðum í júní í fyrra og vorum ákveðnir að prófa þetta í eitt ár áður en við tækjum málið til endurskoðunar. Það er um þijá kosti að velja. í fyrsta lagi er að halda áfram og reyna að auka hlut- deildina innanlands, í öðru lagi að leigja vélina erlendis og í þriðja lagi að selja hana og hætta rekstrin- um,“ sagði Stefán. Hann sagði ennþá óljóst hvaða kostur yrði fyrir valinu, en það væri ljóst að það væri æskilegt að svona þjónusta væri fyrir hendi hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.