Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 21
voor íwtt p mTnAmrvrwnw mn t TprMjTnanM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 því, að mun fleiri slys hefðu orðið á jarðskjálftasvæðum, ef engra staðla hefði notið við. Má benda á fjölda greina vísindamanna um þessi efni því máli til sönnunar. Mín eigin reynsla í þessum efnum hefur kennt mér mikið. Ég hef á undanfömum 20 árum tekið þátt í burðarþolshönnun margra stórra bygginga í Reylqavík og þá fyrst og fremst að því er lýtur að jarð- skjálftaálagi. Eg _hef sannfærst æ betur um það, að ÍST 13 getur orð- ið að verulegu liði við að áætla dreifingu jarðskjálftakrafta á burð- arvirki, en grundvallarþekking og tilfinning hönnuðarins fyrir hegðun burðarvirkisins skipti einnig höfuð- máli. Þarna eru þekking og reynsla aðalatriði. Skýrsla Rb Það sem ég hef verið að reyna að koma til skila hjá lesendum í undangengnum orðum, er sá mikli vandi, sem blasir við verkfræðing- um, sem á að tryggja öryggi burðarvirkisins gegn válegum áhrifum, svo sem jarðskjálfta. Margir starfsbræður mínir í verk- fræðingastétt, sem kynnzt hafa þessu vandamáli af eigin raun, munu geta tekið undir það sem hér er sagt um hinn mikla vanda. Það var því með nokkurri eftir- væntingu, að ég fletti skýrslu Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins um burðarþol húsa fyrir nokkrum dögum. Eftirvænting mín var ekki síðri fyrir þá sök, að við Verkfræðistofn- un HÍ hófumst við handa fyrir nokkru að meta jarðskjálftaöryggi nokkurra húsa á Suðurlandi, með hinn væntanlega Suðurlands- skjálfta í huga. Þetta er mjög vandasamt verk, og mikilli óvissu háð. Ekki er víst, að miklar yfirleg- ur skili miklum árangri, hið endanlega próf á öryggi mannvirkj- anna bíður hinna raunverulegu . jarðhræringa. í bezta falli geta menn bætt úr augljósum vankönt- um á burðarvirkjunum, svo framar- lega sem slíkar aðgerðir kosta ekki | mikið. Augljóst er, að fjárhagsað- stæður sjá til þess, að styrkingar húsa, sem þegar hafa verið byggð, verða ekki framkvæmdar nema geysisterk rök séu fyrir hendi. Allt öðru máli gegnir um hús, sem verið er að hanna, þar ber að gefa slíku sérstakan gaum, enda þarf kostnað- ur, sem af því hlýzt, ekki að skipta verulegu máli. Ég varð því mjög hissa, þegar ég fletti skýrslunni. Hér kom hver áfellisdómurinn eftir annan. Þó að færustu sérfræðingar veigri sér mjög við að kveða upp einhlíta dóma um öryggi einstakra bygginga, virt- ist höfundur skýrslu þessarar ekki eiga í neinum erfíðleikum af því tagi. Úrskurður felldur, búmms, ekki öruggt! Næsta bygging. Höf- undur skýrslunnar hefur ekki haft fyrir því að skilgreina hvaða for- sendur hann gefur sér og hvaða mat hann leggur á niðurstöður. Fólki, sem ekki kann sérstök skil á hlutum, er beinlínis gefíð í skyn, að svarið sé einfaldlega já eða nei. í raun og sannleika er svarið yfír- Ieitt hvorugt. Burðarþol er afskap- lega afstætt hugtak. Burðarþol húss getur verið fullnægjandi, þótt húsið verði fyrir miklum skemmd- um í jarðskjálfta. Spumingin er um skilgreiningu burðarþols. Fólk sér oftast fyrir sér ijúkandi rústir í þeim blaðagreinum, sem birzt hafa að undanfömu. Ekki vænti ég, að það sé það ástand, sem höfundurinn miðar við. Lokaorð Það er vel, að vakin sé athygli á því vandamáli, sem hér er á ferð- inni. Sjálfsagt hafa sumir aðilar sofíð á verðinum. Slíkt er mannlegt og slíkt mun gerast aftur og aftur. En við verðum að gæta okkar. Við verðum að bregðast rétt við og gera úrbætur. Þegar í stað verða yfírvöld að snúa sér að þessu vanda- máli og leita til færustu sérfræðinga í því skyni að skilgreina nákvæm- lega öryggiskröfur varðandi burð- arþol mannvirkja. Höfundur er prófessor í burðar- þolsfræði við Háskóla Islands og formaður sijórnar Verkfræði- stofnunar Háskóla íslands. Morgunblaðið/Sverrir Hilmar Jónsson stórtemplar afhendir Hrafnhildi verðlaunin í gær. Stórstúka íslands: Verðlaun veitt fyrir unglingaskáldsögu Á ALÞJÓÐLEGU ári æskunnar 1985 ákvað Stórstúka íslands að efna til samkeppni um unglinga- skáldsögu. Verðlaunin eru hærri en tíðkast hefur fyrir handrit að slíkum bókum eða kr. 100.000,00 að viðbættum venjulegum höf- undarlaunum. Til að tryggja sem besta þátttöku i samkeppninni var skilafrestur framlengdur til 31. desember 1986. í dómnefnd voru skipuð Andrés Kristjánsson fyrrverandi fræðslu- stjóri, Mjöll Matthíasdóttir nemi og Stefán Júlíusson rithöfundur. Nefndin hefur nú lokið störfum og verðlaunin hlýtur Hrafnhildur Val- garðsdóttir fyrir söguna „Leður- jakkar og spariskór". Stórstúka íslands vill á þennan hátt örva íslenska skáldsagnagerð fyrir unga lesendur en hún vill líka láta þess getið að útgáfufyrirtæki hennar, „Æskan“, gefur einnig út bækur fyrir fullorðna, ævisögur og skáldverk, segir í frétt frá Stórstúk- unni. HARDY VEIÐIVÖRUR HINNA VANDLÁTU Þegar kemur að því að kaupa útbúnað til lax eða silungsveiða. er úr mörgum ólíkum tegundum að velja. HARDY ereinn virtasti og reynd- asti framleiðandi veiðibúnaðar í heim- inum. HARDY framleiðir m.a.: frá- bær veiðihjól, stangir, línu, vesti, fatnað og fjölda fylgihluta sem nauð- synlegir eru í veiðiferðina. AUar vörur frá H ARDY eru fram- leiddar af mikilli natni og vandvirkni. Til þess að tryggja mestu gæði eru nánast allar HARDY vörur handunn- ar. Við hjá Veiðimanninum erum stolt af því að geta boðið slíkar vörur. Þaðerengin tilviljun að þeirsem setja gæðin ofar öllu, velja HARDY veiðivörur. HAFNARSTRÆTI 5, REYKJAVÍK. SÍMI 16760. BYRJENDATÍMAR í LEIKFIMI FYRIR MORGUNHRESSAR KONUR Á ÖLLUM ALDRI Leikfimitímarnir eru á mánudags- og miðvikudags- morgnum frá kl. 10 til 11. Áhersla verður lögð á að styrkja maga, rass, læri og byggja upp þol. Ekkert hopp. Hringdu strax í síma 2 91 91 og láttu skrá þig! Jónínu og Ágústu^ Borgartúni 31, s. 2-91-91 Morgunstund gefur gull í mund!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.