Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 38
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 8 Grenivík: Miklar framkvæmdir 1 gatnagerð framundan Rætt við Sigríði Sverrisdóttur, oddvita í Grýtubakkahreppi Grenivik. í GRENIVÍK við Eyjafjörð búa um 300 manns, en í Grýtubakka- hreppi alls 430. Oddviti Grýtu- bakkahrepps er Sigríður Sverrisdóttir frá Lómatjörn. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti hana að máli og bað hana að segja frá f ramkvæmdum í hreppnum, atvinnumálum og fleiru. Sigríður sagði að framkvæmdum við gatnagerð á Grenivík yrði fram haldið nú í sumar. Unnið væri að malbikun í þremur áföngum. Skipt verður um jarðveg og fyrirhugað er að ljúka malbikun næsta sumar. Fyrsta áfanga malbikunar var lokið sumarið 1984. „Unnið er að undirbúningi sund- laugarbyggingar við nýja skólahús- ið og standa viðræður yfír við Orkustofnun um vatnsöflun. Vonast er til að einhverjar framkvæmdir geti hafíst í síðasta lagi á næsta ári. Sundlaug hreppsins sem vígð var árið 1944 er orðin mjög hættu- leg bömum og öll aðstaða við hana orðin léleg. Þá er skólabyggingin ofarlega á dagskrá hjá okkur. Við stefnum að því að hún verði að fullu kláruð að utan sem innan eins fljótt og unnt er, en í nýja skólanum hefur verið kennt í sex undanfama vetur." —Verða einhverjar fram- kvæmdir við höfnina í ár? „Nei, en næsta verkefni við höfn- ina hér á Grenivík er uppsetning nýs 50 metra stálþils. Er það fram- hald af því stálþili sem sett var upp fyrir nokkrum árum.“ —Hvað með byggingar íbúðar- húsa? „Byggingaframkvæmdir hér á staðnum hafa verið í mikilli lægð undanfarín ár. Hér hefur ekki verið byrjað á byggingu íbúðarhúss síðan á árinu 1981 og hefur fólksfækkun orðið nokkur. Þetta hefur valdið okkur miklum áhyggjum en rekja má fólksfækkunina til minnkandi atvinnu. Kvótakerfíð setti mjög mikið strik í reikninginn þar sem minni afli barst á land, en nú bind- um við vonir við fískmarkað sem stofnaður hefur verið á Akureyri. ræktur leikskóli en rétt er að bameignum hefur fækkað það mik- ið að hann er aðeins starfræktur hálfan daginn og má til dæmis nefna að aðeins eitt bam hefur fæðst á Grenivík það sem af er árinu 1987, en vonandi stendur þetta allt til bóta.“ —Hvemig hagar til með um- hverfismálin og hvað með vegaframkvæmdir frá Akureyri til Grenivíkur? „Á seinni árum hefur vaknað mjög mikill áhugi á umhverfísmál- um hér í Grýtubakkahreppi. Má það rekja til malbikunarframkvæmda, sem átt hafa sér stað í hreppnum. Áhugi hefur vaknað á gróðursetn- ingu í görðum húsa og einnig hefur kvenfélagið Hlín staðið fyrir gróð- ursetningu trjáplantna. Margar lóðir eru til fyrirmyndar hvað snyrt- ingu varðar. Pramkvæmdir í vegamálum milli Akureyrar og Grenivíkur standa nú yfír. Verið er að leggja 15 km lang- ann kafla með bundnu slitlagi og við lagningu Leiruvegar hefur leiðin milli Akureyrar og Grenivíkur styst um 7 km. Er nú 40 km leið milli staðanna. Fyrir byggðalagið er þetta mikil bylting í samgöngumál- um.“ Sigríður sagði í lokin að þó at- Morgunblaðið/Vigdís Jóhann Stefánsson leggnr að bryggju á bát sínum, Gunnari, Grenivík í baksýn. Frystihúsið Kaldbakur á 185 tonna skip, sem það gerir út. Það hefur aðallega verið á línu og netaveiðum. Tveir stærri bátar, Frosti sem er 130 tonna yfírbyggður bátur, og Sjöfn 63ja tonna, eru gerðir út héð- an en eru nú á rækjuveiðum. Nokkur smábátaútgerð er hér á Grenivík og hafa smábátar aðallega verið á grásleppuveiðum, sem geng- ið hafa mjög vel.“ Sigríður sagði að tvö fyrirtæki hefðu verið stofnuð á tveimur und- anfömum árum. Annað þeirra, Vélsmiðjan Vík, var sett á stofn fyrir um það bil ári. „Við bindum miklar vonir við hana og eru starfs- menn þar þrír. Leðurvinnslan Marin var stofnuð fyrir um það bil tveim- ur árum og framleiðir aðallega belti og töskur. Þar voru byijunarörðug- leikar, en vonumst við nú til að þeir erfíðleikar verði yfírstíganlegir þar.nig að við megum sjá það fyrir- tæki blómgast." —Hvað með heilbrigðismál í hreppnum? „Fyrir rúmu ári réðist til starfa við heilsugæslustöðina hjúkrunar- fræðingur, Sesselja Bjamadóttir frá '***‘y-' ' :<■£>?' ... , . : : fe r" Nýi skólinn, sem jafnframt er félagsheimili og á sumrin er fyrir- hugað að þar verði gististaður fyrir ferðamenn. Svalbarðsströnd, og er hún búsett hér með sýna ijölskyldu. Er