Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 Suðurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti, Sfmi 671440 Flymo íslendingar og Kínverjar geta lært hvonr aföðrum - segir kínverski ráðherrann Zhu Xun „TILGANGUR ferðar okkar til íslands er annarsvegar að athuga möguleika á samvinnu íslendinga og Kinveija á sviði jarðvísinda og jarðhita en einnig að stuðia að vináttu milli þjóðanna tveggja", sagði Zhu Xun, ráðherra jarðfræði og jarðauðlinda, sem hér var staddur á dögunum ásamt sendinefnd frá Kínverska alþýðulýðveldinu, i sam- tali við Morgunblaðið. „Ég tel að við höfum náð tölu- verðum árangri það sem af er ferðinni. Ég hef hitt að máli Steingrím Hermannsson, forsætis- ráðherra, Þorstein Pálsson, iðnað- ar- og fjármálaráðherra og Matthías Á Mathiesen, utanríkis- ráðherra. Aðrir úr sendinefndinni hafa síðan rætt við embættismenn úr iðnaðarráðuneytinu og frá Orku- stofnun. Við höfum skoðað ýmis fyrir- tæki, m.a. Hitaveitu Reykjavíkur, Álafoss, Landsvirkjun og Granda hf. Móttökumar sem við höfum fengið hafa allsstaðar verið hlýlegar og ber það vott vináttu íslendinga í garð Kínveija. Það má segja að með þessari heimsókn okkar hafí þjóðimar kynnst betur og vinátta okkar á milli aukist. Meðal þess árangurs sem hefur náðst er að báðir aðilar hafa látið í ljós áhuga á að vísindamenn frá íslandi heimsækji Kína og kínverskir vísindamenn heimsæki ísland svo að þeir geti skipst á skoð- unum og lært hvor af öðrum. í Kína em til staðar miklar jarð- hitaauðlindir. Við höfum fundið jarðhita í suðausturhluta Kína, Tíbet og í Norður-Kína. Nú þegar höfum við samvinnu við íslendinga, m.a. í Tíbet, við jarðhitaleitun, bor- anir og stjómun. Þrátt fyrir að þjóðir okkar séu um margt ólíkar em skilyrði til stað- ar til þess að auka samstarf á milli þeirra. Okkar land er enn í þróun, og þrátt fyrir að við höfum náð miklum árangri þá verðum við að halda áfram. Þess vegna framfylgir ríkisstjóm okkar „opnunarstefnu" í samvinnu við önnur ríki. Það er ómögulegt fyrir eitt land að ætla sér að framleiða allt sem það þarf. Þess vegna þar að hefja og auka samskipti og samstarf við önnur ríki, skiptast á vömm og vísinda- legri rejmslu og tækni. _ Bæði Kínveijar og íslendingar þurfa að auka samstarf sín á milli og hafa báðir aðilar látið í ljós vilja til þess. Við þurfum t.d. að auka samvinnu á sviði jarðvísinda. ís- lendingar hafa mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði sem við getum notið góðs af en í Kína em líka margir sérfræðingar á þessu sviði sem hafa mikla reynslu af rann- sóknum á t.d. eldgosum og eldfjöll- um. Jarðskjálftar em líka mjög tíðir í Kína og við höfum marga sérfræð- inga sem stunda rannsóknir á þeim og reyna að spá fyrir um þá. Við höfum því mikla möguleika á því að starfa saman að jarðvísindum. Viðskipti ríkjanna er líka hægt að þróa frekar“. Þegar Zhu Xun var spurður út í þær breytingar sem nú ættu sér stað í kínversku þjóðfélagi og hvert takmarkið væri með þeim sagði hann lokatakmarkið vera að byggja upp Kfna sem nútíma sósíalískt ríki í samræmi við kínverskar aðstæð- ur. Háþróaður efnahagur og lýðræði á háu stigi væm samofín því markmiði. „í lok þessarar aldar er ætlun okkar að vera búin að tvöfalda framleiðsluverðmæti iðnaðar og landbúnaðar ef miðað er við árið 1980, þ.e. að framleiðslan