Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 22
22 ________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 _ Eru lægstu laun of lág eða þau hæstu of há? eftírJóhann Rúnar Björgvinsson I Markmið þessarar greinar er að athuga með hvaða hætti megi auka kaupmátt þeirra lægst launuðu á varanlegan hátt. Hér er aðeins um hugleiðingar að ræða, sem ekki byggja á neinum tölfræðilegum at- hugunum. En fyrst nokkur atriði sem gott getur verið að hafa í huga. Framleiðslan í þjóðfélaginu, á hinum mismunandi vörum og þjón- ustu, á einu ári kallast einu nafni landsframleiðsla. Að henni standa annars vegar vinnuafl eða launa- hluti og hins vegar ijármagnsvörur eða hagnaðarhluti. Þegar talað er um' hagvöxt er átt við að lands- framleiðslan hafí aukist að raun- gildi, þ.e. fleiri og/eða betri vörur og þjónusta en áður. Þá skulum við til hægðarauka skipta launþegum (launahlutanum) í þijá eftirtalda hópa: Launahóp A, launþega sem lægstu launin hafa. Launahóp B, launþega sem ekki eru í hóp A en þiggja laun frá atvinnurekendum. Launahóp C, launþega sem selja vinnu sína beint á þjónustumark- aðnum. II Skilgreining- á vandamálinu Hvað er átt við þegar talað er um að lægstu launin séu of lág? Hér er líklega fyrst og fremst átt við að kaupmáttur lægstu launa sé of lítill, þ.e.a.s. að það magn vöru og þjónusta sem hægt er að kaupa fyrir laun þeirra lægst launuðu sé innan við það magn sem æskilegt er talið. Vandamálið er því að auka kaupmátt hinna lægst launuðu, þ.e. launahóps A. III Lausnir á vandamálinu Hægt er að leysa ofangreint vandamál á tvo vegu: A. í fyrsta lagi er hægt að auka kaupmátt hinna lægst launuðu (launahóps A) á kostnað þeirra sem hafa hærri laun (launhópa B og C) og/eða á kostnað hagn- aðarhlutans. Til skemmri tíma litið er þetta eina mögulega lausnin. B. í öðru lagi er hægt að auka kaupmátt hinna lægst launuðu, án þess að skerða kaupmátt annarra, með því að auka hag- vöxtinn í þjóðfélaginu. Slík lausn er aðeins möguleg til lengri tíma séð. í þessari grein verður aðeins lögð áhersla á lausn A, þar sem hún hefur verið meira tii umræðu. Segja má að þijár leiðir séu færar til að nálgast þá lausn. A1 Uppfærsla I fyrsta lagi er hægt að hækka laun þeirra lægst launuðu og jafn- framt að koma i veg fyrir að sú hækkun gangi upp allan launastig- ann. Þessi lausn er einfold og auðskilin en hún hefur marga van- kanta og vekur margar spumingar. i. Samábyrgð/sérhagsmunir. Líklegt er að mjög erfitt verði að koma í veg fyrir að hækkan- ir gangi upp allan launastigann. Hvaða aðili á að koma í veg fyrir það? (a) Heildarsamkomulag eða þjóð- arsátt þar sem samið yrði um ákveðinn launastiga er mjög íjarlægt. í fyrsta lagi er ólíklegt að menn sættist á slíkt. í öðru lagi eru líkur á að ýmsir starfs- hópar mundu ekki axla tilætl- aða ábyrgð og rifu sig lausa. Og í þriðja lagi þyrfti slík sátt flókið og kostnaðarsamt eftir- lits- og leiðréttingarkerfí. (b) Þá er hugsanlegt að sú verð- bólga sem íslenskt efnahagslíf hefur búið við undanfama ára- tugi, og valdið hefur stöðugum launaviðmiðunum og leiðrétt- ingum, hafi aukið reynslu og fylgni ýmissa starfshópa á þann veg að það komi fram m.a. í minni samábyrgð og meiri sér- hagsmunum. ii. Óréttlát lausn. Þá eru líkur á að ofangreind lausn verði meira á kostnað launahóps B, en á kostnað launahóps C og hagnaðarhlut- ans, sem oft ákveða sér laun eða hagnað sjálfir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að