Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 24
24 ________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987_
Ekki nóg að hafa bara náttúrurödd
Spjallað við aust-
ur-þýska söng-
kennarann
Hanne-Lore Kuhse
AUSTUR-þýski söngkennarinn
og söngvarinn Hanne-Lore Kuh-
se hefur að undanfömu verið hér
á landi og m.a. haldið söngnám-
skeið í Skálholti, þar sem ungum
íslenskum söngvurum gafst kost-
ur á að verða þekkingar hennar
aðnjótandi, en Hanne-Lore Kuh-
se er vel þekkt á sínu sviði. Til
hennar hafa leitað margir ungir
söngvarar, hvaðanæva að úr Evr-
ópu, áður en þeir hafa tekið þátt
í söngkeppnum, og sr. Gunnar
Björnsson, sem þekkir vel til
hennar, sagði hana vera nokkurs
konar landsliðsþjálfara Þjóð-
veija í söng.
Hanne-Lore Kuhse var vel þekkt
sópransöngkona áður en hún tók
til við að kenna söng fyrir 12 árum
síðan. Áður hafði hún sungið víðs
vegar um heim; á Ítalíu, Bretlandi,
Frakkalandi og Bandaríkjunum svo
nokkur þau lönd séu nefnd þar sem
hún kom fram. Meðal helstu hlut-
verka hennar voru lafði Macbeth,
Isold í Tristan og Isold, og Nætur-
drottningin í Töfraflautunni. Þá
hafði hún einnig mikið dálæti á
hlutverkum í 11 Trovatore, Fidelio
og Der Rosenkavalier.
Hún hefur hlotið heiðursmerki
fyrir störf sín í þágu föðurlandsins,
þar á meðal einu æðstu viðurkenn-
ingu Austur-Þjóðveija, Þjóðarverð-
launin. í dag kennir hún söng í
Weimar í Austur-Þýskalandi og þar
kynntist hún hjónunum sr. Gunnari
Bjömssyni og Ágústu Ágústsdótt-
ur, söngkonu, en hún hefur sótt
námskeið hjá frú Kuhse undanfarin
6 ár, en þau eru mjög eftirsótt.
„Þið íslendingar eigið marga
ykkar á meðal sem hafa góðar söng-
raddir, en það er ekki bara nóg að
hafa góða náttúrurödd, heldur verð-
ur einnig að læra söngtækni og
þjálfa hana. Söngnám er vinna, og
það mikil vinna," sagði frú Kuhse
í upphafí samtals blaðamanns
Morgunblaðsins við hana. „Til þess
að verða góður söngvari þarf hver
og einn að hafa bæði góða söng-
rödd frá náttúrunnar hendi og
leggja hart að sér til þess að geta
náð langt," bætti hún við.
„Við íslendingar höfum yfírleitt
sagt að það þurfi 1% hæfileika og
99% ástundun, án þess að meina
nokkuð með því, því við trúum því
að snillin felist að 99% í hæfileikum
og að 1% í ástundun," skaut sr.
Gunnar inn í og hló við.
„Það þarf að kenna söngvurum
hér að nota allan líkaman meira og
þeir þurfa að fá aukna tilfinningu
fyrir því sem þeir eru að túlka,
andi og líkami em ekki eitthvað sem
verður aðskilið og því þarf beiting
líkamans og túlkun að fara sam-
an,“ bætti frú Kuhse við. „Söngvari
þarf að geta tekist jafnt á við ópem-
söng sem ljóðasöng og vera fær um -
að syngja óratóríur. Sá sem ekki
getur haft þetta allt á valdi sínu
lendir í erfíðleikum þegar kemur
að því að syngja til dæmis hlutverk
Morgunblaöið/Sverrir
Frú Hanne-Lore Kuhse héit hér
söngnámskeið i annað sinn í Skál-1
holtí, en í dag fer hún af landi
brott.
eins og Turan Dot eftir Puccini. „Og
hafi söngvari einhveija vankanta
sem sníða þarf af á það að vera
hægt. Það er ekki bara nóg að
syngja „vókala" heldur þurfa að
koma til sérstakar æfingar fyrir
hvem og einn.“
Hún sagðist hafa haft mikla
ánægju af námskeiðahaldinu í Skál-
holti, en það stóð yfír í eina viku.
„Ég fann að nemendumir vora
áhugasamir," sagði frú Kuhse, „og
mér fannst óvenju margir þeirra
hafa góðar raddir. Þá var aðstaðan
þama í Skálholti alveg upplögð.
Þama geta bæði nemendur og
kennarar verið í góðu næði við sína
iðju, það er ekkert sem tmflar, og
þama em góðar kennslustofur og
góð æfíngaaðstaða.
í haust fer síðan einn íslending-
ur, Guðbjöm Guðbjömsson, til náms
hjá frú Kuhse. „Hann er ennþá
ungur og á margt ólært, en eftir
nokkurra ára tæknilega vinnu í við-
bót ætti hann að verða mjög góður.
Sú er hins vegar hættan að hann
fari of snemma að takast á hendur
erfíð hlutverk vegna þess að hann
er efnilegur,“ sagði frú Kuhse og
kvað það ánægjulegt að hafa þenn-
an efnilega íslending meðal sinna
nemenda.
Að lokum vildu þau Gunnar og
Ágústa þakka þeim sr. Guðmundi
Óla Ólafssyni og sr. Sigurði Áma
Þórðarsyni fyrir einstakan velvilja
og stuðning við að koma þessu
námskeiði i kring, og þeim fyrir-
tækjum sem einnig lögðu sitt af
mörkum.
Leiðrétting
vegna mynd-
birtingar
Vegna mistaka birtíst mynd af
Þuríði Guðmundsdóttur rithöf-
undi með samtali við alnöfnu
hennar, Þuriði B. Guðmunds-
dóttur frá Bæ í Steingrímsfirði,
í blaðinu sl. sunnudag.
Morgunblaðið biður hlutaðeig-
endur afsökunar á mistökunum.