Morgunblaðið - 26.07.1987, Page 1
88 SIÐUR B
166. tbl. 75. árg.
SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sri Lanka:
Þúsund-
umtamfla
sleppt úr
fangelsi?
Colombo, Reuter.
RÍKISSTJÓRN Sri Lanka hefur
samþykkl að leysa úr haldi um
6.400.f&nga af tamilsku þjóðerni
ef undirritað verður samkomu-
lag, sem ætlunin er að gera við
Indlandsstjórn um lausn á Qög-
urra ára blóðugu borgarastrfði í
eyríkinu, að þvi er heimildar-
menn í hópi tamíla sögðu í gær.
Minnihluti tamila á norðaustan-
verðri eynni hefur krafist sjálfs-
stjórnar, en meirihluti sinhalesa,
sem ráða lögum og lofum i
stjórninni, óttast að ríkið klofni
þá algerlega.
Mennimir hafa flestir verið hand-
teknir síðustu mánuði samkvæmt
við neyðarlög sem heimila yfirvöld-
um að halda meintum afbrotamönn-
um í fangelsi í allt að 18 mánuði
án þess að þeir komi fyrir rétt.
Talið er að fólkið verði látið laust
um leið og uppreisnarmenn tamfla
láta af hendi vopn sín en það á að
gerast á þrem dögum og vopnahlé
á að hefjast 24 stundum eftir undir-
ritun samkomulagsins.
Stjómin mun hins vegar kalla lið
sitt til herbúða og koma borgaraleg-
um yfirvöldum aftur í valdastólana
í þeim héraðum tamfla sem hafa
verið undir herstjóm. Ættu þá 125
þúsund tamflskir flóttamenn, sem
nú era búsettir í Indlandi, að geta
snúið aftur heim.
Væntanlegt samkomulag gerir
ráð fyrir að norðurhéraðið, sem
einkum er byggt tamflum, og aust-
urhéraðið, þar sem ýmsir kynþættir
búa, fái takmarkaða sjálfsstjóm
undir einum forsætisráðherra. Inn-
an árs yrði síðan þjóðaratkvæða-
greiðsla um stjómarhætti á
svæðunum.
Ágreiningur er milli sinhalesa
innbyrðis en samt er þess vænst
að samkomulagið verði undirritað í
næstu viku af forseta Sri Lanka,
Junius Jayewardene, og Rajiv
Gandhi, forsætisráðherra Indlands,
sem mun sjá um að deiluaðilar haldi
skilmálana. Alls hafa um 6000
manns látið lífið í skæram tamfla
og sinhalesa undanfarin fjögur ár.
imTnrnrT
Blóm lesin íHeiðmörk
Morgunblaðið/RAX
Persaflói:
Fleiri tundurdufl gást
undan Saudi-Arabíu
Kuwait, Bahrain, Reuter.
í GÆR sáust fleiri tundurdufl á svipuðum slóðum og duflið, sem
sprakk í fyrradag þegar olfuskipið Bridgeton rakst á það. Banda-
rískir embættismenn telja nær víst að það hafi verið lagt af írönum,
en vegna skorts á beinum sönnunum mun Bandaríkjastjórn halda
að sér höndum í bili. Bandarískir þingleiðtogar hvöttu til þess að
ekki væri rasað um ráð fram á flóanum og Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng. Utanríkisráðherrar
ríkja við Persaflóa hittust í Jeddah í Saudi-Arabíu til þess að ræða
ástandið á svæðinu, sérstaklega í ljósi hótana írana um árásir á
bandamenn íraka.
Joan Collins að málalokum:
Ætlar alls ekki
að giftast aftur
Los Angeles, Reuter.
LEIKKONAN Joan Collins réð
sér vart fyrir fögnuði á föstudag
þegar dómur féll henni í vil f
málaferlum hennar og fyrrver-
andi eiginmanns, Peters Holm.
Holm krafðist rúmlega milljónar
dala af Collins og bar fyrir sig fylk-
islög sem kveða á um helminga-
skipti maka. Fyrir hjónavígsluna
gerðu hjúin hins vegar með sér
samkomulag um skiptingu tekna
og komst dómari að þeirri niður-
stöðu að Holm hefði þegar fengið
allt sem honum bæri.
í sigurveislu með vinum sínum
hét Collins því að giftast aldrei aft-
ur, en hún er fjórgift. Er hún var
spurð um Holm sagði hún: „Ég
óska honum alls góðs, þessum þrá-
kálfi."
Holm sagðist ekki hafa ákveðið
hvort hann áfrýjaði dóminum.
Reuter
Joan Collins sigri hrósandi.
Skipstjórar verslunarskipa á
Persaflóa tilkynntu í gær að sést
hefði til fleiri tundurdufla. Vora þau
á svipuðum slóðum og það sem
sprakk í fyrradag. Athygli vakti að
til nokkurra sást aðeins 30 mflur
undan Ras Tannurah, en það er ein
helsta olíuhöfn Saudi-Arabíu. Öll
skipaumferð Bahrain fer einnig þar
um. Er talið að þolinmæði Saudi-
Araba sé senn á þrotum, en nokkur
tundurdufl hafa fundist í landhelgi
Bahrain og Quatar undanfama
mánuði. Meðal annars rak eitt á
flörar Bahrain fyrir nokkra með
þeim afieiðingum að tvö böm létust
þegar þau vora að skoða rekann.
Skemmdir á olíuskipinu Bridge-
ton era taldar fremur litlar og
vonast er til að hægt verði að lesta
olíu um borð í það í dag. Skipið
mun þó ekki sigla lengra en til
Sameinuðu furstadæmanna, þar
sem olíunni verður dælt um borð í
annað skip. Að því loknu verður
skipið dregið í þurrkví í Bahrain
eða Dubai til viðgerða.
Tundurduflið, sem skemmdunum
olli, maraði í kafi á sex metra dýpi
um 240 km suðaustur af Kuwait,
skammt frá Farsi-eyju. Þaðan hafa
byltingarverðir írana gert flestar
árásir sínar á skip á flóanum. „Það
sem er eftirtektarverðast við tund-
urduflið er að það var meira en 64
km sunnar en nokkurt annað tund-
urdufl til þessa,“ sagði ónafngreind-
ur starfsmaður bandaríska
vamarmálaráðuneytisins.
Manntjón
vegnahita
Aþenu, Reuter.
RÚMLEGA 100 manns hafa látist
í Grikklandi siðustu fimm dag-
ana vegna mikilla hita. Hefur
hitastigið verið um 42 gráður á
Celsíus.
Mörg hundrað manns hafa verið
lögð á sjúkrahús vegna alls kyns
krankleika af völdum hitans og er
neyðarvakt á öllum sjúkrahúsum í
Aþenu og hersjúkrahúsum. Ekki
bætir úr skák, að farið er að gæta
vatnsskorts í borginni og í gær
stöðvuðust lestar- og sporvagna-
ferðir vegna þess, að teinamir
undust og snerast í hitanum.