Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Frá afhendingn verðlaunaskjöldsins, talið frá vinstri: Páll Pétursson aðstoðarforstjóri Coldwater, Stef- án Runólfsson forsijóri Vinnslustöðvarinnar, Magnús Gústafsson forsljóri Coldwater, Anna Sigurlás- dóttir, Viðar Elíasson og Ingi Júliusson verksljórar Vinnslustöðvarinnar. Vestmannaeyjar: Vinnslustöðin verð- launuð annað árið í röð ANNAÐ árið í röð hefur Vinnslu- stöðin hf. í Vestmannaeyjum fengið viðurkenningu frá Cold- water-verksmiðjunum í Banda- ríkjunum fyrir afbragðsgóða framleiðslu. Forráðamenn Cold- water afhentu starfsfólki Vinnslustöðvarinnar sérstakan verðlaunaskjöld fyrir nokkru . þessu til staðfestingar. Sex frystihús á landinu voru í ár verðlaunuð fyrir frábæra vinnslu á tímabilinu maí 1986 til maí 1987. Auk Vinnslustöðvarinnar voru það Útgerðarfélag Akureyringa, íshús- félag ísfirðinga, Rafn Pétursson í Njarðvík, Fiskvinnslan á Seyðisfirði og Skjöldur á Sauðárkróki. Þá var í fyrsta sinn veitt viðurkenning til frystitogara fyrir gæðaframleiðslu og var það Akureyrin frá Akureyri. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, sagði nauðsynlegt fyrir íslendinga nú þegar fískskortur væri til staðar, að slaka ekki á því sem væri okkur dýrmætast, því áliti sem við höfum fyrir að framleiða ' góða vöru. „Við verðum að vera vel á verði og skemma ekki það sem búið er að byggja upp. Þetta hefur tekist hér í þessu húsi því tvö ár í röð nær það að vera í afbragðs- flokki með góða vöru.“ Páll Pétursson, aðstoðarforstjóri, afhenti verkstjórum Vinnslustöðv- arinnar, þeim Ónnu Sigurlásdóttur, Inga Júlíussyni og Viðari Elíassyni, viðurkenningarskjöldinn. Hann Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar hf. í matsalnum. Morgunblaðií/Sigurgeir sagði varðandi þær gæðaeinkunnir sem hann hefði verið að gefa frysti- húsunum, að um 80% af öllum húsum Sölumiðstöðvarinnar hefðu verið með frábæra eða mjög góða einkunn. „Það segir mikið til um hvað framleiðsluheildin frá frysti- húsunum er góð. Menn hafa haldið að nú þegar skortur er á físki mynd- um við breyta okkar gæðastöðlum til að fá meiri físk, en við munum halda okkur áfram við okkar staðla," sagði Páll Pétursson. Stefán Runólfsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar, þakkaði starfsfólki sínu fyrir vel unnin störf, fyrir þeirra tilverknað hefði unnist til þessara verðlauna tvö ár í röð. Sagðist Stefán vonast eftir að fá fulltrúa Coldwater aftur í heimsókn að ári. Skólaslit Tónlist- arskóla tsafjarðar ísafirði. TÓNLISTARSKÓLI ísafjarðar lauk 39. starfsári sínu með hátíð i sal Grunnskólans á ísafirði, miðvikudagskvöldið 27. maí. Dagskráin hófst með því að tveir nemendur skólans þær Harpa Lind Kristjánsdóttir flautuleikari og Sól- veig Samúelsdóttir píanóleikari fluttu þrjá kafla úr svítu í h-moll eftir Johan S. Bach. Þá lék Linda Sveinbjömsdóttir píanóleikari fant- asíu í d-moll KV 397 eftir Wolfgang A. Mozart. Sigríður Ragnarsdóttir skóla- stjóri flutti skýrslu um skólastarfíð. Þar kom fram að 226 aðilar sóttu um skólavist á síðasta hausti, en 193 nemendur stunduðu nám við skólann í vetur. 