Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 64
| ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA 1 GuójónÓ.hf. ! 91-27233 I MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Suðurland: Allar fasteignir ►tryggðar gegn jarðskjálftatjóni ALLAR fasteignir og aðrar brunatryggðar eignir á Suður- landi eru tryggðar gegn tjóni af völdum jarðskjálfta hjá Viðlaga- tryggingu íslands. Allar bruna- tryggðar eignir á landinu eru skyldutryggðar hjá Viðlaga- Lítill drengur féll 11 metra FJÖGURRA ára gamall drengur féll niður af þaki húss við Þorfinnsgötu í gær- kvöldi. Fallið er um 11 metrar. Drengurinn var flutt- ur á slysadeild Borgarspítal- ans, en er ekki talinn Iífshættulega slasaður. Drengurinn fór um glugga út á þak hússins en féll niður í garðinn. Hann var í fyrstu talinn alvarlega slasaður, en meiðsli hans reyndust minni en útlit var fyrir. HM í handbolta hér á landi 1994?: tryggingu gegn náttúruham- förum og er viðlagatryggingar- iðgjaldið innheimt af tryggingafélögunum sem bruna- tryggja viðkomandi eignir. Viðlagatrygging íslands tryggir eignir gegn beinu tjóni af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Mönnum er skylt að tryggja allar húseignir og lausafé sem brunatryggt er, svo og allt ræktað land og lóðir sem metið er í fasteignamati. Einnig er skylt að tryggja hitaveitur, vatns- veitur, skolpveitur, hafnarmann- virki, brýr, raforkuvirki (þar með talin dreifikerfi, stíflur og veitu- mannvirki), síma og önnur fjar- skiptakerfi (þar með talin dreifikerfi hljóðvarps, sjónvarps og flugþjón- ustu). Fyrir utan þetta er Viðlaga- tryggingu heimilt að tryggja önnur verðmæti sem falla utan skyldu- trygginganna. Iðgjöld af viðlagatryggingunni eru 0,25%o af brunabótamati, en 0,20%o af verðmæti hitaveitna, vatnsveitna og af fleiri opinberum mannvirkjum. Morgunblaðið/Ól.K.M. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, kemur af fundi forseta íslands í gær, með umboð til stjórnarmyndunar í höndunum. Fyrsti stórlax sumarsins: 20 punda lax úr Þverá í gærmorgun FYRSTI stórlax sumarsins veiddist í Þverá í Borgarfirði í gærmorgun. Það var 20 punda hængur og hinn heppni veiði- maður heitir Sigurður Sigurðs- son. Veiddi hann laxinn á Guðnabakkasvæðinu og var við- ureignin að sögn hörð, enda nýrunninn og fullsterkur lax á ferðinni. Laxveiðin í Borgarfirði hefur verið góð fyrstu dagana, sérstak- lega miðað við aðstæður, en vatnið í ánum sem veitt er í, Norðurá og Þverá/Kjarrá, hefur verið mjög kalt, aðeins 4 gráður í Norðurá í gærmorgun. Veiðin byijar seinna í hinum bergvatnsánum, en neta- veiðin í Hvítá hefur verið afar góð. Stangveiði er einnig hafin í Laxá á Ásum og veiddust þar 9 laxar fyrsta daginn, allt að 17 punda laxar. Er byijunin með því besta sem gerist í þessari annars frá- bæru laxveiðiá. Óhætt er að segja, að laxveiðin hafí byijað mjög vel að þessu sinni. Sjá nánar „Eru þeir að fá ’ann?“ bls. 35. t f I Ríkisstjórn- in styður umsókn HSI RÍKISSTJÓRN íslands hefur samþykkt að styðja umsókn verði haldimr hér á landi árið Jón Baldvin fékk umboðið í gær: Formlegar viðræður við Fram- sókn og Sjálfstæðisflokk í dag? Ræddi við formenn flokkanna í gær 1994, á 50 ára afmæli lýðveldis- ins. HSÍ barst bréf nýlega bréf frá menntamálaráðherra þar sem greint var frá þessu. Jón Hjaltalín Magnússon formað- ur HSÍ sagði í gær að stuðningur stjómvalda yrði mikilvægur fyrir sambandið þegar farið yrði að kynna umsóknina fyrir öðrum handknattleiksþjóðum. Sjá nánar frétt á bls. 63 FORSETI