Morgunblaðið - 24.06.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.06.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 33 i Stoltir veiðimenn eftir velheppnaða veiði í Vatnsdalsá: Talið frá vinstri: Jón Á. Jónsson með 23ja punda lax, Gísli Erlendsson með 20 punda lax, Sveinbjörn Eyjólfsson með 18 og 25 punda laxa og loks er það veiðiklóin sjálf, Sigurður Einarsson, með 29 punda metlaxinn. 29 punda risi úr Vatnsdalsá „Veiðin hefur aðeins dofnað en hún er samt góð, því hún var al- deilis frábær í byrjun. Það veidd- ust til dæmis 10 laxar í gær á 6 stangir og þá voru 208 laxar komnir á land og nýlega kom sá stærsti til þessa á land, 29 punda fískur, sem Sigurður Einarsson veiddi í Hnausastreng á maðk. Laxinn var 106 sentimetrar á lengd og gríðarlega þykkur," sagði Ingibjörg Þorkelsdóttir í veiðihúsinu Flóðvangi við Vatns- dalsá í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Að sögn Ingibjargar er meðal- þungi veiddra laxa trúlega milli 14 og 16 pund og mikið er af laxi í ánni. Tveir 9 punda fiskar eru minnstir til þessa. Mest er veitt á maðk og spón, en einstaka menn reyna flugu og gera það gott. Laugardalsá: Nóg af laxi en hann tekur ilia „Við opnuðum 13. júní og fyrsta hollinu gekk frekar vel, veiddi 10 laxa, en síðan hefur þetta verið tregt og f gær voru komnir 20 laxar á land. Það er ekki vegna laxleysis, þvert á móti, það er talsvert gengið í ána og laxinn er kominn alveg upp í vatn. Teljarinn hefur mælt 156 laxa og það er töluvert af físki fyrir neðan hann einnig. Málið er, að það er sól og blíða alla daga og laxinn tekur því illa. Þetta breytist trú- lega ekki fyrr en veður breytist," sagði Sigutjón Samúelsson á Hrafnabjörgum í samtali við Morgunblaðið í gær er hann var inntur eftir veiðinni í Laugardalsá við Djúp. Hann sagði stærsta lax- inn til þessa 15 punda, en meðalþungann í kringum 12 pund. Stórlaxar í Hvítá Fyrstu laxamir hafa veiðst í Hvítá í Ámessýslu. Veiði var strax í opnun á Iðunni og í fyrradag veiddust fyrstu laxamir í Snæ- foksstöðum, en þá bar þar að Jón Jónasson, gamalreyndan Hvítár- kappa. Hann gerði sér lítið fyrir og dró tvær rokvænar hrygnur á land fyrir neðan Lambaberg. Lax- amir vom 20 og 16 pund og fregnir herma að Jón hafi misst enn stærri físk og sleit sá fískur þótt sterkt hafí verið undir. Lax- amir tóku maðk. Þá hefur frést af líflegri veiði í Langholti og í landi Kiðjabergs og Hests veiddist bæði lax á fyrsta degi og töluvert sást af laxi stökkvandi á breið- unni fram undan veiðihúsinu. Stangveiðifélag Reylqavíkur er með síðastnefnda svæðið á leigu og býður þar veiðileyfí á afar viðr- áðanlegu verði. Nú er í fyrsta skipti veitt þama á stöng, en dijúg netaveiði hefur verið þama í gegn- um árin. Laxinn sem veiddist vóg 12 pund og eins og svo víða það sem af er, þá hristi miklu stærri fískur sig af. Lifnar yfír Elliðaánum? Eindæma slök veiði hefur verið í Elliðaánum það sem af er, í gær vom aðeins um 20 laxar komnir á land og fregnir bámst af fá-' dæma lystarleysi laxa þar sem agn veiðimanna var annars vegar. Jón Jónasson með hrygnumar sínar stóru af Snæfoksstaða- svæðinu í Hvitá. Lítil hreyfíng hefur verið lengst af á laxinum, en síðustu daga hefur aðeins ræst úr. Teljarakass- inn, sem hafði vart hreyfst dögum saman með 40—50 laxa talda, rauk allt í einu upp í 112 og von- andi veit það á gott. Það er sem sé reytingur af laxi í ánni, en dæmalaust latur að hreyfa sig. Lítið vatn, blíðviðri og hár vatns- hiti hjálpast að með laxinum gegn veiðimönnum. 