Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 Endurskoðun gildandi kjarasamninga: Vinnuveitendiir ræða við landsamböndin FORY STUMENN Vinnuveit- endasambands íslands og Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna munu á næstunni ræða óformlega við forystumenn land- sambanda Alþýðusambandsins um hugsanlega endurskoðun á gildandi kjarasamningum. Full- trúar ASÍ, VSÍ og VMS komu saman til fundar í gærmorgun til að ræða endurskoðun samn- inganna og var þetta niðurstaða fundarins. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði að fulltrúar launþega hefðu lagt á það áherslu að samn- ingamir yrðu endurskoðaðir sem fyrst. Fulltrúar vinnuveitenda væru hins vegar ekki tilbúnir til efnis- legra viðræðna fyrr en vitað væri um efnahagsaðgerðir nýrrar ríkis- stjómar. Vinnuveitendur hefðu þó verið tilbúnir til að ræða við forystu- menn landsambandanna um stöð- una og hvar brýnast væri að taka á málum. Bjóst Ásmundur við að slíkar viðræður hæfust fljótlega og sagði að forystumenn ASÍ og VSÍ/ VMS myndi hittast aftur síðar. Omar Ragnarsson 1egg- ur inn flugskírteini ÓMAR Ragnarsson fréttamaður varð að leggja inn flugskírteini sitt á meðan rannsókn fer fram á atvikum sem leiddu til þess að Ómar brotlenti flugvélinni TF-AFL á Reykj ahlíðaraf rétti fyrir rúmri viku. Ómar sagði í samtaii við Morgun- blaðið að þetta væri í samræmi við reglur um atvik á borð við nauðlend- inguna á Reykjahlíðarafrétti. Omar sagði að þetta kæmi þó ekki að mikilli sök nú því allar hans flug- vélar hefðu farið í ársskoðun 31. maí og hann væri því hvort eð er loftfarslaus eins og stendur. Flugslysanefnd hefur fengið þetta óhapp til rannsóknar. Ekki er vitað hvenær niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja fyrir. VEÐURHORFUR íDAG, 03.06.87: YFIRLIT á hádegi f gær: Skammt suðaustur af landinu er 1009 millibara lægð sem þokast vestur og grynnist. Yfir norðaustan- verðu Grænlandi er 1031 millibara hæð. SPÁ: Norðaustan og austan gola eða kaldi (3-5 vindstig) á landinu. Skýjað og víðast súld eða rigning um norðan- og austanvert landið, léttskýjað á suður- og suðvesturlandi en hætt við síðdegisskúrum. Hiti á bilinu 4 til 8 stig norðanlands en 10 til 15 stig að deginum syðra. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Austlæg og norðaustlæg átt og svalt í veöri. Þurrt um mest allt land, slst þó á norðausturlandi. FÖSTUDAGUR: Hæg breytileg átt og hlýtt yfir daginn inn til lands- ins en annars fremur svalt. Þurrt um allt land. TÁKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / r r / r r r Rigning r r r * r * / * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO 4 K Mistur Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR MÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tima Akureyri hhi B veður rigninfl Reykjavlk 11 léttskýjað Bergen 14 úrkomafgr. Helsinki 11 þokumóða Jan Mayen 2 alskýjað Kaupmannah. 