Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 44
-f TSei ÍVn'iT. f. 5iiIÍ>AailMTVnTW! .CTUTA.IfTWTÍ)5T0M 44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ1987 Hamra skal járnið meðan heitt er Þingeyri. Frá fréttaritara Mbl. Huldu Sigmundsdóttur. Miðvikudaginn' 22. apríl kl. 12.45 lenti hér flugvél frá Suður- flugi með .3 farþega og mikið hafurtask, kvikmyndavél, ljósaút- búnað, hljóðupptökutæki og allt tilheyrandi. En hvað voru þessir menn að gera til Þingeyrar, hvað er þar að sjá sem heimafólk hefur eflaust daglega fyrir augunum, en er löngu hætt að sjá? „Margt og merkilegt," sögðu ferðalangamir; þeir Sumarliði ísleifsson sagnfræðingur, Þor- steinn Jónsson kvikmyndagerðar- maður og Jón Ingi Friðriksson hljóðupptökumaður. „Já, margt og merkilegt — smiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & co (stofnuð 1913) sem geymir vélar og verk- færi sem hvergi á byggðu bóli finnst í sínu upprunalega umhverfi — alla vega ekki hér á landi nema söfnum." Þeir félagar eru hér á vegum menntamálaráðuneytisins til að taka heimildarmynd um málm- steypuna og vélaverkstæðið, en það er liður í stærra verkefiii, gerð heimildarmyndar og upplýsinga- öflun um sögu íslensks málmiðnað- ar frá fyrstu tíð. Núverandi eigandi þessa gamal- gróna fyrirtækis, Matthías Guðmundsson, lá ekki á liði sínu, frekar venju: Kveiktur var eldur í „steypiríinu" og allir voru á þönum við að festa á filmu hvemig gló- andi málmurinn varð að línu og netaskífum. Einnig allan útbúnað- inn sem Matthías hefur smíðað sér til hagræðis eftir að mönnum fækkaði í smiðjunni. Þama em ýmis tæki og tól sem heimamenn kunna fæstir nokkur skil á og hafa því minni hugmynd um hve mikil vinna liggur að baki hinum ýmsu „smíðisgripum", og fróðir menn segja að það gangi krafta- verki næst að maður kominn á 76. aldursár skuli framleiða jafnmikið og raun ber vitni auk alls annars — með aðeins tvo menn sér við hlið; þá Kristján Gunnarsson og Atla Astvaldsson. Þama mátti sjá gangsettan rennibekk, stóran og mikinn, og er sá bekkur frá því fyrir eða um aldamót, einnig borvél frá svipuð- um tíma, en ótal verkfæri og vélar eru frá aldamótum til ársins 1920. Það logaði glatt á gömlu eldsmiðj- unni og þúsundþjalasmiðurinn Matti smíðaði meitla og herti þá. Já, margt að sjá, glóandi málmi hellt í mót, hann kældur og unninn þar til kominn er söluvamingur til útgerðarinnar, vítt og breitt um landið. Þingeyringar eiga sjaldnast annað erindi í smiðjuna en að láta laga það sem aflaga fer, láta gera við bílana sína eða vinnuvélamar, „æpa“ á aðstoð ef miðstöð bilar eða vatnslögn í heimahúsi o.fl. o.fl. Sumir leggja þó leið sína aftur í smiðjuna til að greiða reikninginn fyrir unnið verk. Þeir þremenning- ar dvöldu hjá Matthíasi í tvo daga Rennibekkurinn, sem er frá því um aldamót, gangsettur. Með Matthiasi Guðmundssyni á myndinni er Sumarliði ísleifsson sagnfræðingur. Matthías dengir járnið. og eina nótt — en vel var að verið bæði í smiðjunni og á heimili þeirra hjóna, Camillu Sigmundsdóttur og Matthíasar Guðmundssonar, og Matthiasar-verkinu var ekki lokið þótt dyrum smiðjunnar væri skellt í lás. Sumarliði kvað þetta hluta _af stærra verki, sem er Iðnsaga ís- lendinga, upphafið væri málmiðn- aðurinn og saga hans. Að hausti kemur út bók ásamt myndbandi og er útgefandi Iðn- saga íslendjnga f.h. menntamála- ráðuneytis íslands og Hið íslenska bókmenntafélag. Fyrir tugum ára hóf Matthías smíði á svokölluðum „dráttarkarli" er létti erfíðu starfi af hásetum skipa þeirra er stunduðu línuveið- ar. Ekki voru allir á eitt sáttir um ágæti þessa „karls“ í upphafi, þótt hann hafi fljótlega sannað gildi sitt og var eftirfarandi kvæði ort fyrir munn eins landformanns og sá, sem sá um þá hlið málsins, var hirðskáld Þingeyringa, Elías Þór- arinsson frá Sveinseyri, með leyfi höfundar: Hvíld er engin nú í nánd þó nálgist háttatími. A ég stríð við illan Þránd alltaf við hann glími. Út á goinn aulinn fer ötull línu dregur. Flækir hana fyrir mér fólinn klækjalegur. Duglegur við dráttarþóf drýgir sína hrekki því veltusjór og kafaldskóf karlinn bugar ekki. Bjóðin sendir bófinn mén í bendu er línan vafin. Með sárar hendur sit ég hér sífellt önnum kafinn. Þó við bölvum karli í kór og kvæði á hann splæsum, af honum