Morgunblaðið - 03.06.1987, Síða 63

Morgunblaðið - 03.06.1987, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 63 HM í handbolta hér á landi 1994?: Ríkisstjórnin heitir HSÍ stuðningi sínum Undirbúningurinn að komast á fuilt skrið Morgunblaöiö/Einar Falur Ingólfsson • Htuti undirbúningsnefndarinnar fyrir A-heimsmeistarakeppnina sem fyrirhugað er að halda hór á landi árið 1994. Með nefndarmönnum er formaður HSÍ, Jón Hjaltalín Magnússon. A myndinni eru frá vinstri: Kristján Oddsson, Birgir Þorgilsson, Matthías Á. Mathiesen, dr. Gyifi Þ. Gfslason, Þráinn Þorvaldsson, Gils Guðmundsson, Ólafur B. Thors, Sveinn Björnsson og Jón Hjaltalín Magnússon. „EINS og við höfum skýrt frá hyggst Handknattleikssam- band íslands sœkja um að halda A-heimsmeistara- keppnina í handknattleik á 50 ára afmæli lýðveldisins árið 1994. Nýlega samþykkti ríkis- stjórnin að styðja þessa umsókn HSÍ og barst sam- bandinu bróf þar um frá menntamálaráðherra fyrir skömmu. Jón Hjaltalín Magnússon for- maður HSÍ sagði að stuðningur stjórnvalda væri mikilvægur fyrir þá þegar þeir færu að kynna umsókn sína fyrir öðrum hand- knattleiksþjóðum en ákvörðun um hvar keppnin verður haldin verður tekin á þingi Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) í Seoul á næsta ári. „Stuðningur þessi er mjög ánægjulegur fyrir okkur og sýnir að þjóðin stendur að baki okkur. Einnig tryggir þetta að keppnin fari fram við bestu hugsanlegu aðstæður ef við fáum að halda hana. Það virkar mjög sterkt fyr- ir okkur að hafa slíkan stuðning þegar við kynnum tillögur okkar fyrir stjórn IHF en þeir verða að samþykkja þá staði sem sækja um þó svo þingheimur ákveði hvar keppnin fari fram," sagði Jón Hjaltalín í gær. HSI hefur sett á laggirnar sér- staka nefnd sem vinna á að undirbúningi mótsins en í henni eiga sæti: Matthías Á. Matthies- en, utanríkisráðherra, sem er formaður, Gylfi Þ. Gíslason, fyrr- verandi ráðherra, Alfreð Þor- steinsson, forstjóri, Gils Guðmundsson, rithöfundur, Ól- afur B. Thors, forstjóri, Kristján Oddsson, bankastjóri, Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri, Þrá- inn Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri, Sveinn Björnsson, forseti ÍSI, Júlíus Hafstein, formaður ÍBR, og Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða. Jón sagði að mikið starf væri framundan til að kynna keppnin^j og fá menn til að greiða íslandi atkvæði þegar ákveðið verður hvar keppnin verður haldin en vitað er að Svíar hafa hug á að halda keppnina sama ár, en þeir hafa tvívegis áður haldið A- keppnina. „Við höfum í tvö ár unnið markvisst að því að halda al- þjóðleg mót hér á landi og hefur það tekist vei þannig að það má segja að við sóum komnir í þokkalega æfingu. Mikið starf er þó framundan. Það þarf - ræða við sjónvarpið um útsend- ingar frá mótinu, gera kostnað- aráætlun og fá fyrirtæki til stuðnings við okkur. Stór liður í kynningunni verður að útbúa bækling um íþróttir á íslandi og verður hafist handa um að útbúa hann sem fyrst. Fiugleiðir hafa heitið okkur stuðningi við að ferðast á ráð- stefnur erlendis til að kynna þetta og nú verður allt sett í gang til að það geti orðið. Það væri gaman að halda A-heims- meistarakeppnina hér á 50 ára afmæli lýðveldisins," sagði Jón Hjaltalín að lokum. Því má síðar^^ bæta hér við að mót sem þetta^*- er yfirleitt haldið í febrúar eða mars þannig að það ætti að lífga aðeins upp á ferðamanna- strauminn til landsins því þessi árstími er yfirleitt dauöur tími. Því má bæta við að utanríkis- ráðherra hefur þegar lagt drög að því að sendiherrar og ræðis- menn íslands erlendis leiti eftir stuðningi ráðamanna í viðkom- andi löndum við umsókn íslands um að halda keppnina. LEIKUR SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA á Laugardalsvelli í F O R S A L A: í dag kl. 12:00-16:00 við Reykjavíkurapótek í dag eftir kl. 12:00 við Laugardalsvöll. kvöld kl. 20.00 Staðan í riðlinum Sovétríkin 4 3 1 0 9:1 7 A-Þýskaland 4 12 1 2:2 4 Frakkland 4 1 2 1 2:2 4 ísland 4 0 2 2 1:5 2 Noregur 2 0 1 1 0:4 1 ápð ÁGÚST ÁRMANN ht UMBOOS OG HEUVER2LUN SUNOABORG 34-REYKJMJÍK ■Þ* '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.