Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Þolinmæði fólks á þrotum að er vissulega nokkurt umhugsunarefni, hvað stjómarmyndun á íslandi tekur langan tíma. Nú er liðin um fimm og hálf vika frá því, að kosninga- úrslit lágu fyrir, en þrátt fyrir að svo langt er um liðið hefur forystumönnum stjómmálaflokk- anna ekki tekizt að mynda nýja ríkisstjóm. Fram til þessa hefur almenningur í landinu sýnt til- burðum stjómmálamanna til stjómarmyndunar þolinmæði, en hún er á þrotum. Þess verður ekki langt að bíða að krafan á hendur flokksforingjum um að þeir komi sér saman um nýja ríkisstjóm verði bæði almenn og sterk. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, tekur við umboði til sfjómarmyndunar við mun hagstæðari skilyrði en þeir Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson. Ástæðan er sú, að nú er búið að ganga úr skugga um að ekki sé raun- hæft að ræða um myndun ríkis- stjómar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks með annaðhvort Alþýðubandalagi eða Kvenna- lista. Allt frá því að kosningar fóru fram hefur það legið ljóst fyrir, að forystumenn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks vildu kanna þessa tvo kosti. Þeir hafa báðir gert það, hvor með sínum hætti. Þorsteinn Pálsson hafði umboð til stjómarmyndunar á hendi í tvær vikur. Hann komst að raun um, að Alþýðubandalag var ekki reiðubúið til þess að taka þátt í formlegum viðræðum með Sjálfstæðisflokki. Tilraun for- manns Sjálfstæðisflokks til þess að mynda ríkisstjóm með Al- þýðuflokki og Kvennalista strandaði hins vegar á málefna- ágreiningi milli þessara aðila. Jón Baldvin Hannibalsson kannaði sömu kosti um sl. helgi. Hann sendi Alþýðubandalagi og Kvennalista drög að málefna- samningi og óskaði eftir svömm um það, hvort þessir aðilar væru tilbúnir í viðræður á þeim grund- velli. Svörin voru neikvæð. Formaður Alþýðuflokksins kem- ur því að hreinu borði nú þegar forseti hefur falið honum myndun ríkisstjómar. Sá kostur, sem við blasir, er mjmdun ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Öllum er ljóst, að þessir þrír flokkar geta komið sér saman um málefna- samning. Að sjálfsögðu verða allir aðilar að slá af ýtrustu kröf- um, en það gerist alltaf við myndun ríkisstjómar. Töluvert hefur bryddað á því undanfamar vikur, að framsóknarmenn segist ekki geta unnið með alþýðu- flokksmönnum og að alþýðu- flokksmenn segist ekki geta unnið með framsóknarmönnum. Slíkan bamaskap hljóta menn að sjálfsögðu að leggja til hliðar nú. Ekki eru mörg ár liðin frá því að Steingrímur Hermannsson sagði, að allt væri betra en íhald- ið! Sjálfstæðismenn hafa ekki erft það við hann. Það er hvorki ástæða til þess fyrir framsóknar- menn eða alþýðuflokksmenn að gera mikið úr orðum, sem falla í hita dagsins. Þegar alvaran blasir við ber að leggja slíkan hégóma til hliðar. Fólk hefur vaxandi áhyggjur af stöðu efnahagsmála og að verðbólgan fari af stað á ný ef ekki verður fljótlega mynduð ríkisstjóm, sem tekur til við þau störf, sem að henni snúa. Þessir þrír flokkar munu allir verða þess varir, að gangi þeir ekki til við- ræðna um myndun nýrrar ríkis- stjómar að þessu sinni af fullri alvöru tekur þjóðin það óstinnt upp. Það er engin ástæða til þess fyrir framsóknarmenn eða sjálf- stæðismenn að setja það fyrir sig, þótt þessar viðræður fari fram undir forystu formanns Al- þýðuflokksins. Fengin reynsla margra undanfarinna ára sýnir, að verkstjóm í slíkum viðræðum leiðir ekki endilega