hrynja orðin stór eins og vatn af gæsum. Vominum aldrei verður kalt þó vindur öldum feyki, eða drifið sjávarsalt sífellt um hann leiki. Eigirðu við hann orðaskak aldrei neitt hann segir. Af sér aldrei ber hann blak, bara þegir - þegir. Á því veit ég ekki skil, hvort anda er karlinn gæddur. Matthías bjó manninn til, af mey er hann ekki fæddur. Er í karllegg eingetinn, ekki er gott í vonum, þvi betri helming sérhvert sinn sagt er að fái af konum. Þrándur þar og Þrándur hér. Þrándur í hveiju sinni. Þrándur var og Þrándur er, Þrándur í götu minni. „Dráttarkarlinn" dafnar enn þótt eignast hafi bræður og marg- ur maðurinn er hér bæði dverg- hagur og orðhagur og fæstum Þrándur í götu. laugarhoi-i- ■-> Morgunblaðið/SHÞ 4. deildarlið Ungmennafélagsins Geisla. Magnús Hansson ' * lengst til vinstri. Blómlegt íþroi^ líf í Bjarnarfirði Laugarhóli, Bjarnarfirði. MEÐ VORINU hefir orðið hér aukin íþróttastarfsemi og æfir hér nú til dæmis 4. deildarlið í knatt- spyrnu frá Ungmennafélaginu Geislanum á Hólmavík, en meðUm- ir þar eru bæði héðan úr dalnum og einnig frá Drangsnesi. Þá er að hefjast sundnámskeið. í vetur hefir verið starfsemi hér á Laugarhóli, að minnsta kosti viku- lega, stundum tvisvar í viku, í íþrótta- húsi staðarins. Hafa það verið menn úr sveitinni, frá Drangsnesi og Hólmavík, sem hér hafa æft körfu- bolta, badminton og fleira. Nú er íþróttastarfsemin að færast út í nátt- úruna og hefir fjórðudeildar kní spymulið Ungmennafélagsins Geisia, sem aðsetur hefir á Hólmavík, ákveð- ið að æfa hér einu sinni í viku í allt sumar. Byijuðu þeir æfingar í febrú- ar. Ráðinn hefir verið þjálfari og er það Magnús Hansson frá Bolung- arvík, sem raunar er Hólmvíkingur að ætt og uppruna. Koma þeir hér að morgni og æfa en fara síðan í sund og fylgjast svo með beinu út- sendingunum í fótbolta í sjónvarpi og læra af því. Er þetta hópur ungra og hraustra manna héðan af svæð- inu, frá Hólmavík, úr Bjamarfirði og frá Drangsnesi. Sökum þess að að- staða hér er fyrir sundið, og auk þess nokkrir meðlima héðan koma þeir hingað á laugardögum til þess- ara æfinga og verður svo í sumar allt fram um mánaðamót júlí/ágúst. Koma nú vel að notum sundskýlin sem vígð voru í vor við „Gvendarlaug hins góða“ hér á staðnum. Þá er einn- ig að hefyast sundnámskeið hér og stendur það til 5. júní. Kennari á þessu námskeiði er Olga Garðars- dóttir sundkennari en námskeiðið sækja böm frá Hólmavík og hreppum þar fyrir sunnan auk nemend Bjamarfirði og frá Drangsnesi Það eru nú full tvö ár síðan____ námskeið hefir vérið haldið hér sökum þess að sundskýli við laugina voru orðin ónýt, og hefir gengið hægt að byggja hér ný sundskýli. Það er íþróttastarfsemi hér mikil lyftistöng að hafa hér á á staðnum þau mannvirki sem eru, en það er þá fyrsta og fremst íþróttahúsið við skólann hér á Laugarhóli og svo einn- ig sundlaugin, sem Sundfélagið Grettir byggði á sínum tíma. Var það raunar önnur laugin sem áhugamenn urr. sund byggðu hér í dalnum. Framámaður um þetta allt var Ingi- mundur Ingimundarson á Svanshóli, en hann kenndi líka sund hér um árabil, auk þess sem hann var skíða- kennari og yfirleitt hvatamaður um hverskonar íþróttaiðkanir og útilíf. Gætir enn víða þess er hann grund- vallaði og mun gæta um langa framtíð. _ SHÞ Leikstjórinn Oliver Stone fyrir miðju ásamt félögum i bandariska hernum 1967—1968. Óskarsverðlaimamynd Olivers Stone frum- sýnd í Háskólabíói Platoon, hin margumtalaða stríðsmynd Olivers Stone sem hreppti fern Óskarsverðlaun sl. mars, verður frumsýnd í Há- skólabiói seinnipartinn í júni. Myndin hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum fyrir raunsæa og hryllilega lýsingu á Víetnamstríðinu eins og það kom fyrir sjónir her- mannanna sem börðust í fremstu vfglínu. Er óhætt að segja að fáar bandarískar myndir hafi verið eins mikið í sviðsljósinu í mörg undanfar- in ár. Platoon er aðeins önnur myndin sem Stone leikstýrir en hin var Salvador, sýnd hér i fyrra. Stone hlaut Óskarinn fyrir leikstjóm á Platoon, hún var kjörin besta myndin og fékk auk þess verðlaun fyrir bestu klippingu og hljóð. Alls var hún út- nefnd til átta Oskarsverðlauna. Með aðalhlutverk fara Charlie Sheen, Willem Dafoe og Tom Berenger. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.