Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Hirðmenning miðalda Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Dieter Kilhn: Der Parzival des Wolfram von Eschenbach. Insel Verlag 1986. Joachim Bumke: Höfische Kultur Literatur und Geselleschaft im hohen Mittelalter Band I—II. Deutscher Taschenbuch Verlag 1986. Wolfram von Eschenbach fædd- ist á áttunda áratug 12. aldar og lést um 1220. Hann átti heima í Eschenbach, skammt frá Ansbach. Þorpið er enn við lýði. Hann var af aðalsættum, en snauður og varð því að þjóna sem skutulsveinn eða hriðmaður. í kvæðabálkum sínum lætur hann að því liggja að hann sé riddari og gerir gys að sjálfum sér sem óskrifandi og ólæsum, en líklegast er að það sé sjálfsháð sbr. Jón Arason: „Latína er list mæt...“ Hann var skáld Her- manns landgreifa af Þyringalandi og hefur starfað sem skáld við hirð- ina. Tímaskeiðið frá síðasta hluta 12. aldar og fram yfír 1200 var blóma- skeið í þýskum skáldskap. Það er talað um „Sjöstimið" í skáldskap þessara ára. Auk Wolframs ortu skáldin Gottfried von Strassburg, Hartmann von Aue, Heinrich von Morgungen, Walther von der Vogel- weide, Reinmar von Hagenau og sá snillingur sem kvað Nibelung- enlied. Verk þessara skálda eru sígild og eiga það sammerkt áð tjá nýja lífssýn og smekk, sem átti upptök sín á Frakklandi, þ.e. sú franska hirðmenning sem breiddist út um vestanverða og norðanverða Evr- ópu. Þessi nýja stefna og smekkur var upphaf að riddarahugsjón, þar sem kristin lífsviðhorf og siðgæði tengd- ust baráttu hins flekklausa riddara við ill öfl, heiðindóm og fjandmenn kirkjunnar. Krossferðimar höfðu átt sinn þátt í þessu nýja lífsvið- horfí. Hegðunarmunstur riddarans var formað og ákveðið, andstætt formleysi fyrri alda. Þessi einkenni birtust í skáldskapnum, sem mótaði hriðmenninguna og menningu yfír- stéttanna í meiri mæli en fyrrum og jafnvel síðar. Wolfram orti Parzival, Wille- halm, Titurel auk átta ljóða. í Parzival segir frá einstaklingi sem þroskast til þeirrar gerðar, sem honum er ákvörðuð. Bálkurinn er 24.840 ljóðlínur og álitið er að höf- undur hafí tekið að yrkja bálkinn um 1200 og lokið honum um 1210. Þetta er saga Parzivals. Faðir hans er drepinn í Austurlöndum og móðir hans elur hann upp í einangr- un inni í þéttum skógi íjarri heiminum. Það kemur að því að hann hverfur að heiman. Hann er einfaldur og kunnáttulaus og lendir í margvíslegum mannraunum og vandræðum, gengur villustigi og fremur verk sem ekki eru riddara samboðin. Hann kemur til Gral- kastalans og vegna vanþekkingar verður hann ekki konungur í það skiptið, eins og honum virðist ætl- að. Síðan segir frá Arthur konungi, Gawin og þeim köppum. Margvísleg ævintýri fylgja en loks kemur hann aftur í Gral-kastalann, þar sem hann spyr réttrar spumingar og verður konungur. Kveikja þessa kvæðabálks var „Li contes del graal" eftir Chrétien de Troyes, sem aldrei var lokið. Wolfram yrkir bálkinn upp, svo langt sem hann nær og fellir úr honum og bætir við efni, svo að úr því verður bókmenntalegt lista- verk. Það sem einkennir ljóðið er siðferðileg alvara. Parzival heldur út í heiminn sem einfeldningur, mannast og þroskast og tekur að iðka lífshætti og tilbreytni sem við- gengst við glæstar hirðir samtím- ans. Á því stigi er Guð honum af svipuðum toga og verslegir lands- drottnar eða lávarðar. Þegar hamingjan bregst honum telur hann að Guð hafí brugðist sér og snýr við honum baki. Menn og atburðir verða til þess að honum skilst hvað hafí gerst og hann öðlast réttan skilning á kristnum dómi og það verður til þess að hann öðlast þá visku og auðmýkt, sem krafíst er af Gral-konunginum Gral-táknið frá Chrétien de Troyes er kaleikur, en í Parzival er það steinn. Bálkur- inn er markaður kristnum kenning- um, sakleysi, syndafalli og endurlausn og er ekki aðeins bund- in einstaklingi heldur táknsaga mannkynsins á leið til skilnings og fullkomnunar. Dieter Kiihn hefur nú þýtt mest allar