til þess að sá, sem hana hefur með höndum, taki að sér að veita sjálfri ríkis- stjóminni forstöðu. Það er að sjálfsögðu samningsatriði á milli flokkanna. Nokkur stórmál bíða úrlausn- ar. í fyrsta lagi er fyrirsjáanleg mikil breyting í tveimur undir- stöðuatvinnugreinum þjóðarinn- ar. Sjávarútvegur og fískvinnsla standa á vegamótum. Ríkisstjóm og Alþingi þurfa að vísa veginn. Landbúnaður er í meiriháttar umsköpun, sem veldur margvís- legum vanda meðal bænda og þeirra, sem byggja afkomu sína á vinnslu búvara. í öðru lagi hafa þessar breytingar í atvinnuhátt- um skapað hættu á verulegri byggðaröskun. Ný ríkisstjóm verður að takast á við þann vanda. í þriðja lagi blasa við ákveðin úrlausnarefni í efnahags- málum almennt og ríkisfjármál- um sérstaklega. Og í fíórða lagi er tími til kominn að stjóm- málaflokkamir horfíst í augu við þá hættu, sem sjálfstæði þjóðar- innar, tunga okkar og menning eru í vegna hinnar alþjóðlegu §öl- miðlabylgju, sem æðir um heim- inn og drekkir smáþjóðum ef þær gæta ekki að sér. Það er hægt að koma saman ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Framsóknar- flokks. Forystumenn þessara flokka eiga ekki að standa upp frá samningaviðræðum fyrr en því verki er lokið. Þeirra bíða verðug viðfangsefni, eins og hér hefur verið rakið. Atvinnuflug á íslandi í 50 ár Smáþota fyrir íslenskar aðstæður - segirStefán Sæmundsson hjá Þotuflugi hf. ÞOTUFLUG HF. er flugfé- lag, sem stundar einstæðan flugrekstur hér á landi. Félagið stundar leiguflug á eigin smáþotu og er einmitt þessa dagana liðið ár frá því að reksturinn hófst. Þegar við leituðum upplýsinga um félagið, varð fyrir svörum Stefán Sæmundsson, einn eigenda. Fyrst, hvað er Þotuflug hf.? „Ef við byrjum á byrjuninni, þá var félagið stofnað 28. desember 1985 og voru hluthafar 8. Til- gangur félagsins er fyrst og fremst flugrekstur og var starfað til ársloka 1986 í samvinnu við Flugstöðina hf. (sem er hluthafi), en síðan fékk Þotuflug hf. sitt flugrekstrarleyfí. Flugreksturinn sjálfur byrjar í júní ’86. Við feng- um til landsins þotuna í byrjun maí í fyrra, hún er af gerðinni Cessna Citation II og tekur 8 til 10 farþega," segir Stefán og upplýsir blaðamann um skrásetn- ingarstafi vélarinnar, þeir em vitaskuld TF-JET. Notar stutta flugbraut En er nokkurt vit í því að vera með þotu hér á landi, getur hún lent nema á stærstu flugvöllum? „Jú,“ svarar Stefán, „þessi teg- und þarf mjög stutta braut, kemst af með 700 metra og hún getur lent á malarvöllum líka. Það byggist á því, að hún hemlar með fallhlíf, og þess vegna er mjög lítil hætta á steinkasti inn í hreyflana, eins og væri, ef svo- kallaður knývendir væri á hreyfl- unum, hann beinir loftstraumn- um fram frá hreyflinum." En markaðurinn, spyr blaða- maður, hvemig er hann? „Verkefnin hafa verið mörg og mismunandi, bæði að umfangi og eðli. Sjúkraflug frá íslandi og Grænlandi bæði til Evrópu og Bandaríkjanna, varahlutaflug, flug með aðila í viðskipta- og embættiserindum og áhafna- flutningar. Það er áberandi, að allt að 80% farþega eru erlendir og eins hitt, að enginn opinber starfsmaður eða embættismaður ríkisins hefur getað notað þessa þjónustu." Tilraun í eitt ár Þegar blaðamaður spyr um framtíðarhorfur, segir Stefán, að í byijun hafí verið ákveðið að gera tilraun með þessa þjónustu í eitt ár og taka síðan ákvörðun um áframhaldandi rekstur. „Sú ákvörðun verður tekin nú á næstu dögum. Öll brautryðjendastörf eru erfið og áhættusöm, en í þessu