Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 31 Kossar í Berlín Leiðtogar kommúnistaríkja eru þekktir fyrir að heilsast og kveðj- ast mjög innilega og fyrir skömmu var mikið um faðmlög í Austur-Berlín er leiðtogar Varsjárbandalagsríkjanna hittust þar á fundi. Á þessum myndum er Mikhail Gorbachev að heilsa gest- gjafanum, Erich Honecker, leiðtoga kommúnistaflokksins í Austur-Þýskalandi. Fer Honecker til V -Þýzkalands? Haag.Reuter ERICH Honecker, flokksleiðtogi Austur-Þýzkalands sagði í viðtali við hollenzka blaðamenn í gær, þriðjudag, að vel kæmi til mála, að hann færi til Vestur-Þýzka- lands á árinu. Viðtalið fór fram í Austur-Berlín nokkru áður en Honecker átti síðan að halda í þriggja daga heimsókn til Hollands. I blaðinu Algemeen Dagblad var haft eftir Honecker, að hann ræddi öðru hverju í síma við Helmut Kohl, kanzlara Vestur- Þýzkalands. Sömuleiðis væru viðræður í gangi fyrir milligöngu stjórnarerindreka í Bonn og Aust- ur-Berlín. Honecker sagði, að væntanlega myndi það ráða úrslit- um um, hvort hann færi eða ekki, hvernig afvopnunarviðræðum Bandaríkjamanna og Sovétmanna miðaði. Fijieyjar: Herinn mun vinna við sykuruppskeruna Lautoka, Suva, Fgieyjum. Reuter. BRESKA sendiráðið i Suva, höf- uðborg Fijieyja, sendi í gær frá sér harðorð mótmæli til stjórn- valda eftir að skotið var á bifreið eins starfsmanns þess og maður- inn barinn af hermanni. Spenna ríkir á eyjunum og hafa stuðn- ingsmenn Bavadra, hins brott- rekna forsætisráðherra, hvatt til verkfalla og óhlýðni við yfirvöld. Penaia Ganilau, landstjóri á Fiji- eyjum, er nú situr í forsvari bráðabirgðastjómar á eyjunum hvatti menn í gær til að gæta still- ingar og lýsti ánægju sinn með þá ákvörðun verkalýðsfélaga í Ástralíu að aflétta vöruflutningabanni til Fijieyja. Sagðist hann vonast til að verkalýðsfélög á Nýja Sjálandi af- léttu einnig banni því er þau hafa sett á, svo samband ríkjanna þriggja gæti færst í eðlilegt horf. Ganilau sagði bann af þessu tagi aðeins stappa stálinu í öfgamenn er ekki vildu að ástand færðist í friðsamlegt horf. Ganilau ræðir um þessar mundir við ýmsa áhrifamenn á Fijieyjum um leiðir til sátta. Á mánudag ræddi hann við Bavadra og ráðamenn af indverskum ættum og létu þeir í ljósi áhyggjur vegna ástandsins í landinu. Fundir þesssir fóru fram í Lautoka, miðstöð sykur- ræktar á eyjunum, en sykur er aðalútflutningsvara eyjaskeggja. Fólk af indverskum ættum vinnur aðallega við sykuruppskeruna og hefur það neitað að vinna að und- anförnu í mótmælaskyni við valda- töku hersins. Talsmaður hersins sagði í Suva á mánudag að menn af indverskum ættum breiddu út sögusagnir í því skyni að espa fólk til óláta. Hann sagði að ef ekki yrði farið að vinna við sykuruppskeruna þá myndi her- inn taka þau störf að sér. Talsmað- urinn sagði að komið hefði til átaka milli frumbyggja og manna af ind- verskum ættum einkum á afskekkt- um eyjum. Ganilau landstjóri hefur þvertek- ið fyrir að tekið verði á móti sendinefnd frá Suður-Kyrrahafsrí- kjum er Bob Hawke, forsætisráð- herra Ástralíu, átti að vera í forsvari fyrir. Nefndin átti