Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
35
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
• •
Oflugasta
friðarhrey fingin
*
Avorfundi utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins,
sem haldinn verður hér í
Reykjavík á morgun og á föstu-
dag, kemur í ljós, hvort aðild-
arríkin sextán geta komið sér
saman um, hvemig staðið skuli
að samningum um fækkun
kjamorkuvopna og viðræðum um
takmörkun á hefðbundnum
vígbúnaði.
Eins og George Shultz, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
segir í sérstöku fylgiblaði Morg-
unblaðsins í dag, eru Bandaríkja-
menn og Sovétmenn nú að því
komnir að ganga frá samkomu-
lagi um upprætingu meðal-
drægra eldflauga. Vestur-Þjóð-
veijar hafa sett fram óskir um,
að bandarískar kjamorkueld-
flaugar af gerðinni Pershing 1A
verði áfram í Vestur-Þýskalandi.
Hér er um svokallaðar skamm-
drægar flaugar að ræða og er
ekki unnt að ná með þeim til
Moskvu eins og Pershing 2 eld-
flaugunum. Enn er óljóst,
hvemig bandamenn Vestur-
Þjóðveija innan Atlantshafs-
bandalagsins bregðast við
þessum óskum þeirra og hvað
Sovétmenn segja, þegar á reynir
í Genf.
Utanríkisráðherrar frá ríkjum
Atlantshafsbandalagsins komu
síðast saman til fundar í
Reykjavík í júní 1968. Þá var
ríkjum Varsjárbandalagsins gef-
ið svokallað „merki frá
Reykjavík". Það leiddi til þess
eftir langan og strangan undir-
búning í fímm ár, að svonefndar
MBFR-viðræður hófust um jafn-
an og gagnkvæman samdrátt
herafla í Mið-Evrópu. Þær hafa
staðið með hléum frá 1973 án
þess að bera nokkum árangur.
Á fundi utanríkisráðherra NATO
í Halifax á síðastliðnu ári var
ályktað um nauðsyn skjótra að-
gerða til að takmarka hefð-
bundinn vígbúnað. Síðan hefur
verið rætt um að skapa nýjan
vettvang fyrir viðræður um þessi
vopn með þátttöku 23 ríkja í
tengslum við ráðstefnuna um
öryggi og samvinnu í Evrópu.
Innan Atlantshafsbandalagsins
hafa Frakkar verið tregir til þátt-
töku í öllum aðgerðum á þessu
sviði. Ef tii vill kemur í ljós hér
í Reykjavík nú, hvort unnt er að
þoka þessu máli til betri vegar.
Færi vel á því, að 19 árum eftir
að „merkið frá Reykjavík“ var
gefið yrði í Reykjavík komist að
sameiginlegri niðurstöðu um að
heíja markvissari tilraunir en
áður til að það bæri raunhæfan
árangur.
í fylgiblaði Morgunblaðsins í
dag er að fínna greinar eftir ut-
anríkisráðherra 14 af 16 aðild-
arríkjum Atlantshafsbandalags-
ins, þá rita einnig í blaðið fram-
kvæmdastjóri bandalagsins,
formaður hermálanefndar þess
og yfírmaður Atlantshafsher-
stjómarinnar. Eins og sjá má af
orðum allra þessara manna telja
þeir, að nú gefíst óvenjulegt
tækifæri til að stíga markverð
skref til að fækka kjamorku-
vopnum. Þeir vilja að þetta
tækifæri sé notað með þeim mik-
ilvæga fyrirvara, að ekki sé
dregið úr öryggi bandaiagsþjóð-
anna. Atlantshafsbandalagið er
sá vettvangur, sem hefur best
dugað til að tryggja frið í okkar
heimshluta og enginn þeirra, er
segir álit sitt á stöðu þess í Morg-
unblaðinu í dag, er þeirrar
skoðunar, að hlutverki þess sé
lokið, þvert á móti vaxi gildi
þess við hveija raun, ef þannig
má að orði komast.
í árslok 1967 var Harmel-
skýrslan svonefnda samþykkt af
utanríkisráðherrum NATO-ríkj-
anna. Þar var sú meginniður-
staða kynnt, að það stangaðist
ekki á að ræða um slökun spennu
við ríkin í austri og tryggja sem
öflugastar vamir Vesturlanda. I
árslok 1979 samþykktu utanrík-
isráðherrar NATO-ríkjanna, að
flytja meðaldrægar kjamorku-
eldflaugar frá Bandaríkjunum til
Evrópu til að mæta sovésku ógn-
inni en heija jafnframt viðræður
við Sovétmenn um brottflutning
slíkra eldflauga. í kjölfar þessar-
ar ályktunar sigldu friðarhreyf-
ingamar svonefndu í Evrópu og
Norður-Ameríku, sem kröfðust
þess að hætt yrði við að setja
upp bandarísku eldflaugamar,
enda myndu Sovétmenn þá rífa
sínar eldflaugar; einhliða af-
vopnun Vesturlanda var ætlað
að stjóma ákvörðunum Kreml-
veija. Stefna NATO náði fram
að ganga í öllum aðildarríkjum
bandalagsins, bandarísku eld-
flaugamar komu til Evrópu og
nú hafa Sovétmenn fallist á til-
lögu Ronalds Reagan og Vestur-
landa um að allar meðaldrægar
eldflaugar skuli upprættar í Evr-
ópu.
