Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
William
Glasser
meðnáms-
stefnu
SÁLFRÆÐINGURINN og geð-
læknirinn dr. William Glasser
verður á íslandi dagana 11. og
12. júni í boði Félags íslenskra
skólasálfræðinga.
Dr. William Glasser hefur fjall-
að mikið um kennslu og upeldis-
mál í kenningum sínum og er
m.a. höfundur bókarinnar „Scho-
ols without failure". Þar fjallar
hann um mikilvægi skólans við
mótun sjálfsímyndar hjá bömum.
Setur hann þar fram hugmyndir
sínar um bekkjarfundi. Glasser
hefur einnig fjallað mikið um eig-
in ábyrgð skjólstæðinga í kenn-
ingum sínum og er höfundur
bókanna „Reality Therapy" og
„Positiv Addiction".
Dr. Glasser heldur námsstefnu
með kennurum þann 11. og 12.
júní. að Borgartúni 6. Á náms-
stefnum sínum mun Glasser ræða
um kenningar sínar um „New
directions for reality Therapy" og
um „Control Theoiy“. Þessar
kenningar dr. Glassers gefa þeim,
sem vinna með böm og fullorðna
hagnýtar ábendingar til að fara
eftir, þannig að skjólstæðingurinn
geri sér ljóst, hvenær hann hegðar
sér á óábyrgan hátt og fari jafn-
framt að sýna ábyrgðarfýllri
hegðun.
Samanburðar-
könnun við
Norðurlöndin;
Fæstar kon-
ur sitja í
stjórnum
á Islandi
ÍSLAND hefur lægsta hlutfall
kvenna í nefndum, stjórnum og
ráðum á vegum ríkisins ef mið-
að er við hin Norðurlöndin,
samkvæmt könnun sem unnin
var hjá Jafnréttisráði.
Könnunin var á framkvæmd
ákvæðis 12. greinar laga um jafna
stöðu og jafnan rétt karla og
kvenna en þar segir: „Leitast skal
við að hafa sem jafnasta tölu kynj-
anna í stjómum, nefndum og
ráðum á vegum ríkis, sveitarfé-
laga og félagasamtaka þar sem
því verður við komið.“
Könnunin tók til fjölda kvenna
og karla í nefndum, stjómum og
ráðum á vegum ríkisins 1985 og
varð niðurstaðan sú að karlar
voru 89% þeirra sem skipaðir voru
en konur 11% og var það 1% aukn-
ing á hlut kvenna frá 1983.
Á öðrum Norðurlöndum var
hlutur kvenna mun stærri árið
1985 eða 30% í Noregi og 23% í
Svíþjóð.
Könnun þessa vann Ólafur
Jónsson þjóðfélagsfræðingur.
Cterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Stabburet
APPELSINUMARMELAÐIÐ
vv \ vmvvwm
Ijim IVUMIO A AuUiiliUKi
EN BRAGÐIÐ ER ÓBREVTT!
Hefur þú átt í erfiðleikum með að finna
uppáhalds appelsínumarmelaðið þitt í
búðarhillunum að undanförnu? Skýringin
felst í nýjum umbúðum.
Stabburet appelsínumarmelaðið er
komið á krukkur. Norsku framleiðendurn-
ir fara þó ekki of geyst í glervæðinguna og
hafa apríkósumarmelaðið áfram á dósum
næstu misserin.
Þessi ánægjulegu umbúðaumskipti
koma alls ekki niður á bragðinu og því
síður verðinu. Því hafa Norðmenn lofað
og Norðmenn vita að það er ljótt að segja
ósatt.
STABBURET MARMELAÐI MORGUN, KVÖLD OG MIÐJAN DAG.
DANlEL ÓLAFSSON HEILDVERSLUN, VATNAGÖRÐUM 26-28.
29