Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
Ekki án ferdatryggingar
Ekkert fær raskað ró þinni á ferðalaginu ef þú ert með
Ferðatryggingu SJÓVÁ upp á vasann.
Farðu því ekkert án Ferðatryggingar SJÓVÁ.
Hún sameinar aUar tryggingar sem ferðamenn þurfa á að halda:
Ferðaslysatryggingu, ferðasjúkratryggingu, farangurstryggingu,
ferðarc fstryggingu og SOS neyðarþjónustu.
Þú getur keypt þér trygginguna um leið og þú sækir
gjaldeyrinn því Ferðatrygging
SJÓVÁ fæst líka á öllum
afgreiðslústöðúm Landsbanka
íslands.
Tryggingarfélag í einu og öllu.
Sjóvátryggingartélag íslands hf., Suðurlandsbraut 4, sími (91 )-82500.
Við gefum
út tímarit
og sigrum
heiminn
Erlendar baekur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Judith Krantz: III take Manhatt-
an
Útg. Bantam 1987
Judith Krantz er sjálfsagt ýms-
um kunn hér, að minnsta kosti eftir
að sjónvarpsmyndaflokkurinn
„Dóttir málarans" var fluttur í sjón-
varpinu eftir samnefndri sögu
hennar. Hún hefur einnig skrifað
Princess Daisy, en þá bók hef ég
ekki lesið.
Judith Krantz hefur gaman af
að segja frá og henni er heilmikið
niðri fyrir. Hún segir hér frá Am-
berville-fjölskyldunni, Zachary er
efnilegur og hugmyndafijór í meira
lagi. Af litlum efnum brýzt hann
áfram af dugnaði, setur á stofn
útgáfufyrirtæki og fer að gefa út
hin gagnmerkustu tímarit. Zachaiy
er áhugasamur og fær góða menn
sér til liðs og það líða ekki mörg
ár unz hann er kominn í álnir. Bróð-
irinn Cutter er honum töluvert yngri
og af einhveijum ástæðum, sem
höfundur skýrir aldrei á sanr.fær-
andi hátt, leggur hann ofboðslegt
hatur á Zacary. Þar sem hatrið
verður þungamiðjan í atburðará-
sinni er það vægast sagt slæmt,
að ekki nægilega er gerð grein fyr-
ir ástæðum þessa hamslausa
haturs.
Zacary giftist ungri brezkri
stúlku, Lily og er ósköp góður eigin-
maður, en tekst þó ekki alls kostar
að vekja almennilega ástir ungu
eiginkonunnar. Þau eiga tvo böm,
Toby, sem er með augnsjúkdóm,
sem verður til þess að hann missir
smám saman sjónina. Og stúlkuna
Maxi, sem er fjörkálfur og óútreikn-
anleg stúlka, hæfíleikamir leiftra
af henni langar leiðir en hún á er-
fítt með að fínna sér stað í tilverunni
lengi vel.
Svo kemur vondi bróðirinn Cutt-
er til sögunnar og Lily fær á honum
ofurást. Fæst bendir til annars en
hann sækist fyrst og fremst eftir
henni til að ná sér niðri á bróður
sínum. En Zacary er allur með hug-
ann við tímaritin sín, nýjungar og
framfarir og auk þess hvarflar ekki
að honum, að Lily sé honum ótrú.
Lily verður bamshafandi af völdum
bróðurins og vill nú yfírgefa Zacary
og njóta ástarinnar. Það lízt Cutter
ekki á, svo að hann flýr af hólmi,
eftir að hafa gefíð Lily heldur mark-
litlar skýringar. En hún trúir þeim
náttúrlega eins og konum er von
og vísa.
Maxi vex úr grasi og áður en
hún nær þrítugu hefur hún átt þijá
eiginmenn og eitt bam, ljómandi
skemmtilega gerðan telpukrakka.
Maxi fer vftt og breitt um og veit