Parzival-kviðuna á þýsku, ort hana upp rímaða eins og frumgerð- in er. Hingað til hefur kviðan einkum verið þýdd á óbundið mál og er besta þýðingin gerð á ensku af Arthus T. Hatto, gefín út af Penguin 1980, nákvæm og vel unn- in, en rímið vantar. Dieter Kiihn hefur leitast við að koma andblæ frumtextans til skila og að gera hann læsilegan nú, eftir rúmlega 700 ár. Þessi texti er aðgengilegur og húmorinn, sem er eitt einkenni Wolframs og bálkurinn er mettaður af, kemst vissulega til skila. Bálkur- inn er náma mannlífs og atburða- lýsinga frá því um 1200. Þýðandinn hefur auk þess þrek- virkis að þýða bálkinn skrifað ævisögu Wolframs von Eschen- bachs, sem er helmingur þessarar miklu bókar, sem er alls rúmar 900 blaðsíður, bálkurinn er tæpar 500 og ævisagan og samtíðarlýsingin 425 síður. Titill fyrri hlutans er „Leben, Werk und Zeit des Wolfram von Eschenbach. Höfundurinn hefur ferð sína aftur á 13. öld gegnum Rínardalinn og Odenwald til Esch- enbach. Hugur Dieter Kiihn verður að tímavél, hann færist stöðugt nær Wolfram því nær sem dregur Esc- henbach og tíð hans um og eftir 1200. Glerhimnamir uppljúkast honum, hann hverfur út úr heims- mynd síðari hluta 20. aldar, heimi margra vídda, heimi sem þenst út eða dregst saman, undraheimi gal- axíanna, þar sem öll náttúrulögmál upphefí'ast og missa gildi sitt í geim- helvítunum og öðrum furðum. Hann hverfur inn í þann viðkunnanlega heim, sem Claudfus Ptolemeus skynjaði á sinni tíð, þúsund árum áður en Wolfram fæddist. Þessi heimur varð sá heimur, sem heilög kirkja kallaði sköpun Guðs. Kristalsheimur Wolframs var skiptur í nokkra himna, mönnum kom ekki alltaf saman um töluna 7 eða 9. Kiihn dregur upp stutta lýsingu á festingunni eins og hún var á dögum Wolframs. Svo er höf- undur ævisögutextans kominn til Eschenbach. Ættir Wolframs eru raktar eftir því sem gjörlegt er, bamæska og æska. Höfundur rekur nokkuð sögu ljóða Wolframs. Síðan koma ýmis svið, daglegt líf embætt- ismanns á þessum tímum, viðhorf arabískra ferðamanna í Evrópu, hungursneyð, inn á milli hinna ýmsu sviða er skotið frásögn af ævi Wolframs. Og sviðsmyndimar halda áfram að birtast á síðum bókarinnar, barnakrossferðimar, kaupmennska og í lokin safnast persónur bókarinnar saman við banabeð Wolframs, en þá var dauð- inn opinber athöfti, sem flestir áttu að vera vitni að. Kuhn úallar einnig um og þýðir texta úr öðmm bálkum Wolframs, þ.e. úr Willehalm og Titurel. Höfundurinn reynir að lýsa sem nákvæmast mataræði, verkfæmm, vopnum, reiðtygjum og klæðnaði samtíðarmanna, svo og húsakosti og húsgögnum. Frásögn og lýsingar Kiihns lífga og vekja upp löngu liðna tíma og fólk þeirra tíma og þar með einnig höfundinn Wolfram von Eschen- bach. Dieter Kuhn hefur skrifað tvær aðrar bækur um miðaldin „Ich Wolkenstein" 1980 og „Herr Neid- hart“ 1981. Joachim Bumke var prófessor við Harvard og háskólann í Berlín, síðan 1969 hefur hann kennt bók- menntasögu miðalda við háskólann í Köln, hefur og birt rit um bók- merintir og samfélög miðalda. í þessu riti, sem era tvö bindi og koma út í fyrstu útgáfu hjá dtv, rekur höfundurinn þær breytingar sem verða á 12. og 13. öld í hirð- menningu. Þessar breytingar urðu grandvöllur nýs smekks og nýrrar tjáningar í skáldskap og bókmennt- um, sem síðan mótuðu þá mynd, sem menn hafa gert sér af sömu hirðmenningu. Sögulegar ástæður til þessara breytinga er að fínna í kerfisbreytingu eignarhalds og yfírráða á landi og styrkingu laga og réttar, þ.e. auknu valdi yfírstétt- anna og aukinni menntun meðal þeirra. Þessar breytingar urðu á FVakklandi og breiddust síðan til Þýskalands. Það era þessar breytingar sem Bumke fjallar um og gerast síðar á Þýskalandi. Heimildimar era framheimildir latneskar og þýskar og myndir, sem hann styðst við í útlistunum sínum og lýsingum. Það sem kemur fram í bókmenntum tímabilsins eru fyrst og fremst hug- myndir um hirðsiði og hegðun riddara, kurteisi og tryggð við sinn