Morgunblaðið - 03.06.1987, Side 62

Morgunblaðið - 03.06.1987, Side 62
62 ♦__ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1987 / „A-Þjóðverjar koma nú með öðru hugarfari en áður“ - segir Ásgeir Sigurvinsson er hann minnist sigurleiksins 1975 ÁSGEIR Sigurvinsson er eini íslenski leikmaðurinn, sem lék gegn Austur-Þjóðverjum sælla minniga 1976 er ísland sigraði 2:1, og er f landsliðshópnum á o^morgun. Ásgeir skoraði sigur- markið með góðu skoti frá víta- teig eftir langt útspark Sigurðar Dagssonar, áður hafði Jóhannes Eðvaldsson skorað með hjól- hestaspyrnu. „Ég á bæð góðar og slaemar minnigarfrá viðureignum okkar við „ÞETTA verður erfiður leikur. Við vitum að Austur-Þjóðverjar eru með sterka leikmenn og góð fé- lagslið enda lék eitt þeirra, Lokomotiv, til úrslita í Evrópu- keppni bikarhafa á dögunum," sagði Sigi Held, landsliðsþjálfari f samtali við Morgunblaðið f gær- Austur-Þjóðverja. Þær góðu eru sigurinn 1975, en þær slæmu 0:3 tap hér heima 1979," sagði Ás- geir Sigurvinsson er hann var spurður um minningarnar frá fyrri leikjum þessara liða. „Knattspyrnan hefur ekki mikið breyst frá þessum tíma. Lakari þjóðirnar hafa sótt sig og eru orðn- ar sterkari. Austur-Þjóðverjar koma nú með allt öðru hugarfari en áður. Fyrir áratug komu þeir hingað til að skora mörk og var kvöldi. „Við gerum allt til að vinna leik- inn. Reynum að gera fá mistök og ef það tekst ættu úrslitin að verða okkur hagstæð. Strákarnir eru staðráðnir í að leggja allt í þennan leik. Þeir eru í góðri æfingu og til- búnir í slaginn," sagði Held. algjört formsatriði að spila gegn okkur. Erfiður leikur Þessi leikur verður mjög erfiður. Austur-Þjóðverjar hafa verið að sækja sig mjög í síðustu leikjum. En það er vonandi að okkur takist að ná stigi eða stigum af þeim. Ég er þokkalega bjarsýnn og það stendur til að gera sitt besta. Meira getur maður ekki gert. Það er góð stemmning í hópn- um og alltaf gaman að koma heima og hvíla sig frá boltanum í Þýska- landi. Það er ekki lengur vandamál Sama lið og gegn Frökkum AÐ sögn landsliðsþjálfarans, Sigfried Held, verður byrjun- arliðið í dag skipað sömu leikmönnum og hófu leikinn gegn Frökkum f París f vor. í markinu stendur Bjarni Sig- urðsson, Gunnar Gíslason leikur sem aftasti maður varn- arinnar, Sævar Jónsson og Ágúst Már jónsson þar fyrir frman. Á miðjunni leika Sigurð- ur Jónsson, Atli Eðvaldsson, Ásgeir Sigurvinsson, Ómar Torfason og Ragnar Margeirs- son og í fremstu víglínu verða Arnór Guðjohnsen og Pétur Pétursson. Siggi Held sagðist nota sömu leikaðferð og gegn Frökk- um, 3-5-2. • Það var létt yfir landsliðsþjálfaranum á æfingu með liðinu í gær. Sigfried Held: „Gerum allt til að vinna“ að fá atvinnumenn okkar til að koma í landsleiki." - Ásgeir er fyririiði Stuttgart, en er hann ánægður með gengi Stuttgartliðsins í vetur? „Nei, ég er frekar óánægður með gegni liðsins í síðustu leikjum. Okkur gekk vel í byrjun og vorum þá í 3. til 5. sæti, en síðan hafa meiðsli hrjáð leikmenn okkar og árangurinn eftir því. Við eigum þó fræðilega möguleika á að ná Evr- ópusæti núna þegar þrjár umferðir eru eftir." Áfram hjá Stuttgart - Verður þú áfram hjá Stuttgart? „Já, ég verð þar áfram. