Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 fundarsalir eru og skrifstofur sendi- nefnda, höfðu verið rýmdar um helgina og lokaðar óviðkomandi mönnum. Hver krókur og kimi var grand- skoðaður af erlendum öryggisvörð- um og sprengjuleit gerð í allri hótelbyggingunni. Um kl. 14 var lokað á fréttamenn, þeir verða að hér eftir að láta sér nægja upplýs- ingar sem gefnar verða á daglegum blaðamannafundum í Háskólabíói og í ijölmiðlamiðstöðinni í Haga- skóla. Allt rifið niður að fundi loknum „Hér hefur verið unnið daga og nætur undanfama viku til þess að gera allt klárt fyrir fundinn. Við höfum innréttað mörg herbergi svo þau standist kröfur Atlantshafs- bandalagsins. Allt verður þetta síðan rifið niður í lok fundarins. Það sem eftir stendur er aðeins verðmæt reynsla starfsmanna hót- elsins sem mun væntanlega nýtast okkur ef við þurfum aftur að hýsa svo fjölmennar ráðstefnur," sagði Bjami Sigtryggsson aðstoðarhótel- stjóri við blaðamann. Morgunblaðið/Einar Falur Fréttamönnum er ekki lengur vært á Hótel Sögu, fremur en öðrum sem ekki hafa skilríki viðurkennd af öryggisvörðum fundarins. Hér er verið að vísa sjónvarsfréttamönnum út úr anddyri hótelsins ld. 14 í gær. Svæðið kringum Sögu girt af meðan á fundinum stendur Tvö hundruð fréttamenn og fjögur hundruð manns í starfsliði og sendinefndum HÓTEL SAGA og svæðið frá Hagatorgi norður fyrir Þjóðar- bókhlöðuna, að Suðurgötu í austur og Birkimel í vestur hefur verið girt af íslenskum lögreglu- mönnum. Vorfundur utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalags- ins verður settur I Háskólabíói kl. 11.00 í fyrramálið. A meðan fundurinn stendur er umferð um þetta svæði takmörkuð við þá sem bera skilríki viðurkennd af gæslumönnum fundarins. Að sögn Böðvars Bragasonar lög- reglustjóra verður þó leitast við að sem minnst óþægindi hljótist af fyrir vegfarendur og er um- ferð óheft um nærliggjandi götur. Sendinefndir ríkjanna fimmtán sem hingað koma eru flestar vænt- anlegar í dag utan breska og danska utanríkisráðherrans, Sir Geoffrey Howe og Uffe Eleman Jensen sem koma ekki til landsins fyrr en í fyrramálið. Þótt fundurinn hefjist ekki form- lega fyrr en á morgun hefur Carrington lávarður, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins boðað til blaðamannafundar um hádegisbilið í dag í Háskólabíói. Þá heldur Davíð Oddsson borgarstjóri móttöku fyrir meðlimi sendinefnda, starfslið og fréttamenn á Kjarvals- stöðum í eftirmiðdag. Á fimmtu- dagskvöld efnir forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir til viðhafnar- kvöldverðar að Hótel Sögu fyrir utanríkisráðherrana og æðstu menn •í sendineftidum þeirra. Tiltækt lögreglulið og hjálparsveitir við gæslu Öflugur öryggisvörður er um svæðið næstu sólahringa. Lögregl- an í Reykjavfk hefur allt tiltækt lið sem ekki er þörf á til annarra starfa við gæslu í kringum Hagatorgið og aðsetur sendinefndanna. Þá er að- stoðar að vænta frá Keflavík, Keflavíkurflugvelli, Hafnafirði, Kópavogi, Selfossi, Akranesi og Akureyri. Björgunarsveitir og lið frá hjálparsveit skáta sjá um að vakta girðingamar við Hringbraut, Suðurgötu og Birkimel en að nætur- lagi verður Björgunarhundasveit íslands með eftirlit á svæðinu. Þá er hver utanríkisráðherra með sína öryggisverði meðferðis. Hótelið lokað og starfs- fólk undir eftirliti Mikill erill var í anddyri Sögu Þess er krafist að hver einasti starfsmaður Hótels Sögu sem gegnir skyldum sínum meðan á fundinum stendur sé skráður og berí skilríki. Stefán L. Stefánsson forstöðu- maður fréttamannamiðstöðvar fundaríns. um hádegisbilið í gærdag. Allt starfslið hótelsins, sendimenn og skrifstofufólk þurfti að fá afhent Bjarni Sigtryggsson aðstoðar- hótelstjórí. sín skilríki, án þeirra er hver brott- rækur úr byggingunni. Önnur og