Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JUNI 1987 41 Alþjóðleg ráðstefna skólasafnvarða á Islandi Þessir krakkar, Bryndís, Anna Freyja, Berglind, Eila og Nonni, héldu tombólu og söfnuðu tœpum 900 krónum sem þau afhentu Hjálparsjóði Rauða kross íslands. UBSABIl m næstþegar þú ferðast innanlands Tíminn er takmörkuð auðlind. Flugið sparar tíma og þar með peninga. Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis og við Reykjavík. Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun leggjum við okkur fram um að farþegum okkar nýtist tíminn vel. Þannig tekur ferð landshorna á milli aðeins stutta stund efþú hugsar hátt. DAGANA 26. til 31. júlí næst- komandi verður haldin i ráð- stefnusölum Hótel Sögu 16. árlega ráðstefna Alþjóðlegra samtaka skólasaf.ívarða — IASL (International Association of School Librarians). LASL var formlega stofnað á Jamaica í ágúst 1971 og spruttu samtökin upp úr alþjóðlegum sam- tökum kennarafélaga — WCOPT (World Confederation of Organiz- ations of the Teaching Profession). Áður hafði starfað innan þeirra samtaka nefnd um skólasafnamál en starfsemin jókst þannig að ákveðið var að stofna sérstakt fé- lag. Helstu markmið samtakanna eru eftirfarandi: — að stuðla að vexti og viðgangi skólasafna og safnáætlana um allan heim — að auka og bæta undirbúning og menntun skólasafnvarða — að koma á samvinnu skólasafna og skólasafnvarða um allan heim — að efla framleiðslu á efni fyrir skólasöfn — að kynna og samræma starfsemi skólasafna Einstaklingar, stofnanir og fé- lagasamtök geta gerst aðilar að samtökunum. Áhugi á málefnum skólasafna eru einu skilyrðin sem sett eru: Samtökin hafa jafnframt látið málefni skólasafna í þróunar- löndum til sín taka. LASL er stjóm- að af sex manna framkvæmdanefnd og er forseti þeirra kosinn til þriggja ára. IASL er aðili að alþjóðlegum samtökum bókavarðafélaga — IFLA (Intemational Federation of Library Associations) og WCOTP. Ennfremur hafa samtökin samstarf við Unesco, Intemational Reading Association og alþjóða bamabóka- ráðið — IBBY (Intemational Board on Books for Young People). IASL gefur út fréttabréf, LASL Newslett- er, sem kemur út ársfjórðungslega. Jafnframt hafa samtökin m.a. gefíð út skrá yfír samtök skólasafnvarða, ennfremur ráðsteftiurit, erindi og samþykktir á hveiju ári. Skólavarð- an, féiag um málefni skólasafna hefur átt aðild að LASL frá 1981. Ennfremur hafa nokkrir íslending- ar átt einstaklingsaðild að samtök- unum og sótt ráðstefnur þeirra. Þá hefur Félag skólasafnakennara átt aðild að LASL. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Skólasafnið — leið til þekkingar". Ráðstefnan mun einkum fjalla um hlutverk skólasafnsins og skóla- safnvarðarins í upplýsingasamfé- lagi nútímans í ljósi þess að nemendur verða að læra að með- höndla upplýsingar og kunna að afla sér þekkingar eftir að skóla lýkur. Skólasafnið verður því að þjóna sem brú milli þeirrar þekking- ar sem framsett er í kennslubókum og þekkingarheimsins utan skólans. Fyrirlesarar eru bæði íslenskir og erlendir og meðal fyrirlestra sem fluttir verða má nefna: — Skólasafnið sem upplýsingamið- stöð og notkun á örtölvum í skólasöfnum — Samþætting og þverfagleg kennsla í tengslum við skólasöfn — Upplýsingaleikni (information skills) og samþætting hennar við námsefni — Vandamál við val á efni í minni málsamfélögum og þekkingar- miðlun til bama umfram kennslubækur — Ritun og útgáfa bóka og annars efnis fyrir böm — Skólasafnvörðurinn og hlutverk hans í þekkingarmiðlun skólans Ráðstefnan fer öll fram á ensku. Eftir ráðstefnuna er fjögurra daga náms- og skemmtiferð um Vestur- og Norðurland. Að ráðstefnunni standa fyrir ís- lands hönd: Háskóli íslands, Bókasafns- og upplýsingafræði- kennslan, Hið íslenska kennarafé- lag, Skólavarðan, Félag bókasafns- fræðinga og Bókavarðafélag Islands. Formaður undirbúningsnefndar er dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, Háskóla Islands, en aðrir nefndar- menn em: Bjami Ólafsson, HÍK; Halldóra Kristbergsdóttir, BVFÍ; Ingibjörg Sverrisdóttir, Skólavarð- an; Ragnheiður Heiðreksdóttirj HÍK; Sólveig Þorsteinsdóttir, BVFI og Þórdís T. Þórarinsdóttir, FB. Ráðstefnan er öllum opin og til- kynnaþarf þátttöku fyrir 15. júní. Ráðstefnugjald er kr. 5.000 fyrir , íslendinga (US $150 fyrir útlend- inga) fyrir alla dagana. Innifalið í gjaldinu er: Ráðstefnugögn og ráð- stefnurit, fyrirlestrar, kaffíveiting- ar og móttökur. Einnig er hægt að skrá sig á einstaka daga. Er þá gjaldið kr. 1.000 á dag. Innifalið er: Fyrirlestrar og kaffíveitingar. (Fréttatilkynning.) FLUGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.