að hafa það hlut- verk að kanna ástand mála á Fijieyjum. Ganilau sagði slíkt ekki tímabært og bætti því við, að Fijibú- ar myndu sjálfir leysa sín vandamál. Forsetakosningar á Indlandi í iúlí NÝia Delhi. Reuter. V Nýja Delhi, Reuter. ÞRETTÁNDA júlí fer fram for- setakjör meðal kjörmanna á Indlandi. Þeir eru samtals 4,695 talsins. Dagsetningin var til- kynnt á mánudag. Forsetinn verður sá niundi í röðinni, frá því Indland varð sjálfstætt ríki. Tilnefningar skulu hafa borizt fyrir 24.júní. Ekki er alveg útilokað að fráfar- andi forseti Zail Singh, muni óska eftir að bjóða sig fram á ný. Eftir þann alvarlega ágreining, sem hef- ur verið milli Gandhi, forsætisráð- herra og Singh, er óhugsandi að Gandhi hvetji til að menn sínir kjósi hann. Gandhi hefur sagt, að hann væri hlynntur því að næsti forseti kæmi úr suðurhluta landsins. R. Venkatarman, varaforseti, er ætt- aður frá Tamil Nadu, syðst á Indlandi. Hann hefur ekki enn látið uppskátt um, hvort hann gefur kost á sér. Kosningar í Bretlandi: Wilson lét blekkjast ÞEGAR Margaret Thatcher skoðar úrslit nýlegra sveitarsljóma- kosningar og niðurstöður skoðanakannanna, ætti hún að hafa i huga reynslu Harolds Wilson frá því fyrir 17 ámm. Rétt fyrir sveitarstjórnarkosn- ingamar 7. maí 1970, birti Gallup-stofnunin skoðanakönnun sem sýndi að Verkamannaflokk- urinn hafði 7,5% forystu. Það hafði áður gerst fyrir kosningar árið 1966 og þá fékk flokkurinn 98 þingmanna meirihluta. Ef Wil- son boðaði til kosninga í júní, eins og hann hafði hugsað sér, gat hann samkvæmt því átt von á svipaðri niðurstöðu. Allir ráðlögðu honum þó að bíða eftir úrslitum sveitarstjórnarkosninganna. The Economist fjallaði um um kosningaúrslitin viku síðar. Blaðið hafði skoðað sérstaklega þau kjör- dæmi þar sem meirihluti Verka- mannaflokksins var naumur og í ljósi þess spáði blaðið flokknum nokkru minna fylgi í þingkosning- unum sjálfum. Lítil fylgisaukning íhaldsflokksins gat orðið til þess að meirihluti Verkamannaflokks- ins minnkaði úr 98 þingmönnum í 50 þingmenn. Fyrirsögn greinar The Econmist var: “Sigrar Wilson með 50 manna meirihluta?" Wilson las þessa grein og fór sigurviss til Buekingham hallar og boðaði til kosninga 18. júní. Viku fyrir kosningar var forysta Verkamannaflokksins 12% sam- kvæmt einni skoðanakönnunni. Á kjördag var kosningaþátttak- an hins vegar 4% minni en hún var árið 1966 vegna þess að marg- ir stuðningsmenn Verkamanna- flokksins voru öruggir með sig og hirtu ekki um að kjósa. Niður- stöður kosninganna urðu þær að íhaldsflokkurinn sigraði með naumum meirihluta. Hann fékk 3.3% fleiri atkvæði og 31 þing- manni fleira en Verkamanna- flokkurinn. Þannig byijaði stjórnartíð Edwards Heath. Hcimild: The Economist. 10% staðgreiðsluafsláttur Dúndur rýmingarsala! hælaháir skór dömumokkasínur herraspariskór kínaskór og espadrillur úrval af barnastrigaskóm nokia stígvél í sveitina 20-30% verðlækkun á nýjum og gömlum vörum jm nú 500 4495 nú 000 -»er nú 1300 Frá 195 Frá 310 SÍÐUMÚLA 23, SÍMI 84131 ...sporið í rétta ótt! ◄
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.