Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 56
f>Y/
- *» * 3
v 3
56
vaflt ivffít .fif nifflA/IiJStfvíitw rf’ífí »?»!/;ffiíi
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
t Fósturmóðir mín og amma okkar, ANNA JÓNSDÓTTIR fró Hvallátrum, Langholtsvegi 132, lést í Landspítalanum 9. júní. Gyða Guðmundsdóttir, Anna Guðrún Marfasdóttir, Svanhildur Ósk Marfasdóttir.
t Móðir mín, GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR, Sigluvogi 17, lést í Landspítalanum 8. júní. Sigríður Ása Ólafsdóttir.
t Faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, HALLDÓR HELGASON, lést í Stokkhólmi föstudaginn 5. júní. Helgi Halldórsson, Inga G. Halldórsdóttir, Baldvin Halldórsson, Bára S. Jónsdóttir, Helgi Kristjánsson, Karitas Halldórsdóttir, barnabörn og brssöur hins látna.
t Bróðir minn, HÁLFDÁN BJARNASON fyrrverandi aðairæðismaður íslands í Genóva, andaðist á heimili sínu 8. þessa mánaðar. Björn Bjarnason.
t MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR GRÖNVOLD er látin. Aðstandendur.
t Útför eiginmanns míns, SIGURÐAR SIGTRYGGSSONAR, Melhaga 9, er varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 5. júní fer fram frá Neskirkju föstudaginn 12. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jónsdóttir.
t Hjartkær eiginmaður minn, STEINGRÍMUR MAGNÚSSON, Hvanneyrarbraut 31, Siglufirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hvítasunnudag 7. júní. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Ester Sigurðardóttir.
t SVEINBJÖRN BJÖRNSSON frá Húsavfk, við Borgarfjörð eystri, lést í Landspítalanum 7. júní. Aðstandendur.
«
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Minning:
Baldvin Baldvins-
son jámsmiður
Fæddur 22. nóvember 1918
Dáinn 30. maí 1987
í dag, 10. júní 1987, verður til
moldar borinn tengdafaðir minn,
Baldvin Baldvinsson. Baldvin fædd-
ist í Kálfakoti í Mosfellssveit. Hann
var sonur Baldvins Sigurðssonar
og Jóhönnu Hansdóttur. Hann ólst
upp á Eiði á Seltjamamesi hjá föð-
ur sínum og stjúpmóður, Sigríði
Kristjánsdóttur. Var hann yngstur
í stórum systkinahópi. Það var svo
árið 1939 að hann fór og lærði
jámsmíði hjá vélsmiðjunni Héðni
og vann hann þar í nokkur ár, eða
þangað til hann fór til Grundar-
ijarðar og vann þar við vélgæslu í
§ögur ár. En það var árið 1948 að
hann hóf störf hjá Olíuverslun ís-
lands og vann hann þar í 37 ár,
við viðgerðir og ýmis önnur störf á
meðan heilsan leyfði. Árið 1944
þann 29. janúar gekk hann að eiga
eftirlifandi konu sína, Þrúði Finn-
bogadóttur frá Flatey á Breiðafirði,
dóttur hjónanna Finnboga Guð-
mundssonar og Þómnnar Gunn-
laugsdóttur. Baldvin og Þrúður
eignuðust 3 böm, Baldvin fæddur
1943, Finnbogi Þór fæddur 1944
og Jóhanna Hrefna fædd 1946.
Baldvin og Þrúður byggðu sér
íbúð á Kleppsvegi 38 í Reykjavík
árið 1955 og bjuggu þar síðan.
Baldvin var duglegur og ákveðinn
maður, sem sést best á því hve vel
hann bar veikindi sem hann hefur
þurft að beijast við í mörg ár, með
kransæðasjúkdóm, en þegar annar
sjúkdómur kom líka til sögunnar
reyndist það honum um megn.
Þrúður kona hans var honum þá
sú styrka og örugga hönd honum
til hjálpar. Þrúður vék ekki frá
Baldvini síðustu fjóra mánuðina,
sem hann lifði, en hann andaðist
12 tímum eftir að hann var fluttur
á Borgarspítalann 30. maí.
Árið 1964 kynntist ég Baldvini,
er ég kom inn á heimili hans, sem
tengdadóttir og giftist Finnboga
syni hans.
Baldvin var mikill dýravinur og
átti hann hesta í mörg ár. Baldvin
byggði sér hesthús í Víðidal í
Reykjavík, með sonum sínum, og
var hann þar alla daga eftir að
hann hætti að vinna.
Hann var duglegur við að sinna
hestunum og útreiðartúrarnir eru
orðnir margir, sem við áttum með
honum. Eru honum færðar sérstak-
ar þakkir fyrir þessar ánægjustund-
ir.
Nú er komið að leiðarlokum og
eru honum þakkaðar þær gleði- og
ánægjustundir, sem hann hefur
gefið mér og fjölskyldu minni. Þrúði
tengdamóður minni votta ég okkar
dýpstu samúð og þakka ég fyrir
að hafa átt Baldvin fyrir tengdaföð-
ur.
Guð blessi minningu hans.
Bóthildur Friðþjófsdóttir
Það var fyrir réttum átta árum
að kynni okkar Baldvins hófust.
Tilefni þess var að við höfðum sótt
um að fá að byggja hús yfír hest-
ana okkar uppi í Víðidal í Reykjavík.
Tilviljun ein réð því á þann veg að
t
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
BALDVIN BALDVINSSON,
Kleppsvegi 38, Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miövikudaginn 10.
júní kl. 13.30.
Þrúður Finnbogadóttir,
Baldvin Baldvinsson, Monika S. Helgadóttir,
Finnbogi Þór Baldvinsson, Bóthildur Friðþjófsdóttir,
Jóhanna Hrefna Baldvinsdóttir, Sölvi Jónasson,
og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HJÖRTUR GUÐMUNDSSON,
Verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 11. júní kl.