26 pundari úr Miðfjarðará Af því að verið er að ræða um stórlaxa, þá er þess að geta, að í fyrradag veiddist í Miðijarðará næst stærsti lax sem vitað er til að veiðst hafí á þessu sumri. Það var Ágúst Kárason sem laxinn dró, 26 punda hæng, sem greip svartan Tóbíspón í Armótahyl Vesturár og Miðfjarðarár. Fyrsta veiðidaginn í ánni veiddist 25 punda hængur í Hlaupunum í Austurá. Þetta árkerfí á því annan og þriðja stærstu laxa sumarsins. Fiskmarkaður Suður- nesja í burðarliðnum BÚIST er við, að gengið verði „Þetta form gefur hins vegar formlega frá stofnun Fiskmark- aðar Suðurnesja hf. á framhalds- stofnfundi, sem boðaður hefur verið í Glaumbergi í Keflavík í kvöld. Að sögn Sigurðar Garð- arssonar, framkvæmdastjóra Voga hf., sem er einn af stofnað- ilum, verður hér um að ræða svokallaðan fjarskiptamarkað, þar sem salan fer fram án þess að skipin þurfi fyrst að koma til hafnar til löndunar. Sigurður sagði að ástæðan fyrir því að þetta form hefði orðið fyrir valinu væri sú að stofnaðilar, sem væru ýmsir fískverkendur á Suður- nesjum, teldu ekki á sínu færi að raska hafnarmálum þar með því að taka ákvörðun um gólfmarkað í einhveijum ákveðnum höfnum. Sveitarstjómir á Suðumesjum hefðu ekki haft fmmkvæði að stofn- un þessa fiskmarkaðar og raunar ekki sýnt málinu áhuga, ólíkt því sem átti sér stað þegar fískmarkað- ir vom stofnaðir í Reykjavík og í Hafnarfirði. Ekið á bíl og brott LÖGREGLAN í Reykjavík biður ökumann amerískrar bifreiðar, sem var ekið á kyrrstæða bifreið á fimmtudag í fyrri viku, um að gefa sig fram. Hvít Saab-bifreið stóð við Ásvalla- götu 56, fímmtudagskvöldið 18. júní kl. 18.45. Stórri, amerískri bifreið var ekið á vinstra framhom Saab-bifreið- arinnar, en ökumaður stöðvaði ekki, heldur ók á brott. Ökumaðurinn er beðinn um að hafa samband við slysar- annsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Þá em þeir, sem kunna að hafa séð atburðinn, einnig beðnir um að gefa sig fram. bátunum möguleika á að landa í hvaða höfn sem þeir vilja, og hent- ar á vissan hátt okkar svæði ágætlega. Við emm með þessu að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum sem við búum við,“ sagði Sigurður ennfremur. Hann sagði að uppboðin fæm þannig fram, að menn söfnuð- ust saman á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, þar sem bátamir hefðu meldað sig inn með upplýs- ingar um magn og samsetningu afla. Síðan byðu menn í aflann á staðnum, í gegnum fjarskipti við bátana. Sigurður sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um san\astað fyrir Fiskmarkað Suðumesja hf., en kvaðst reikna með að það yrði að vera á tveimur stöðum á Suður- nesjum. Hann sagði að gert væri ráð fyrir markaðurinn tæki til starfa í september næstkomandi. GENGIS- SKRÁNING Nr. 114 - 23. júní 1987 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 39,090 39,210 38,990 Stpund 62,309 62,501 64,398 Kan.dollarí 29,304 29,394 29,108 Dönskkr. 5,6352 5,6525 5,6839 Norskkr. 5,7898 5,8076 5,7699 Sænskkr. 6,0921 6,1108 6,1377 Fi.mark 8,7332 8,7601 8,8153 Fr.franki 6,3533 6,3728 6,4221 Belg.franki 1,0225 1,0256 1,0327 Sv.franki 25,4940 25,5723 26,7615 Holl.gyllini 18,8114 18,8691 18,9931 V-Þ. mark 21,1893 21,2543 21,3996 ítlira 0,02935 0,02944 0,02962 Austurr.sch. 3,0150 3,0243 3,0412 Port escudo 0,2721 0,2730 0,2741 Sp.pesetí 0,3067 0,3077 0,3064 Jap.yen 0,26679 0,26761 0,27058 írsktpund 56,731 56,905 57,282 SDRjSérst.) 49,8446 49,9981 50,0617 Eeu,Evr6pum. 43,9508 44,0858 44,3901 Hámarkshraðinn: Breytingin á ekki alls staðar við ÞÆR breytingar, sem nú hafa verið gerðar á reglum um há- markshraða á þjóðvegum með bundnu slitlagi, eiga ekki við um alla slíka vegi. Þeir vegir, sem breytingin nær til, era sérstaklega auðkenndir. Breytingin á ekki við um vegi sem liggja um þéttbýli, til dæmis Hafnarfjarðarveg, Reylqanes- braut og Álftanesveg. Af frétt Morgunblaðsins í gær af þessum breytingum hefði mátt ráða að 90 kílómetra hámarkshraði væri nú leyfílegur á öllum þjóðvegum með bundnu slitlagi, en það er ekki rétt. Almennur hámarkshraði á vegum utan þéttbýlis er sem fyrr 70 kílómetrar á klukkustund. Okumenn era því beðnir um að gæta að því hvaða hámarkshraði er gefínn til kynna á umferðar- skiltum, áður en þeir þrýsta um of á bensíngjöfína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.