Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
49
Vigdís Jósefs-
dóttir — Minning
Fædd 24. október 1902
Dáin23.maí 1987
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast elsku ömmu minnar sem
lést þann 23. maí eftir átta mánaða
erfiða legu á Landakotsspítala, en
þar naut hún góðrar umönnunar
elskulegs starfsfólks.
Amma hét Vigdís Jósefsdóttir,
fædd 24. október 1902 í Vestur-
bænum í Reykjavík. Þar bjó hún
alla sína tíð, var því sannkallaður
Vesturbæingur.
Afi minn lést fyrir 20 árum, þá
79 ára. Ágúst Jósefsson hét hann
og var vélstjóri. Man ég afa vel því
ég var mikið afa- og ömmubam frá
því ég man eftir mér og fór með
þeim í tjald á Laugarvatn, í Hvera-
gerði og sótti mikið í faðm þeirra.
Amma og afi byggðu húsið sitt að
Bárugötu 4 1926 og bjuggu þar
síðan alla sfna tfð.
Ég hef búið í því húsi í návist
ömmu í 20 ár og síðustu 5 árin
naut sonur okkar Róberts ástúðar
og félagsskapar ömmu. Ágúst litli
var sterkur og hlýr síðsumarsólar-
geisli í hennar lífi. Hún elskaði
hann ósköp heitt og var það endur-
goldið. Alltaf var hún tilbúin að
passa hann fyrir okkur og taldi
ekki eftir sér alla snúningana sem
litlum pjakki fylgja. Var hann í
hádegismat hjá henni síðustu tvö
árin, því við unga fólkið eldum nú
yfírleitt ekki í hádeginu. Amma var
mikill kvenskömngur, dugleg með
eindæmum, gerði öll verk sem
þurfti í sambandi við hennar stóra
hús. Málaði hliðin á vorin, sá um
allt er heimilishald og húsið varð-
aði. Og alltaf fór hún og kaus. í
kvenfélaginu Keðjunni var hún
heiðursfélagi og mætti hún á hvem
fund fín og pússuð og hafði mikið
gaman af.
Þegar amma fór að kaupa inn
var Ágúst litli oftar en ekki með
og þá stoppuðu þau og hvíldu sig
í Fischersundi en hún var búin að
vera veik fyrir hjartanu í mörg ár.
Vigdís amma hélt sínu andlega
heilbrigði og þreki alveg fram að
síðustu erfíðu mánuðunum. Mikil
reisn var alltaf yfír ömmu og heim-
ili hennar, þar fór ákveðin og stór
kona, sem stórkostlegt var fyrir
okkur öll að þekkja.
Hún var ekki mikið fyrir að tala
um tilfinningar sínar en þegar hún
varð meira veik á spftalanum, hafði
hún mestar áhyggjur af því hve ég
yrði hrædd.
Vigdís var ekki bara amma mín
heldur mikill og sannur vinur minn
og okkar í kjallaranum. Margar
sögumar um hvemig allt var hér
áður fyrr sagði hún okkur og auð-
velt er að sjá hana fyrir sér á
sauðskinnsskónum með fléttumar
hlaupandi yfir Landakotstúnið á
leið í Miðbæjarbamaskólann. Með
ömmu og öðmm af hennar kjmslóð,
sem týna tölunni smátt og smátt,
hverfa merkar manneslqur, sem
muna tímana tvenna. Amma fór í
vist 8 ára og alfarin úr föðurhúsum
14 ára, var í vistum þar til hún
giftist afa 19 ára. Var hún alls stað-
ar vel liðin og dugleg. Okkur er
öllum hollt að muna hvað þetta
fólk mátti erfiða til þess eins að
eiga kápu, kjól og skó. Amma bar
á handvagni þvott í Laugardal og
til baka sem unglingsstúlka, eins
og þá var títt. Ég held að í þjóð-
félagi okkar í dag væri óvitlaust
að leggja meiri áherslu á þetta tíma-
bil. Það vom ekki alltaf tölvur,
sjónvarp, videó og svo framvegis.
Það er mikill söknuður vegna frá-
falls Vigdísar ömmu, en mikið
þakklæti til Guðs fyrir þennan
langa tíma með henni og að hún
skyldi fá að fara en ekki þjást leng-
ur. Meðan hún enn gat talað nefndi
hún þessa ósk. Það átti óskaplega
illa við hana að vera ósjálfbjarga
enda fædd í sporðdrekamerkinu.
Það er því fagnaðarblandin sorg í
sinni okkar hér. Amma sem aldrei
var gömul, eða eins og hún sagði,
„það er bara skrokkurinn, ég er ung
og gæti hlaupið um allt“. í Guðs
friði hvílir Vigdís amma mín.
Ásdís Magnúsdóttir
og fjölskylda.
Hurðir sem
OPIMA
ýmsa möguleika
Kostir lyftihurðanna frá Héðni eru margir og nægir þar að nefna að þær taka
lítið rými, eru auðveldar í uppsetningu og Iéttar og meðfærilegar.
Lyftihurðirnar hafa verið valdar á staði, þar sem hraði og öryggi skipta máli,
s.s. á slökkvistöðvum, en þær henta einnig einstaklingum og fyrirtækjum.
Lyftihurðirnar eru mjög vel einangraðar, fást í tíu litum og hægt er að velja
um mismunandi glugga- og brautaútfærslur.
Lyftihurðirnar frá Héðni
eru fyrir þá sem vilja halda öllum möguleikum opnum.
Hafið samband við sölumenn okkar og leitið tilboða í hurðir og uppsetningu.
@ = HÉÐINN =
Seljavegi 2 Sími 24260
$Éim
flslilj
:
sppÉiiii
lÍPPlÉÉ
tívíySv íyíí;
V tfVi'■•.yj.;-' ^ 11 : i r *.; ?
■ •
ppÉMgi
rffi.sSðijS.Wáfíí.S.í
. .. ' : ■"
lliÉÉtlÉI
®®ffÉÍl
tei
waan
ÉS#!!
■ j
TIZKAN
Laugavegi71 II. hæö Sími 10770