10.30.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Dvalarheimilið Jað-
ar, Ólafsvík.
Zakaris Hjartarson, Ester Guðmundsdóttir,
Hjörtfríður Hjartardóttir, Jón Steinn Halldórsson,
Gunnar Hjartarson, Guðrún Guðmundsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ISEY SKAFTADÓTTIR,
Vestmannabraut 25,
Vestmannaeyjum,
er lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugardaginn 6. júní, veröur
jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, föstudaginn 12.
júní kl. 14.00.
Heiðmundur Sigurmundsson, Guörún Jóhannsdóttir,
Arnar Sigurmundsson, María Vilhjálmsdóttir,
Róbert Sigurmundsson, Svanhildur Gisladóttir,
Ingólfur Sigurmundsson
og barnabörn.
við urðum saman í hóp, sem fékk
úthlutun á lóð undir sambyggingu
fyrir sjö hesthús í C-tröð 11.
Það kom strax fram almennur
áhugi innan hópsins um að koma
húsinu upp á sem hagkvæmastan
hátt og með sem minnstum beinum
fjárútlátum. Því var ákveðið, að
þeir sem gætu, en það voru nær
allir, legðu fram alla þá vinnu sem
þeir gætu svo að ekki þyrfti að fá
aðkeypta vinnu. Húsið yrði sem
sagt byggt af eigendunum sjálfum.
Þetta var fastmælum bundið.
Á annan hvítasunnudag 1979
komum við allir saman í holunni,
sem búið var að vélgrafa fyrir hús-
inu, og hófumst þá þegar handa
við að slá upp fyrir sökklum húss-
ins. Ég ætla ekki að rekja þessa
byggingarsögu hér og orðlengi því
ekki frekar um hana. En húsið var
komið upp um haustið, fullfrágeng-
ið að utan ásamt gerði og öllu
tilheyrandi, allt með eigin vinnu
samkvæmt áætlun. Þar með tók
hver við sínum hluta til frágangs
innan dyra. Fyrir áramót voru íbú-
amir komnir inn.
Það var taiin mikil bjartsýni hjá
okkur að ætla að við gætum komið
húsinu upp með þessum hætti.
Okkur varð síðar kunnugt um að
aðrir sem fengu úthlutað hesthús-
lóðum samtímis okkur, og ætluðu
að hafa sama hátt á og við, höfðu
gefist upp áður en hús þeirra kom-
ust mikið upp úr jörðu. Aðeins húsið
í B-tröð 11 var fúllunnið af eigend-
unum sjálfum. Að það tókst svo
giftusamlega var að þakka góðu
samstarfí, sem strax myndaðist inn-
an hópsins, og sameiginlegum vilja
og áhuga allra þeirra sem í þessu
stóðu. Við vorum líka svo heppnir
að í hópnum vom ungir og röskir
iðnaðarmenn, og einnig ólatir og
reyndir karlar fuilir af áhuga á að
ljúka verkinu á sem skemmstum
tíma. Þeirra á meðal var eldhuginn
Baldvin Baldvinsson.
Ég tel mig ekki halla á neinn þó
ég segi að Baldvin hafí átt sinn
stóra þátt í að þessi ætlan okkar
tókst svo vel í allri framkvæmd sem
raun varð á. Hann var sá sem aldr-
ei lét sig vanta til verks, alltaf var
hann reiðubúinn til að ganga í hvað
sem gera þurfti hveiju sinni. Upp-
örvandi og hvetjandi með gaman-
yrði á vör. Þar var ekki verið með
úrtölur né svartsýni.
Þegar horft er til baka, minn-
umst við sem eftir stöndum þessa
ánægjulega sumars, þegar hesthús-
ið okkar reis af gmnni. Við vomm
stoltir þá yfír vel unnu verki. En
dýrmætasti árangurinn eftir sumar-
ið ’79 er þó sá ágæti félagsandi,
sem þá myndaðist innan hópsins,
sá andi er enn ríkjandi í húslengj-
unni þó að nokkur eigendaskipti
hafí orðið á þessum ámm.
Nú er sá fyrsti úr uppranalega
hópnum horfínn yfír móðuna miklu.
Áhugamaðurinn — eldhuginn Bald-
vin Baldvinsson. Þar er skarð fyrir
skildi.
Baldvin átti við nokkra vanheilsu
að stríða hin síðari ár. Þó var lund
hans ávallt hin sama. Hann talaði
um gigt í mjöðminni, liðurinn var
farinn að gefa sig, svo hann gekkst
undir aðgerð og fékk vemlega bót
eftir að sett var í hann ný lega,
eins og hann sagði stundum. Svo
fór hjartað að slá einhver feilpúst,
hann fékk einhveijar töflur við því,
þó mátti búast við ýmsu þegar svo
var komið. En svo kom reiðarslag-
ið, hann var lagður inn á spítala á
sl. sumri og skorinn upp við krabba-
meini, en því miður of seint. Hann
komst þó á fætur aftur og heim,
en það var engin heilsa. Heima vildi
hann helst vera og heima dvaldi
hann framundir það síðasta, lengst
af rúmfastur, þar var honum hjúkr-
að af nærfæmum höndum eigin-
konunnar. Hann andaðist
laugardaginn 30. maí sl.
Þessi fátæklegu orð em aðeins
lítill þakklætisvottur til vinar, fyrir
góð kynni á þeim fáu ámm sem
leið okkar lá saman.
Ástvinum hans öllum votta ég
mína innilegustu hluttekningu.
Blessuð sé minning hans.
Finnbogi Haukur Siguijónsson