Morgunblaðið - 03.06.1987, Page 24

Morgunblaðið - 03.06.1987, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Reykhólahreppur: Valið á sameig- inlegan lista Miðhúsum, Reykhólasveit. Vegna hreppsnefndarkosn- inga, sem fram eiga að fara í hinum nýja Reykhólahreppi 20. júní, komu fráfarandi hrepps- nefndir í Gufudalssveit, Geira- dal, Flateyrarhreppi og Reykhólasveit sér saman um að kjósa nefnd til þess að raða upp sameiginlegum lista. Uppástungu að þessu fyrirkomu- lagi mun hafa átt formaður samein- ingarnefndar hreppanna, Grímur Amórsson á Tindum. Nefndin valdi svo listann og verður hann lagður fram nk. föstudag og samkvæmt upplýsingum frá efsta manni list- ans, Guðmundi Ólafssyni, núver- andi oddvita Reykhólahrepps, er hinn nýi listi ekki búinn að marka sér neina stefnuskrá nema að velja menn úr hreppunum svo að jafn- vægi sé á milli þeirra. Listi þessi er sagður ópólitískur, en vitað er að sjálfstæðismenn standa ekki á bak við hann því að enginn úr þeirra hópi er í fýrstu sjö sætunum. Hins vegar eru sumir á listanum óflokksbundnir, en hinir eru annaðhvort úr Alþýðubandalagi eða Framsóknarflokki. Sjö efstu menn listans eru að því er best er vitað: Guðmundur Ólafs- son oddviti, Grund, Áshildur Vil- hjálmsdóttir oddviti, Króksfjarðar- nesi, Einar Hafliðason bóndi í Gufudal, Jóhannes Gíslason bóndi í Skáleyjum, Smári Baldvinsson bóndi á Borg, Karl Kristjánsson bóndi, Gautsdal, Valdimar Jónsson verkstjóri á Reykhólum og fyrsti varamaður er Indíana Ólafsdóttir á Reykhólum. — Sveinn. Morgunblaðið/KGA Evrópusamband lögreglumanna hélt fund hér á landi fyrir skömmu, þar sem rædd voru vandamál líðandi stundar. Morgunblaöio/KGA Leikendur í fullum skrúða goðsagnaveranna fyrir framan Þjóðleikhúsið. Með þeim á myndinni eru Brynja Benediktsdóttir, Ieikstjóri, og leikmyndahönnuðurinn, Signrjón Jóhannsson. Þjóðleikhúsið frumsýn- ir nýtt leikrit á f saf irði Evrópskir lögreglu- menn funda á Islandi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir á M-hátíðinni á ísafirði gleðUeik- inn „Hvar er hamarinn?“ eftir Njörð P. Njarðvík. Sýningar á hinu nýja leikriti verða í félags- heimiUnu í Hnífsdal á fimmtu- dag og föstudag. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, leik- listarhönnun er í höndum Siguijóns Jóhannssonar og tón- listin er eftir Hjalmar H. Ragnarsson. Leikritið er ætlað bæði bömum og fullorðnum og byggir á hinni velþekktu Þiymskviðu, en hún fjallar um það er Þór varð fýrir því óláni að týna hamri sínum Mjölni, en hann komst í hendur jötunsins Þryms, og þurfti að beita klækjum til að ná honum aftur. Aðalhlutverkin eru í höndum Erlings Gíslasonar, sem leikur Þrym, Lilju Þórisdóttur, sem fer með hlutverk Freyju, Randvers Þorlákssonar, sem bregður sér í gerfí Loka, og Amar Amasonar, sem leikur Þór. Aðrir leikendur em þau Ólafur Öm Thoroddsen, Valgeir Skagfjörð, Eyþór Amalds, Herdís Jónsdóttir og Kristrún Helga Bjömsdóttir. FUNDUR Evrópusambands lög- reglumanna Var haldinn á Hótel Sögu dagana 14.-15. maí. Fundir þessir eru haldnir tvisvar á ári, en þetta er í fyrsta sinn sem lög- reglumenninir hittast hér á landi. Einar Bjamason, formaður Landssambands lögreglumanna, er fulltrúi íslands í Evrópusamband- inu, en auk hans sátu fundinn þeir Guðmundur Gígja og Jóhannes Jensson. Að sögn Einars er á þess- um fundum rætt um ýmsa þætti lögreglustarfans og þá sérstaklega þær siðareglur, sem lögreglumönn- um er ætlað að starfa eftir. Fjallað er sérstaklega um vandamál líðandi stundar, svo sem fíkniefnamál og hryðjuverk. Einar sagði að það hefði vakið mikla athygli erlendu ges- tanna að enn skyldi fínnast land þar sem lögreglumenn bera ekki vopn og óska ekki eftir því. ísland væri að þessu leyti einstakt meðal Evrópuríkja. Aukasýning- ar á Eru tígris- dýr í Kongó? Alþýðuleikhúsið hefur ákveðið að hafa tvær aukasýningar á leik- ritinu Eru tígrisdýr í Kongó? nk. föstudag kl. 12.00 og laugardag kl. 13.00. Með þessari sýningu reið Alþýðu- leikhúsið á vaðið með þá nýbreytni að haf a hádegisleikhús og hefur þessi tilraun tekist vel þvi uppselt hefur verið á nær allar sýningamar, sem verða 40 með þessum aukasýningum. Miðaverð er 750 kr. fyrir leiksýn- ingu, léttan hádegisverð og kaffi. Sjúkrahúsið í Keflavík: Utgjöldin hafa lækkað um eina milljón á mánuði frá áramótum Keflavik. VERULEGUR árangur hefur náðst í sparnaði hjá Sjúkrahús- inu í Keflavík frá áramótum. Ólafur Björnsson formaður stjórnar sjúkrahússins sagði í samtali við Morgunblaðið að tek- ist hefði að draga úr útgjöldum um eina milljón á mánuði. Samt sem áður væri fyrirsjáanlegt að um hallarekstur yrði að ræða og ljóst að þau fjárlög sem ríkið legði sjúkrahúsinu til á þessu ári hrykkju ekki til að kosta reksturinn. Að sögn Ólafs varð hallinn á rekstri sjúkrahússins á síðasta ári um 51 milljón króna. Kostnaðurinn varð 136 milljónir og 625 þúsund krónur, en tekjur 85 milljónir 669 þúsund krónur. Ólafur sagði að af augljósum ástæðum hefði ekki ver- ið hægt að halda þessum mikla hallarekstri áfram. „Við gerðum því átak í að iækka rekstrarkostn- að og okkur hefur tekist að lækka þennan þátt um 1 milljón á mán- uði með ýmsum lagfæringum. Laun í þessari upphæð eru um 600 til 800 þúsund krónur og hinn hlut- inn eru ýmsar hagræðingar í innkaupum og kostnaður við þvott." Ólafur sagði að nú væri ákveðið að loka skurðstofunni um tíma vegna sumarleyfa eins og undan- farin ár. Auk þess væri ekki útséð um hvort hægt yrði að halda fæð- ingadeildinni opinni vegna þess að sumarafleysingafólk fengist ekki til starfa. Reynt yrði til þrautar, en ákvörðun í þessu máli yrði að taka á næstu dögum. Ólafur taldi að ekki hefði dregið að neinu marki úr þeirri þjónustu sem spítalinn veitti og almennur skilningur væri meðal starfsfólksins vegna þessara aðgerða. - BB Afhenti trún- aðarbréf HÖRÐUR Helgason sendiherra afhenti nýlega Francesco Coss- iga, forseta Italíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands á ít- alíu, með aðsetur í Kaupmanna- höfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.