Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 39 St|örnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Tvíburi í dag ætla ég að fjalla um Tvíburamerkið (21. maí-20. júnQ í samstarfi og vinnu. Einungis er flallað um hið dæmigerða fyrir merkið og eru lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Samstarf Við fyrstu kynni virðast Tvíburar hinir fullkomnu samstarfsfélagar. Þeir eiga auðvelt með að aðlaga sig að nánast hvaða umhverfi sem er og síðan kemur til hin fræga viðfelldni þeirra, já- kvætt viðmót og tjáskipta- hæfileiki. Breytileiki Hið framangreinda veldur því að Tvíburinn á auðvelt með að vinna með fólki. Það sem hins vegar háir honum í sam- starfi er breytileikinn. Nokkr- um mínútum eftir að hann var þér innilega sammála, hefur hann skipt um skoðun og er málsvari fyrir gagnstæð sjón- armið. Stundum tekur breyt- ingin nokkra klukkutíma, daga eða mánuði en stað- reyndin er sú að erfitt getur verið að festa Tvíburann niður og treysta á viðhorf hans og ætlunarverk. Tvíburinn á því til að vera heldur óáreiðanleg- ur viðskiptafélagi. Vert er að taka það fram að hér er ein- ungis verið að tala um nei- kvæða hlið Tvíburans sem margir þeirra eru lausir við. Streita Önnur neikvæð hlið er sú að Tvíburinn á það til að verða stressaður þegar illa gengur og snúast í hringi í kringum sjálfan sig. Hann er ekki bar- áttuglaður en vill frekar fara í kringum mál. Hann á því til að flýja af hólmi þegar hann mætir mótspymu. Vinna Störf sem höfða til fjölhæfni Tvíbura henta honum best. Að upplagi er hann fljótur til verka, snöggur í hugsun og handlaginn. Hann er klár, þegar hann hefur áhuga. Til að halda áhuganum vakandi þarf hann einungis að geta breytt til. Helsti styrkur hans liggur síðan á hugmyndasvið- um, í því að tala við fólk, selja, taka á móti og skemmta öðrum með sögum, eða hlusta á aðra. Hann þarf einungis að geta komið og farið eins og honum sýnist. Það eru t.d. mistök að ráða Tvfbura í vinnu sem krefst þess að viðkom- andi sé bundinn á staðnum allan daginn. Hátt uppi Þar sem Tvíburinn er hátt stemmdur, þarf hann visst aðhald í vinnu. Það getur t.d. verið ágætt fyrir hann að hafa félaga sem heldur honum niðri á jörðinni. Félagi hans má hins vegar ekki vera þvingandi eða halda honum sjálfum niðri. Létt aðhald nægir. Til að beita slíku að- haldi er nauðsynlegt að nota hugsun og röksemdir. Tvíburi þolir ekki skipanir en getur hlustað á rök ef þau eru skyn- samleg. Ekki líkamlegur Tvíburinn er ekkert sérstakur í líkamlegri vinnu. Hann er byggður fyrir hraða og and- lega snerpu, síður fyrir líkamlegt púl. Hann er því fyrstur að mæta á fundi eða í samkvæmi, er fyrstur að grípa símann og hringja út í bæ að þjarga málunum, en síðastur að mæta í garðvinnu eða flutninga. Tvíburinn er bestur þegar hann starfar sem milliliður. Hann er góður að miðla á milli manna, hvort sem um peninga, vörur, talað eða skrifað mál er að ræða. GARPUR aAZPUR. HBLUR. SÉR. ÚT i BARÞAGASlN VlD HlN BAHVÆNU SKR/ÐKV/K/NÞ/ HVjCSIS HONVNGS-1 r 4 /HEÞAN /NN/ 1 HÖLÍ-/NN/ t (SBFSTV EKK/ UPP. VÞAR HÁTIGN. pESS! TÖFPAPULA STÖÞVAFt GLAM! GRETTIR HANN /MÆrn HAFA /MElS UTAN 'A 0EINUNUM eÚPLYHPOZ, \( hann ERVEIKVR ER \?AV EKKi ?f'yyR.lRJ}UÐUHbTUH 5-20 DYRAGLENS UOSKA l t ^ \ r fr , / N 1 L rCDIMM AMH rbKLHIMANLI SMAFOLK /0-23 Það er gaman þegar hund- ur fagnar manni úr skólan- um... Andvarp. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Strax í öðrum slag sá austur leið til að hnekkja þriggja tígla samningi suðurs. Norður ♦ 764 ♦ ÁKD9 ♦ Á9 ♦ ÁK109 Austur in... ♦ KDG109 111111 TL, ♦ DG65 Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf 1 spaði Pass Pass Dobl 2 spaðar Pass Pass Dobl Pass 3 tíglar Pass Pass Pass Vestur spilaði út spaðaás og meiri spaða. Austur átti slaginn og fann nú snjalla vöm. En spumingin sem lesandanum er boðið að svara er þessi: Hvaða fimm slagi fékk vömin? Vöm austurs fólst í því að spila strax einspilinu ! hjarta, geyma spaðaslaginn. Sagnir benda til að suður eigi aðeins fimmlit í tígli og vestur tvílit í spaða. Ef svo er getur vömin sótt sér þijá slagi á tromp og tvo á spaða! Norður ♦ 764 ♦ ÁKD9 ♦ Á9 ♦ ÁK109 Vestur Austur ♦ Á2 ♦ KDG109 ♦ 108752 ¥3 ♦ 532 ♦ K87 ♦ 732 +0065 Suður ♦ 853 ♦ G62 ♦ DG1064 ♦ 84 Sagnhafi tók hjartaslaginn í blindum og spilaði trompás og meira trompi. Austur fór strax upp með kónginn, spilaði spaða- níunni, sem vestur hafði vit á að trompa og spila hjarta. Bingó. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Jerúsalem fyrir síðustu áramót kom þessi staða upp í viðureign danska stór- meistarans Curt Hansen, sem hafði hvítt og átti leik, og heima- mannsins Kraidman. Svartur lék síðast 15. - Bd7-a4? m issl ^rfi H mm, JAlA M liH..■ 11 Ta iM O *■ I ■ mm ■ 16. Bxh7+! og svartur gafst upp, því eftir 16. — Kxh7, 17. Dh5+ - Kg8, 18. Dxf7+ - Kh7, 19_ Hd3 fær hann ekki til lengdar varist máti. Mótið var haldið á sama tíma og Ólympíumótið í Dubai til að mótmæla því að fsra- elsmönnum var meinuð þátttaka. Norðmaðurinn Simen Ágdestein og Bandaríkjamaðurinn Dmitri Gurevich sigruðu á mótinu, hlutu 8 v. af 11 mögulegum, en Hansen varð þriðji með 7‘/z v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.