Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 Banaslys í Vaglaskógi Grenivík. FIMMTÁN ára gamall piltur frá Akureyri fannst látinn í tjaldi í Vaglaskógi á laugardagsmorg- un. Félagi piltsins var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þungt hald- inn af reykeitrun. Talið er að pilturinn hafí látist af völdum reyk- eitrunar frá útigrilli, sem hann notaði til að hita upp tjald sitt. Rannsóknarlögreglan á Akureyri fór strax austur og rannsakar hún þetta hörmulega slys. Piltamir voru báðir ft'á Akureyri. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Vigdís Stórslasað- ur eftir vél- hjólaslys SAUTJÁN ára piltur liggur nú stórslasaður i Borgarspítalanum eftir að hafa misst stjóm á stóra vélhjóli aðfaranótt sunnudags- ins. Pilturinn var á leiðinni frá Reykjavík um klukkan fjögur að- faranótt hvítasunnudags. I Þver- holti í Mosfellssveit, á móts við Reykjaveg, missti hann stjóm á hjólinu og ók á umferðareyju. Hann kastaðist af hjólinu og slasaðist mjög mikið, hlaut mikil innvortis meiðsli og brotnaði á báðum hand- leggjum. Pilturinn var þegar fluttur í Borgarspítalann og liggur þar þungt haldinn. Hann hafði ekki réttindi til að aka hjólinu og talið er að hann hafí ekið á mikilli ferð. Wi ____________ Morgunblaðið/Sverrir Það logaði glatt í rústum verkstæðis Vita- og hafnamálastofnun- ar í gærkvöldi. Ekkert eignatjón varð. Kópavogur: Bruni í rústum verkstæðis Talinn vera af mannavöldum VERKSTÆÐI Vita- og hafna- málastofnunarinnar við Kárs- nesbraut í Kópavogi brann í gærkvöldi. Það var kl. tæplega átta í gær- kveldi að slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að birgðahúsi Vita- og hafnamálastofnunar rikisins. Þar logaði glatt í 7-800 fermetra verk- stæðishúsi stofnunarinnar, sem nýlega var hafíst handa við að rífa. Að sögn Amþórs Sigurðssonar aðalvarðstjóra hjá Slökkviiiði Reylqavíkur var allt tiltækt lið kvatt út, enda leit bmninn út fyr- ir að vera mun stærri en raun bar vitni. Erfíðlega gekk í upphafí að ná í vatn til brunastarfsins, en eftir það tók það um hálftíma að ráða niðurlögum bálsins. Unnu um 40-50 manns að slökkvistörf- um. í gærdag var verið að vinna að því að rífa verkstæðishúsið og skrapp sá sem vann verkið heim í mat um kvöldið. Á meðan hann var §arverandi braust eldurinn út. Að sögn Tómasar Sigurðsson- ar hjá Vitamálastofnun var búið að flytja allt verðmæti úr húsinu, svo tjón varð ekkert. Verkstæðishúsið hafði verið aftengt rafmagni og var það álit Amþórs Sigurðssonar að um íkveikju væri að ræða. Ólafur tekur við stöðu fræðslu- stjóra í dag „ÓLAFUR Guðmundsson tekur við stöðu sinni sem fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis á morgun, það er fullfrágengið,“ sagði Eldur ííbúð biskups SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var i gær kallað að Reynigrund 67 í Kópavogi, en þar hafði komið upp eldur i íbúð. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang reyndist eldur vera í skrif- stofuherbergi, en í íbúðinni býr Sigurbjöm Einarsson, biskup. Sig- urbjöm hafði reynt að ráða niður- lögum eldsins sjálfur, en að sögn slökkviliðsmanna brást hann rétt við þegar það tókst ekki og lokaði hurð skrifstofu sinnar vel. Talsverð- ar skemmdir urðu á skrifstofu biskups og brunnu meðal annars bækur og ýmis skjöl hans. íbúðin slapp að öðru leyti við skemmdir. Sigurbjöm Einarsson var fluttur á slysadeild þar hann hafði orðið fyr- ir lítilsháttar reykeitmn og einnig sviðnaði hár