Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Jarðskjalftar o g öryggi mannvirkja eftir dr. Ottar P. Halldórsson Skyndilega hefur burðarþol húsa hér á landi komist í sviðsljósið. Hafa þar ýmsir látið orð falla, og er þar margt af skynsemi mælt, en annað miður. Það er ekki undravert, að tiltölu- Iega flókið vandamál, sem þetta er, valdi misskilningi og mistúlkun, og langar mig að leggja nokkur orð í belg, ef það kynni að verða til að skýra vandamálið nokkuð. Álag á burðarvirki Burðarvirki verða fyrir margs kyns álagi frá umhverfi sínu. Helztu flokkar álags eru: □ Eiginálag — eiginþyngd bygg- ingar, þar með talin gólf, milli- veggur og þak. □ Notálag — álag, sem verður vegna afnota af mannvirkinu vegna húsgagna, svo og innan- stokksmuna o.þ.h. □ Snjóálag □ Vindálag □ Jarðskjálftaálag □ Annað Vindálag og jarðskjálftaálag hafa nokkra sérstöðu, vegna þess að það álag verkar aðallega lárétt, þ.e. á hlið bygginga, sjá mynd 1. Jarðskjálftaálagið verður til við það, að jörðin rykkist til hliðar og samsvarar það því, að kraftaverkun verður í gagnstæða átt. Sjá mynd 2. Hverfum nú 20 ár aftur í tímann. Iðntæknistofnun^ sem þá hét Iðnað- armálastofnun Islands, hafði þá með höndum stöðlun og svokallað Byggingatækniráð við þá stofnun beitti sér fyrir stöðlun í byggingar- iðnaði. Byggingatækniráð leitaði til mín, vildi að kannað yrði, hvort unnt væri að gefa út staðal, sem mælti fyrir um reikningslegt álag á byggingar við jarðskjálfta. Leitað var einnig til Ögmundar Jónssonar, yfirverkfræðings hjá Almenna byggingafélaginu, sem skyldi verða samstarfsaðili minn við verkið. Hóf- umst við þegar handa og héldum langa vinnufundi vikum og mánuð- um saman, þar sem jarðskjálfta- staðallinn varð til og mótaðist. Tvennt hafði úrslitaáhrif við samningu staðalsins: 1. Mikið brautryðjendastarf Sig- urðar Thoroddsen, verkfr., Sigurðar Þórarinssonar, jarð- fræðings, og Eysteins Tryggva- sonar, jarðskjálftafræðings. Grein eftir þá félaga birtist í tímariti VFÍ árið 1958 og varð hún í veigamiklum atriðum und- irstaða staðalsins. 2. Bandaríski jarðskjálftastaðall- inn SEAOC (Structural Engin- eers Association of California). Kalifomíu-staðallinn, sem við getum kallað svo, var einfaldur í sniðum (honum hefur síðan verið breytt talsvert og hann orðið flókn- ari) og mátti aðlaga hann að okkar aðstæðum á tiltölulega einfaldan hátt. Jarðskjálftastaðallinn skilgreinir þá mestu krafta, sem burðarvirkið er talið verða fyrir, þegar jarð- skjálfti verður, þ.e. stærð lárétta kraftsins. Allmiklar vangaveltur voru yfír því, hvemig ætti að skil- greina áhættusvæðin og hvaða svæðisstuðla, Z, átti að tengja hin- um ýmsu svæðum. Eftir að nokkrar tillögur höfðu verið gerðar og rædd- ar við ýmsa sérfróða aðila, varð niðurstaðan sú, sem sýnd er á mynd 3. Sú útgáfa var sfðan endurskoðuð nokkrum árum síðar og Borgar- fjarðarsvæðinu breytt úr svæði 2 í svæði 3. Að öðru leyti er kortið óbreytt. Eftirfarandi svæðisstuðlar, Z, hafa verið valdir stuðull, Z fyrirsvæði3 1,00 fyrir svæði 2 0,50 fyrirsvæðil 0,25 Mesta hættusvæðið, svæði 3, nær yfír suður- og suð-vesturhluta landsins, svo og miðbik Norður- lands. A seinni árum hefur Borgar- fjarðarsvæðinu einnig verið bætt inn sem svæði 3. Svæðaskiptingin á mynd 3 þýðir vitaskuld, að einhvers staðar verði að hugsa sér m'örk milli svæða. Vissulega er engin leið að gera slíkt nákvæmlega, fyrir því skortir for- sendur. Flestir jarðvísindamenn eru sammála um, að jarðskjálftavirkni sé meiri á Reykjanesi en í Reykjavík og tekur svæðaskiptingin mið af því. Þegar gefa á jarðskjálftaálag- inu tölugildi vandast málið, nema ef nægilegar upplýsingar eru til um mestu láréttu hröðun á hvetju svæði. Meðan betri upplýsingar liggja ekki fyrir, hugsuðu höfundar jarðskjálftastaðalsins sér þá lausn, að mörkin lægju við Kópavogslæk. Jafnframt var sú leið farin að gefa heimild til að jafna út álagsstuðla tveggja aðliggjandi svæða á 20 km belti við jaðra (þ.e. 10 km til hvorr- ar hliðar). Þetta þýðir, að Reykjavík „Höfundur skýrslunnar hefur ekki haft fyrir því að skilgreina, hvaða forsendur hann gefur sér og hvaða mat hann leggur á niðurstöður. Fólki, sem ekki kann sérstök skii á hlutum, er beinlínis gefið í skyn, að svarið sé einfaldlega já eða nei. í raun og sannleika er svarið yfirleitt hvorugt. Burð- arþol er afskaplega afstætt hugtak. Burð- arþol húss getur verið fullnægjandi, þótt húsið verði fyrir miklum skemmdum í jarð- skjálfta. Spurningin er um skilgreiningu burð- arþols.