lánardrottin, landsdrottin. Raunveraleikinn var ekki sam- kvæmur þeirri mynd, sem dregin var upp af hinum vammlausu ridd- uram tímabilsins, og lítið er getið um bænduma, sem töldust vera ekki minna en 90% þjóða miðalda. Þeir vora ánauðugir og bundnir torfunni, að sárafáum undantekn- um. Bóndinn skyldi klæðast gráum eða svörtum klæðnaði, litauðug föt hæfðu aðeins aðlinum. Honum var bannað að bera vopn, sem talin vora göfug vopn, sverð og spjót, þung viðurlög vora við því ef slétt- ur bóndi fannst undir vopnum. Flest ómeti hæfði sveitalþýðunni, enda hafði hún engan matarsmekk að dómi aðalsins. Skoðun yfírstéttanna á bændaalþýðu kom fram í kvæða- bálkum hámiðalda ekki síst hjá trúbadúmum Bertran de Bom fæddur að líkindum um 1140 og lést um 1215. í kvæðum hans er viðkvæðið, „að bændur iðki búfjárlíf og ef þeir eignist peninga verði þeir bijálaðir, því sé hentast að trog þeirra sé jafnan tómt.“ Lifsmáti yfirstétt- anna var á þessum tíma allt annað en eftirsóknarverður. Kastalamir vora ekki geðslegar vistarverur, myrkur og kuldi hijáðu íbúana, sóðaskapurinn og óhollt mataræði bætti ekki heilsufarið og radda- skapurínn var hrikalegur. Styijaldir og skærar innan ríkja og furstadæma bára lítil merki ridd- aramennsku. Menn sættu lagi að Baðvagnar afhentir Kvennadeild Styrktarfélags la- maðra og fatlaðra afhenti stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra tvo baðvagna af Aijo-gerð og nuddbað þann 26. maí sl. Á myndinní er það Edda Björns- dóttir formaður Kvennadeildar- innar sem afhendir Páli Svavarssyni formanni Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra bekkina og baðið til notkunar á sumardvalarheimili Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellssveit. Heild- verslun A. Karlssonar sá um að flytja baðvagnana inn. Joachim Bumke brenna andstæðinginn inni og lýs- ing Jóns Grannvíkings á bardögum hér á landi til foma átti ekki síður við bardaga út í Evrópu, „bændur börðust með gijóti". Rán og þjófn- aðir vora stundaðir þegar skortur varð í búi, svik og mútur töldust góðar þegar sigur vannst á þann hátt og pólitísk morð vora tíð. Á þeim tímum þegar hirð-skáldskap- urinn náði mestum blóma í Þýska- landi var pólitískt ástand þar hvað verst. „Menn réðust hvor á annan líkast þeir væra úlfar." í skáld- skapnum er dregin upp glæsileg mynd, sem stangast algjörlega á við raunveraleikann. Það er helst í annálum, sem skrif- aðir vora af munkum eða klerkum að lýst er því sem miður fer, frá- hvarfí frá boðum og bönnum kirkjunnar, villimennskunni og væntanlegum heimsendi. Höfuðþáttur þessa rits er lýsing á hirðmenningu, umgengnisvenj- um, veisluhöldum, burtreiðum og því umhverfi, þar sem samkvæm- islíf þeirra tíma átti sér stað. Þessvegna lýsir höfundurinn ná- kvæmlega köstulum og stríðstjöld- um, klæðnaði og vefnaði, vopnum og stríðsfákum, mataræði og drykk. Hann lýsir hugmyndunum um hinn vammlausa riddara, áhrifum kirlq'- unnar á þá hugmynd, kurteisiskröf- um, uppeldi og innrætingu, þar sem hirðskáldskapurinn mótaði stefn- una ásamt hirðklerkum. Einnig fjallar hann um uppeldi konunnar og kvenhugsjón tímabilsins, þar sem fyrirmyndimar vora fengnar úr verkum skáldanna. Hann sk.il- greinir ástina, hina dáðu og heitt- elskuðu, sem er eins og gengin út úr ástarkvæðum skáldanna. Hjóna- bandið var á þessum tímum stofn- un, þar réðu hagsmunir ættanna, ástin var oftast til hliðar, ýmist háleit eða síður af þeirri gerð. í lokaköflunum ræðir höfundurinn uppfræðslu og menntun, læsi og skrift, munnlega geymd og mið- stöðvar menningarviðleitninnar, hirð, biskupssetur, klaustur, dóm- kirkjur. Þessi bók er náma fróðleiks um veraldlega menningarsögu og bók- menntasögu hámiðalda og einnig leitast hann við að tjá meðvitund þeirrar tíðar manna og skálda sem lifðu í heimi skáldskapar og hug- mynda um glæst mannlíf ofar hinni iðandi kös ánauðugra bænda, hálf- þræla, víxlara og prangara. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.