hans og augabrýr. Stjómarmyndunarviðræðum var fram haldið í gærdag og gætti aukinnar bjartsýni á að þessi tilraun takist, í máli manna að loknum viðræðum í gær. Bú- ast menn jafnvel við því að á þingflokksfundum í dag verði hægt að komast að niðurstöðu um það hvort raunverulegur samkomulagsgrundvöllur þess- ara þriggja flokka sé fyrir hendi. Fleiri virðast hallast að þvi að svo sé. balsson, formaður Alþýðuflokksins, við fréttamenn eftir viðræðumar í gær. Hann sagði að nefndir hefðu skilað niðurstöðum í gær, bæði húsnæðisnefndin og vinnuhópurinn í nkisflármálum, en landbúnaðar- nefndin væri enn að störfum og skilaði að Iíkindum niðurstöðum um miðjan dag í dag. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur héldu þingflokksfundi í hádeginu í gær, en kl. 14 hófust viðræður á nýjan leik. Jón Baldvin sagði að þá hefði verið rætt um stjómkerfí, byggðastefnu og heil- brigðismál. Hann sagði að enn hefði ekkert verið rætt um skiptingu ráðuneyta. Á fundinum fyrir hádegi í dag verða mennta- og skólamál rædd. Jón Baldvin sagði að ef stuðst væri við líkingar úr skólamáli þá mætti segja að námsefnisyfírferð og upp- lestri lyki á hádegi í dag og upp úr því tækju við munnleg próf, þar sem á það yrði látið reyna hvort pólitískur vilji væri til samstarfs. Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, i samtali við Morgunblaðið í gær. Ólafur Guðmundsson, settur fræðslustjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri rétt, hann yrði fyrir norðan á meðan staðan í þessari deilu milli fræðslu- yfírvalda nyrðra og menntamála- ráðherra stæði óbreytt. „Ég er hins vegar reiðubúinn að fara úr þessu starfí hvenær sem er, verði það ein af þeim forsendum sem settar verða fram til að sættir takist," sagði Ólafur. „Það er hins vegar ljóst að þetta mál þarf að leysa í heild sinni, ekki bara ein- staka þætti þess, og á þessu stigi málsins skal ég láta ósagt hvort ég verð í þessu starfí í 30 daga eða 30 ár, en ég reikna ekki með að starfsaldurinn verði langur," sagði Ólafur að lokum. Aukin bjartsýni á að stj ómarmyndun takist Sameiginleg yfirlýsing um burðar- þolsskýrsluna Verkfræðistofa Háskóla ís- lands og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins sendu frá sér sameiginlega yfiriýs- ingu í gær vegna könnunar á burðarþoli nokkurra bygg- inga. Yfírlýsingin er á þessa leið: „Vegna misskilnings sem gætt hefur í umræðu um burðarþols- könnun sem gerð var fyrir félagsmálaráðuneytið vilja und- irritaðir taka eftirfarandi fram: 1. Könnunin leiðir ótvírætt í ljós að hönnun og eftirlit með bygg- ingum er áfátt. 2. Undirritaðir gera sér vonir um að könnunin leiði til jákvæðrar þróunar við hönnun bygginga með verulegu átaki í staðlamálum á sviði þol- hönnunar." Undir þetta skrifa Hákon Ól- afsson forstöðumaður Rann- sóknastofnunar byggingariðn- aðarins og Ragnar Sigurbjöms- son forstöðumaður Verkfræðistofu Háskóla ís- lands. Vinnudeila verkfræðinga harðnar: Stimpmgar við verkfræði- stofu vegna verkfallsvörslu Enn hefur ekki verið gert bind- andi samkomulag fíokkanna um eitt einasta atriði í þessum viðræð- um, en menn eru sammála um að línur hafí skýrst, þannig að nú verði léttara að hefja eiginlegar samn- ingaviðræður, verði niðurstaðan sú að fara út í þær. „Þetta hefur gengið nokkuð greitt," sagði Jón Baldvin Hanni- Annaog Antti leiða mótið ANNA Ashsharumova vann Ró- bert Harðarson í 8. umferð opna Egilsstaðamótsins í skák í gær- kvöldí en Antti Pyhálfl