Morgunblaðið býður utanríkis-
ráðherra NATO-ríkjanna og alla
þá, sem taka þátt í fundi banda-
lagsins hér, velkomna til landsins
í þeirri von, að í Reykjavík takist
þeim að ryðja úr vegi hindrunum,
sem enn kunna að vera í vegi
fyrir samkomulagi um uppræt-
ingu Evrópueldflauganna, og
koma viðræðum um takmörkun
hefðbundins herafla á veruiegan
skrið. íslendingum er jafn ljóst
og öðmm aðildarþjóðum Atlants-
hafsbandalagsins, að það er
öflugasta friðarhreyfíngin í okk-
ar heimshluta, einmitt þess
vegna binda þeir miklar vonir við
starf þess og framtíð.
Fegurðardrottning íslands 1987 krýnd með viðhöfn
Fegurðardrottning íslands og Reykjavíkur, Anna Margrét Jóns-
dóttir, með foreldrum sínum Jóni Kristóferssyni og Marín Samúels-
dóttur.
Magnea Magnúsdóttir varð í öðru sæti og var jafnframt kjörin besta
Ijósmyndafyrirsætan. Hér er hún með foreldrum sínum Magnúsi
Oddssyni og Þórunni Ólafsdóttur.
í þriðja sæti varð Sigríður Guðlaugsdóttir frá Hafnarfirði. Hér er
hún ásamt foreldrum sínum Guðlaugi R. Jóhannssyni og Berglind
Oddgeirsdóttur.
Fjóla Grétarsdóttir frá Reykjum í Olfusi varð f fjórða sæti. Með
henni á myndinni eru foreldrar hennar Grétar J. Unnsteinsson og
Guðrún Guðmundsdóttir.
Hildur Guðmundsdóttir sem varð í fimmta sæti ásamt foreldrum
sínum Guðmundi Jóhannssyni og Sigrúnu Jóhannsdóttur.
Fegurðardrottning íslands var krýnd með viðhöfn á mánudagskvöld.
Anna Margrét hreppti
báða eftirsóttustu titlana
Undrun voru fyrstu viðbrigði Önnu Margrétar þegar tilkynnt var
að hún hefði hlotið titilinn Fegurðardrottning Islands, sem síðan
breyttist í mikinn fögnuð eins og sjá má.
ANNA Margrét Jónsdóttir, 21 árs gömul Reykjavikurmær kom,
sá og sigraði í Fegurðarsamkeppni íslands 1987, sem haldin var
í veitingahúsinu Broadway á mánudagskvöld. Hún stóð uppi sem
tvöfaldur sigurvegari og hlaut báða eftirsóttustu titlana, Fegurð-
ardrottning Reykjavíkur og Fegurðardrottning íslands 1987, en
eftir þvi sem best er vitað mun það aðeins einu sinni hafa gerst
áður, er Halldóra Björk Jónsdóttir vann það afrek árið 1978. í
öðru sæti var tvítug stúlka frá Reykjavík, Magnea Magnúsdótt-
ir, en hún var einnig kjörin besta ljósmyndafyrirsætan. í þriðja
sæti var tvítug stúlka frá Hafnarfirði, Sigríður Guðlaugsdóttir,
í fjórða sæti Fjóla Grétarsdóttir, 19 ára frá Reykjum í Olfusi og
í fimmta sæti Hildur Guðmundsdóttir, 19 ára Seitirningur.
Mikil spenna ríkti í salnum þegar
úrskurður dómnefndar var kveðinn
upp laust eftir miðnætti. Skömmu
áður hafði Anna Margrét verið kjör-
in Fegurðardrottning Reykjavíkur
og þar með töldu flestir, jafnvel
hörðustu stuðningsmenn hennar,
að sigurinn í aðalkeppninni hefði
gengið henni úr greipum. Það mun
líka vera afar fátítt að sama stúlk-
an hreppi báða þessa titla og því
fóru menn að velta vöngum yfir
öðrum möguleikum. Þegar úrskurð-
ur dómnefndar um annað sætið lá
fyrir var þó ljóst hvert stefndi og
Ánna Margrét var síðan krýnd Feg-
urðardrottning íslands 1987 við
mikil fagnaðarlæti viðstaddra.
