Morgunblaðið - 05.07.1987, Page 45

Morgunblaðið - 05.07.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 45 Og að Elliðaeyingunum sjálfum meðtöldum voru því um 130 manns í veislunni. Þarna var mættur heið- ursfélagi veiðifélagsins, Tóti á Kirkjubæ, þrátt fyrir háan aldur og stirða ganglimi. Ekkert gat meinað honum að vera viðstaddur þessa stóru stund. Fólkið var ferjað út í eyna á vél- bátnum Draupni og tók siglingin 20 mínútur. Síðan fluttu Léttir og Vinur fólkið upp að flánni við Páls- nef þar sem gengið, eða öllu heldur stokkið, var í land. Aðallendingar- staðurinn í Elliðaey er annars austan megin á eynni og þar er landtakan mun auðveldari en við Pálsnef. Elliðaeyingarnir höfðu rað- að sér með strekkt bönd á bratt einstigið upp á eyna og gekk vel að koma gestunum upp bergið. Þórarinn Sigurðsson var veislu- stjóri, klæddur uppá í kjól og hvítt, en á strigaskóm. Hreppstjórinn í Elliðaey, Guðni Hjörleifsson, lýsti framkvæmdum og notaði tækifærið til að skjóta nokkrum léttum að öðrum úteyjarkörlum sem voru við- staddir, sem auðvitað svöruðu fyrir sig í sama tón. Það er ríkjandi hjá úteyjarmönnum að nota sérstakt tungutak þegar þeir talast við en allt er þetta þó í besta bróðemi. Elliðaeyingum bárust margar góðar gjafir til hússins, blóm og heilla- óskir. Að ræðuhöldum loknum er menn höfðu skálað í kampavíni fyrir framtakinu var efnt til mikillar grillveislu þar sem nokkur hundruð pylsur með öllu hurfu ofan í án- ægða veislugesti. Flugeldum var skotið á loft og kveiktur var stór varðeldur. Allir sungu gömlu góðu lögin í sönnum Vestmannaeyjastíl. -hlq. EPSON PC* EPSON PC+ er ein hraðvirkasta PC- TURBO tölvan á markaðnum V30 örgjörvi (8086 samhaefður með tvö- falda tiftíðni: 4,77 MHz og 7,16 MHz Grafísk skjástýring: Hercules samhæfð og litgrafík Vinnsluminni: 640 þús. stafir Raðtengi og hliðtengi Rauntímaklukka með dagatali og vekjara MS-DOS 3.1 12“ einlita skjár svart/hvítur Einstaklega fyrirferðarlítil Sérlega hagstætt verð EPSON H F= ÁRMÚLA11 SlMI 6B15QO ABOT A VEXTI GULLS ÍGILDI 0FULL VERÐTRYGGING. 0 VEXTIR OG VAXTAÁBÓT. ð FRJÁLS ÚTTEKT HVENÆR SEM ER, ÁN ÚTTEKTARKOSTNAÐAR. @ FULLIR VEXTIR STRAX FRÁ INNLEGGSDEGI. ÞETTA ER ÞAÐ SEM VIÐ KÖLLUM SKÍNANDIÁVÖXTUN ÖÐRU NAFNI: INNLÁNSREIKNINGUR MEÐ ÁBÓT. ÚTVEGSBANKI ISLANDS HF ÖFLUGUR BANKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.