erfíðara er að binda þá hópa við heildar- samkomulag og erfiðara að fá fram upplýsingar um hegðun þeirra. Þá em einnig líkur á að sá launastigi sem launahóp- ar A og B mynda nú þegar sé nokkuð réttlátur. A2 Tilfærsla í öðru lagi er hægt að leysa vandamálið með því að skilgreina það þannig að ráðstöfunartekjur þeirra lægst launuðu séu of lágar og auka síðan ráðstöfunartekjumar með tekjutilfærslum (eða niður- greiðslum) frá hinu opinbera. Þessi lausn felur í sér að hið opinbera verður að auka skatttekjur sínar og sömuleiðis útgjöld til tekjutil- færslna, en hún hefur einnig sína vankanta. i. Réttlát eða óréttlát lausn. Það er ekkert öryggi fyrir því að þessi viðbótarskattlagning verði greidd eftir raunverulegri skattgetu og sömuleiðis að telqutilfærslumar fari til þeirra, sem eiga að fá þær. ii. Kostnaðarsöm lausn. Þessari leið getur fylgt mikil skriffínnska og umsóknarfár ef hún er illa framkvæmd. Dæmi um slíkt höfum við í öðmm lönd- um. A3 Niðurfærsla Þá er þriðja leiðin sem felur í sér að hækka megi kaupmátt þeirra lægst launuðu með því að lækka laun þeirra hæst launuðu og/eða minnka stærð hagnaðarhlutans, eða m.ö.o. að draga úr vissum launa- kostnaði og/eða hagnaðarkröfum. Slíkt hefði í för með sér að verðlag mundi lækka. 1. Er hugsanlegt að hlutar af launahópnum B og C taki út óeðlilegan háan launahlut af þjóðartekjum miðað við hvað heilbrigður markaður mundi greiða þeim? Ef svo er hvemig getur það hafa átt sér stað? Samtrygging/sérhagsmunir — samkeppni/samábyrgð: Lfklegt er að ýmsar aðstæður sem margir starfshópar innan þess- ara launahópa búa við hafí verið þess valdandi að samtrygging og sérhagsmunir hafa verið ofarlega í þeirra háttemi, en samkeppni og samábyrgð lotið í lægra haldi. I skjóli þess hafa verið tekin út laun sem ekki gætu liðist við „eðlilegar aðstæður". En hverjar em þessar aðstæður sem valdið hafa þessu misræmi? i. Upplýsingaskortur. Sú mikla leynd sem hvílir yfír kaupi og kjörum vissra starfs- hópa og sú lenska (tabu) að það komi öðrum ekki við — (hverjir greiða þessi kjör að lokum?) — er góð aðstaða sem vissir hópar geta notið en aðrir ekki. Jóhann Rúnar Björgvinsson „Ýmsar greinar at- vinnureksturs þurfa að hrista af sér lognmollu samokunar og hefja al- vöru samkeppni. V erkalýðshreyf ingin og neytendasamtökin þurfa að taka að sér ný og spennandi verkefni með myndarbrag og skapa betri skilyrði fyr- ir heilbrigðari sam- keppni. Þá þarf hið opinbera að huga að þeim málum sem að því snúa og sýna meiri hug- kvæmni.“ ii. Skattaeftirlit. Hugsanlega hefur of lítil áhersla verið lögð á að skattaeftirlitið gangi vasklega fram og réttlæti tilveru sína. Þetta er sömuleiðis aðstaða sem sumir njóta en aðr- ir ekki. iii. Verkalýðshreyfíng — neytendasamtök. Það stendur hugsanlega verka- lýðshreyfíngunni næst að uppfræða um samhengi launa, hagnaðar og verðlags og að móta hugsunarhátt og umræðu í þessum málum. Rangar áhersl- ur í þessu samhengi geta haft mjög alvarlegar afleiðingar og skapað góða aðstöðu fyrir vissa starfshópa til að fá stærri skerf en þeim ber af þjóðarkökunni. iv. Peningastefnan. Hún er kapítuli út af fyrir sig. Er hugsanlegt að meðhöndlun peningamála hér á landi hafí verið í molum undanfarna ára- tugi; að hlutverk Seðlabanka hafi ekki verið dregið skýrt fram eða mótað af þeim sem það hefðu átt að gera; að fyrir vikið höfum við haft lítt þróað pen- inga- og fjármagnskerfí; að þau skilyrði (aðstæður) sem