Morgunblaðið - 05.07.1987, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987
Með kveðju
frá Rússlandi
Það gekk ekki vandræðalaust fyrir
sig að koma hinum rándýra
myndaflokki Péturmiklié skjáinn
en Sjónvarpið sýnir hann nú á
miðvikudagskvöldum.
Hanna Schygulla og Maximilian Schell í hlutverkum sínum í
framhaldsmyndaflokknum Pétur mikli.
Pétur mikli, hinn átta stunda langi fram-
haldsmyndaflokkur sem sýndur er á
miðvikudagskvöldum hjá Sjónvarpinu, er
einn af þessum fjölþjóðaþáttum sem
býður uppá fleiri fræga leikara en
Óskarsverðlaunahátíðir, lítur stórfeng-
legar út en Versalir, aukaleikararnir
kæmustu varla fyrir í Laugardalshöllinni
og búningar og leikmyndir kosta meira
en Leifs Eiríkssonar-flugstöð, fullbúin.
Auðvitað eru þetta ýkjur, en kannski
ekkert umtalsverðar. Þið vitið hvernig
húsgangurinn hljóðar: Það er allt svo
stórt íTexas. Eða í þessu tilviki hjá NBC-
sjónvarpsstöðinni.
Pétur mikli kostaði a.m.k. 27 milljónir
dollara (rúmur milljarður ísl.) og á meðal
leikara í myndaflokknum eru Maximilian
Schell, Vanessa Redgrave, Laurence
Olivier, Omar Sharif, Trevor Howard, Lilli
Palmer, Hanna Schygulla og Ursula
Andress. Ekki slæmt leikarapartý það.
Flokkurinn var tekinn á heimaslóðum
Péturs mikla í Rússlandi og varð þar með
fyrsta leikna Bandaríska kvikmyndin sem
gerð hefur verið á meðal Rússa síðan
kvikmyndasögur hófust. Það var hinn
annars stirðbusalegi félagi Brésnef, sem
veitti leyfið í óútskýrðu þíðukasti.
En það gekk síður en svo vandræða-
laust fyrir sig að framleiða myndaflokkinn
i Rússlandi. Við þekkjum öll söguna af
Pétri mikla. Árið 1697 tók hann sér hið
frjósamasta frí frá störfum og varð fyrsti
Rússakeisarinn til að ferðast með friði
út fyrir landsteinana. í 18 mánuði gekk
hann á milli allra helstu borga i Evrópu,
drakk í sig vestrænar hugmyndir og
tækni og snéri aftur til að leiða Rússa
inn í samtímann. Besta sagan gerðist
aftur á móti næstum þremur árhundruð-
um síðar, eins og Richard Zoglin rakti í
grein í vikuritinu Time þegar þættirnir
voru sýndir vestra. Bandarískt sjónvarps-
lið leggur í annað ferðalag í þetta sinn
til Sovétríkjanna að gera smáþáttaröð
um Pétur mikla. En það gengur ekki sem
best frá upphafi og jafnvel fyrir upphafið
því áður en höfundur framtaksins nær
að stíga á rússneska jörð er hann rek-
inn. Hið þunglamalega skrifræðisbákn í
Moskvu og hræðilegir kuldar valda ótelj-
andi töfum og harðræði. Þá verður
stjarna þáttanna lasin og neyðist til að
hætta áður en kvikmyndun lýkur að fullu.
í hlutverk hans er settur í óreyndur leik-
ari sem lítur ekkert ósvipað út og Schell.
Það nálgast því kraftaverk að mynda-
flokkurinn skyldi yfirleitt ná á skjáinn.
Tilurð alls vafstursins má rekja til ársins
1982 þegar framleiðandinn Lawrence
Schiller (Söngur bööulsins) fékk þá hug-
mynd að gera sjónvarpsþætti eftir
ævisögu Péturs mikla sem Robert K.
Massie skráði og hlaut mikið lof fyrir en
hún kom út árið 1980. Schiller fékk leyfi
Kremlverja til að kvikmynda í Sovétríkjun-
um en samningur þar að lútandi varð
litlar 130 síður að lengd. Schiller hamr-
aði hann saman ásamt sovétmönnum
sem sóttust eftir að fá að hafa puttana
í kvikmyndahandritinu en fengu ekki.
Og áður en leið á löngu fékk Schiller
það ekki heldur. Hann þótti of eyðslu-
samur og í ágúst árið 1984, eftir nokkrar
tökuvikur í Vín, rak NBC hann. Tökur
voru þegar orðnar þremur dögum á eftir
áætlun og Schiller hafði eytt um 800.000
dollurum meira en fjárhagsáætlun leyfði.
Eftirmaður hans sem framleiðandi og
leikstjóri var Marvin Chomsky, sem verð-
launaður var fyrir sjónvarpsþættina
Helförin (Holocaust). Hann fékk verkefn-
ið í hendur þegar sjö mánaða tökur í
Rússlandi voru að hefjast. Vandamál
skutu upp kollinum næstum samstundis.
