Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 33 Bretland: Læknir sigraði í „Meistaranum“ St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. DOKTOR Jeremy Bradbrook, læknir í Wilt-skíri sigraði i spurn- ingaþættinum „Meistarinn" (Mastermind) sl. sunnudag. Meistarinn er virðulegasti spurn- ingaþátturinn í bresku sjónvarpi. Þátturinn lýtur stjórn Magnúsar Magnússonar og hefur svo verið frá upphafi, en þetta var 15. árið sem spurningaþátturinn fer fram í BBC. í Meistaranum er keppt í tveimur umferðum. í hinni fyrri svara kepp- endur spumingum um sérsvið, sem þeir hafa sjálfir valið, en í hinni seinni eru spumingamar almennar. Þeir hafa tvær mínútur í hvorri umferð til að svara eins mörgum spumingum og þeir mögulega geta. Dr. Bradbrook svaraði 33 spuming- um rétt í báðum umferðum og var tveimur stigum á undan næsta keppanda. Hann valdi sér Krímstríðið sem sérsvið. Meistarinn er mjög vinsæll sjón- varpsþáttur og ber af öðmm spumingaþáttum í bresku sjón- 20 nýir millj- ónamæringar Sacramento, Reuter. TUTTUGU manns hafa orðið milljónamæringar í Kalifomíu á síðustu sjö vikum. Ástæðan er að allir þessir tuttugu hafa spilað i ríkishappdrætti Kaliforníu og að sögn er vinningaregnið upp á síðkastið algert met. Þetta happ- drætti hóf göngu sína fyrir tæpum tveimur árum. V Margaret Thatcher varpi. Stundum heyrist í menning- arstólpum, sem halda því fram, að Meistarinn valdi því, að almenning- ur misskilji, hvað skynsamleg hugsun sé. En sjónvarpsáhorfendur kæra sig kollótta og skemmta sér vel. Þeir vita, að skysamleg hugsun hefur aldrei komið þessu máli mikið við, heldur traust minni og fæmi við að kalla þekkingaratriði fram í hugann eins fljótt og kostur er. Jóhannes Páll páfi biður fyrir fómarlömbum útrýmingarherferðar nazista i Majdanek-búðunum í Póllandi. Pólland: „Öll mannréttindabrot eru ógnun við friðinn“ - sagði Jóhannes Páll páfi við komu sína til landsins London, Varsjá, Lublin, Reuter. ÞRIÐJA heimsókn Jóhannesar Páls páfa annars til Póllands, eftir að hann tók við embætti, hófst í Varsjá á mánudaginn. Mörg hundmð þúsund manns höfðu safnast saman við leið páfa frá flugvellinum inn í borg- ina og héldu sumir á spjöldum með merki Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýðssamtaka, og hrópuðu vígorð samtakanna. Páfi mun dveljast í viku í Pól- landi. Wojciech Jaruzelski, leiðtogi landsins, og Josef Glemp, kardínáli, tóku á móti páfa á flugvellinum og var ræðu páfa til landa sinna sjón- varpað beint. Hann ræddi um gleði og sorgir þjóðarinnar á umliðnum tímum og hvatti til þess að trú- frelsi og tjáningarfrelsi yrðu höfð í heiðri. I svarræðu sinni varði Jaruzelski 42 ára yfírráð kommúnista í landinu og sagði þau hafa fært þjóðinni „raunverulegt, þjóðfélagslegt rétt- íæti.“ I gær baðst páfi fyrir í borginni Lublin hjá jarðneskum leifum fóm- arlamba nazista úr Majdanek- fangabúðunum, sem voru í útjaðri borgarinnar. Sjö hundruð fyrrver- andi fangar úr búðunum höfðu raðað sér upp meðfram leið páfa inn í búðimar. Að bæn sinni lokinni faðmaði pafi að sér konu sem lifði af dvöl í Majdanek- og Auschwitz- fangabúðunum. Mexicoborg fjölmenn- ust um alda- Síðar heimsótti páfi Kaþólska háskólann í Lublin þar sem hann var gestaprófessor í mörg ár. Há- skólinn er ekki undir sijóm ríkis- valdsins og er að því leyti einstakur í sinni röð í kommúnistaríkjunum. 46 pólskir háskólamenn, hag- fræðingar, guðfræðingar og leið- togar Samstöðu, þ.á.m. Lech Walesa, hafa í tilefni af komu páfa undirritað yfirlýsingu sem birtist í enskri þýðingu í breska blaðinu The Times í gær. Þar er gagnrýnt það sem nefnt er „stöðugir árekstrar milli yfirvalda og mikils hluta al- mennings" og bætt við að fátækt, skortur á trausti og hræðsla væm útbreidd meðal þjóðarinnar. I yfirlýsingunni segir einnig að algjört sjálfstæði þjóðarinnar, jafn- rétti allra þegnanna gagnvart lögunum, málfrelsi og rýmkun á leyfum til að reka einkafyrirtæki væm þau skilyrði sem yrði að upp- fylla til að ástandið í landinu yrði eðlilegt. Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljið síðan Höganas fyrirmynd annarraflísa = HÉÐINN n SEUAVEGÍ 2, REYKJAVÍK WÍUKENS BSF ■ mannaflokksins og íhaldsflokksins. Bendir könnunin til þess, að Verka- mannaflokkurinn sé enn að bæta stöðu sína. Spá á gmndvelli þeirrar könnunar um fjölda þingsæta segir, að íhaldsflokkurinn muni halda meirihlutanum, en hann verði ekki nema milli 30 og 40 þingsæti. í The Guardian í gær birtist skoðana- könnun, sem gaf íhaldsflokknum 13% meirihluta, og niðurstöður kosninga í samræmi við hana gæfu flokknum 132 sæta meirihluta í neðri málstofu breska þingsins. Þessa síðustu daga kosningabar- áttunnar hefur Thatcher beitt sér af fullum krafti, og komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Fyrir fjómm árum beitti hún sömu aðferð og hafði sig lítið í frammi í fjölmiðlum fram á síðustu daga kosningabar- áttunnar. Talið er, að vera hennar á leiðtogafundinum í Feneyjum muni styrkja stöðu hennar meðal kjósenda. mótin S.þ. Reuter TVEIR milljarðar manna búa nú í þéttbýliskjörnum og innan tutt- ugu og fimm ára er þvi spáð að helmingur jarðarbúa verði bú- settur í þéttbýli. Kemur þetta fram í skýrslu sem Sameinuðu þjóðimar birtu um helgina. Þar segir að 99 staðir í heiminum hafi meira en tvær milljónir íbúa og í 12 borgum séu meira en 10 milljón ibúa. Tókíó-Jókóhama hefur nú flesta íbúa allra borga, eða 18.8 milljónir og næst kemur Mexicoborg með 17.3 milljónir. Tekið er fram í skýrslunni, að borgin í Þriðja heim- inum þenjist hraðar út en í iðn- væddum samfélögum. Árið 2000 er því spáð að Mexicoborg verði fjölmennasta borg í heimi með 25.8 ibúa og næst verði Sao Paulo í Brasilíu með 24 milljónir. í næsta mánuði er reiknað með að 5. millj- arðasti íbúi jarðar líti dagsins ljós. SS '■ -1 . UÐIN LAUGAVEG 55 SÍMI 11066 SÉRVERSLUN MEÐ BORÐBÚNAÐ129 ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.