Morgunblaðið - 05.07.1987, Side 48

Morgunblaðið - 05.07.1987, Side 48
© MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 5. JÚlJ 1987 4M GARÐ YRKJUSTÖRF ÁÍSLANDI ENNÞÁÁ TILRAUNASTIGI Það er óhætt að segja að Reykjavík man tímana tvenna hvað varðar gróður-,' far, því um það leyti, sem bærinn fær kaupstaðarrétt- indi árið 1786 fara litlar sögur af gróðri í Reykjavík. Eitthundrað árum seinna skrifar Schierbeck land- læknir, sem vann mikið tilraunastarf í garðrækt í hjáverkum: „í görðum í Reykjavík sjálfri eru nokkr- ir ribs-runnar og einstöku reynitré, sem eigi lítur út fyrir að þrífist vel.“ Þeir, sefn bjuggu í Reykjavík á árum seinni heimsstyijald- arinnar muna vel eftir því hvemig Reykjavik leit út þá. Stór- felldir flutningar manna til höfuð- borgarinnar ollu því að heilu borgarhverfin risu án þess að menn sinntu umhverfi sínu í neinu. Fram- boð tijáplantna og annars gróðurs var lítið. Menn höfðu hugann ein- faldlega við annað, að sinna nýsköpun atvinnulífsins og koma sér fyrir. A árunum eftir stríðið komst þó skriður á ræktumarmálin og nú má segja að Reykjavík sé orðin græn, því tré og annar gróður setja svip sinn á borgina en höfuð- borgin er nú stærsta tijáræktar- svæði landsins. Margir hafa lagt hönd á plóginn við ræktun gróðurlendis í Rætt við garðyrkjustjóra Reykjavíkur, Jóhann Pálsson. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri í Grasagarðinum í Laugardal. Eitt helsta áhugamál Jóhanns, sem er grasafræðingur, eru tiiraunir með nýjar tegundir tijáa og runna. almenningsgörðum áður. Þar má líka finna rósir og sírenur, sem er óalgengt að hafa í ódekruðum görð- um sem þessum." — Bemm við ef til vill full mikið í garðana okkar? „Það má kannski segja það, því garðrækt er handavinna og hún er dýr í nútímaþjóðfélagi. En borgin vill skapa fólkinu góð skilyrði til útivistar og stuðla að fegurra, holl- ara og öruggara umhverfi. Það skiptir þó miklu máli að það sem gert er á grænu svæðunum komi vel út í viðhaldi." — Verða fleiri útivistarsvæði tekin í gegn á næstunni? „Já. Byijað var á endurbótum á Einarsgarði í fyrra og þeim verður haldið áfram í sumar. Því næst verður tekið til við endurbætur á umhverfi Ijamarinnar, sem er án efa með vinsælli útivistarsvæðum borgarinnar. Þá er hafíst handa við þann hluta Laugardalsins, sem snýr að Reyja- veginum en þar eiga að skiptast á bflastæði og garðar. Við höfum sett niður mikið grenibelti við gervigras- völlinn, sem á eftir að skapa þar gott skjól, ég tala ekki um þegar trén verða orðin sautján metra há eftir fimmtíu ár. í Laugardalnum á eftir að verða ákaflega skemmtilegt og fjölbreytilegt útivistarsvæði því auk íþróttaaðstöðunnar er gert ráð fyrir að þar verði húsdýrasafn, fiskasafn og margs konar lystigarð- ar með fjölbreyttri tómstundaað- stöðu fyrir böm. í Laugardalnum verður Tónlistarhöllinn, sem mun Jóhann segistgjarnan vilja aðsem flestar íbúðargötur íReykjavík verðieins ogsuðurhlutiLaufásvegar- ins, sem er vafinn í fjölbreyttan gróður. Ekki er ólíklegt að svo verði í framtíðinni, þvíReykvíkingar hugsa vel um garða sína, auk þess sem ræktun tijáa gengur bara nokkuð vel í höfuðborginni. Reykjavík, bæði starfsmenn hjá ríki og borg og borgaramir sjálfir. Höfuðráðunautur borgarinnar í ræktunarmálum er Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri. Verksvið hans er að hafa umsjón með uppbyggingu og umhirðu hinna fjölbreyttu úti- vistarsvæða borgarinnar, hann er einnig ritari umhverfismálaráðs Reykjavíkur. Jóhann tók við starfi sínu um áramótin 1985-1986. Áður var hann forstöðumaður Lysti- garðsins á Akureyri eða í sjö ár, þar sem hann gerði ýmsar tilraunir með gróður. Jóhann er grasafræð- ingur að mennt. Við ræddum við hann á dögunum meðal annars um það, sem efst er á baugi hjá Garð- yrkjudeild Reykjavíkurborgar í nánustu framtíð? „Eins og við vitum hefur Reykjavík vaxið ákaflega ört óg því hafa framkvæmdir eins og malbik- un, hellulögn gangstétta og ræktun grænna svæða ekki alltaf haldist í hendur. Ennþá á víða eftir að ganga frá grænum reitum, sem munu hafa forgang,“ sagði Jóhann. „Við leggjum einnig áherslu á að mynda skjól með trjágróðri og byggja upp stóru útivistarsvæðin. Á síðastliðnu ári voru gerðar úrbætur á gamla Víkurkirkjugarð- inum eða Fógetagarðinum eins og hann hefur oft verið nefndur í seinni tíð. Tekin hafa verið burt gömul tré í lélegu ástandi og í staðinn settur runnagróður, sem við höfum ekki notað áður í skrúðgarða. Einnig hafa staðið yfir endurbæt- ur á Hallargarðinum síðan í fyrra- sumar. Stéttimar þar hafa verið endurbyggðar og skipt um gróður í beðum þar sem hann hefur verið lélegur. Það er eins með Hallargarð- inn og Víkurgarðinn að við gróður- setjum ýmsar tijá- og runnategund- ir, sem ekki hafa verið notaðar í Matfurtarækt íreykvískum görðum oggróðurskálum mættigjarnan vera meiri, segir Jóhann. Við rákumst á þennan matjurtagarð í Langagerðinu. Hafist hefur verið handa viðþann hluta Laugardalsins, sem snýr að Reykja veginum, en þar eiga að skiptast á bílstæði oggarðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.