tilfelli er fíárfestingin al- þjóðleg söluvara, sem heldur vel sínu verðmæti og er að auki ekki jarðbundin. Fjármögnun var að mestu leyti erlend og engir íslenskir bankar hafa verið notað- ir að því leyti." Stefán fræðir okkur meira um vélina sjálfa. „Þessar þotur eru einhveijar öruggustu flugvélar, sem eru í notkun í dag, þær hafa Þorsteinn Guðmundsson ogSve Kenim Viðtal við Þorstein Guðmundsson hjá Vesturflugi hf. VESTURFLUG HF. er flug- skóli, stofnaður í nóvember 1985 af flugkennurum hjá Flugfari hf. Morgunblaðið ræddi við Þorstein Guð- mundsson, einn forsvars- manna fyrirtækisins, og forvitnaðist um starfsemina. „Fljótlega eftir að Flugfar hf. var stofnað var ákveðið að skipta upp rekstrinum, aðgreina flug- SVEINN EINARSSON HJÁ FLUGFARIHF.: Við einbeitum okkurað leiguflugi FLUGFAR HF. er leiguflug- félag, stofnað af Sveini Einarssyni o.fl., en hann er jafnframt aðaleigandi félags- ins. Flugfar hf. er staðsett í elsta húsinu á flugvallarsvæð- inu, austan við vöruaf- greiðslu Flugleiða. Þar hefur verið íbúðarhús fyrir löngu og á striðsárunum var herinn með veðurstofu í húsinu. Á síðari árum hefur það verið nýtt sem geymsla lengst af, en þó einnig sem hesthús um skeið! Síðan tók Flugskólinn hf. húsið undir starfsemi sína og þegar Sveinn og félagar keyptu starfsemi Flugskólans hf. og stofnuðu sitt eigið fyr- irtæki (í janúar 1985), héldu þeir húsnæðinu. Skóli og leignflug- „Til að byija með starfrækti Flugfar hf. bæði leiguflug og flug- skóla, en nú rekur fyrirtækið eingöngu leiguflug," segir Sveinn Einarsson aðspurður um starf- semina. „Við erum með tvær tveggja hreyfla vélar, Beechcraft Queen Air, sem tekur 7 farþega og Cessna 402, 9 farþega vél, sem við erum nýbúnir að kaupa. Við endumýjum líklega fljótlega Queen Áir-vélina og fáum aðra nýrri, síðan tökum við þriðju vél- ina á leigu í sumar, 5 farþega og tveggja hreyfla eins og hinar." Sveinn lætur vel af rekstrinum, enda fer í hönd besti tími ársins í leigufluginu. „Við erum á þess- um venjulega leiguflugsmarkaði, fljúgum með ferðamenn, íþrótta- félög og áhafnir skipa svo helstu viðskiptaaðilamir séu nefndir. Það kemur líka stundum fyrir, að hing- að kemur fólk, jafnvel hlaupandi, ofan úr Flugleiðaafgreiðslunni og vill leigja flugvél út á land, hefur ekki fengið far með áætlunarflug- inu.“ Ungt félag- „Flugfar hf. er ungt félag og er þegar búið að treysta sig í sessi, enda er geta okkar mikil á þessu sviði," segir Sveinn og þeg- ar blaðamaður vill vita hvert hann geti ferðast með vélum hans er svarið einfalt: „Þangað sem þú vilt fara, ef flugvöllur er á staðn- um, ef þú vilt fara mjög langt, gæti þurft mörg hopp, en við kæmust, ekkert mál.“ En er ekki dýrt að gera út slíkar vélar sem þessar, hvað er dýrast? „Bensínið og viðhaldið em stærstu kostnað- arliðimir í sjálfum rekstrinum, nokkuð jafnstórir, annars er það fjármagnskostnaðurinn ef við telj- um hann með. Þetta gengur þó upp með því, að við leggjum á okkur mikla vinnu og gerum sem mest sjálfír af því sem gera þarf. Viðhaldsvinnuna kaupum vð þó annars staðar frá.“ Síðan upplýsir Sveinn blaðamann um að hjá fé- laginu starfa nú þrír menn, tveir flugmenn og einn í afgreiðslu, þriðji flugmaðurinn bætist svo við í sumar yfír háannatímann. „Við emm rétt að byija, mér sýnist að þetta ætli að ganga vel og við munum byggja upp fyrirtækið smám saman eins og tilefni gefst til, byijunin lofar góðu,“ segir Sveinn Einarsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.