Morgunblaðið - 05.07.1987, Page 42

Morgunblaðið - 05.07.1987, Page 42
GRIKKIR og Bandaríkjamenn eru komnir í hár saman vegna ásakana um að gríska stjórnin hafi komizt að samkomulagi við Abu Nidal, ill- ræmdasta hryðjuverkamann heims, Ium að samtök hans hlífi Grikklandi við hryðjuverkum. Grikkir hafa hótað að endurnýja ekki samning um bandarískar herstöðvar í Grikklandi þegar hann rennur út á í lok næsta árs, ef Bandaríkjamenn falla ekki frá ásökunum sínum. Grikkir vísa þeim eindregið á bug og segja þær jafn- gilda „póiitískri skemmdarstarf- semi." Palestínumenn í flóttamannabúðum íLíbanon: ungir og örvæntingarfullir nýliðar. Grikkir harðneita þeirri staðhæf- ingu Banda- ríkjamanna að Abu Nidal hafi verið handtek- inn þegar hann kom til Aþenu fyrir um hálfum mánuði og síðan látinn laus að skipun yfírmanna í grísku leyniþjónustunni. Nafn Abu Nidals er efst á skrá Bandaríkjamanna um eftirlýsta hryðjuverkamenn. Hann hefur lýst ábyrgð á hendur sér fyrir rúmlega 100 hryðjuverk, þar á meðal árásina á sendiherra ísraels í Lundúnum, Sholomo Argov, í júní 1982 (sá atburður mun hafa leitt til íhlutun- ar Israelsmanna f Líbanon). Hann er líka talinn hafa borið ábyrgð á fjöldamorðunum á flugvöllunum í Róm og Vín í desember 1985. Abu Nidal var einnig grunaður um að hafa skipulagt árásimar á flugvöllinn í Karachi og bænahús Gyðinga í Istanbul. Vitað er að hann stóð að morði brezks stjómar- erindreka í Bombay 1984 og sendiherra Jórdaníu f Nýju Delhi í október 1983. Árið 1980 réðst hann á skrifstofu PLO í Islamabad og hann er sagður hafa borið ábyrgð- ina á árás á sendiráð Sýrlands í Karachi 1976. Talið er að hann hafí staðið fyrir morði á jórdönskum stjómarerindreka í Ankara í júlí 1985 og árásum á bænahús Gyð- inga í Vín 1981 og í Brussel og Róm 1982. Bretar telja að hann hafí verið viðriðinn tilraun, sem var gerð til að smygla sprengju um borð í flug- vél E1 A1 í apríl 1986. Sýrlendingur- inn Nezar Hindawi var dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir þann verknað. „Faðir baráttunnar“ Abu Nidal sagði skilið við Frelsis- samtök Palestínu (PLO) 1976 og hefur starfað undir vfgorðinu „blóð en ekki samninga". Hann og sam- tök hans, Fatah-byltingarráðið, hafa notið stuðnings Sýrlendinga og Muammar Gaddaffís Líbýuleið- toga. Abu Nidal er dulneftii og merkir „faðir baráttunnar" og hann heitir réttu nafni Sabri el-Banna og er fæddur í Jaffa, þar sem faðir hans var ávaxtasali. Fjölskyldan var auðug á palestín- skan mælikvarða, en hún flúði þegar styrjöld Araba og ísraels- manna hófst 1948, fyrst til Gaza og síðan til Nablus á vesturbakkan- um. Fjölskyldufyrirtækið var endurreist og gekk bærilega, en Abu Nidal varð þó að hætta námi í háskólanum í Kaíró án þess að ljúka prófí og fluttist til Saudi- Arabíu, þar sem hann gerðist rafvirki. Skömmu fyrir sex daga stríðið 1967 sneri hann aftur til Nablus ásamt palestínskri flóttakonu, sem hann hafði kvænzt. Eftir sigur ísra- elsmanna fluttist hann til Amman. Hann var þá orðinn félagi í PLO og helgaði sig nú andspymustarfsemi einvörðungu. A1 Fatah sendi hann til Súdan og írak. Hann átti skjótan frama Yasser Ara- fat að þakka, en klauf sig úr hreyf- ingunni vegna öfgafullrar afstöðu; var rekinn úr PLO í marz 1974 og kom þá á fót eigin hryðjuverkasamtök- um. Laust eftir 1970 hafði hann verið sendur til Norður- Kóreu og Kína. Þar kveðst hann hafa fyllzt mikilli hrifn- ingu á „aga og slipulagshæfíleikum Chou En lais." Hann neitar því að hann sé marxisti eða heittrúarmað- ur, en telur sig „njóta guðlegrar handleiðslu til að leiða palestínsku þjóðina.