íslands Vigdís Finn- bogadóttir kvaddi Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðu- flokksins á sinn fund kl. 14 í gær og afhenti honum umboð til stjórnarmyndunar. Jón Baldvin sagði að loknum fundi hans með forseta að hann myndi ræða við formenn allra flokka og gefa yfirlýsingu um framhaldið í dag. Búist er við því að hann muni bjóða Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. „Forseti íslands fól mér frum- kvæði að tilraun til að reyna áð mynda ríkisstjóm. Ég mun nú þeg- ar hafa samband við formenn annarra flokka og heyra þeirra mat á stöðu mála. Því næst mun ég meta þau svör og taka ákvarðanir um mín vinnubrögð og skipulag framhaldsviðræðna. Um það mun ég gefa yfirlýsingu á rnorgun," sagði Jón Baldvin við fréttamenn í gær er hann kom af fundi forsetans. Þar sem svör Alþýðubandalags og Kvennalista vom neikvæð, varð- andi viðræður um myndun þriggja flokka ríkisstjómar með aðild Sjálf- stæðisflokks, er talið iíklegast að Jón Baldvin snúi sér beint til Fram- Hátíðarf undur Flugleiða á Akureyri í dag: Ákveðin kaup á Boeing 737-400 SÉRSTAKUR hátíðarfundur stjórnar Flugleiða verður hald- inn á Akureyri í dag til þess að minnast þess að i dag eru 50 ár liðin frá því að atvinnu- flug hófst hér á landi. Á þessum fundi mun stjórn Flugleiða taka afstöðu til tillögu Sigurðar Helgasonar, forstjóra, um hvaða flugvélategund skuli keypt til þess að leysa af hólmi Boeing 727-þotur félagsins á Evrópuleiðum. Heimildir Morg- unblaðsins herma að Sigurður mæli með því að Boeing 737-400 verði keypt, en ekki Airbus A- 320 og að tillaga hans verði samþykkt. Hátíðarfundurinn verður hald- inn á Hótel KEA á Akureyri og meðal gesta verður Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Líkast til verður ákveðið að kaupa tvær vélar og munu þær fást afhentar 1989. Aætlað kaup- verð einnar vélar er um 1,2 milljarðar króna, þannig að hér er um fjárfestingu upp á 2,4 millj- arða að ræða. Sérstakt 32ja síðna aukablað fylgir Morgunblaðinu í tilefni 50 ára afmælis atvinnuflugs hér á landi. Svona lítur Boeing 737-þotan út með auðkennum Flugleiða. sóknarflokksins og bjóði honum og Sjálfstæðisflokki til viðræðna. Framsóknarmenn eru ekki með öllu andvígir slíkum viðræðum, þó að þungt sé í þeim hljóðið í garð Jóns Baldvins. Segjast þeir gera sér grein fyrir því að í sumum málum, svo sem ríkisfjármálum, sé minni ágreiningur á milli Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, en á milli Sjálf- stæðisflokks og hinna flokkanna. Önnur mál segja þeir þó að verði mjög erfitt að semja um, svo sem landbúnaðarmál og sjávarútvegs- mál. Þeir telja að þeir Sighvatur Björgvinsson og Karvel Pálmason hafí lýst því yfír að þeir myndu aldrei styðja ríkisstjóm, sem ákvæði að viðhalda núverandi kvótakerfi. Slíkt hljóti að verða mjög erfítt, þar sem Halldór Ásgrímsson hafi fund- að með hagsmunaaðilum í sjávarút- veginum og þar hafi komið fram skýr vilji til þess að fískveiðum verði áfram stjómað með kvótakerfi. Alþýðuflokksmenn aftur á móti segja að þeir Sighvatur og Karvel vilji ekki endilega afleggja kvóta- kerfið, heldur breyta því og bæta, þannig að á slíkum samningum ætti ekki að stranda, að þeirra mati. Flestir búast við því að ef farið verður út í þessar þriggja flokka viðræður af fullri alvöru muni taka talsverðan tíma að ganga frá mál- efnasamningi og semja um verka- skiptingu og forystu. Framsóknar- menn segja að til slíks þurfi að minnsta kosti tvær vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.