Morgunblaðið - 05.07.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.07.1987, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 36 Afmæliskveðja: Þórður Sigurðs son í Hnífsdal í dag á Þórður Sigurðsson í Hnífsdal 80 ára afmæli. Hann er fæddur á Kleifum í Ögurhreppi 5. júlí 1907 og voru foreldrar hans Þorbjörg Pálsdóttir og Sigurður Gunnarsson. Hann ólst upp hjá hjónunum Guðrúnu Þórðardóttur og Guðmundi Reginbaldssyni á Kleifum til 14 ára aldurs, en þá lést Guðmundur. Eftir það varð hann að sjá um sig sjálfur og vann 'hann hin ýmsu störf sem til féllu bæði til sjávar og sveitar. Árið 1932 fór Þórður í Bænda- skólann á Hvanneyri og lauk prófi þaðan tveimur árum síðar með fyrstu einkunn. Eftir að hann lauk námi fór hann aftur vestur í Djúp og þar hefur hann ætíð átt starfs- vettvang. Hann kvæntist Guðnýju Finns- dóttur frá Hrauni á Ingjaldssandi 2. desember 1938 og hefur heimili þeirra alla tíð staðið í Hnífsdal. Þau eignuðust þrjú böm: Guðrúnu, sem býr á Höfða á Höfðaströnd í Skaga- fírði og gift er Friðriki Antonssyni, Guðnýju Sigríði, sem gift er Jens Kristmannssyni, aðalbókara Orku- bús VestQarða, og Guðmund, VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIÐNADARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 byggmgameistara, kvæntur Ernu Jónsdóttur og eru þau búsett á ísafírði. Á árinu 1944 hófu Guðný og Þórður búskap á Bakka í Hnífsdal. Þórður tók mikinn þátt í félagsmál- um, átti m.a. sæti í hreppsnefnd Eyrarhrepps á árunum 1950—1968, var formaður skólanefndar bama- skólans í Hnífsdal í 10 ár og sóknamefndarformaður í 20 ár. Hann hafði eftirlit með byggingu bamaskólans í Hnífsdal og félags- heimilisins og vann ýmis önnur störf fyrir sveitarfélagið. Eftir að Eyrarhreppur sameinað- ist ísafírði réðst Þórður til verslun- arstarfa í Timburversluninni Björk á ísafírði og starfaði þar í átta ár, en síðustu árin hefur hann sinnt ýmsum tómstundastörfum og aðal- lega í sambandi við ættfræði. Hann var sæmdur merki Sjómannadags- ráðs árið 1986. Þórður hefur ávallt haft áhuga á stjómmálum og verið virkur þátt- takandi í störfumSjálfstæðisflokks- ins og unnið mörg trúnaðarstörf fyrir flokkinn auk sinnar löngu setu í hreppsnefnd Eyrarhrepps. Þórður Sigurðsson er traustur maður og vandaður til orðs og æðis, drenglundaður og tekur vel á öllu því sem hann hefur að unnið um dagana og sýnt einstaka sam- viskusemi í störfum. Ég, sem þessar línur rita, hef þekkt Þórð í marga áratugi og með okkur hefur ávallt verið traust og góð vinátta. Ég er þess fullviss að þeir em margir sem vilja flytja Þórði Sig- urðssyni, á þessum tímamótum í ævi hans, þakkir fyrir hans mörgu og góðu störf um dagana í þjónustu almennings. Hann hefur aldrei talið eftir sér að vinna fyrir aðra, hefur alltaf lagt gott til mála og haft þá hæfíleika að kunna að meta menn eftir frammistöðu þeirra í lífinu. Hann varð sjálfur að sjá sér far- borða ungur að árum og það hefur einkennt hann síðar á lífsbrautinni. Við sendum honum okkar bestu kveðjur og ámaðaróskir á þessum tímamótum, óskum honum fagurs og bjarts ævikvölds. Þórður mun dvelja ásamt Guðnýju konu sinni á heimili dóttur þeirra á Höfða á Höfðastönd á af- mælisdaginn. Matthías Bjamason VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! afsláttur Íjúníog júlíveitumvið 15% staðgreiðsluafslátt af pústkerfum í Volksvagen og Mitsubishi bifreiðar. Kynntu þér okkar verð, það getur borgað sig. m HEKLAHF SIMAR: 91-695500 91-695650 91-695651 Höfum opnað sölu- og sýningarsal fyrir öryggisbúnað okkar. Skeifan 3h - Sími 82670 Heimsnýjung á fUANVf!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.