Fyrst týndust hárkollurnar á allt leikara-
liðið og fundust ekki í þrjár og hálfa viku.
Kvikmyndaliðinu þótti allur aðbúnaður
hinn óþægilegasti, það treysti ekki mikið
hinu sovéska flutningakerfi og salernis-
Omar Sharif í hlutverki ráðgjafa
Péturs; leið heldur illa í Rússlandi.
Trevor Howard leikur Isaac Newton
sem Pétur mikli hitti raunar aldrei
nema í myndaflokknum.
pappírinn var hrjúfur. „Ég átti þarna
óyndislegar stundir," sagði Omar Sharif,
sem leikur einn af ráðgjöfum Péturs.
Honum dauðleiddist hið sovéska kjúkl-
inga og kartöflu fæði og gerði sér ferð
til Parísar þar sem hann keypti ótiltekið
magn af íúnfiski í dollum, flaug með það
aftur til Sovét og borðaði einn síns liðs
uppi í rúminu sínu á kvöldin.
Og eftir því sem leið á kvikmyndunina
fór rússneski veturinn að láta að sér
Laurence Olivier leikur Vilhjálm
Englandskonung.
Vanessa Redgrave leikur Soffiu, systur
Péturs.
kveða. Kvikmyndaliðið varð að breiða
teppi yfir tæki sín til að verja þau kuldan-
um og Ijósaperur í kösturum sprungu
tíöum vegna hitabreytinganna þegar
þeir voru færðir í hús. Eftir tannaglamur
og skjálfta á ísköldum tökustöðunum
voru fengnar tvær stórar rútur fyrir leik-
arana að skipta um búninga í. Og í
febrúar árið 1985, mánuði áður en hann
átti að byrja að leikstýra í Þýsku óper-
unni í Berlín, fékk Schell flensu sem varði
í fjórar vikur. Með væntanlegt leikstjórn-
arverkefni á herðunum og ókláraðan
myndaflokk gat Schell ekki bara legið
kyrr eins og hver annar sjúklingur heldur
dróst á lappir til að leika í nokkrum atrið-
um í Leningrad áður en hann hvarf á
brott. „Stundum var ég eins og hálf
meðvitundarlaus," sagði hann síðar.
Framleiöendurnir gripu þá til þess
ráðs, verandi stjörnulausir á elleftu
stundu, að fletta í gegnum leikaraskrá í
London og völdu Denis De Marne til að
fara með hlutverk Péturs í þeim fáu atrið-
um sem eftir voru. Schell neitaði í fyrstu
að tala inná myndina fyrir hann en gaf
svo undan.
Annars hafði Schell mikið gaman af
því að segja frá því er hlé gafst frá tökum
þegar hann og meistari Orson Welles
fundu upp smáþáttaröðina (miniseries).
„Það var fyrir um 15 árum á Frönsku
TÍveríunni. Við Orson hittum kvikmynda-
ramleiðanda að máli og ræddum við
hann um þá hugmynd Orsons að leik-
stýra nýrri útgáfu af Glæpi og refsingu
en í henni átti ég að leika Raskolinkov.
Við sökktum okkur í samræðuna og ég
sagði þegar frá leið að það þyrfti minnst
þrjár aðskildar myndir - eina sem gerðist
fyrir glæpinn, eina um glæpinn og eina
sem gerðist eftir glæpinn. „Það er rétt,"
sagði Orson, „bókin er svo mikilfengleg
að það væri hægt að gera mynd um
hvern kafla fyrir sig.“ Framleiðandinn var
orðinn hinn órólegasti og spratt ioks á
fætur og hvarf svo við brjálæðingarnir
sátum einir eftir. Við höfðum, langt á
undan okkar samtíð, fundið upp smá-
þáttaröðina."
En aftur í alvöruna. „Það eru mörg
þemu í myndaflokknum um Pétur mikla-
baráttan um völdin á milli Péturs mikla
og Soffíu (Vanessa Redgrave) systur
hans, ástarsamband hans og Katrínar
(Hanna Schygulla), bygging Pétursborg-
ar og stirðlegt samband Péturs mikla
og Alexar (Boris Plotnikov) sonar hans -
en mig grunar að áhorfendur eigi eftir
að hafa mestan áhuga á þessu gríðar-
lega stóra og hrífandi landi sem kallað
er Rússland," segir leikstjórinn Marvin
J. Chomsky. Hann segir það ekki vera
neina slysni að enn sé litið á Pétur mikla
sem þjóðhetju því hann bar ætíð hag
þjóðar sinnar fyrir brjósti. „Það hefur svo
margt verið sagt um hann, svo margt
gott og svo margt slæmt. En það er eitt
sem allir eru sammála um og það er
tryggð hans við fööurlandið. Eins og
rússneska skáldiö Alexander Pushkin
sagði einu sinni: „Pétur reisti Rússneska
hestinn á afturlappirnar."“