Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
Umræður um meðaldrægar flaugar:
Málamyndakröfur
Bandaríkjanna helsta
fyrirstaða samninga
Karpov á beinni línu hjá BBC
AP
Leiðtogar sjö heistu iðnríkja heims funda nu i Feneyjum. Á myndinni eru Yasuhiro Nakasone, forsætis-
ráðherra Japans, Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti,
Amintore Fanfani, forsætisráðherra Italiu, Francois Mitterrand, forseti Frakklands, og Heimut Kohl,
kanslari VestuísÞýskalands. Forsætisráðherra Kanada, Brian Mulroney, vantar á myndina.
Lundúnum, Reuter.
VIKTOR Karpov, aðalsamninga-
maður Sovétmanna i afvopnun-
armálum, kom um helgina fram
í aiþjóðlegri útvarpssendingu
BBC. Þótti hann leika á als oddi,
en útvarpshlustendum gafst
kostur á að hringja til útvarps-
stöðvarinnar og leggja fyrir
hann spurningar. Svaraði hann
spumingum um allt milli himins
og jarðar; frá afvopnunarmálum
til flugs Mathiasar Rust til
Moskvu.
Til útvarpsþáttarins, sem nefnist
„It’s Your World" eða Þetta er þinn
heimur, bárust um 250 símhring-
Leiðtogafundurinn í Feneyjum:
Bandaríkjamenn fá
stuðning á Persaflóa
Harðari aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum
Feneyjum, Reuter.
LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja
heims hvöttu í gær til þess að
endi vrði bundinn á styrjöldina
milli Irana og íraka og kváðust
ætla að leggja sitt af mörkum til
að halda siglingaleiðum á Persa-
flóa opnum.
Leiðtogamir lýstu einnig yfir því
að þeir væri hlynntir afvopnunar-
viðræðum risaveldanna og hétu því
fyrsta sinni að láta ekki undan
hryðjuverkamönnum.
„Brýn þörf er á alþjóðlegum að-
gerðum til að stöðva styijöld írana
og íraka," sagði í sameiginlegri
yfirlýsingu leiðtoganna, sem
Amintore Fanfani, forsætisráð-
herra Ítalíu, las.
Forystumenn Bandaríkjanna,
Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Vest-
ur-Þýskalands, Kanada og Japan
gáfu yfírlýsinguna út eftir fyrstu
formlegu viðræðumar á leiðtoga-
fundinum, sem haldinn er á eynni
San Giorgo í Feneyjum.
í yfírlýsingunni er skorað á írani
og íraka að setjast niður við samn-
ingaborðið og ljúka styijöldinni,
sem staðið hefur í sjö ár. Einnig
er þar skorað á Sameinuðu þjóðim-
ar að binda enda á átökin.
Fyrir fundinn, sem hófst á mánu-
dag, var greint frá því að Banda-
ríkjamenn kjmnu _að gera árás að
fyrra bragði ef íranir settu upp
flaugar til að granda skipum á
Persaflóa og vaknaði ótti um að
átök milli Bandaríkjamanna og ír-
ana væru í uppsiglingu.
Leiðtogamir sjö skuldbundu sig
til að ráðfæra sig hver við annan
um það hvemig tryggja ætti óhindr-
aðar skipaferðir á flóanum: „Frelsi
til siglinga á Persaflóa er okkur
gríðarlega mikilvægt og það verður
að tryggja." Leiðtogamir gengu þó
ekki svo langt að skuldbinda sig til
að veita Bandaríkjamönnum hem-
aðarlegan stuðning ef til átaka
kæmi á Persaflóa.
Öryggisviðbúnaður á fundinum
jókst töluvert eftir að sprengjur
sprungu við sendiráð Bandaríkja-
manna og Breta í Róm í gærmorg-
un. Engan sakaði í sprengingunum,
sem talsmaður lögreglu sagði að
mætti örugglega tengja leiðtoga-
fundinum. Samtök, sem nefna sig
„Alþjóðasveitir gegn heimsvalda-
stefnu", lýstu yfír ábyrgð sinni á
sprengingunum.
Leiðtogamir skoruðu á Sovét-
menn að kveðja herafla sinn brott
frá Afganistan og virða mannrétt-
indi, en fögnuðu einnig stefnu
Mikhaiis Gorbachevs, leiðtoga Sov-
étríkjanna, um opnari fjölmiðlun og
endurbætur í efhahagsmálum.
