Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 45 Afmæliskveðja: Leifur Eiríks- son kennari í dag er frændi minn, Leifur Einksson, kennari, áttræður. I tilefni af því langar mig til að skrifa nokkrar línur á blað, enda þótt vera megi að það sé honum lítt að skapi. Veit ég þó að hann mun færa mér það til betri vegar svo sem önnur verk hingað til. Leifur Eiríksson er fæddur á Harðbak á Melrakkasléttu í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, 3. júní 1907, sonur hjónanna Eiríks Stefánssonar vitavarðar og bónda á Rifí og konu hans, Ingibjargar Jóhannsdóttur. Þau hjón voru síðustu ábúendur á Rifi, sem er ein af þeim harðbýlu jörðum sem nú þykir lítt búandi á en framfleytti áður stórum fjöl- skyldum með ágætum. Um Rif á Sléttu og ábúendur þar hefur Brynjólfur Sigurðsson á Kópaskeri skrifað fróðlegan sagna- þátt sem okkur yngri Sléttungum er þörf á að lesa (Bóndi er bústólpi VI). Fyrir nokkrum vikum heimsótti ég Leif og gaf hann mér að skiln- aði þennan sagnaþátt ásamt öðrum fróðleik um Rif og ættir sínar og að hluta til okkar beggja. Þar er m.a. ættartala Leifs í móðurætt allt til Ingólfs Amarsonar okkar fyrsta landnámsmanns og ættartala í foðurætt (Skinnalóns- ætt) til Hálfdáns hvítabeins Upp- lendingakonungs. Ættir hans eru því stórar og sterkar. Einnig fylgdi með vísa eftir Leif um Rifstanga á Sléttu sem ég læt hér fylgja: Klettar sterkir standa stormi og brimi móti. Undan aldrei láta, árásir þótt hljóti. Eiga sína sögu, samt þeir flestu leyna. Nyrzt við íslands odda Ægir lemur steina. Leifur fór í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar og útskrifaðist þaðan 1927. Kennaraprófi lauk hann frá Kenn- araskóla Islands 1944 en hafði áður kennt bæði við bamaskólann í Núpasveit og unglingaskólann á Raufarhöfn í 10 vetur. 13. nóvember 1932 kvæntist Leifur föðursystur minni, Lúðvíku Lund, dóttur hjónanna Maríusar Jóhanns Lund bónda og póstaf- greiðslumanns á Raufarhöfn og konu hans, Rannveigar Grímsdóttur Laxdal. Lúðvíka eða Lúlla eins og hún var ávallt kölluð, lést fyrir ald- ur fram 15. ágúst 1977. Þau Leifur og Lúlla hófu sinn búskap á Raufarhöfn og byggðu sér þar hús sem bar heitið Harðang- ur. Þar bjuggu þau til ársins 1958 er þau fluttu í Faxatún 14 í Garðabæ. Á Raufarhöfn tók Leifur virkan þátt í öllu félagsmálastarfi og var einn af þeim athafnamönnum sem mótuðu Raufarhöfn á uppgangs- árum þess staðar. M.a-. var hann oddviti hreppsins í 8 ár eða frá 1950 til 1958. Þá var hann í stjóm hraðfrystihússins Frosta hf. frá stofnun. Hann var einn af stofnend- um Sparisjóðs Raufarhafnar og sat í stjóm hans frá 1940 eða frá upp- hafí og þar af sem formaður frá 1950. Formaður skólanefndar 1936—1943 og sýslunefndarmaður Presthólahrepps og Raufarhafnar- hrepps í mörg ár. I þessum trúnaðarstörfum reyndi mikið á framsýni og framtakssemi Leifs og á hann þakkir skildar fyr- ir sinn þátt í uppbyggingu Raufar- hafnar. Leifur hefur ætíð haft mikinn áhuga fyrir málefnum ungs fólks. Hann var um tíma formaður UMF Austra á Raufarhöfn og stofnaði unglingaskóla þar. Leifur gekkst fyrir byggingu sundlaugar á Rauf- arhöfn með skátadrengjum og kenndi þar sund í 14 ár. Sundlaug- in var upphituð með gufu frá Síldarverksmiðjunni enda laugin á lóð verksmiðjunnar. Ein fyrsta minning mín af Leifí er einmitt frá þeim tíma. Ég man eftir honum þar sem hann stóð á laugarbakkanum, með heljarinnar bambusstöng og sagði krökkunum til. Það var annars ekki ætlun mín að rekja æviferil Leifs enda ofverk mitt á allan máta. Miklu fremur vildi ég minnast á nokkur önnur atriði og þakka Leifí fyrir skemmti- legar samverustundir á lífsleiðinni sem að sjálfsögðu hafa verið of fáar. Allt frá fyrstu tíð hefur Leifur verið okkur Miðtúnsbræðrum mikill frændi. Á Raufarhöfn tók hann á móti okkur sem slíkur og sömu sögu er að segja héðan að sunnan. Það er annar svo eins og allir vita að nú á dögum gefst of lítill tími til að heimsækja ættingjana og langt er á milli þeirra stunda sem ég