gerði jafntefli við Þröst Áraason. Mót- inu lýkur í dag. Þessi tvö em efst og jöfn í 1. riðli mótsins með 6 vinninga. Bela Perenyi átti einnig möguleika á 6 vinningum en skák hans var ekki lokið þegar síðast fréttist í gær- kvöldi. Til stimpinga kom við Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. við Ármúla í Reykjavík í gær þegar verkfallsverðir Stéttarfé- lags verkfræðinga vildu hindra meint verkfallsbrot. Mismunandi sjónarmið eru uppi í Verkfræð- ingafélagi ísland um hvort þeir verkfræðingar, sem eiga hluta- bréf í verkfræðistofunum sem þeir vinna hjá, eigi að taka þátt í verkfalli Stéttarfélags verk- fræðinga, sem staðið hefur síðan á föstudag. Að sögn eins verkfallsvarðarins höfðu 8-9 manns verið við verk- fallsvörslu við verkfræðistofuna frá klukkan 7.30 í gærmorgun og vísað nokkmm starfsmönnum stofunnar frá. Klukkan 12.45 hefðu 7-8 menn komið í hóp að útidymm stofunnar og dymar samtímis opnaðar inn- anfrá. Til nokkurra stimpinga og jafnvel handalögmála kom en á endanurrt fóm allir inn sem þangað sóttu. Högni Jónsson, formaður Stétt- arfélags verkfræðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið að stétt- arfélagið liti svo á að verkfræðingar ættu að vera í stéttarfélaginu og í verkfalli, þótt þeir ættu hlutabréf f þeim verkfræðistofum sem þeir vinna hjá, á sömu forsendum og verkamenn hjá til dæmis Eimskip taka þátt í verkföllum sinna stéttar- félaga þótt þeir eigi hlutabréf í Eimskip eins og margir aðrir. Staða þessara verkfræðinga væri í engu ffábmgðin stöðu annarra launþega. Högni sagði að verkfræðingar myndu styrkja verkfallsvörsluna og mæta tvíefldir við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. og fleiri stofur í dag. Viðar Ólafsson, formaður Verk- fræðingafélags íslands, er fram- kvæmdastjóri og einn hluthafa í Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen hf. Hann sagði við Morgun- blaðið að á ýmsum stærri verkfræðistofum væm margir með- eigendur sem jmnu sjálfír á stofun- um en væm um leið atvinnurekend- ur og því ekki í stéttarfélagi. Viðsemjandi Stéttarfélags verk- fræðinga er Félag ráðgjafarverk- fræðinga, sem era samtök verk- fræðistofueigenda. Þessi háttur hefði verið hafður á í 17 ár og aldr- ei áður komið upp ágreiningur um skyldur verkfræðistofueigenda þar til nú að stéttarfélagið hefði uppi þann málflutning að eigendur ættu að vera í stéttarfélagi og í verk- falli. Þessu hefði eigendur mótmælt enda gildi allt annað um þá en verkamenn hjá Eimskip. Stéttarfélag verkfræðinga er deild í Verkfræðingafélagi íslands. Viðar sagði að verkfræðingafélagið skiptist í nokkrar greinar, bæði fag- legar og hagsmunalegar, þar á meðal félög launþega og atvinnu- rekenda meðal verkfræðinga. Því væri ekkert óeðlilegt að mismun- andi sjónarmið kæmu fram innan félagsins. Enginn sáttafundur hefur verið haldinn í þessari vinnudeilu frá því verkfall verkfræðinga skall á að- faranótt föstudagsins. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar, ríkissátta- semjara, í gærkvöldi bjóst hann þó allt eins við að kalla deiluaðila sam- an til fundar í dag, en hann kannaði óformlega viðhorf samninganefnd- anna í gær. Aðallega strandar á launalið kjarasamningsins, en í við- tali við Morgunblaðið fyrir helgi sagði formaður samninganefndar Stéttarfélags verkfræðinga að kröf- ur þeirra væm um 32% launahækk- un en Félag ráðgjafarverkfræðinga hefði boðið 24% hækkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.