Keppnin um titilinn Fegurðar-
drottning íslands hefur á undanf-
ömum árum orðið ein umfangs-
mesta og glæsilegasta
kvöldskemmtun sem boðið er upp
á hér á landi. Svo var einnig þetta
kvöld og ljóst að aðstandendur
keppninnar höfðu lagt sig fram um
að gera kvöldið sem glæsilegast.
Blómaskreytingar settu mikinn svip
á salinn og sviðið var skreytt með
blöðrum frá lofti niður í gólf. Kvöld-
ið hófst með fordrykk og lúðrasveit
lék til heiðurs fegurðardísunum er
þær gengu í salinn. Heiðursgestir
voru Gígja Birgisdóttir, Fegurðar-
drottning íslands 1986, Þóra
Þrastardóttir Fegurðardrottning
Reykjavíkur 1986 og tískufrömuð-
urinn Gunnar Larsen, sem kom
sérstaklega frá París til að setja
upp tískusýningu við þetta tæki-
færi. Hinn erlendi heiðursgesturinn,
írski söngvarinn Johnny Logan,
boðaði hins vegar forföll á síðustu
stundu, en hann komst ekki úr landi
vegna verkfalls flugumferðarstjóra
í Bretlandi. Bað hann fyrir kveðjur
til íslendinga og boðaði komu sína
til landsins síðar í þessum mánuði.
Matseðillinn samanstóð af
kanínupaté, heilsteiktum nauta-
lundum og súkkulaðibikar með
vínlegnum ferskum ávöxtum. Undir
borðum léku þeir Ámi Scheving og
Greíar Orvarsson ljúfa tónlist. Þá
flutti Ástrós Gunnarsdóttir „Til-
brigði við fegurð" við tónlist
Gunnars Þórðarsonar og eftir að
keppendur höfðu komið fram í
sundbolum hófst tískusýning undir
stjóm Gunnars Larsen. Sýningin
var um margt nýstárleg og
skemmtileg, með tónlist millistríðs-
áranna og léttu ívafi. Þá sýndu
nemendur frá dansskóla Auðar
Haralds suður-ameríska dansa og
Björgvin Halldórsson söng syrpu
af vinsælum dægurlögum við góðar
undirtektir viðstaddra.
Hápunktur kvöldsins var svo
krýning Fegurðardrottningar Is-
lands. Tíu stúlkur tóku þátt í
keppninni, þær Anna Margrét Jóns-
dóttir 21 árs frá Reykjavík, Bergrós
Kjartansdóttir 19 ár ísfirðingur,
Brynhildur Gunnarsdóttir 20 ára
Hafnfírðingur, Fjóla Grétarsdóttir
19 ára úr Olfusi, Hildur Guðmunds-
dóttir 19 ára Seltirningur, íris
Guðmundsdóttir 19 ára frá Akur-
eyri, Kristín Jóna Hilmarsdóttir 23
ára Keflvíkingur, Magnea Magnús-
dóttir frá Reykjavík, en hún verður
tvítug síðar í þessum mánuði,
Sigríður Guðlaugsdóttir 20 ára
Hafnfirðingur og Þóra Birgisdóttir
18 ára frá Akureyri. Dómnefndin
var ekki öfundsverð að þurfa að
gera upp á milli þessara fegurð-
ardísa þótt þar væri valinn maður
í hveiju rúmi, en nefndina skipuðu:
Berglind Johansen fyrrum Fegurð-
ardrottning íslands, Erla Haralds-
dóttir formaður Danskennarasam-
bands íslands, Friðþjófur Helgason
ljósmyndari, Hólmfríður Karlsdóttir
fyrrum fegurðardrottning heims,
Olafur Laufdal veitingamaður, sem
jafnframt var formaður nefndarinn-
ar, Sigtryggur Sigtryggsson frétta-
stjóri og Öm Guðmundsson
ballettdansari og framkvæmda-
stjóri íslenska dansflokksins.
Framkvæmdastjóri keppninnar að
þessu sinni var Sif Sigfúsdóttir fyrr-
um ungfrú Skandinavía.
Eins og áður segir ríkti mikil
eftirvænting í salnum allt þar til
úrslit lágu fyrir. Að lokinni krýning-
unni létti hins vegar á spennunni
og eftir mikið kossaflangs og ham-
ingjuóskir var stiginn dans fram
eftir nóttu við undirleik hljómsveit-
ar Grétars Örvarssonar. Fegurð-
ardísimar vom leystar út með
góðum gjöfum og meðal þess sem
kom í hlut sigurvegarans má nefna
hring úr hvítagulli að verðmæti um
150 þúsund krónur, blárefsjakka,
samkvæmiskjól og gullúr. Þá fengu
allar stúlkumar sólarlandaferð og
fleiri glæsilegar gjafír frá hinum
ýmsu fyrirtækjum.
„Á ekki von á að þetta
breyti niiklu í mínu lifí“
- segir Anna Margrét Jónsdóttir, Fegurðardrottning íslands og Reykjavíkur 1987
„Ég gerði mér engar vonir um sigur í keppninni eftir að ég
hafði verið krýnd Fegurðardrottning Reykjavíkur og ég held
meira að segja að það hafi sést á mér,“ sagði Anna Margrét
Jónsdóttir, nýkjörin Fegurðardrottning íslands og Reykjavíkur
1987, í samtali við Morgunblaðið eftir að sigurinn lá fyrir á
mánudagskvöld. „Raunar hafði ég fyrir keppnina ekkert frekar
átt von á að ná svona langt þótt ég hafi unnið markvisst að því.
Ég lagði mjög hart að mér við undirbúninginn til þess að ná sem
lengst, en maður reynir að vera ekki með neinar væntingar því
þá verða vonbrigðin ekki eins mikil. Gleðin yfir þessum góða
árangri varð því þeim mun meiri,“ sagði Anna Margrét einnig.
Hún kvaðst viðurkenna að hún
hefði orðið fyrir svolitlum vonbrigð-
um þegar tilkynnt var að hún hefði
hreppt titilinn Fegurðardrottning
Reylqavíkur enda hefði hún þá úti-
lokað sig frá sigri í aðalkeppninni.
„Maður keppir alltaf að því að ná
sem lengst og markmiðið hjá okkur
öllum var íslandstitillinn. Þetta var
því mjög óvænt og auðvitað er ég
alveg í skýjunum yfír þessu. Ég
trúi þessu varla enn,“ sagði hún.
Anna Margret starfar sem flug-
freyja hjá Flugleiðum í sumar og
hún átti að fara í flug til Chicago
í gær, en vinkona hennar í fluginu
hljóp í skarðið. „Ég ætla bara að
njóta þess að vera til næstu daga,
átta mig á þessu og koma mér aft-
ur niður á jörðina áður en ég fer í
næsta flug um helgina.“ Hún
kvaðst kunna vel við sig í fluginu
og vonast til að geta haldið því
starfí áfram. „Ég á ekki von á að
þessi sigur breyti neinu varðandi
mín framtíðaráform. Ég mun taka
þátt í keppnum erlendis og koma
fram við ýmis tækifæri þetta ár sem
ég ber titilinn, en að öðru leyti á
ég ekki von á að þetta breyti neinu
í mínu lífí.“
Aðspurð kvaðst hún helst vilja
fara í „Miss World“ keppnina í
London, en ekki væri endanlega
frágengið hvemig erlendu fegurð-
arsamkeppnirnar skiptustu á milli
þeirra stúlkna sem efstar urðu í
keppninni hér heima. „Ég hef mjög
gaman að því að ferðast og gefst
ágætt tækifæri til þess í fluginu.
Ofan á það bætast svo væntanlega
einhver ferðalög í sambandi við
þennan titill svo að ég get vel við
unað. Annars hef ég mörg önnur
áhugamál. Eg er mikill lestrar-
hestur og stunda líkamsrækt og hef
hugsað mér að halda því áfram.“
Anna Margrét hefur starfað með
sýningarhópnum Módel ’79 í íjögur
ár og kvaðst líka það ágætlega
þótt ekki gæti hún hugsað sér að
leggja sýningarstörf fyrir sig enda
væru þau þreytandi til lengdar. Hún
var kjörin Ungfrú Hollywood árið
1984 en sagði að sú keppni hefði
verið allt öðruvái en þessi. „Þessi
keppni var öll miklu stærri í sniðum
og meira í hana lagt,“ sagði hún.
Á úrslitakvöldinu kom Anna
Margrét fram í kjól úr svörtu satín-
silki og vakti það athygli að sjálf
teiknaði hún kjólinn og móðir henn-
ar, Marín Samúelsdóttir, saumaði
hann. „Jú, mamma saumaði hann
og ég var æðislega ánægð með
hann. Reyndar teiknaði ég hann og
Anna Margrét Jónsdóttir, ný-
kjörin Fegurðardrottning Is-
lands og Reykjavíkur 1987.
síðan saumuðum við hann saman,
en mamma á þó mestan heiðurinn
af kjólnum.“ Áðspurð um hvemig
unnustinn, Árni Harðarson, hefði
tekið sigrinum sagði Anna Margr-
ét: „Hann tók þessu mjög vel að
sjálfsögðu enda studdi hann vel við
bakið á mér á meðan á þessu stóð,
eins og reyndar öll fjölskyldan."