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum og það þarf mikið að koma til svo það breytist." - Asgeir varð fyrir meiðlsum á öxl í Evrópuleik Stuttgart og Torpedo í haust og tóku þau sig Iftlega upp f landsleiknum við Frakka f vor. En er hann búinn að jafna sig? „Nei, ég hef ekki náð mór að fullu. Þetta hári mér enn, sérstak- lega ef maður lendir í samstuði. En ég ætla mér að nota tímann eftir tímabilið og hvíla svo ég verði orðinn góður í haust þegar keppn- istímabilið í Þýskalandi hefst aftur," sagði Ásgeir. Vajo Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson • „Hef góðar og slæmar minn- ingar frá leikjum íslands og Austur-Þýskalands,11 segir Ásgeir Sigurvinsson. U-21: Tékkar unnu Dani TÉKKAR unnu Dani með einu marki gegn engu f Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri f Kaupmannahöfn f gærkvöldi. Giinter Bittengel skoraði sigur- markið fimm mínútum fyrir leiks- lok. Tékkar hafa forystu í riðlinum með 7 stig eftir 4 leiki, Finnar eru í öðru sæti með 5 stig eftir fjóra leiki og Danir hafa 2 stig eftir fjóra leiki. íslendingar reka lestina með ekkert stig eftir tvo leiki. Naesti leikur í riðlinum er viður- eign íslendinga og Dana 24. júní. Sovétmenn sigruðu Norðmenn, 2:0, í 3. riðli keppninnar í Noregi í gærkvöldi. Igor Skliarov og Igor Kolivanov skoruðu fyrir Sovétríkin. Við verdum að sigra - segir þjálfari A-Þjóðverja, sem segir lið sitt leggja aðaláherslu á sóknarleikinn ídag „FRAKKAR og Sovétmenn gerðu jafntefli hér í Reykjavík gegn íslenska liðinu en við verð- um að gera betur. Ef við ætlum okkur að komast áfram f keppn- innl verðum við að sigra. Við reynum allt sem við getum til að það takist, en það verður mjög erfitt,“ sagði Bernard Strange, þjálfarl austur þýska landsliðsins í knattspyrnu í samtali við Morgunblaðið í gær. Strange sagðist vera með alla sína bestu menn með í ferðinni. Fjórar breytingar hafa verið gerð- ar á hópnum síðan ísland lék gegn Austur-Þjóðverjum ytra í haust, og sagðist Strange vera að yngja upp í hópnum. Nefndi hann fjóra leikmenn sem eru 21 árs eða yngri, sem leika í dag: Andreas Thom, 21 árs, Rico Steinmann, 19 ára, Matthias Lindner, 21 árs, og Thomas Doll, 20 ára. Strange sagði það liggja Ijóst fyrir að sigur ynnist ekki hér öðru vísi en að spila sóknarleik og því yrði það dagskipun hans til liðs- manna sinna fyrir leikinn, þrátt fyrir að menn yrðu einnig ætíð að vera á varðberyi, þar sem íslenska liðið hefði á að skipa mjög snöggum framherjum og Ásgeir Sigurvinsson hefði sór- lega gott auga fyrir löngum sendingum til þeirra. Þó leikinn yrði sóknarleikur í dag mætti því ekki gleyma vörninni. „Ég kom með mjög sókndjarft lið hingað," sagði Strange. Síðasti leikur þjóðanna f Reykjavík var árið 1982, er Þjóð- verjar sigruðu 1:0, og sagði Strange engan úr liðinu sem lék hér þá vera í hópnum nú. Þjálfarinn sagðist búast við mjög erfiðum leik í dag. „íslenska liðið er að mestu leyti skipað atvinnumönnum sem leika i Evr- ópu. Ég þekki vel til margra leikmanna iiðsins, sérstaklega þeirra sem leika í Vestur-Þýska- landi, og veit að hvert einasta landslið í heimi gæti átt í erfið- leikum með það íslenska hér á heimavelli ykkar. Leikmenn eins og Atli, Ásgeir og Arnór eru allir mjög sterkir og ég segi það alveg eins og er að það mér alls ekki á að óvart að Frakkland og Sov- étríkin skildu gera jafntefli hér í Reykjavík gegn íslenska liðinu," sagði Strange. iviwi yui luiauiui ujai III • Bernard Strange, þjálfari Austur-Þjóðverja, til vinstri, og fyrirliði liðsins, markvörðurinn Rene Miilier frá Lokomotiv Leipzig, fyrir utan Hótel Loftleiðir f góða veðrinu í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.