hitti Leif. Samt sem áður eru þær stundir ánægjulegar og ætíð fylgja heitstrengingar af minni hálfu um að gera betur. Leifur er ávallt hress á slíkum fundum og reynir jafnan kraftana hjá manni. Fyrst voru það glímutök- in en nú er það handtakið sem hann prófar. Handtak Leifs er fast og eins gott að vera viðbúinn ef ekki á að kveinka sér undan því. Þá segir Leifur manni gjaman sögur af Sléttunni og fólkinu þar fyrr á tímum. Ég man að eitt sinn er ég gisti hjá þeim Lúllu og Leifí í Garða- bænum spjallaði Leifur við mig fram eftir nóttu. Lúlla var löngu sofnuð en hann langt frá því að vera syfjulegur. Þannig gekk fram undir morgun, þá bauð hann gestin- um góða nótt. Varla var ég sofnaður þegar Lúlla frænka mín kom, að mér fannst fyrir allar aldir, og bauð góðan dag og nýbakaðar kökur, og spjall um Sléttuna hófst að nýju. Leifur er ágætlega hagmæltur og oft leitar hann fanga til þeirra hluta norður á Sléttu. Fyrir nokkmm árum barst hon- um í hendur sæsorfínn steinn norðan af Rifstanga. Um þann stein orti Leifur: Upprunanum aldrei gleymi er sem hlýir geislar streymi köldu, gráu gijóti frá. Oft um vor í unaðs heimi undradýrð þar mesta sá. Eitt sinn sagði Leifur mér að hann færi aldrei að sofa fyrr en hann hefði heyrt veðurfregnimar kl. 1.00 til þess að vita hvemig veður væri fyrir norðan. Já, Sléttan er Leifí kær og frændur hans þar. Eftir að þau Lúlla og Leifur fluttu í Garðabæinn hélt Leifur áfram kennslu en hafði síðar umsjón með bókasafni skólans. Þau ár annaðist Lúlla kaffið fyrir kennarana ásamt að vera virk í mörgum félagssam- tökum. Andlát Lúllu var mjög þungt áfallt fyrir Leif enda var hún hans stoð og stytta gegnum árin. Hún var ekki síður gestrisin en hann og hvarvetna hrókur alls fagnaðar. Böm þeirra Leifs og Lúllu eru 4, Eysteinn, Rannveig, Ingibjörg og Erlingur. Nú býr Leifur í Fannborg 1 í Kópavogi. Honum ásamt fjölskyldu hans færi ég mínar bestu kveðjur í til- efni dagsins og vona að ég megi enn um langa hríð fínna sterkt handtak frænda míns. Að lokum vil ég birta eina vísuna enn eftir afmælisbarnið sem hann orti fyrir nokkrum mánuðum: Aukið göfgar ættir við, örvið frændræknina. Allra heilla ég þeim bið, sem efla mannkostina. Lifðu heill, kæri frændi. Níels Árni Lund Landsbankahlaupið í Keflavík og Njarðvík Keflavfk. UNGA kynsióðin í Keflavík og Njarðvík kepptu sameiginlega í Landsbankahlaupinu. Hlaupið hófst á íþróttavellinum í Njarðvík og því lauk við Myllu- bakkaskóla í Keflavík og var ágæt þátttaka. Keppendur hlupu rúman kíló- metra og var keppt í tveim aldursflokkum stúlkna og drengja. Adolf Sveinsson sigraði í eldri drengjaflokki, Hermann Helgason varð annar og Eysteinn Skarphéðinsson varð þriðji. í eldri flokki stúlkna sigraði Jóna Ágústsdóttir, Sesselja Ómarsdótt- ir varð önnur og Sunneva Sigurð- ardóttir varð þriðja. í yngri flokki drengja sigraði Hákon Ó. Hákon- arson, Þórólfur Þórisson varð annar og Páll Kristinsson varð þriðji. í yngri stúlknaflokki sigraði Berglind Sigurþórsdóttir, Eva Lára Hauksdóttir varð önnur og í þriðja sæti varð María Skúladótt- ir. - BB Morgunblaðifl/Bjöm Blöndal Keppendur í Landsbankahlaupinu í Keflavík og Njarðvík fyrir fram- an Myllubakkaskóla í Keflavik að loknu hlaupi. Þessir ungu piltar sem eru allir frá Álftanesi söfnuðu 1340 krónum og færðu Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands peningana að gjöf. Þeir heita, talið frá vinstri: Davíð Klemensson Hvammi, Snæbjörn TryKgfvi Ólafsson Yindási, Hafþór Kristjánsson og Guðmundur Arin- björn Kristjánsson Miðskógum 14. Treystirðu annarri filmu fyrir dýrmœtu minningunum þínum? Ferskar dögum saman -enda i loftskiptum__ umbúöum. Mjólkursamsalan HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. AÓstoÓum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. Vökvamótorar K ______ A = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI. 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA V^terkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.