“ í viðtali í arabísku blaði í fyrra sagði hann: „Við störfum með sam- tökum andstæðinga Thatchers, t.d. IRA (írska lýðveldishemum). Hún slapp í árásinni í Brighton, en ég get fullvissað ykkur um að hún sleppur ekki næst. Ég vil ekki tala meira um nomina." Talinn af Lítið var vitað um Abu Nidal og samtök hans fyrr en ítalir fóru að yfírheyra Ibrahim Khaled, sem stjóm- aði árásinni á flug- völlinn í Róm og var eini árásarmaðurinn af fjórum sem komst lífs af. Sumir töldu jafnvel að Abu Nidal væri látinn. Upplýs- ingar Khaleds, sem er aðeins tvítugur, hafa yfírleitt reynzt réttar og fyrrver- andi félagar hans sitja um líf hans vegna uppljóstrana hans. í desember 1984 hafði Khaled verið sendur til Kýpur til að myrða brezka sendiherrann þar, en árásinni var frestað á síðustu stundu af „tæknilegum ástæðum." f júlí 1985 dvaldist hann í 20 daga í París til að undirbúa sprengjuárás- ir á sendiráð Bandaríkjanna, Bret- lands og ísraels, en hætt var við þær þegar Frakkar handtóku tvo hryðjuverkamenn. Khaled og félagar hans gerðu ekki ráð fyrir að komast lífs af Abu Nidal í Norður-Kóreu 1972: aðdándi Chou En-lais. þegar þeir gerðu árásina á flugvöll- inn í Róm. Tilgangur þeirra var að ráðast um borð í flugvél El-Al og sprengja hana í tætlur yfír Tel Aviv. „Ég er hermaður og fram- fylgi skipunum," sagði Khaled þegar hann var spurður að því hvers vegna hann hefði skotið á saklausa fólk á flugvellinum. En hann hafði talið sig berjast við ísraelsmenn og það fékk töluvert á hann þegar hann komst að því að flest fóm- arlömb hans vom Grikkir og ítalir. Samtök Abu Nidals eiga leynileg vopnabúr í mörgum löndum. í ágúst 1985 hugaði Khaled að földum vopnabirgðum í fjórum borgum Pakistans. í Róm vísaði hann á fjór- ar Kalashnikov-vélbyssur í holum tijábol í skemmtigarði. Að hans sögn vita aðeins háttsettir menn í samtökum Abu Nidals hvar leyni- vopnabúrin em. Ungir öfgamenn Abu Nidal er sagður hafa einn fulltrúa í hveiju landi Evrópu, en hryðjuverkamenn hafa ekki sam- band við þá. Það er talin skýringin á því að samtökin hafí haldið velli, þótt nokkrir félagar þeirra hafí ver- ið handteknir. Það hefur verið stefna Abu Ni- dals að ráða í sína þjónustu unga og örvæntingarfulla Palestínu- menn, sem lifðu af árásir ísraels- manna á flóttamannabúðimar Sabra og Chatilla í Líbanon. Khaled flúði frá Chatilla 1982. Vinur hans, Hassan Itab, sem var einnig frá Chatilla, var 17 ára gamall þegar hann fleygði sprengju inn í skrif- stofu British Airways í Róm í september 1985 með þeim afleið- ingum að ein kona beið bana og nokkrir vegfarendur særðust. Liðs- menn Abu Nidals em þjálfaðir tilræðismenn og hafa fengið æfíngu í að koma fyrir sprengjum og skjóta menn í bifreiðum á ferð. Með hjálp Khaleds hefur ítölsku lögreglunni tekizt að rekja sex hiyðjuverkaárásir á Ítalíu til sam- taka Abu Nidals. Hún hefur líka getað borið kennsl á 12 menn úr samtökunum, þar af nokkra sem nú em í haldi á Ítalíu, í Grikkl- andi, Vestur-Þýzkalandi og Aust- urriki. Samtökin nota ýmis nöfn, m.a. „Svarti september" og „Arabísku byltingarherdeildimar", til að mgla móthetjana í ríminu að sögn Khaleds. Upp á síðkasti hefur Abu Nidal notað nöfn öfgahópa eins og „Hez- bollah“ og „Heilagt strið“ og heitið þeim stuðningi í baráttu þeirra í Evrópu. Hugsanlegt samstarf gam- alla og nýrra hópa. veldur Þeim sem stjóma baráttunni gegn hryðju- verkum hvað mestum áhyggjum. í janúar sl. var stúdent frá Líban- on handtekinn á flugvellinum í Mílanó með nokkur kíló af sprengi- efni og skrá um hugsanleg skot- mörk, m.a. skóla Gyðinga í Róm. Þar sem ekki hefur tekizt að uppr- æta samtök Abu Nidals og fínna öll leynivopnabúr hans á hann auð- velt með að virkja þau til nýrra hryðjuverkaárása á skotmörk hvar sem er í Evrópu. Flæmdur frá Damaskus Fyrir rúmum tveimur mánuðum var Abu Nidal neyddur til að yfír- gefa aðalstöðvar sínar í Damaskus vegna vaxandi þrýstings Banda- ríkjamanna á Hafez el-Assad Sýrlandsforseta og hótana um hefndaraðgerðir í líkingu við árás- ina á Líbýu í fyrra. Svo virtist að Abu Nidal hefði samþykkt í viðræðum við einn æðsta mann PLO, Abu Jihad, á fundi Þjóðarráðs samtakanna í Al- geirsbirg í apríl að hætta hryðju- verkaáráasum í Evrópu. Sagt var að hann hefði lýst yfir í viðræðun- um: „Ég mun ekki standa fyrir nokkrum aðgerðum í Evrópu á þessu ári.“ Yasser Arafat og aðrir hófsamari leiðtogar PLO höfðu lagt hart að honum að gera hlé á bar- áttu sinni meðan áfram miðaði í átt til samkomulags um alþjóðlega ráðstefnu um frið í Miðausturlönd- um. Hins vegar setti hann skilyrði. Hann mun hafa fengið umboð og fjárhagsstuðning frá Arafat til að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.