Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Reykhólahreppur: Valið á sameig- inlegan lista Miðhúsum, Reykhólasveit. Vegna hreppsnefndarkosn- inga, sem fram eiga að fara í hinum nýja Reykhólahreppi 20. júní, komu fráfarandi hrepps- nefndir í Gufudalssveit, Geira- dal, Flateyrarhreppi og Reykhólasveit sér saman um að kjósa nefnd til þess að raða upp sameiginlegum lista. Uppástungu að þessu fyrirkomu- lagi mun hafa átt formaður samein- ingarnefndar hreppanna, Grímur Amórsson á Tindum. Nefndin valdi svo listann og verður hann lagður fram nk. föstudag og samkvæmt upplýsingum frá efsta manni list- ans, Guðmundi Ólafssyni, núver- andi oddvita Reykhólahrepps, er hinn nýi listi ekki búinn að marka sér neina stefnuskrá nema að velja menn úr hreppunum svo að jafn- vægi sé á milli þeirra. Listi þessi er sagður ópólitískur, en vitað er að sjálfstæðismenn standa ekki á bak við hann því að enginn úr þeirra hópi er í fýrstu sjö sætunum. Hins vegar eru sumir á listanum óflokksbundnir, en hinir eru annaðhvort úr Alþýðubandalagi eða Framsóknarflokki. Sjö efstu menn listans eru að því er best er vitað: Guðmundur Ólafs- son oddviti, Grund, Áshildur Vil- hjálmsdóttir oddviti, Króksfjarðar- nesi, Einar Hafliðason bóndi í Gufudal, Jóhannes Gíslason bóndi í Skáleyjum, Smári Baldvinsson bóndi á Borg, Karl Kristjánsson bóndi, Gautsdal, Valdimar Jónsson verkstjóri á Reykhólum og fyrsti varamaður er Indíana Ólafsdóttir á Reykhólum. — Sveinn. Morgunblaðið/KGA Evrópusamband lögreglumanna hélt fund hér á landi fyrir skömmu, þar sem rædd voru vandamál líðandi stundar. Morgunblaöio/KGA Leikendur í fullum skrúða goðsagnaveranna fyrir framan Þjóðleikhúsið. Með þeim á myndinni eru Brynja Benediktsdóttir, Ieikstjóri, og leikmyndahönnuðurinn, Signrjón Jóhannsson. Þjóðleikhúsið frumsýn- ir nýtt leikrit á f saf irði Evrópskir lögreglu- menn funda á Islandi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir á M-hátíðinni á ísafirði gleðUeik- inn „Hvar er hamarinn?“ eftir Njörð P. Njarðvík. Sýningar á hinu nýja leikriti verða í félags- heimiUnu í Hnífsdal á fimmtu- dag og föstudag. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, leik- listarhönnun er í höndum Siguijóns Jóhannssonar og tón- listin er eftir Hjalmar H. Ragnarsson. Leikritið er ætlað bæði bömum og fullorðnum og byggir á hinni velþekktu Þiymskviðu, en hún fjallar um það er Þór varð fýrir því óláni að týna hamri sínum Mjölni, en hann komst í hendur jötunsins Þryms, og þurfti að beita klækjum til að ná honum aftur. Aðalhlutverkin eru í höndum Erlings Gíslasonar, sem leikur Þrym, Lilju Þórisdóttur, sem fer með hlutverk Freyju, Randvers Þorlákssonar, sem bregður sér í gerfí Loka, og Amar Amasonar, sem leikur Þór. Aðrir leikendur em þau Ólafur Öm Thoroddsen, Valgeir Skagfjörð, Eyþór Amalds, Herdís Jónsdóttir og Kristrún Helga Bjömsdóttir. FUNDUR Evrópusambands lög- reglumanna Var haldinn á Hótel Sögu dagana 14.-15. maí. Fundir þessir eru haldnir tvisvar á ári, en þetta er í fyrsta sinn sem lög- reglumenninir hittast hér á landi. Einar Bjamason, formaður Landssambands lögreglumanna, er fulltrúi íslands í Evrópusamband- inu, en auk hans sátu fundinn þeir Guðmundur Gígja og Jóhannes Jensson. Að sögn Einars er á þess- um fundum rætt um ýmsa þætti lögreglustarfans og þá sérstaklega þær siðareglur, sem lögreglumönn- um er ætlað að starfa eftir. Fjallað er sérstaklega um vandamál líðandi stundar, svo sem fíkniefnamál og hryðjuverk. Einar sagði að það hefði vakið mikla athygli erlendu ges- tanna að enn skyldi fínnast land þar sem lögreglumenn bera ekki vopn og óska ekki eftir því. ísland væri að þessu leyti einstakt meðal Evrópuríkja. Aukasýning- ar á Eru tígris- dýr í Kongó? Alþýðuleikhúsið hefur ákveðið að hafa tvær aukasýningar á leik- ritinu Eru tígrisdýr í Kongó? nk. föstudag kl. 12.00 og laugardag kl. 13.00. Með þessari sýningu reið Alþýðu- leikhúsið á vaðið með þá nýbreytni að haf a hádegisleikhús og hefur þessi tilraun tekist vel þvi uppselt hefur verið á nær allar sýningamar, sem verða 40 með þessum aukasýningum. Miðaverð er 750 kr. fyrir leiksýn- ingu, léttan hádegisverð og kaffi. Sjúkrahúsið í Keflavík: Utgjöldin hafa lækkað um eina milljón á mánuði frá áramótum Keflavik. VERULEGUR árangur hefur náðst í sparnaði hjá Sjúkrahús- inu í Keflavík frá áramótum. Ólafur Björnsson formaður stjórnar sjúkrahússins sagði í samtali við Morgunblaðið að tek- ist hefði að draga úr útgjöldum um eina milljón á mánuði. Samt sem áður væri fyrirsjáanlegt að um hallarekstur yrði að ræða og ljóst að þau fjárlög sem ríkið legði sjúkrahúsinu til á þessu ári hrykkju ekki til að kosta reksturinn. Að sögn Ólafs varð hallinn á rekstri sjúkrahússins á síðasta ári um 51 milljón króna. Kostnaðurinn varð 136 milljónir og 625 þúsund krónur, en tekjur 85 milljónir 669 þúsund krónur. Ólafur sagði að af augljósum ástæðum hefði ekki ver- ið hægt að halda þessum mikla hallarekstri áfram. „Við gerðum því átak í að iækka rekstrarkostn- að og okkur hefur tekist að lækka þennan þátt um 1 milljón á mán- uði með ýmsum lagfæringum. Laun í þessari upphæð eru um 600 til 800 þúsund krónur og hinn hlut- inn eru ýmsar hagræðingar í innkaupum og kostnaður við þvott." Ólafur sagði að nú væri ákveðið að loka skurðstofunni um tíma vegna sumarleyfa eins og undan- farin ár. Auk þess væri ekki útséð um hvort hægt yrði að halda fæð- ingadeildinni opinni vegna þess að sumarafleysingafólk fengist ekki til starfa. Reynt yrði til þrautar, en ákvörðun í þessu máli yrði að taka á næstu dögum. Ólafur taldi að ekki hefði dregið að neinu marki úr þeirri þjónustu sem spítalinn veitti og almennur skilningur væri meðal starfsfólksins vegna þessara aðgerða. - BB Afhenti trún- aðarbréf HÖRÐUR Helgason sendiherra afhenti nýlega Francesco Coss- iga, forseta Italíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands á ít- alíu, með aðsetur í Kaupmanna- höfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.