Morgunblaðið - 05.07.1987, Side 29
að það er hans verkefni að skrifa
um þjóð sína, hann hefur fundið
verkefni sitt; að vera íslenskur rit-
höfundur. Ég held hann hafí hugsað
um það, um tíma, að vera maður
eins og Gunnar Gunnarsson, sem
skrifaði í Danmörku og Kristmann
Guðmundsson, sem var í Noregi.
En ég veit ekki til að Halldór hafi
skrifað neitt á dönsku, utan þessar
smásögur sem komu út þegar hann
var 17 ára.
Þegar hann fór til Bandaríkjanna
fann hann hvað best hvað hann var
mikill íslendingur. Þegar hann sá
þetta land sem var stærst í heimi,
þá endurvakti það þjóðernisvitund
hans. Áður hafði hann hugsað sér
að starfa á „hugsjónagrundvelli al-
heimsborgarans, “ en nú fann hann
hversu mikilvægur arfur íslands
var. Hann skrifaði þá einum vini
sínum frá San Fransiskó: „Ég er
íslendingur. Hinn fullkomni íslend-
ingur. Það er þetta sem ég hef
verið að læra undanfama mánuði.“
Það má segja að Halldór hafí
orðið sósíalisti í Bandaríkjunum, en
þó ekki mjög kreddufastur. Enda
segist hann ekki hafa orðið sósía-
listi af lestri fræðibóka, heldur af
því að hafa séð atvinnuleysi í stór-
borgum Bandaríkjanna. Þetta var
á kreppuárunum. Þessi reynsla er
nokkurs konar undirstaða bóka
hans á 4. áratugnum. Þær voru
Salka Valka, Sjálfstætt fólk og
Ljósvíkingurinn.
Þetta finnst mér ekki hafa breyst
svo mikið fyrr en á seinni árum. í
bókum eins og Brekkukotsannál,
frá 1957, er spennan orðin lægri.
Hann segir þar um bækur sem voru
í Brekkukoti, „þær voru sagðar
öfugt við það sem við kennum við
danska rómani." Og hann segir um
þær að „líf sögumanns komi aldrei
málinu við og þaðan af síður skoð-
anir hans, en söguefnið eitt var látið
tala.“ Þama er þessi afstaða orðin
leiðarstjama hans sem rithöfundar.
Hann fínnur að íslenska bók-
menntahefðin, eins og hún birtist í
íslendingasögum, er sterk í honum.
Þegar hann skrifaði íslands-
klukkuna var hann mikið í íslend-
ingasögum. Hann segir í viðtali um
íslandsklukkuna: „Viðkvæminin
var tíska hjá rómantíkerunum, en
nú,“ og þá á hann líkast til við hin
harðsnúna stfl, eins og Hemingway,
„er tískan að vera með kaldhæðni
í stað viðkvæmni." Hann hefur
mmtítT
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987
sjálfur verið að reyna að forðast
þetta tvennt og reyna, eins og hann
segir, „ að sjá hlutina utan frá í
staðinn fyrir innan frá.“ Þetta er
það sem hann hefur reynt að gera
í Islandsklukkunni, segir hann.
Hér er hann kominn með íslend-
ingasögumar sem nokkurs konar
fyrirmynd. Þegar hann var ungling-
ur, aftur á móti, hafði hann skrifað
Einari Ólafí Sveinssyni bréf. Einar
hafði sent honum Heimskringlu
þegar hann var í klaustrinu, til að
hann héldi við íslenskri málkennd
sinni. í bréfínu til Einars segir hann:
„Snorri, og þessir gömlu karlar.
Þeir leggja mesta áherslu einmitt á
það sem nútímahöfundar leggja
minnsta áherslu á, nefnilega að búa
til kontúmr og þeir em allir í því
að tína saman einhver hundleiðinleg
fakta, sem enga skepnu geta in-
tresserað."
