Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
128. tbl. 75. árg.
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Feneyjafundurinn:
Shultz ánægður með
stuðning við stefn-
una á Persaflóa
Feneyjum, Reuter.
GEORGE Shultz, utanrfkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að
Bandaríkjamenn hefðu fengið
stuðning leiðtoga helztu iðnrfkja
heims við stefnu sfna f máiefnum
Persaflóa á Feneyjafundinum.
Bandarflrjamenn hafa heitið því
að halda siglingaleiðum á Persaflóa
opnum til að tryggja öryggi olíu-
skipa. Leiðtogamir hvöttu til „raun-
110 ára
kona kýs
Thatcher
Dundee, Reuter.
KATE Begbie er 110 ára og
hefur greitt atkvæði í öllum
þingkosningum f Bretlandi frá
árinu 1918, eða frá þvf konum
var leyft að kjósa.
Begbie ætlar ekki að bregða
út af venju nú og fer ekki dult
með hver fær atkvæðið á morg-
un; Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra.
Samkvæmt skoðanakönnun-
um, sem birtar voru í gær, stefnir
allt í öruggan sigur íhaldsflokks-
ins á morgun og þriðja kjörtímabil
Thatchers, sem yrði einsdæmi í
brezkum stjómmálum.
Sjá „Glaumur og gleði á
kosninganótt" á bls. 30 og
„íhaldsflokkurinn lfklegur
sigurvegari" á bls. 32.
hæfra aðgerða" af hálfu Sameinuðu
þjóðanna til að binda enda á Persa-
flóastríðið. Slíkt gæti leitt til banns
við vopnasölu til írans og þarmeð
endaloka stríðsins.
Feneyjafundinum lýkur í dag og
er þá búist við sameiginlegri yfirlýs-
ingu um aðgerðir til að draga úr
viðskiptahalla og erlendri skulda-
söfnun þróunarríkja. Auk þess er
búist við að leiðtogamir samþykki
meiriháttar flárhagsaðstoð við ríki
þriðja heimsins, einkum við Afríku-
ríki sunnan Sahara.
Leiðtogamir vom sammála að
taka upp nánara samstarf á sviði
efnahagsmála og að samræma efna-
hagsstefnu sína í auknum mæli. Sú
ákvörðun hafði lítil sem engin áhrif
á stöðu Bandaríkjadollars á gjaldeyr-
ismörkuðum.
Sjá „Bandaríkjamenn fá stuðn-
ing á Persaflóa" á bls. 32.
mm.
Pht
lí'BI . Bll
p-
I WMN (HM **•#• fveat* fu*~0 fwwd ^ fayH f,
—SH—HHBSBHBHBBBSSSSBKgKBSB
*g;mm
mm
sssssaaRSKssggKggaeaBs
ufeijííLillLJ wwn
'— .JSSSSBHSSSSSSSSBBS'
Morgunblaðið/Árni Sæberg
í gærkvöldi var veríð að leggja sfðustu hönd á undirbúning vegna fundar utanríkisráðherra Atlantshafs-
bandalagsins í Reykjavík. Strengdur var öryggisborði kringum Hótel Sögu og á myndinni má sjá
lögregluþjóna og starfsmenn Reykjavikurborgar á bak við borðann.
Carrington lávarður framkvæmdastjóri NATO:
Nafn Reykjavíkur tengt
stórviðburðum sögunnar
Utanríkisráðherrar 16 aðild-
arríkja Atlantshaf sbandalagsins
Páfi messar í Póllandi
Reuter
RÚMLEGA ein milljón Pólveija hlýddi á útimessu Jóliannesar
Páls páfa n f borginni Lublin f gær. Áróðursspjöld fyrir hinni
útlægu óháðu verkalýðshreyfingu, Samstöðu, voru áberandi.
Messugestir klöppuðu af fögnuði er páfi hvatti 46 presta, sem
tóku vfgslu við messuna, til að taka Samstöðuprestinn Jerzy Popi-
eluszko, sem lögreglumenn myrtu árið 1984, sér til fyrírmyndar.
