Morgunblaðið - 05.07.1987, Page 5

Morgunblaðið - 05.07.1987, Page 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987_________________________ Reiðhöllin að komast í gagnið: HM-kandídat- arnir riðu á vaðið Landbúnaðarsýmngin verður haldin þar í ágúst REIÐHÖLLIN sem er í byggingu á félagssvæði Fáks var í fyrsta skiptið notuð fyrir keppni á hrossum á föstudaginn þegar keppendur í úrtöku fyrir heims- meistaramótið glímdu þar við hlýðnikeppnina. I ráði er að vigja reiðhöllina næstkomandi föstu- dag og verður þá efnt til fjöl- Trausti Þór Guðmundsson var fyrstur til að ríða í formlegri sýningu í reiðhöllinni og var hann á hest- breyttrar hrossasýningar. inum Loftfara frá Hafnarfirði. I gólfinu er hvítur skeljasandur en hann var settur sérstaklega fyrir vígsluna sem verður á föstudag. Heimsmeistarakandídatarnir létu vel af reiðhöllinni að öðru leyti en því að þeim fannst völlurinn heldur gljúpur. Á milli 50 og 60 manns fylgdust með keppninni en hluti áhorfendastúkunnar er kominn upp. Unnið er nú af kappi við að loka höllinni og að lokinni vígsluat- höfn verður sett trégólf á völlinn sem verður þar meðan á Land- búnaðarsýningunni stendur, en hún verður haldin þama um miðjan ágúst. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Umframbirgðir kindakjöts: Kjötinu ekki hent straxeftir slátrun SÚ SPURNING hefur vaknað eftir að svokallaðar umfram- birgðir af kindakjöti hafa verið urðaðar undanfarið á ruslahaug- um Reykjavíkurborgar, hvort ekki væri ódýrara fyrir ríkissjóð að fleygja kjötinu strax eftir slátrun og losna þannig við geymslu- og vaxtakosnað. Kostn- aður rikisins vegna þess kjöts sem nú er búið að urða er talinn vera um 36 miiyónir króna, þar af er geymsiu- og vaxtakostnað- ur rúmar 11 miiyónir. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, var spurður þessarar spumingan „Nei, við reiknum ekki með því frá upphafi að henda þurfi kjöti, það er neyðarráðstöfun, en hvað varðar vextina þá er þar ekki um beinan kostnað að ræða. Vext- imir em tilkomnir vegna verðbólgu, krónan er sífellt að lækka gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að flytja kjötið út jafnóðum í eins miklum mæli og hægt er, en þegar það tekst ekki leggst á þessi vaxtakostnað- ur,“ sagði Guðmundur. Ástæðu þess að ekki tókst að selja kjötið sem nú er flutt á haug- ana, sagði Guðmundur vera fyrst og fremst þá, að á síðastliðnu hausti var töluvert fækkað af full- orðnu fé og því væri framleiðslan of mikil. Þá væri Noregsmarkaður, sem áður var stór hluti markaðsins, nú alveg að lokast. Hann sagði ennfremur að áformað væri að skera niður 40 þúsund til viðbótar í ár og næsta ár, samkvæmt bú- vörusamningi við bændur, og sá niðurskurður væri hátt í 1.000 tonn af kjöti á markaðinn. Með þessum niðurskurði yrði dregið verulega úr framleiðslu á kindakjöti á næstu árum, þó það nú skapaði offram- leiðslu. Helgarveðrið: Þurrt um sunn- anvert landið ÞURRT verður um sunnanvert landið um helgina og víða létt- skýjað þó eitthvað þykkni væntanlega upp eftir því sem á liður. Hitastig verður á bilinu 12-16 stig. Um norðan- og austanvert landið verður hins vegar þoka, suddi og rigning. Hitastig verður þar 7-10 stig- VEÐDEILD ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF. hefur tekið til starfa Fyrsta útboð veðdeildarinnar er alls að fjárhœð 65 milljónir króna. UM ERAÐ RÆÐA VERÐTRYGGÐ EINGREIÐSLUBRÉF. SKULDABRÉF ÞESSI ERU AÐ UPPHÆÐ KR. 100 ÞÚSUND OG KR. 250 ÞÚSUND SKULDABRÉF AÐ UPPHÆÐ KR. 100 ÞÚSUND Frá einu til fjögurra ára. Eingreiðslubréf. Ávöxfun umfram verðbólgu: Eins árs bréf 9,7% ársávöxfun Gjalddagi 1. júií 1988 Tveggja ára bréf 9,7% ársávöxfun Gjalddagi 1. júlí 1989 Priggja ára bréf 9,5% ársávöxfun Gjalddagi 1. júlí 1990 Fjögurra ára bréf 9,3% ársávöxfun Gjalddagi 1. júlí 1991 SKULDABRÉFAÐ UPPHÆÐ KR 250 PÚSUND Til þriggja og fjögurra ára. Eingreiðslubréf. Ávöxfun umfram verðbólgu: Þriggja ára bréf 9,5% ársávöxfun Gjalddagi 1. júlí 1990 Fjögurra ára bréf 9,3% ársávöxfun Gjalddagi 1. júlí 1991 VEÐDEILDARBRÉF ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF. ER HÆGTAÐ KAUPA Á ÖLLUM AFGREIÐSLUSTÖÐUM BANKANS. ÞAU ERU EINNIG TIL SÖLU HJÁ HELSTU VERÐBRÉFASÖLUM. iVIEiÐiDiEi l ,L D ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF Austurstrœfi 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.