þriðja hæð í viðbyggingu þar sem Hjálmar W. Hannesson sendifull- trúi. Bjami sagði að hvert herbergi hótelsins væri bókað fyrir sendi- neftidir og starfslið. Þar sem fundurinn hefði verið boðaður með góðum fyrirvara hlytust ekki óþæg- indi af fyrir aðra hótelgesti. „Þetta er mun stærra verkefni fyrir hótel- ið en leiðtogafundurinn síðastliðið haust. Þá var hér umferð um hótel- ið allan sólarhringinn. Nú verðum við í sömu stöðu og Höfði var þá, sem fundarstaður undir öflugri ör- yggisgæslu." Ráðherramir þinga í sal í ný- byggingu hótelsins á annarri hæð. Þar hefur verið unnið hörðum hönd- um undanfama sólahringa við að smíða fullbúinn ráðstefnusal með tilheyrandi básum fyrir túlka og öðrum búnaði. Einnig þurfti að inn- rétta sérbúna skrifstofu Carringt- ons lávarðar, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins þaðan sem hann mun sinna stjómunar- störfum á meðan á fundinum stendur og eiga óformlegar viðræð- ur við einstaka ráðherra. Hjálmar W. Hannesson sendifull- trúi sagði að íslenskir iðnaðarmenn hefðu leyst þessi verkefni af hendi með stakri piýði. „Ekki fór hjá því að erlendu sendimennimir sem hafa verið hér til að skipuleggja verkið hrifust af þessum vinnubrögðum. Hér var einfaldlega unnið í striklotu þar til verkið kláraðist. Allt efni kom tilsniðið á staðinn og var síðan sett upp og skrúfað saman á svip- stundu. Sögðust útlendingamir aldrei hafa orðið vitni að öðru eins.“ Á annarri hæð er einnig aðsetur vinnunefndarinnar sem gerir tillögu að sameiginlegri yfirlýsingu ráð- herranna. I nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar hverrar aðildarþjóðar. Hún starfar sleitulaust fundardagana og er búist við að störfum hennar ljúki ekki fyrr en seint aðfaranótt föstu- dags, þegar fundinum verður slitið. Á fjórða hundrað manna í sendinefndum Yfírstjóm fundarins, sem er í höndum starfsmanna utanríkis- ráðuneytisins hefur stjómstöð sína gegnt herbergi vinnunefndarinnar og til hliðar við fundarsal ráðher- ranna er hljóðeinangrað herbergi fyrir óformlegar viðræður. Sjötíu manna alþjóðlegt starfslið Atlantshafsbandalagsins í Briissel kemur til landsins vegna fundarins. Skrifstofur þess eru í herbergjum til hliðar við fundarsalinn. í starfs- liðinu em tveir Islendingar, Hrafn Þórisson skjalavörður og Gunnar Pálsson sem starfar í stjómmála- deild. Skrifstofur Bændahallarinnar á þriðju hæð hafa verið rýmdar. Þar hafa sendinefndirnar sextán skrif- stofur auk formanns hermálanefnd- ar NATO. Um þijú hundruð manna fylgir ráðherrunum. Stærstar em sendinefndir Breta og Bandaríkja- manna. Bandaríska sendinefndin býr á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju, sú breska á Hótel Holti. Danska, franska og norska nefndin verða á Hótel Óðinsvéum en tíu nefndanna em búsettar á Hótel Sögu. Tæknilegft umfang líkt og á leiðtogafundinum Hátt í tvö hundmð erlendir fréttamenn em væntanlegir tii landsins vegna fundarins. Eins og á fundi Gorbachevs og Reagans í október hafa þeir aðstöðu í Haga- skóla. Stefán L. Stefánsson sem veitir flölmiðlamiðstöðinni forstöðu sagði að tæknilegt umfang þessa fundar væri ekki minna en leið- togafundarins. Fréttamennimir hafa aðgang að símum, fjarritum, fjarljósritum og búnaði til beinna útvarps og sjónvarpssendinga. Þá er í skólanum kapalsjónvarp sem sendir út frá blaðamannafundum í Háskólabíói á miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag. „Við skipulagninguna höfum við gengið út frá öðmm forsendum en á leiðtogafundinum í haust. Fund- urinn er minni umfangs og þeir blaðamenn sem hingað koma færri og sérhæfðari. Boðið er upp á kynn- isferðir og landkynningu en hún er af þessum orsökum minni í sniðum en þá,“ sagði Stefán. Vorfundur utanríkisráðherra NATO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.