Morgunblaðið - 03.06.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.06.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Innskot Ifyrrakveld var óvænt skotið inní dagskrá ríkissjónvarpsins um- ræðuþætti í umsjón Halls Hallssonar. Snérist þáttur þessi um hina marg- umræddu rannsóknarskýrslu um könnun á burðarþoli bygginga sem unnin var á vegum félagsmálaráðu- neytisins en sú skýrsla vakti ugg í brjósti jafnt sérfræðinga byggingar- iðnaðarins og hins almenna hús- byggjanda er hefur hingað til orðið að treysta í blindni á hæstaréttardóm verkfræðinganna. Nú, en í sjónvarps- salinn mættu auk Davíðs Oddssonar borgarstjóra byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Gunnar Sigurðsson, er virðist hafa verið blekktur af sínum undirmönnum sumum hveijum. Þá mætti Jónas Kristjánsson ritstjóri DV er taldi að ekki hefði verið ráð- ist gegn rót vandans með því að leggja eftirlitið að nokkru í hendur verkfræðistofanna, nær hefði verið að skoða innviði byggingareftirlitsins í stað þess að auka stöðugt hönnun- arkostnaðinn, og loks var mættur Gunnar Torfason verkfræðingur er sagði frá því að harðsnúinn hópur mishæfra „byggingarsérfræðinga“ hefði á undanfömum árum vaðið hér uppi í borginni en Gunnar Torfason taldi tillögur borgarstjómar um úr- bætur mjög til bóta og í anda þeirra vinnubragða er þýðverskir stunda. Ég sé ekki ástæðu til að rekja frekar orðræðu hinna vísu manna í sjónvarpssal en ég minnist hér á rabb þeirra að ég tel afar mikilvægt , að fréttamenn hói óhikað í þá er standa í eldlínunni hveiju sinni jafn- vel þótt hnika verði til auglýstri dagskrá. Þó verður að gæta þess að dagskráin raskist sem minnst og gæta ber hófs í þessu efni sem ann- arstaðar. Þá stund er Jón Óttar skrýddi skerm Stöðvar 2 var gjaman hóað í menn og tekist á um mál málanna en nú virðist mér allur vind- ur úr þeim Stöðvarmönnum og lítið fer fyrir umræðuþáttum í anda hins ágæta mánudagsþáttar Halls Halls- sonar, en Hallur er slíkur eldhugi að stundum býst maður við að hann detti úr stólnum í fang gestanna. Gæti ég ímyndað mér að Hallur hefði að kjörorði: Elds er þörf! íáttina? Eins og tryggir lesendur hafa sjálfsagt rekið augun í hefir undirrit- aður að undanfömu leitað logandi ljósi að nýstárlegum þáttauppskrift- um er gætu máski lyft huga sjón- varpsáhorfenda enn frekar í sumrinu og sólinni. Rabbþáttur Halls hreyfði þeirri hugmynd að sjónvarpsmenn stormuðu í heimsókn til fólks út um borg og bý að skoða heimilisaðstæð- ur, arkitektúr hússins, innbúið, garðinn eða svalimar, garðhýsið, heita pottinn eða sundlaugina. Val- gerður Matthíasdóttir arkitekt stormaði stundum í þættinum Ljós- brot er sýndur var í vetur á Stöð 2 — niðrí bæ að skoða verk hönnuð- anna, þannig heimsótti Valgerður eitt sinn ónefnda tískubúð hér í bæn- um þar sem listræn hönnun húsmuna og alls umhverfis var í hávegum höfð. Hvemig væri að kveðja til arki- tekta, listhönnuði, myndlistarmenn og matargerðarsnillinga þá sjón- varpsgengið stormar í heimsókn til sjónvarpsheimilis vikunnar? Að sjálf- sögðu yrði slegið upp veislu á kostnað sjónvarpsmanna og svo yrði matar- gerðarsnillingurinn fenginn til að líma stjömur á matinn. Myndlistar- maðurinn dæmdi málverkin og höggmyndimar og hönnuðurinn aðra innanstokksmuni. Arkitektamir dæmdu síðan húsið og garðinn og skýrðu teikningar fyrir áhorfendum og svo gleymdi ég auðvitað að taka með í reikninginn verkfræðinginn er lýsti burðarþolsreikningunum. Hneykslaður kæri lesandi — opnaðu Hús og híbýli og þá finnurðu upp- skriftina að þessum sjónvarpsþætti, að þeirri framtíð er bíður okkar í hinu galopna upplýsingasamfélagi þar sem skilin milli þess lífs sem lif- að er innan hinna flögurra veggja heimilisins og á skerminum verða sífelit óljósari. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Stöð 2: „Blue Note“ ■■■■ Fyrri hluti tónlistarhátíðar blús-tónlistarmanna 91 50 í New York er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. ^ A —’ Tónleikamir fóru fram 22. febrúar 1985 og meðal annara komu fram Bobby Hutcherson, Herbie Hancock, Stanley Jordan, Bobby Timons, Bennie Wall- ance og Washington-Harline. Seinni hluti tónlistarhátíð- arinnar verður á dagskrá Stöðvar 2 hinn 10. júní nk. Herbie Hancock lék á hátíðinni. Ríkissjónvarpið: Hver á að ráða? ■■■■ Bandaríski gamanmyndaflokkurinn Hver á að ráða? er á dagskrá sjónvarps 1 Q 30 * kvöld og er þetta ellefti þátturinn. Einstæður faðir vinnur eldhússtörfin A ** ~~ fyrir önnum kafna móður en margt fer úrskeiðis hjá honum. Með aðalhlut- verk fara Tony Danza, Judith Light og Katherine Helmond. UTVARP © MIÐVIKUDAGUR 3. júní 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin. Hördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir eru sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síöan lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sögur af Munda" eftir Bryndisi Víglundsdótt- ur. Höfundur les (6). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Óskastundin: Helga Þ. Stephensen. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiksen. (Þátturinn verður endurtek- inn að loknum fréttum á miðnætti.) 11.55 Útvarpið í dag. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Börn og bækur. Umsjón: Sigrún Klara Hann- esdóttir. (Þátturinn verður endurtekinn nk. sunnudags- morgun kl. 8.35.) 14.00 Miðdegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Krist- jánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (29). 14.30 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. (Endurtekinn þátturfrá laug- ardegi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Umkomuleysið var okk- ar vörn. Þáttur um varnar- mál íslendinga fyrr og siðar. Umsjón: Þorsteinn Helga- son. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. Fiðlukonsert op. 36 eftir Arnold Schönberg. Zvi Zeitl- in og Útvarpshljómsveitin f SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 3. júní 18.00 Úr myndabókinni Endursýndur þáttur frá 31. maí. Umsjón: Agnes Jo- hansen. 19.30 Hver á að ráða? (Who's The Boss). 11. þátt- ur. Bandariskur gaman- myndaflokkur um einstæöan föður sem vinnur eldhússtörfin fyrir önnum kafna móður. Aðalhlutverk: Tony Danza, Judith Light og Katherine Helmond. Þýð- andi Vrr Bertelsdóttir. 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarog dagskrá 20.40 Spurt úr spjörunum. Sautjándi þáttur. Spyrlar: Ómar Ragnarsson, Kjartan Bjargmundsson. Dómari: Baldur Hermannsson. Stjórn upptöku: Ásthildur Kjartansdóttir. 21.15 Kane og Abel Lokaþáttur. Bandariskur framhaldsmyndaflokkur i sjö þáttum gerður eftir skáld- sögu Jeffrey Archers. Aðalhlutverk: Peter Strauss og Sam Neill. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.55 Nærmynd af Nikaragva Þriðji og siöasti þáttur Guðna Bragasonar frétta- manns úr Miö-Amerikuferö. Fjallað er um stöðu kirkjunn- ar í Nikaragva og stjórnar- andstæðinginn Obando y Bravo kardinála. Rætt er við Ernesto Cardenal, skáld og fyrrum munk, og sagt frá erlendu hjálparstarfi í landinu. Þá veröur fjallað urn hlutskipti einkafram- taksins i Nikaragva og rætt við talsmann atvinnurek- enda, Nicholas Bolanos. Þýðandi Sonja Diego. 22.30 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður Siguröur H. Richter. 23.05 Dagskrárlok. í 5TOÐ2 MIÐVIKUDAGUR 3. júní 16.45 Að næturlagi (Into The Night). Bandarísk kvikmynd frá 1985 með Jeff Goldblum, Michelle Pfeiffer, Richard Farnsworth, Roger Vadim, David Bowie, Vera Miles o.fl. Leikstjóri er John Landis. Helsta einkenni þessarar myndar er óvenjulegur og margslunginn söguþráður með litríkum persónum sem margar hverjar eru leiknar af Hollywood-leikstjórum. I stuttu máli fjallar myndin um hæglátan mann sem veitir konu aðstoð þegar morðóð- ir menn hundelta hana. 19.00 Benji (Benji). Nýr leikinn myndaflokkur fyríryngri kynslóðina. Hund- urinn Benji vingast við ungan prins frá annarri plán- etu og kemur honum til hjálpar á örlagastundu. 