nemi 800 bandaríkjadollurum á mann. 800 dollarar er ekki há tala en við verð- um að hafa í huga að íbúafjöldi Kína er einn milljarður og gæti Morgunblaðið/Einar Falur Zhu Xun, jarðfræði- og jarðauð- iindaráðherra Kína. verið orðinn 1,2 milljarðar um alda- mótin. Heildartalan er því mjög há. Næsta takmark er að árið 2050 verði framleiðslan orðin um 4-5000 dollarar á mann. Ef við náum þessu takmarki emm við orðin jaftifeta ríkjum í miðjum þróunarstiganum. Opnunarstefnan hefur fyrst og fremst leyst það vandamál að fæða þjóðina og efnahagurinn hefur styrkst stöðugt. Hagvöxtur hefur verið um 7-9% síðustu árin og ef hann heldur áfram með þessum hraða er jafnvel von til þess að við náum markmiðum okkar fyrr en stefnt er að. Við emm nú fjórði stærsti framleiðandi stáls í veröld- inni, fímmti mesti framleiðandi olíu og stærsti framleiðandi kols. Við höfum náð talsverðum ár- angri í uppbyggingu borga, í t.d. Beijing og Kanton er mikið af ný- byggingum. Þeir sem hafa komið nokkmm sinnum til Kína fínna mjög greinilega fyrir breytingunum og að lífskjörin hafa batnað bæði í borg og sveit", sagði Zhu Xun að lokum. Þorsteinn Pálsson, iðnaðarráðherra, og Zhu Xun, jarðfræði- og jarðauðlindaráðherra Kína, undirrita minnisblaðið. Samstarf um jarðhita- vinnslu verði aukið SENDINEFND frá Kinverska alþýðulýðveldinu undir forystu hr. Zhu Xun, ráðherra jarðfræði og jarðauðlinda, dvaldi hér á landi dagana 1,—8. júní sl. í för með ráðherranum voru m.a. varalandstjóri sjálfsstjórnar- svæðisins Xizang (Tíbet), hr. Jiang Cuo, og sendiherra Kína á íslandi, hr. Chen Luzhi. Sendi- nefndin átti viðræður við opin- bera aðila og fulitrúa nokkurra fyrirtækja um möguleika á sam- starfi íslenzkra og kínverskra aðila á sviði orkumála. Þá heim- sótti kinverski ráðherrann og fylgdarlið hans helztu jarðvís- indastofnanir hér á landi, skoðuðu orkumannvirki og kynntu sér jarðhitamál. í lok heimsóknarinnar undirrit- uðu Þorsteinn Pálsson, iðnaðarráð- herra, og Zhu Xun, ráðherra jarðfræði og jarðauðlinda, sérstakt minnisblað þar sem eftirfarandi at- riði vom staðfest: 1. Með vísun til núverandi sam- starfs íslenzkra og kínverskra aðila á sviði jarðvísinda og jarðhitamála lýstu báðir aðilar yfir ákvörðun um að auka samstarfið. 2. Báðir aðilar munu greiða fyrir auknum gagnkvæmum heimsókn- um jarðvísindamanna. 3. Ákveðið var að taka upp sam- starf við jarðhitaleit og nýtingu jarðhita á nýju svæði í Kína, þ.e. Xiong Xian. 4. Almennt samstarf kínverskra og íslenzkra aðila á sviði jarðvísinda og jarðhitamála verði aukið, m.a. með hugsanlegri stofnun sérstaks samvinnufyrirtækis í Kína. Heimsókn kínverska ráðherrans nú var í framhaldi af heimsókn sendinefndar iðnaðarráðuneytisins til Kína 5.-26. júní 1986. í Xizang (Tíbet) var gengið frá samkomulagi sem síðar var samþykkt af ríkis- stjóm íslands og ríkisstjóm sjálfs- stjómarsvæðisins Xizang (Tíbet) og voru eftirfarandi atriði rædd sér- staklega: Að sendinefnd frá Xizang (Tíbet) heimsækti ísland. Að kínverskir jarðhitavísinda- menn heimsæki islenzkar stofnanir. Að fleiri kfnverskir nemendur komi til þjálfunar í Jarðhitaskóla SÞ á íslandi. Að íslendingar taki að sér sérstök rannsóknarverkefni og áætlana- gerð við jarðhitavirkjun í Kína. (Frá iðnadarráðuneytínu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.