170 í hljóðfæraleik og 23 við söngnám. Við upphaf skólaársins flutti skólinn í hús Húsmæðraskólans Óskar og fer þar nú fram mest öll kennsla við skólann. Þó hefur orðið að leita annað með kóræfíngar og annað fjöldanám. Auk þess hefur verið kennt á heimili Ragnars H. Ragnar og Sigríðar Jónsdóttur eins og öll árin sem Tónlistarskóli Isa- fjarðar hefur starfað. Hún gat þess að nú hefðu náðst samningar við bæjarsjóð ísafjarðar um byggingu tónlistarskólahúss á Torfunesi og sagðist hún fagna þeim áfanga. Linda Sveinbjörnsdóttir lék að lokinni ræðu skólastjóra Réverie eftir Cloude Debussy, en síðan af- henti Sigríður verðlaun þeim nemendum sem skarað höfðu fram úr í námi. Morgunblaiið/Úlfar Ágústsson Sigríður Ragnarsdóttir skóla- stjóri flytur skýrslu sína. Mikil breyting til batnaðar varð á skólastarfinu á síðasta hausti þegar skólinn flutti á efstu hæð Húsmæðraskólans Óskar. Pétur Hafstein, formaður Tón- listarfélags ísafjarðar, flutti ávarp. Hann sagði að þunglega hefði horft með byggingu tónlistarskólahúss og dökkar blikur á lofti þegar bæj- arstjórn ísafjarðar hafnaði þátttöku ’ byggingu skólans. Eftir bæjar- stjómarkosningamar á liðnu ári vom aftur teknar upp viðræður og fór þá svo að bæjarstjómin þekkti sinn vitjunartíma, að sögn Pétúrs, Kennaranámskeið í Kramhúsinu Kennaranámskeið verður í Kramhúsinu dagana 9.-14. júní og er það aðallega ætlað íþrótta- kennurum. Námskeiðið ætti þó að gagnast tónmenntakennurum og öðrum áhugasömum um beitingu hljóðfalls og hreyfínga í kennslu, segir í frétt frá Kramhúsinu. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða: Anna Haynes frá Bretlandi sem kennir dans og spuna, Adrienne Hawkins frá Bandaríkjunum sem kennir jass- dans, Joan de Silva jr. frá Brasilíu sem kennir brasilíska sömbu, Abdo- ul Dhour frá Marokkó sem kennir afríkudans/rythma, Hafdís Áma- dóttir íþróttakennari sem kennir upphitunar- og teygjuæfíngar, Anna Richarsdóttir magister í íþróttafræðum leiðir dansspuna og Sigríður Eyþórsdóttir leikari og leiklistarkennari leiðir námskeið með yfírskriftinni: „Hvemig er hægt að nýta leikrænar æfíngar í kennslu með það að markmiði að auka tengsl og skilning milli nem- enda innbyrðis, svo og nemenda og kennara?“. Fyrirlestrar verða einnig fluttir og eru fyrirlesaramir Janus Guð- laugsson námsstjóri: „Er breytinga þörf?“; Kristín Ema Guðmunds- dóttir sjúkraþjálfari: „Hvað ber að varast við þjálfun?“ og Öm Jónsson náttúruráðgjafi: „Hvaðan kemur orkan, hvemig nýtist hún best?“. Námskeiðið verður dagana 9.-14. júní, alla daga kl. 9.00-16.30. Auk þess verður unnið á kvöldin frá kl. 21.00 og frameftir. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að meta námskeiðið til punkta. Morgunblaðið/Sverrir Hluti mótsgestanna hlýðir á umræður að Hótel Loftleiðum í síðustu viku. „Til móts við árið 2000“: Norrænir póstmenn funda um framtíðina UM 200 manns sóttu norrænt póstmannamót sem haldið var hér á landi í síðustu viku. Mót af þessu tagi eru haldin fjórða hvert ár og er þetta í fyrsta skipti sem eitt þeirra er haldið á Islandi. Mótið, sem bar yfir- skriftina „Til móts til árið 2000“, var sett á mánudag í síðustu viku og stóð fram á föstudag. Að sögn Jenný Jakobsdóttur, formanns Póstmannafélags ís- lands, gerðust íslenskir póstmenn aðilar að Norræna Póstmannaráð- inu árið 1968 og hafa tekið þátt í mótum þess síðan. Jenný sagði ennfremur að á hveiju móti væri valið aðalverkefni sem síðan væri rætt í vinnuhópum. Að þessu sinni hefði orðið fyrir valinu „Til móts við árið 2000“. Flestir framámenn í norrænni póstþjónustu mættu á mótið og meðal þeirra sem fluttu framsögu- erindi voru póstmálastjóri Svíþjóð- ar og aðstoðarráðherra forsætis- ráðherra Noregs. Næsta mót af þessu tagi verður haldið í Noregi að fjórum árum liðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.