19.30 Fréttir. 19.55 Viðskipti. i þættinum verður fjallað um viðskipta- og efnahagsmál innanlands og utan. Stjórnandi er Sighvatur Blöndahl. 20.15 Allt í ganni. Júlíus Brjánsson og Skúli rafvirki ræða við gesti og gangandi. Að sögn Skúla rikir alger leynd um nöfn gesta. § 20.50 Listræningjarnir (Treasure Hunt). Italskur spennumyndaflokk- ur. 6. og síðasti þáttur. Flokkur glæpamanna rænir styttu úr grafhýsi frá tímum Pompeii, og hyggst selja bandariskum listaverkasala hana. § 21.50 „Blue Note". Fyrri hluti tónlistahátíðar blús-tónlistarmanna í New York. Tónleikarnir fóru fram 22. febrúar 1986 og meðal annarra komu fram Bobby Hutcherson, Herbie Hancock, Stanley Jordan, Bobby Timons, Bennie Wallace og Washington- Harline. Seinni hluti er á dagskrá 10. júní nk. § 22.50 Hildarleikurinn í Guy- ana (Guyana Tragedy). Seinni hluti. Árið 1978 sló miklum óhug á menn þegar þær fréttir bárust frá Guyana, að trúar- leiötoginn Jim Jones og 900 áhangenda hans hefðu framið sjálfsmorð. I þessum þáttum er forsaga málsins rakin, og storma- samur æviferill „leiðtogans" Jim Jones kannaður. Myndin er stranglega bönn- uð börnum. § 00.35 Dagskrárlok. Múnchen leika; Rafael Ku- belik stjórnar. 17.40 Torgið Umsjón: Einar Kristjánsson og Sverrir Gauti Diego. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar 20.00 Tónlistarkvöld Ríkisút- varpsins. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir 22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni í umsjá Bjarna Sigtryggsson- ar. 23.10 Djassþáttur Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiksen. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Veðurfregnir. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5 Fréttamenn svæðisútvarps- ins fjalla um sveitarstjórnar- mál og önnur stjórnmál. É* MIÐVIKUDAGUR 3. júní 6.00 í bítiö. Snorri Már Skúla- son léttir mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsárið. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00Kvöldfréttir. 19.30 iþróttarásin. Umsjón: Ingólfur Hannesson, Samú- el Örn Erlingsson og Georg Magnússon. 22.05 Á miðvikudagskvöldi. Umsjón. Kristin Björg Þor- steinsdóttir. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Magnús Einarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæðisútvarp MIÐVIKUDAGUR 3. júní 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lltur yfir blöðin. Bylgjumenn verða á ferð um bæinn og kanna umferð og mannlif. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdis Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpopp allsráðandi, af- mæliskveðjur og spjall til hádegis. Verður litið inn hjá fjölskyldunni á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkið sem ekki er i fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og siödegispoppiö. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp í réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 17.00-19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík siödeg- is. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu Fréttir kl. 17.00.' 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaðí Bygjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00 21.00-24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Ólafur Már Björnsson. Tónlist og upp lýsingar um veður og flug samgöngur. ALFA IfiMtkg étTMiiilll. FM 102,9 MIÐVIKUDAGUR 3. júní 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.16 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.