skyn- samleg peningastefna og rétt meðhöndlun peningamála setur atvinnulífí, heimilum og hinu opinbera hafí ekki verið til stað- ar; að vandamálunum hafi með öðrum orðum verið ýtt á undan sér en ekki látið skerast í odda, og að lokum hafí skapast betri aðstaða fyrir suma að hagnast á ringulreiðinni en aðra. 2. Er hugsanlegt að hagnaðarhluti þjóðartekna sé of stór miðað við það sem eðlilegt gæti talist? Ef svo er hvemig getur það hafa átt sér stað? Líklegasta skýringin liggur í því að í þjóðfélaginu hafa verið aðstæður og skilyrði sem hafa gert atvinnurekstri kleift að taka út stærri hlut af landsframleiðslunni en honum bar. Spumingin er því hveijar em þessar aðstæður og hvernig eiga þær að vera? Ef við svömm seinni hluta spum- ingarinnar stuttlega án þess að velta fyrir okkur rökum hagfræð- innar er hægt að segja að „eðlilegur hagnaðarhluti" sé sá hagnaður sem myndast við eðlilega samkeppni og við eðlilegt upplýsingastreymi milli fyrirtækja og neytenda. Vegna fyrri hluta spumingarinn- ar má benda á þetta: i. Samokun/einokun — samkeppni. (a) Verðsamkeppni. Hin mikla verðbólga undanfama ártugi hef- ur mjög brenglað verðskyn neytenda og því torveldað alla verðsamkeppni milli fyrirtækja, þótt gæðasamkeppni hafí verið til staðar. Atvinnureksturinn hef- ur því ekki notið sem skyldi þeirra skilyrða sem eðlileg verðsam- keppni gefur, en það getur haft í för með sér óhagkvæmari rekst- ur og jafnvel að stærri hluti landsframleiðslunnar fari til at- vinnureksturins en hæfilegt er. — Nýlegar verðkannanir Verðlags- stofnunar bent til þess að verðlag sé of hátt miðað við það sem eðlilegt getur talist. (b) Upplýsingaskortur. Verð- bólgan kann að hafa dregið úr nauðsyn þess að fyrirtæki upp- lýsi neytendur um verð (berið saman verðmiða í búðargluggum hér á landi og erlendis). En upp- lýsingaskortur getur dregið úr eðlilegri samkeppni og aukið samokun og einokun. (c) Ríkisafskipti. Þá hefur skort á að hið opinbera hafi með laga- setningu og hegðun sinni — en það getur sett atvinnulífinu skil- yrði — ýtt undir samkeppni þar sem hún ætti við og væri flestum til hagsbóta. Þannig hefur hið opinbera oft stuðlað að samok- un/einokun og upplýsingahöftum og þar með óhagkvæmni og mið- stýringu. ii. Neikvæðir vextir eða rýmun lána. Annar fylgikvilli mikillar verð- bólgu eru háir neikvæðir vextir. Við skulum því velta fyrir okkur hvaða áhrif langvarandi nei- kvæðir vextir hafa á atvinnu- rekstur, en „neikvæðir vextir" í þessu samhengi eru oft notaðir yfir lýmun skulda í verðbólgu. (a) Verðbólguhagnaður. Flestar peningalegar eignir (kröfur og skuldir) rýma að verðgildi með tímanum miðað við efnislegar eignir (fastaijármuni). Þetta ýtir undir kaup á efnislegum eignum og sölu á peningalegum eignum. Svo getur farið að sá ábati sem af slíkum viðskiptum fæst sé langt umfram þann hagnað sem skynsamlegur atvinnurekstur gefur. Það getur því orðið meg- inmarkmið í atvinnurekstri að fá sem mest af þessum verð- bólguhagnaði. — Hvað hafa þau örfáu prósent sem gætu skapast vegna endurskipulagningar og betri stjómunar að segja á móti miklum verðbólguhagnaði? — Líklegt er því að um árabil hafí atvinnufyrirtæki einbeitt sér að íjárfestingu og framkvæmdum. Þá er líklegt að þetta verðbólgu- ástand hafí skapað ákveðinn hugsunarhátt og starfshætti í atvinnurekstri, sem tekur langan tíma að breyta. Afleiðing þess er sú að nú hefur verið offjár- fest á vissum sviðum atvinnulifs- ins. Þá