Sjá „011 mannréttindabrot eru ögrun við friðinn" á bls. 33.
hefja árlegan vorfund sinn hér f
Reylqavik á morgun. Við því er
búist, að þar verði rutt úr vegi
sfðustu hindrunum innan banda-
lagsins fyrir þvf, að þeir hittist f
Bandaríkjunum í haust, Ronald
Reagan, Bandarfkjaforseti, og
Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov-
étrfkjanna, og ljúki formlega við
samning um brottflutning meðal-
drægra kjamorkueldflauga frá
Evrópu. Fyrsta sameiginlega
skrefið til þessarar fækkunar
stigu þjóðarleiðtogarnir hér f
Reykjavfk í október síðastliðnum.
Þá ræða utanríkisráðherramir
einnig um stöðu hefðbundins her-
afla í Evrópu og leiðir til að
minnka hann.
í sérstökum blaðauka Morgun-
blaðsins í dag, sem er tileinkaður
fundi utanríkisráðherranna, lýsa
fjórtán þeirra afstöðu sinni til þeirra
mála, sem hæst ber í störfum Atl-
antshafsbandalagsins um þessar
mundir. Þar er einnig grein eftir
Carrington lávarð, framkvæmda-
stjóra bandalagsins, sem segir, að í
hugum manna sé nafn Reykjavíkur
„óijúfanlega tengt einhveijum
merkustu stjómmálaviðburðum í
sögu eftirstríðsáranna" og vísar
hann þar til leiðtogafundarins
síðasta haust. Þar hafi opnast nýjar
leiðir og takist samkomulag um
meðaldrægu flaugamar hafi í fyrsta
sinn verið „samið um útrýmingu
heils vopnakerfis". Telur hann horf-
ur í afvopnunarmálum nú sérstak-
lega bjartar.
í skeyti frá Reuter ræðir Michael
Battye fréttaritari í Washington um
að líkur á nýjum leiðtogafundi Reag-
ans og Gorbachevs aukist, ef vel
gengur á ráðherrafundinum hér, og
segir, að það sé sérkennilegt, að í
sömu borginni, Reykjavík, skuli leið-
togamir hafa lagt gmnninn að
samkomulagi og það hljóta blessun
Atlantshafsbandalagsins. Tekur
hann með því undir bjartsýnina
vegna samnings um meðaldrægu
flaugamar.
Vahit Helefoglu, utanríkisráð-
herra Tyrklands, kom fyrstur
ráðherranna til landsins í gærkvöldi.
Carrington lávarður er væntanlegur
fyrir hádegi í dag og síðan koma
ráðherramir hver af öðmm, sumir
þeirra beint af leiðtogafundinum í
Feneyjum. Ráðherrafundurinn verð-
ur formiega settur fyrir hádegi á
morgun í Háskólabíói en siðan hefj-
ast lokaðir fundir á Hótel Sögu.
Stefnt er að fundarslitum um hádeg-
isbil á föstudag.
Sjá ennfremur forystugrein,
„Oflugasta friðarhreyfingin" á
bls. 34, Reykjavíkurfundur Atl-
antshafsbandalagsins á bls.
1-16 B og „Svæðið kríngum
Sögu...“ á bls 28.
Afganskir skæruliðar
fella 80 Sovétmenn
blamabad, Reuter.
ERLENDIR stjórnarerindrekar í
Kabúl, höfuðborg Afganistans,
segja að skæruliðar hafi gert
árás á sovéska bækistöð í norður-
hluta landsins, við Salang-veg-
inn, sem tengir Kabúl við sovésku
landamærín, og felit um 80 her-
menn. Árásin var gerð 30. mai
síðastliðinn.
Séu upplýsingamar réttar er
þetta mesta mannfall sem Sovét-
menn hafa orðið fyrir í einni árás
síðan þeir réðust inn í landið í des-
ember 1979. Sömu heimildir sögðu
skæmliða hafa fellt sjö hermenn í
árás á fylkingu hermanna í And-
arab-dal 2. júní.
Erindrekamir sögðu einnig að
bardagar hefðu verið mjög harðir í
nágrenni Kabúl undanfamar vikur
en skæraliðar reyna nú að ná aftur
fótfestu á hálendinu í austurhluta
landsins sem þeir yfirgefa á vet-
uma. Sovétmenn svara fyrir sig
með sprengjuárásum úr lofti og
beita einnig stórskotaliði.