Morgunblaðið

Date
  • previous monthJuly 1987next month
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 26.07.1987, Page 1

Morgunblaðið - 26.07.1987, Page 1
88 SIÐUR B 166. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sri Lanka: Þúsund- umtamfla sleppt úr fangelsi? Colombo, Reuter. RÍKISSTJÓRN Sri Lanka hefur samþykkl að leysa úr haldi um 6.400.f&nga af tamilsku þjóðerni ef undirritað verður samkomu- lag, sem ætlunin er að gera við Indlandsstjórn um lausn á Qög- urra ára blóðugu borgarastrfði í eyríkinu, að þvi er heimildar- menn í hópi tamíla sögðu í gær. Minnihluti tamila á norðaustan- verðri eynni hefur krafist sjálfs- stjórnar, en meirihluti sinhalesa, sem ráða lögum og lofum i stjórninni, óttast að ríkið klofni þá algerlega. Mennimir hafa flestir verið hand- teknir síðustu mánuði samkvæmt við neyðarlög sem heimila yfirvöld- um að halda meintum afbrotamönn- um í fangelsi í allt að 18 mánuði án þess að þeir komi fyrir rétt. Talið er að fólkið verði látið laust um leið og uppreisnarmenn tamfla láta af hendi vopn sín en það á að gerast á þrem dögum og vopnahlé á að hefjast 24 stundum eftir undir- ritun samkomulagsins. Stjómin mun hins vegar kalla lið sitt til herbúða og koma borgaraleg- um yfirvöldum aftur í valdastólana í þeim héraðum tamfla sem hafa verið undir herstjóm. Ættu þá 125 þúsund tamflskir flóttamenn, sem nú era búsettir í Indlandi, að geta snúið aftur heim. Væntanlegt samkomulag gerir ráð fyrir að norðurhéraðið, sem einkum er byggt tamflum, og aust- urhéraðið, þar sem ýmsir kynþættir búa, fái takmarkaða sjálfsstjóm undir einum forsætisráðherra. Inn- an árs yrði síðan þjóðaratkvæða- greiðsla um stjómarhætti á svæðunum. Ágreiningur er milli sinhalesa innbyrðis en samt er þess vænst að samkomulagið verði undirritað í næstu viku af forseta Sri Lanka, Junius Jayewardene, og Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sem mun sjá um að deiluaðilar haldi skilmálana. Alls hafa um 6000 manns látið lífið í skæram tamfla og sinhalesa undanfarin fjögur ár. imTnrnrT Blóm lesin íHeiðmörk Morgunblaðið/RAX Persaflói: Fleiri tundurdufl gást undan Saudi-Arabíu Kuwait, Bahrain, Reuter. í GÆR sáust fleiri tundurdufl á svipuðum slóðum og duflið, sem sprakk í fyrradag þegar olfuskipið Bridgeton rakst á það. Banda- rískir embættismenn telja nær víst að það hafi verið lagt af írönum, en vegna skorts á beinum sönnunum mun Bandaríkjastjórn halda að sér höndum í bili. Bandarískir þingleiðtogar hvöttu til þess að ekki væri rasað um ráð fram á flóanum og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng. Utanríkisráðherrar ríkja við Persaflóa hittust í Jeddah í Saudi-Arabíu til þess að ræða ástandið á svæðinu, sérstaklega í ljósi hótana írana um árásir á bandamenn íraka. Joan Collins að málalokum: Ætlar alls ekki að giftast aftur Los Angeles, Reuter. LEIKKONAN Joan Collins réð sér vart fyrir fögnuði á föstudag þegar dómur féll henni í vil f málaferlum hennar og fyrrver- andi eiginmanns, Peters Holm. Holm krafðist rúmlega milljónar dala af Collins og bar fyrir sig fylk- islög sem kveða á um helminga- skipti maka. Fyrir hjónavígsluna gerðu hjúin hins vegar með sér samkomulag um skiptingu tekna og komst dómari að þeirri niður- stöðu að Holm hefði þegar fengið allt sem honum bæri. í sigurveislu með vinum sínum hét Collins því að giftast aldrei aft- ur, en hún er fjórgift. Er hún var spurð um Holm sagði hún: „Ég óska honum alls góðs, þessum þrá- kálfi." Holm sagðist ekki hafa ákveðið hvort hann áfrýjaði dóminum. Reuter Joan Collins sigri hrósandi. Skipstjórar verslunarskipa á Persaflóa tilkynntu í gær að sést hefði til fleiri tundurdufla. Vora þau á svipuðum slóðum og það sem sprakk í fyrradag. Athygli vakti að til nokkurra sást aðeins 30 mflur undan Ras Tannurah, en það er ein helsta olíuhöfn Saudi-Arabíu. Öll skipaumferð Bahrain fer einnig þar um. Er talið að þolinmæði Saudi- Araba sé senn á þrotum, en nokkur tundurdufl hafa fundist í landhelgi Bahrain og Quatar undanfama mánuði. Meðal annars rak eitt á flörar Bahrain fyrir nokkra með þeim afieiðingum að tvö böm létust þegar þau vora að skoða rekann. Skemmdir á olíuskipinu Bridge- ton era taldar fremur litlar og vonast er til að hægt verði að lesta olíu um borð í það í dag. Skipið mun þó ekki sigla lengra en til Sameinuðu furstadæmanna, þar sem olíunni verður dælt um borð í annað skip. Að því loknu verður skipið dregið í þurrkví í Bahrain eða Dubai til viðgerða. Tundurduflið, sem skemmdunum olli, maraði í kafi á sex metra dýpi um 240 km suðaustur af Kuwait, skammt frá Farsi-eyju. Þaðan hafa byltingarverðir írana gert flestar árásir sínar á skip á flóanum. „Það sem er eftirtektarverðast við tund- urduflið er að það var meira en 64 km sunnar en nokkurt annað tund- urdufl til þessa,“ sagði ónafngreind- ur starfsmaður bandaríska vamarmálaráðuneytisins. Manntjón vegnahita Aþenu, Reuter. RÚMLEGA 100 manns hafa látist í Grikklandi siðustu fimm dag- ana vegna mikilla hita. Hefur hitastigið verið um 42 gráður á Celsíus. Mörg hundrað manns hafa verið lögð á sjúkrahús vegna alls kyns krankleika af völdum hitans og er neyðarvakt á öllum sjúkrahúsum í Aþenu og hersjúkrahúsum. Ekki bætir úr skák, að farið er að gæta vatnsskorts í borginni og í gær stöðvuðust lestar- og sporvagna- ferðir vegna þess, að teinamir undust og snerast í hitanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 166. tölublað (26.07.1987)
https://timarit.is/issue/121291

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

166. tölublað (26.07.1987)

Actions: