Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 Stiörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Vanmat á andlegum málum í daglegu lífí gleymum við því oft hversu miklu máli hinir andlegu og trúarlegu þættir tilverunnar skipta. Skemmt- anir, ástamál, vinna, húsa- kaup og það að ná langt ( þjóðfélaginu eru sett á oddinn. Margir gera beinlínis grín að hinu trúarlega og andlega og sjá ekki nokkum tilgang með slíku „rugli“. Aðrir sem ekki taka svo sterkt til orða telja sig samt sem áður hafa Utinn tíma fyrir trúmál, þ.e.a.s. fyrr en eitthvað gerist í þeirra eig- in lífí. Ég ætla I dag að fjalla nánar um þetta atriði og það sem ég vil kalla vanmat á gildi þess trúarlega og and- lega. Þjóðfélagið í fyrsta lagi er það gildi trúar- innar fyrir þjóðfélagið. Við vitum öll að til að margir ein- staklingar geti starfað saman í þjóðfélagi þurfa að koma til ákveðnar reglur og lög um mannleg samskipti. En hvað skyldi vera að baki þessum lögum? Siðfrœði Ég tel að mörg af mikilvæg- ari lögum um mannleg samskipti hvfli að miklu leyti á siðfræði sem á rætur að rekja til trúarbragða hverrar þjóðar. Ef trúarleg siðfræði (9. hús) er að baki lögum og reglum þjóðarinnar (10. hús) og við hættum að leggja rækt við trúna og andlega göfgun sem trúin veitir er hætt við að botninn detti úr þjóðfélagi okkar. Eða hvar höldum við að þjóðfélag stæði ef það væri í höndum lögfræðinga og athafnamanna sem hefðu ekkert siðferðislegt aðhald frá andlegum gildum? Dýrt vanmat Það er því svo, að mati undir- ritaðs, að ef við vanmetum siðferðislegt gildi trúar og leggjum æ minni áherslu á andlegt og trúarlegt nám, t.d. í skólakerfínu og almennu uppeldi, þá tekur þjóðfélagið að gliðna. Vanmat á gildi andlegra mála getur því orðið ansi dýrkeypt. Einstaklingar Hvað varðar andlega iðkun fyrir einstaklinga er megin- markmið flestra andlegra skóla það að stuðla að þroska einstaklingsins. Við vinnum oft mikið og erum stressuð, spennt á taugum, æst og al- mennt í ójafnvægi. Þó fáir geri sér kannski grein fyrir því geta trúmál og andleg iðk- un hjálpað mikið upp á það að skapa jafnvægi í daglegu lífí. Á dagskrá andlegra faga er m.a. það að kenna að kyrra hugann og stýra hugsunum. Við getum lært að þjálfa okk- ur í að hugsa jákvætt og losað okkur við neikvæðar hugsanir sem eitra líf okkar. Með þvi t.d. að læra ákveðnar öndun- aræfíngar má stilla geðið og koma ró á líkamsstarfsemina. Með því að vanmeta andleg mál erum við því að loka á marga möguleika sem við gætum notað okkur til hjálpar í daglegu lffí. Lífstrú Það er í sjálfu sér ágætt að vilja eignast stærri íbúð og meira af peningum. Það er hins vegar lftt ánægjulegt að sitja í einbýlishúsinu og sötra dýrt koníak og rífast við mak- ann. Slíkt getur hins vegar gerst ef við gleymum að rækta okkar eigin garð, ef okkur skortir llfstrú og lífstil- gang. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Lff okkar þarf því að byggja á jafnvægi milli þess veraldlega og and- lega. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN GRETTIR DÝRAGLENS UÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK HERESTHE WORLD UJARI FLYIN6 ACE Z00MIN6 OVER ENEMY LINES... b—cz- to- B Hér er flugkappinn úr fyrra stríði í hraðflugi yfir landi óvinanna ... MACHINE 6UN5 BLAZIN6 HE DIVES DOUJN OUT OF THE CLOUDS... Með geltandi vélbyssur steypir hann sér út úr skýj- unum... Hver skrambinn, afsak- ið... I THINK I JUST SHOT'A ZAMBONl! Ég held að ég hafi skotið valtara! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Annar höfundur Power Pre- cision-kerfísins, Alan Sontag, og einn núverandi spilafélagi hans, John Devine, héldu á spilum AV hér að neðan í vöm gegn þrem- ur gröndum. Norður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ G108 VG83 ♦ KG82 ♦ 932 Vestur Norður Austur Suður — 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Sontag í vestur spilaði út spaðagosa. Sagnhafí drap á drottningu blinds og lagði niður laufkóng og drottningu. Þegar gosinn kom frá austri yfflrdrap sagnhafí laufdrottninguna og spilaði hjartasjöunni yfír á drottningu blinds. Devine fékk slaginn á kónginn og hugleiddi stöðuna. Hjá sumum pörum neitar gos- inn í útspili hærra háspili. Með KG10 er tíunni spilað út, svo dæmi sé tekið. En þeir Sontag og Devine notuðu ekki þessa reglu. Hins vegar höfðu þeir í vopnabúri sínu mjög dtjúga vamarreglu, 30 ára gamla, sem kölluð er Smith-kall eftir höf- undi hennar. fslenskir spilarar þekkja regluna betur undir nafn- inu „oddball", en besta orðið fyrir okkur er einfaldlega „grandkall", þar sem kallið er eingöngu notað í vöm gegn grandsamningum. Reglan felst í því að sá sem spilar út sýnir áhuga eða áhugaleysi í útspils- litnum strax I næsta slag sem sagnhafí spilar út í. Hátt smá- spil sýnir áhuga, lágt áhuga- leysi. Sontag hafði fylgt lit í laufínu með tvisti og þristi, sem benti til að spaðinn væri veikur. Því valdi Devine að skipta yfír í tígul — níuna að sjálfsögðu, til að stífla ekki litinn. Sontag drap á kóng, spilaði tvistinum yfír á ás makkers og fékk svo tvo næstu slagi á K8. SKÁK Norður ♦ D6 ♦ ÁD965 ♦ D4 ♦ KD84 Suður ♦ ÁK4 ♦ 107 ♦ 10765 ♦ Á1075 Austur ♦ 97532 ♦ K42 ♦ Á93 ♦ G6 Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp á svæða- móti í Budel í Hollandi í sfðustu viku í skák hollenska stórmeist- arans John Van der Wiel, sem hafði hvítt og átti leik, og belgíska alþjóðameistarans Win- ants. Svartur lék síðast vongóð- ur 34. — Ba4-c2? með ýmsum hótunum, en ... 35. Hxb3! — 0-0 (Uppgjöf, en 35. — Hxb3 var svarað með 36. Da8+ - Dd8, 37. Hc8) 36. Hxb8 — Hxb8 37. hxg6 — d3, 38. Bxd3 - Da7, 39. Hb4 - Hxb4, 40. gxf7+ og loksins gafst Belgíumaðurinn upp. Van der Wiel er langstigahæstur keppenda á mótinu, en þegar sfðast fréttist átti hann samt enga möguleika á að komast áfram f millisvæðamót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.