Leiðtogamir fögnuðu þvf að góð-
ar horfur væru á afvopnunarsamn-
ingi, sem gæti leitt til þess að öil
kjamorkuvopn risaveldanna í Evr-
ópu, nema þau minnstu, yrðu
íjarlægð. Þess var krafist að efna-
vopn yrðu bönnuð og samið yrði
um að fækka í hefðbundnum her-
afla.
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í sjónvarps-
viðtali áður en yfírlýsingin var lesin
að undirbúningur undir nýjan leið-
togafund Bandaríkjamanna og
Sovétmanna gengi „nokkuð vel“.
Ráðherrann vildi þó ekki nefna dag-
setningu í þessu sambandi.
Á leiðtogafundinum var brotið
blað í baráttunni gegn hryðjuverk-
um. I fyrsta skiptu lýstu leiðtogam-
ir sjö yfír því að ekki yrði látið
undan kröfum hryðjuverkamanna
eða fulltingismanna þeirra. „Hver
sem tilgangurinn er — ekkert rétt-
lætir hryðjuverk. Við staðfestum
hér skuldbindingu hvers okkar til
að virða þá meginreglu að láta ekki
undan kröfum hryðjuverkamanna."
ingar, en þar af var ellefu beint
áfram til Karpovs, sem sat í Kreml
og svaraði spumingunum um gervi-
hnött.
Sagði hann m.a. að samkomulag
milli stórveldanna um meðaldrægar
flaugar kynni að vera á næsta leiti,
ef Bandaríkjamenn féllu frá nokkr-
um málamyndakröfum sínum. Sem
dæmi um þessar fyrirstöður Banda-
ríkjamanna taldi Karpov vera
hugmyndir þeirra um að breyta
meðaldrægum flaugum sínum í
Evrópu í skammdrægar. Þetta taldi
Kaipov vera óaðgengilegt þar sem
auðvelt væri að breyta þeim aftur
og tæki innan við 48 klukkustundir.
Karpov sagðist ekki eingöngu
vonast til þess að afvopnun yrði á
sviði kjamorkuvopna í Evrópu —
markmiðið hlyti einnig að vera af-
vopnun þar sem eru hefðbundin
vopn, því tilgangurinn væri vita-
skuld að fyrirbyggja friðrof í
Evrópu.
Einnig var rætt um eftirlit með
því að samningar væru haldnir og
sagði Karpov að slíkt eftirlit ætti
einnig að eiga við hugsanlegt bann
á efnavopnum. Hann bætti við að
Sovétríkin hefðu fallist á fyrirvara-
laust eftirlit, en það fellst í því að
hvor aðili um sig getur gert kröfu
um að fá að skoða tiltekna staði,
telji hann að ekki sé þar all með
felldu og samkvæmt samningi.
„Ríkin ættu ekki að hafa rétt á að
hafna slíku eftirliti", sagði Karpov
og sagði jafnframt að nú væru
ræddar aðrar leiðir til vígbúnaða-
reftirlits.
Viktor Karpov er formaður Af-
vopnunarráðs sovéska utanrikis-
ráðuneytisins og hefur tekið beinan
þátt í vígbúnaðarsamningum stór-
veldanna undanfarin 20 ár.
Kosningarnar í Bretlandi:
íhaldsflokkurinn lík-
legur sigurvegari
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Kosningabarátta íhaldsflokks- héit á fund iðnríkjanna í Feneyj-
ins náði ekki verulegum krafti
fyrr en um síðustu helgi, en gekk
heldur böksulega f vikunni á
undan. Flokkurinn heldur þó
stöðugu forskoti á Verkamanna-
flokkinn i skoðanakönnunum, og
fátt virðist nú geta komið í veg
fyrir sigur hans. Kosningamálin
síðustu daga hafa verið skatta-
málastefna Verkamannaflokks-
ins, stefna íhaldsflokksins i
heilbrigðismálum, húsnæðismál
og kostir og óskostir forsætisráð-
herrans. Frú Margaret Thatcher
um á mánudag og kom aftur i
kosningabaráttuna i gær.