er trúlega enn mikil ásókn í lánsfjármagn — þótt það rými ekki lengur í verði — vegna gamala og gróinna hugsunar- og starfshátta. En hvað hefur þetta með umræður um launin að gera? Jú, líkur er á að ofangreind fjárfest- ing sé afskrifuð mun hraðar en endingartími hennar, sem þýðir (ef fyrirtæki beita ákveðnu álagningarhlutfalli ofan á kostn- aðinn) að kostnaðargrunnurinn er of hár. Fyrirtækið tekur því út of mikinn hagnað og hugsan- lega er hagnaðarhlutinn stærri en ella vegna þess. iii. Verkalýðshreyfing — neyt- endasamtök (verðlagsstofnun). Það aðhald sem neytendasamtök (verðlagsstofnun) veita í öðrum löndum — sem skerpa heiðarlega samkeppni — hefur ekki verið nægilega mikið hér á landi, þótt feimnisleg skref hafí verið stigin til að bæta úr því. Við þessar aðstæður hafa fyrirtækin fengið fijálsari hendur en áður til að sniðganga eðlilega samkeppni og fá því meira en ella í sinn hlut. iii. Peningastefnan. Varðandi peningastefnuna gildir hið sama og í (A3 l.iv) hér að ofan. iv. Ríkisafskipti. I efnahagslífí eins og hér á landi, þar sem fámenni er mikið og vegalengdir miklar er ólíklegt að heilbrigð samkeppni vaxi sjálfkrafa á öllum mörkuðum þar sem hún ætti heima. Það er þvi m.a. hlutverk hins opinbera (um- boðsmanna þegnanna) að setja atvinnulífínu þau skilyrði sem laða fram heilbrigða samkeppni þar sem hún á við. Þetta er vandasamt hlutverk og krefst mikillar vinnu og ígrundunar ef vel á að takast, enda er það í verkahring Alþingis að móta og setja slík skilyrði. Mér segir svo hugur um að á mörgum sviðum hafí þetta verk verið illa af hendi leyst. Nægir að nefna hvemig komið er fyrir ýmsum málefna- flokkum: sjávarútvegur með skrapdaga eða kvótakerfi, land- búnaður með kvótakerfí og miklar niðurgreiðslur, peninga- kerfí í ólestri með miida yfir- byggingu, húsnæðiskerfi í ólestri, skattkerfí í ólestri, o.s.frv. Þessar staðreyndir hafa ýtt undir óhagkvæmni, sem aft- ur kallar á stærri hagnaðarhlut en ella hefði þurft. IV Hversu vænlegar eru þessar lausnir? A1 Uppfærsla Eins og fram hefur komið er líklega erfítt að framkvæma þessa lausn þannig að árangur náist. Hvemig á að tryggja að allir beri þennan kaupmáttarauka sem þeir lægst launuðu fá? Ef atvinnurekst- urinn veltir auknum launhækkun- um launahóps A yfír í verðlagið hvemig bregðast launahópar B og C við hærra verðlagi og minni kaup- mætti? Vandamálið er hugsanlega ekki lægstu launin heldur upp- bygging launastigans og stærð hagnaðarhlutans. Það virðist ekki skipta máli hvort fyrsta þrepið byiji við tuttugu þúsund eða fjörutíu þúsund ef hlutföllin milli þrepanna halda sér. Þá er líklegt að ekki sé pólitískur vilji fyrir þessari lausn, þar sem óttast er að hækkun lægstu launa sé velt yfír á verðlagið (hagn- aðarhlutinn og launahópur C hafa möguleika á að tryggja sig) og komi verðbólgunni á stað, ef tryggja á þennan kaupmátt til lengdar. A2 Tilfærsla Þessi lausn felur í sér að tekjur eru færðar frá einum tekjuhópi til annars. Hún er áhugaverð ef allir greiddu skatt eftir raunverulegri skattgetu sinni og ef tryggt væri að tekjutilfærslumar færu til þeirra, sem eiga að fá þær. Líklegt er þó að útkoman verði önnur. Þá er líklegt að ekki sé mikill pólitískur vilji fyrir að leysa vandann á þenn- an hátt, þ.e. með aukinni skattlagn- ingu og auknum tilfærsluútgjöldum af hálfu hins opinbera. A3 Niðurfærsla Erfíðasta lausnin og að mínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.