það mikið öryggi fyrir íbúa hreppsins. Læknir frá Akureyri kemur svo tvo daga í viku. Heimahjúkrun hefur verið starfrækt síðan Sesselja kom og einnig er starfandi kona á vegum hreppsins sem sér um heimilishjálp fyrir aldraða. Gerðar hafa verið miklar endurbætur á heilsugæslu- stöðinni í vetur." —Nú virðist börnum fækka í hreppnum - hvað um dagvistar- mál? „Á vegum hreppsins er starf- Bíl stolið við Ráðhústorg BIFREIÐ af gerðinni Volkswagen Golf árgerð 1982 var stolið að- faranótt sunnudagsins í Brekku- götu við Ráðhústorg á Akureyri. Eigandi bifreiðarinnar fann bílinn sinn aftur á sunnudaginn á bflastæði Leikfélags Akureyrar við Hafnar- stræti. Rannsóknarlögreglan rann- sakar nú bflstuldinn, en eigandinn vill heita 10.000 krónum á hvem þann sem getur gefíð vísbendingu um málið svo hægt sé að leiða það til lykta. Bfllinn var í óökufæru ástandi er hann fannst. Framfelga var beygluð og hjólafestingar skemmdar. Talið er að bflnum hafí verið ekið upp á umferðareyju á mótum Drottningar- brautar og Kaupvangsstætis. Bifreið- in er vínrauð að lit með númerinu A-5554. Harðir árekstrar HARÐUR árekstur varð um kl. 15.00 á mánudag rétt við sam- komuhúsið Hlíðarbæ norðan við Akureyri. Ökumaður vélhjóls, sem var að koma frá Akureyri, lenti í árekstri við fólksbíl, sem kom úr öfugri átt. Ökumaður vélhjólsins var talinn alvarlega slasaður. Þá varð alvarlegt umferðarslys á Akureyri á föstudagskvöld og voru þrír menn fluttur á sjúkrahús. Bif- reið, sem ekið var á Gránufélags- götu, lenti á tveimur mönnum er leið áttu yfir götuna. Bifreiðin kast- aðist síðan á húshom og er hún talin vera ónýt. vinnumálin væru áhyggjuefni, birti yfír með hækkandi sól því á Grenivík byggi dugmikið og vandað fólk, sem tryði á byggðalagið. „Hér eigum við efnilegt æskufólk, sem við fullorðna fólkið gætum tekið okkur til fyrirmyndar í ýmsu eins og því að hér reykir enginn ungling- ur innan við 20 ára aldur." Að þessum orðum sögðum kveðj- um við Sigríði Sverrisdóttur oddvita í Grýtubakkahreppi og þökkum henni fyrir spjallið. VigdSs Húsavík: Korri hf. kaup- ir 190 tonna skip frá Noregi Útgerðarfyrirtækið Korri hf. á Húsavík hefur fest kaup á 190 tonna skipi frá Tromsö í Noregi. Verð þess er um 90 milljónir króna og verður skipið afhent nýjum eigendum sínum síðar i þessum mánuði. Korri hf. mun selja 130 tonna skip sitt, Geira Péturs, í Garðinn til að fjármagna kaupin og kaupir annað skip þaðan, Sigurð Bjama- son, sem fer í úreldingu. Þeir Korramenn reikna með að fara á fískitroll í byijun á nýja skip- inu og síðar á rækjuveiðar. Skipið er búið frystibúnaði. Bflvelta við Grenivík Bifreið ónýt eftir veltu Grenivik. UMFERÐARSLYS varð við Gljúfurá sunnan við Grenivík á hvítasunnudag. Tvennt var í bifreiðinni og sluppu þau án teljandi meiðsla. Bifreiðin, sem var nýr Subaru, var ekið í suðurátt á* leið til Akur- eyrar. Við Gljúfurá missti ökumað- ur stjóm á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún endastakkst og valt og hafnaði á hliðinni með afturendann út í á. Stúlka, sem ók bifreiðinni, slasaðist lítillega á hálsi en farþega sakaði ekki. Mesta mildi var að ekki fór verr. Bifreiðin er talin gjörónýt. Vigdís Morgunblaðiö/Vigdis Kjartansdóttir Nýr sveitarstjóri GUÐNÝ Sverrisdóttir frá Lóma- Jóhanni Ingólfssyni og sonum tjörn var nýlega ráðin sveitar- þeirra Ingólfi 6 ára og Ægi 10 stjóri á Grenivík. Myndin er af ára. Guðnýju ásamt eiginmanni sinum Krían verpti snemma KRÍAN hefur verið mun fyrr á ferðinni en mörg undanfarin ár, að minnsta kosti hér norð- anlands, að sögn fróðra manna. Fyrstu kríueggin fundust til dæmis í Flatey á Skjálfanda þann 23. maí og mun það vera um það bil viku fyrr en venjan er, að þvi er kunnugustu menn þar segja. Sömu sögu er að segja um æðar- varpið þar um slóðir. Mikið hefur verið tínt undan kríunni undanfama daga en nú eru egg orðin unguð. Mannaferðir hafa verið miklar í eynni síðustu daga og hefur þar verið á ferðinni bæði fólk frá Húsavík sem farið hefur á spærtbátum sínum og eins grásleppukarlar, sem stunda veið- ar frá eynni vor hvert. Krían verpir þrisvar sinnum, sé tínt und- an henni. Sú venja hefur viðgeng- ist að eftirláta skuli kríunni þriðja og síðasta varpið svo hún geti komið ungum á legg. Kríueggjunum safnað í fötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.