Eins og fram kom í frétt Morgun-
blaðsins i síðustu viku, voru niður-
stöður skoðanakannana þá í fyrsta
skipti á þann veg, að raunverulegur
möguleiki virtist á því, að enginn
flokkur fengi hreinan meirihiuta í
neðri málstofu þingsins. Skoðana-
kannanir, sem birtust um siðustu
helgi sýndu forystu íhaldsflokksins
frá sjö og upp í ellefu prósent.
Bretland:
Flugsamgöngur
í eðlilegt horf
London, Reuter,
BREZKIR flugumferðarstjórar
hættu í gær sólarhrings verk-
falli, en tollverðir og ýsmar
stéttir opinberra starfsmanna
héldu áfram aðgerðum i gær til
að leggja áherzlu á launakröfur
sinar.
Veruleg röskun varð á flugi í
fyrradag af völdum verkfalls flug-
umferðarstjóra en búist var við að
það yrði með eðlilegum hætti í gær.
Vegna aðgerða tollvarða varð
mikil töf á feijusamgöngum yfír
Ermasundið og mynduðust langar
biðraðir farartækja í höfnum beggja
vegna sundsins.
Aðgerðimar voru skipulagðar
rétt fyrir þingkosningar til að ná
meiri athygli. Ríkisstjómin hefur
boðið viðkomandi starfsstéttum
4,5% launahækkun en stéttarfélög
þeirra krefjast 15% hækkunar.
Meðaltal skoðanakannana í síðast-
liðinni viku var það sama og í
vikunni áður. íhaldsflokkurinn 43%,
Verkamannaflokkurinn 34% og
Bandalag fijálslyndra og jafnaðar-
manna 21%. Einungis í einni
könnun minnkaði forysta íhalds-
flokksins niður í fjögur prósent í
síðastliðinni viku. í þeim kjördæm-
um, þar sem forskot íhaldsflokksins
var minnst í síðustu kosningum,
heldur flokkurinn sínu nokkum
veginn, þótt fylgi hans hafi minnk-
að í kjördæmum, þar sem Verka-
mannaflokkurinn var í öðru sæti. í
Miðlöndunum, í kjördæmum í Birm-
ingham og Wolverhampton, þar
sem úrslitin ráðast í þessum kosn-
ingum, hefur Verkamannaflokkur-
inn ekki unnið nógu mikið á til að
geta talist sigurstranglegur. Tvenns
ber þó að gæta: í kosningunum
1970 og báðum kosningunum 1974
unnu stjómarandstöðuflokkamir
upp álíka mikið forskot á síðustu
dögum kosningabaráttunnar.
Bandalagið gæti tekið sterklega við
sér eins og fyrir fjórum árum.
Alla síðustu viku voru forystu-
menn íhaldsflokksins að veija
gerðir sínar og náðu aldrei frum-
kvæðinu í kosningabaráttunni, enda
snerist hún mest um kosningamál
Verkamannaflokksins. Um síðast-
liðna helgi náðu íhaldsmenn aftur
að beina athygli kjósenda að stefnu
Verkamannaflokksins í skattamál-
um, en hann hefur skuldbundið sig
Neil Kinnock
til að hækka ekki skatta og auka
útgjöld, en um leið lýst því yfír, að
allir, sem hefðu minni tekjur en 500
pund (um 120.000 ísl. kr.) á mán-
uði, yrðu jafn-vel settir undir stjóm
Verkamannaflokksins og íhalds-
flokksins. Það er ekki ljóst, hvemig
flokkurinn ætlar að fara að þessu,
og þvi hittu íhaldsmenn á veikan
blett, þegar þeir tóku upp þetta
mál. í síðustu viku sagði forsætis-
ráðherrann, að hún notaði sjúkra-
hús í einkaeigu til að leita lækninga.
Forystumenn Verkamannaflokks-
ins telja, að þetta séu reginmistök
og hafa notað sér orð forsætisráð-
herra í gær og fyrradag. Forsætis-
ráðherra hefur svarað því til, að
hún hafí ekki lengt biðlista á ríkis-
sjúkrahúsum, hún greiddi sitt
framlag til ríkissjúkrahúsanna og
stjóm ríkisins gæti ekki verið háð
biðlistum sjúkrahúsa.
The Times birti skoðanakönnun
á mánudag í kjördæmum, þar sem
mjóst var á mununum á milli Verka-