Þama er hann að afneita íslensku
bókmenntahefðinni. En svo fer
hann að semja íslandsklukkuna
mörgum áram seinna þar sem hann
beitir starfsaðferðum þessara
gömlu karla og notkun þessara
aðferða hefur stöðugt aukist hjá
honum.
Á seinni ámm, frá og með
Brekkukotsannál, er eins og þessi
rósemi og þetta hlutleysi, sem hann
hefur fundið í fomsögunum, séu
orðin eins konar leiðarstjama hans
þegar hann skrifar sjálftir. Og um
leið getur maður sagt að kennisetn-
ingar og skoðanakerfí séu liðin hjá,
eða hann sér þetta eins og úr fjar-
lægð. í staðinn em komin einföld
og uppmnaleg mannleg verðmæti
sem hann hefur mest fundið hjá
íslenskri alþýðu og ekki síst hjá
gömlu fólki.
Ég endaði fyrilestur minn á litlu
kvæði sem hann er með í bókinni
„í túninu heirna." Hann er að tala
um bemsku sína í Laxnesi og yrkir
um túnið heima. Hann lítur til baka.
Hann hefur fengið útsýni yfír
víðemi mannlífsins sem hann hafði
talað um.“
Að lokum, hvaða áhrif hefur
Laxness haft á bókmenntahefðina?
„Það er kannski fremur fyrir
yngri íslenska höfunda að svara
þessu. En eitt veit ég, íslenskur
skáldskapur getur ekki orðið eins
eftir Laxness."
VIÐTAL:
SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR
FLUG OG BILL
Nú er kominn tími til að bregða undir sig betri hjólunum og fljúga til Luxem-
borgar og rúlla um Evrópu fyrir lítinn pening.
Terra býður einstaklega lágt verð á fluginu og bíllinn kostar sama og ekkert.
Dæmi um Terruverð á flugi og bíl fyrir 4 í tvær vikur:
Fíat Panda: Ford Sierra:
kr. 11.731 pr. mann kr. 14.012 pr. mann
Ford Fiesta: Ford Scorpio:
kr. 12.156 pr. mann Ford Escort: kr. 12.960 pr. mann kr. 17.033 pr. mann
Innifalið i verði er flug (KEF-LUX-KEF) og bíll.með ótakmörkuðum akstri,
kaskótryggingu og söluskatti.
Öll verðin miðast við 2 fullorðna og tvö börn á aldrinum 2-12 ára.
Hittu starfsfólk Terru að máli og það opnar þér dyr að töfrum Evrópu.
VERÐKYNNING
Nokkur dæmi um verð: Verð pr. stk. kr.:
Kerti................................. 80,00
Kveikjulok........................... 320,00
Kveikjuhamar ........................ 131,00
Blaðka í blöndung.................... 155,00
Bensínvír............................ 725,00
Bremsuslangaframan .................. 665,00
Bremsuklossasettframan ’72-’84 .... 690,00
Bremsuklossasett aftan ’72-'84 ...... 690,00
Hleðslujafnarakúia................. 1.890,00
Stýrisendi .......................... 595,00
Hjólapakkdós ......................... 120,00
Liðhúsapakkdós........................ 350,00
Vatnskassi.......................... 9.705,00
Klafafóðring ......................... 310,00
Jafnvægisstangafóðring ............... 225,00
Gormar framan og aftan............. 2.081,00
Stýrishöggdeyfir.................... 1.105,00
Höggdeyfar, framan og aftan......... 1.550,00
Hliðarlistasett 2. og 4. dyra....... 6.900,00
Þurrkublað............................ 347,00
Hraðamælasnúra ’72-’84 ............... 725,00
Notkun viöurkenndra varahluta er trygging
fyrir hámarks endingu með lágmarks
kostnaði.
Hekla hf. selur aðeins viðurkennda vara-
hluti með ábyrgð, á hagstæðu verði.
Kynntu þér okkar verð áður en þú leitar
annað, það getur borgað sig.
Símar: 695500 og 695650