“ fengi svæðisstuðulinn Z=0,75 (svo og Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær). Reykjanesið sunnan við Hafnarfjörð, svo og Suðurlandsund- irlendið fengi stuðulinn Z=1,00. Mosfellssveit, Kjalames og í Hval- fjarðarbotn fengi Z=0,50, en síðan þyrfti að reikna Z=0,75 fyrir jaðar- svæðið að Borgarfirði og 1,00 fyrir Borgarfjörð. Ekki má draga lengur, að yfírvöld taki af skarið og geri þessa skiptingu formlega. Er lagt til, að svæðaskiptingin verði bundin við hreppi vegna stjórnunar bygg- ingarmála. Flókið fyrirbæri einfaldað Jarðhræringar valda mjög flókn- um spennuáhrifum á byggingar. Álagið breytist mjög ört, há þrýsti- spenna á tilteknum stað í burðar- virkinu getur á nokkrum sekúndubrotum breyzt í togspennu og síðan aftur snúist í þrýstispennu örstuttu síðar. Ógemingur er að sjá fyrir allar þær álagsfléttur, sem kunna að verka á mannvirkið samtímis, og flestir reyndir verk- fræðingar í jarðskjálftaverkfræði viðurkenna vanmátt sinn til að segja fyrir um hegðun burðarvirkis- ins nema í einstaka grundvallarat- riðum. T.d. má nú með allgóðu móti reikna sveiflutíma margra Dr. Óttar P. Halldórsson burðarvirkja með allgóðri ná- kvæmni, en slíkt leysir ekki nema takmarkaðan vanda. Þegar til kast- anna kemur, verður verkfræðingur- inn að beita sínu bezta mati, þegar hann hannar burðarvirkið m.t.t. j arðskj álftakrafta. Svo að vikið sé aftur að staðlin- um, get ég ekki stillt mig um að minnast Ögmundar Jónssonar svolítið betur. Þeir sem muna Ög- mund geta vafalaust borið vitni hinum ágætu persónuleikum þess manns. Það er ekki af einskærri tilviljun, að hann var valinn til að starfa við samningu jarðskjálfta- staðalsins. Ögmundur Jónsson var af gamla skólanum (óskandi væri, að fleiri væru það nú til dags). Virðulegur í fasi og framúrskarandi varkár og aðgætinn verkfræðingur. Hann hafði vafalaust mestu reynslu af öllum íslenzkum verkfræðingum á sviði burðarvirkja, hafði að loknu námi starfað mörg ár í Þýzkalandi og vfðar, hafði víðtæka reynslu. Ég þurfti aldrei að óttast þær ákvarð- anir, sem teknar voru í samráði við hann, og það var viss hátíðleg ró Þannig verða jarðskjálftakraftar til: Vegna tregðu húsmassans verð- ur kraftverkunin ,á húsið í gagnstæða stefnu við hreyfistefnu jarðskjálftans. Skipting landsins í jarðskjálftahættusvæði. Svæði 1 er hættuminnst, svæði 3 hættulegast. Borgarfjarðar- svæðið hefur verið endurmetið og er það nú flokkað sem svæði 3. Alagsverkun á hús. (a) Lóðrétt álag: Snjóálag, notálag, eiginálag. (b) Lárétt álag: Vindálag og jarðskjálftaálag. Lárétt álag er yfirleitt mun hættulegra en hið lóðrétta, þar eð bygg- ingar hafa mun minna þol gagnvart slíku álagi. yfir mannmum, sem boðaði traust og festu. Ég fann það einnig bezt eftir að staðallinn kom út og við Ögmundur hófum að kynna hann og notkun hans, að köld rósemi Ógmundar eyddi öllum vafa í hug- um manna. Það var útilokað, að þessi rökfasti, reyndi verkfræðingur færi með fleipur. í mörg ár var Ögmundur prófdómari hjá mér í burðarþolsfræði við verkfræðideild HÍ. Þar stóð ævinlega allt heima, stundvísin upp á sekúndu, ná- kvæmni í öllu. Slíkir menn eru orðnir mjög fágætir. Staðallinn ÍST 13 Við völdum staðlinum númerið 13. Með því vildum við undirstrika þá þversögn, sem slíkur staðall í rauninni er. Því spyija má: Er hægt að „staðla" svo óvissan þátt, sem jarðskjálftaálag á byggingar? Þessu verður ekki svarað öðruvísi en að benda á reynslu annarra þjóða í þessum efnum. Bandaríkjamenn hafa um langt skeið notað staðla, svo og Japanir og Rússar o.fl. Reynslan er misjöfn, enda vart við öðru að búast. Þá er enginn vafi á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.