16 hálfskýjað Naresarssuaq 11 skýjað Nuuk 3 rignlng Oaló 13 skúr Stokkhólmur e rignlng Þórehðfn 10 skýjað Algarve 24 heiðskfrt Amsterdam 16 rignlng Aþena 21 akýjað Barcelona 21 helðskírt Berifn 13 skúr Chicago 19 skúr Feneyjar 22 léttskýjað Frankfurt 19 skýjað Hamborg 12 skýjað LasPalmas 28 léttskýjað London 14 rignlng Lo* Angelea 16 mlstur Lúxemborg 17 skýjað Msdrid 29 mistur Malaga 23 iéttskýjað Mallorca 25 helðskfrt Miami 27 hélfskýjað Montreal NewYork 23 vantar skruggur Parft 19 skýjað Róm 22 hélfskýjað Vfn 19 skýjað Waahlngton 22 léttakýjað Wlnnipeg 13 léttskýjað Bókanir í borgarráði: Samkomuhúsið málað Húsavik. LEIKFÉLAG Húsavíkur hefur áhugasömu félagar leikfélagsins starfað af miklum krafti liðinn enduðu starfsárið nú um helgina vetur og haft alls um 50 sýning- með því að hressa upp á gamla ar á sjónleikunum Síldin kemur húsið og máluðu það allt að utan og sUdin fer og Ofurefli. í sjálfboðavinnu. Þess skal getið Félagið hefur aðstöðu í gamla sem vel er gert. Eins og myndin samkomuhúsinu, sem byggt var ber með sér er gróður blómlegur 1929 og er í eigu bæjarins. Hinir eftir gott vor. — Fréttaritari Hósavík: Morgunblaðið/SPB Kynjum mismunað við styrkveitingar VEGNA styrkveitinga iþrótta- og tómstundaráðs úr afreks- og styrktarsjóði Reykjavíkur, komu fram bókanir á fundi borgar- ráðs, en þar þykir gæta kynjam- isréttis. I bókun fulltrúa minnihlutans í borgarráði segir: „Við viljum vekja athygli á því ósamræmi sem á sér stað í úthlutun afreks- og styrktar- sjóðs Reykjavíkur til íþróttafólks. Greinileg mismunun er milli kynja sem lýsir sér í hærri úthlutun til karlaíþrótta en kvennaíþrótta.“ Katrín Fjelsted lagði fram eftir- farandi bókun: „Mér fínnst eðlilegt að körlum og konum sé gert sem jafnast undir höfði hvað varðar út- hlutun úr afreks- og styrktarsjóði Reykjavíkur. Óska ég upplýsinga um það hvers vegna meistaraflokki karla í knattspyrnufélaginu Fram er veitt mun hærri upphæð, (kr. 200.000 þús.) en kvennaliði Fram í handknattleik, (kr. 150.000 þús.) og KR í körfuknattleik (kr. 100.000 þús.)“. Landsvirkjun sækir um heim- ild til lántöku LANDSVIRKJUN hefur sótt um heimild borgarráðs fyrir láni að upphæð 5 milljarða japanskra yena eða um 1,3 miUjarða íslenskra króna. Með þessu láni hyggst Lands- virkjun greiða niður annað eldra og óhagstæðara lán. Ogri RE seldi fyrir 16,5 m.kr. ÖGURVÍKURSKIPIN eru fengsæl um þessar mundir. Ögri seldi í Þýzkalandi í gær og fyrradag 327,9 lestir af karfa og grálúðu fyr- ir 16,5 miHjónir króna. Það er hæsta verð, sem fengizt hefur fyrir afla úr einu skipi á fiskmörkuðum í Þýzkalandi. Freri kom til hafnar á þriðjudag með 270 lestir af frystri grálúðu að verðmæti 20,5 miiy- ónir króna eftir 14 daga túr. Ögri fékk að meðaltali 50,42 krónur fyrir hvert kíló og heildar- verð var í mörkum talið 775.776. Næsthæstu sölu á Viðey RE. Hún seldi 13. aprfl síðastliðinn 283 lest- ir að verðmæti 751.435 mörk. Metið þar á undan átti Ögri sjálfur, en 9. janúar á þessu ári fékk hann 747.370 mörk fyrir farm sinn, 260,8 lestir. Á mánudag seldi Ottó Wathne 127 lestir, mest þorsk og ýsu í Grimsby. Heildarverð var 7,9 millj- ónir, meðalverð 61,99. Náttfari RE » seldi sama dag 97 lestir af ýsu og þorski í Hull. Heildarverð var 6 milljónir króna, meðalverð 61,31. Loks seldi Þórshamar GK 77,5 lest- ir í Hull á þriðjudag. Heildarverð var 5 tæpar milljónir króna, meðal- verð 64,33.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.