Morgunblaðið - 03.06.1987, Side 34

Morgunblaðið - 03.06.1987, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 0 Islenski Alpa- klúbburinn: Fjallagarpur segirfráog sýnirmyndir MYNDSÝNINGIN „Everest ár- in“ verður í Risinu að Hverfis; götu 105, í kvöld kl. 20.30. í myndsýningu þessari segir Chris Bonington frá fjórum leiðang- rum sínum á Everest. Á sýningunni segir frá frumtil- raunum á SV - hlíðina að velgnisár- inu 1975, síðan áfram til 1982 og 'ninni sorglegu ferð á NA - hrygginn og að lokum árangrinum, sem hann náði í hinum velheppnaða leiðangri Norðmanna 1985, þegar hann komst á hrygginn. Hann segir frá aðdráttarafli hæsta tinds heims og af hveiju það hafði svo mikið að segja fyrir hann persónulega að komast á tindinn. Margir frægustu fjallamanna Bretlands klifruðu með honum og segir hann frá þeim og þeirri vin- áttu, sem myndast hefur í áranna rás meðal þessara manna. Chris segir frá baráttunni við dauðann í storminum á Ogre, þegar Doug Seott með báðar fætur brotnar og hann sjálfur með lungnabólgu og rifbeinsbrotinn, börðust við nátt- úruöflin. Sýningin er öllum opin. Morgunblaðið/Júlíus Bifreiðafloti vegalögreglunnar og lögreglumennirnir tíu sem munu annast vegaeftirlitið í sumar. Lengst til vinstri er fjallabíllinn, sem notaður verður við eftirlit á hálendinu og á bak við er þyrla landhelgisgæslunnar sem notuð verður í reglubundið eftirlitsflug. Vegaeftirlitið hafið: Stóraukið eftirlit á hálendinu Súld á Borginni Lokatónleikar á Skerpluhátíð Musica Nova SIÐUSTU tónleikarnir á Skerpluhátíð Musica Nova verða á Hotel Borg í kvöld klukkan 21.00. Á þessum tónleikum mun fjögurra manna hljómsveit sem kallar sig „Súld“ koma fram. Súldin var stofnuð síðastliðið haust. Þeir félagar hafa sjálfir sam- ið alla þá tónlist sem hljómsveitin hefur flutt frá uphafi, en þeir eru, Szymon Kuran, fiðluleikari, Steingrímur Guðmundsson, trommu- og tablaspilari, Tryggvi Hiibner, gítarleikar og Stefán Ing- ólfsson, bassaleikari. Á Borginni munu þeir flytja, í fyrsta sinn, verk eftir Szymon, sem heitir á pólsku Konfrontacja (Aug- liti til auglitis). Þá munu þeir einnig leika tónsmíðarnar Paughkeepsie eftir Steingrím, Augnablik eftir Stefán og 11.8 eftir Szymon. Síðar í júní mun Súldin fara með þessa efnisskrá til Kanada, auk þess sem plötugerð er fyrirhuguð. Morgunblaðið/PPJ Dýrgripur í ferjuflugi ÞAÐ hlýnaði um hjartarætur margra alvöru flugáhuga- manna á þriðjudagskvöldinu 26. maí, en þá lenti á Reykjavík- urflugvelli gömul og falleg tvíþekja af gerðinni Beech 17 Staggerwing. Flugvélar af þessari gerð hafa löngum ver.ð draumaflugvélar leikmanna sem fagmanna í flugi enda mjög eftirsóttar og verð þeirra samkvæmt því. Beech 17 Staggerwing-flugvélar voru framleiddar á árunum 1934 til 1945 og voru fyrstu alvöru „for- stjóra“-flugvélarnar. Stagger- wing-flugvélin hafði næturviðdvöl hér á leið til nýrra heimkynna í Vestur-Þýskalandi en þangað hafði hún verið keypt frá Banda- ríkjunum. Súld Sérstakur fjallabíll tekinn í notkun og reglubundið þyrluflug við eftirlit ÁKVEÐIÐ hefur verið að stór- auka eftirlit á hálendi landsins nú í sumar og hefur vegalögregl- an í því skyni tekið í notkun sérstaklega útbúna fjallabifreið. Þá verður þyrla landhelgisgæsl- unnar í reglubundu eftirlitsflugi á hálendinu og skipulögð hefur verið aukin samvinna lögreglu, Landhelgisgæslu, Náttúruvernd- arráðs og Vegargerðar ríkisins við vegaeftirlit bæði á þjóðveg- um landsins og á hálendinu. Hefðbundið vegaeftirlit lögregl- unnar yfir sumartímann hófst nú í vikunni enda fer nú í hönd mikil umferðarhelgi, sem er hvítasunnu- helgin. Á fundi með fréttamönnum, þar sem Bjarki Elíasson yflrlög- regluþjónn, Amþór Ingólfsson, umferðamálastjóri lögreglunnar, Omar Smári Ármannsson aðalvarð- stjóri í umferðadeild og Karl Gísla- son aðstoðarvarðstjóri í vegaeftir- liti, kynntu helstu breytingiar á framkvæmd vegaeftirlitsins nú í sumar kom meðal annars fram að venjulegum eftirlitsbifreiðum fækk- ar úr sex í fjórar vegna yfirlýstra spamaðaráætlanna á fjárlögum yfirstandandi árs. Þessari fækkun bifreiða verður þó reynt að mæta með betri nýtingu þeirra fjögurra sem eftir em og nánari samvinnu lögreglu, landhelgisgæslu, náttúm- vemdarráðs og Vegagerðarinnar. Auk þess bættis íjallabifreiðin við, sem ekki hefur verið notuð við vega- eftirlit áður svo og þyrluflugið, sem talið er að geti sparað margan aukasnúning eftirlitsbílanna. Þá kom fram á fundinum að stóraukin áhersla verður lögð á eftirlit á há- lendinu með notkun fjallabílsins og reglubundnu eftirlitsflugi landhelg- isþyrlunnar, sem að jafnaði verður mönnuð lögreglumönnum. Að sögn talsmanna lögreglunnar hefur umferð torfæmökutækja stóraukist á hálendinu á undanföm- um ámm og eftir að fjórhjólin komu til sögunnar er hætta á náttúm- spjöllum talin hafa aukist að miklum mun. Eftirlitið á hálendinu væri þó ekki einungis hugsað sem refsivöndur réttvísinnar vegna tor- fæmaksturs eða annarrar skemmd- arstarfsemi á náttúra landsins heldur yrði hér um að ræða aukna aðstoð við ferðalanga sem myndi um leið tryggja aukið öryggi í um- ferð ökutækja í óbyggðum. Chris Bonington í kröppum dans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.