Morgunblaðið - 26.07.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 26.07.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 ísland er mínMekka Ernst Walter, prófessor í norrænum fræðum við Háskólann í Greifswald í Þýska Alþýðulýðveldinu, DDR, er staddur hér á landi í sumar. Hann er að leggja sfðustu hönd á þýsk-íslenska orðabók sem hann hefur haft í smíðum íallnokkur ár. „Ríkisstjómir íslands og Þýska Alþýðulýðveldisins hafa gert með sér samning um menningarsamstarf, en það er aðallega vegna hans að ég er hér," sagði Ernst Walter þegar ég ynnti hann eftir ástæðu dvalar hans hér á landi. „Ég er afar þakklátur fyrir að hafa haft tækifæri til að koma hing- að og stunda rannsóknir í minni fræðigrein. Sérstaklega vil ég þakka forstöðumanni Árnastofnunar, Jónasi Kristj- ánssyni, fyrir hlýlegar móttök- ur og frábæra skipulagningu dvalar minnar." En eru einhver tengsl á milli Háskóla íslands og Háskólans í Greifswald? „Já, þau hafa verið þó nokkur. Árið 1984 kom dr. Bjarni Ein- arsson frá Árnastofnun á ráðstefnu sem haldin var í til- efni 100 ára afmælis Walter Baetkes, en Baetkes lést í hárri elli 95 ára gamall. Sjálfur var ég nemandi Walter Baetkes í Leipzig, en hann kenndi norr- æn fræði og trúarbragðasögu. Á vetri komanda mun Bergljót Kristjánsdóttir verja doktors- ritgerð sína um Gerplu við Háskólann í Greifswald. í fe- brúar á þessu ári var svo haldin alþjóðleg ráðstefna í Greifswald í tilefni áttræðisaf- mælis Bruno Kress, en hann var gerður að heiðursdoktor við Háskóla íslands í fyrra. Þar var fjallað um íslensku og al- mennan norrænan orðaforða." „Ég hef fengist við kennslu í þrjá áratugi, fyrst var ég í Leipzig en árið 1971 hóf ég störf við Háskólann í Greifs- wald og var skipaður prófessor þar árið 1975." Aðspurður segir Ernst Walter skólann vera að svipaðri stærð og Há- skóla íslands. í honum séu 3500 nemendur og þar eru flestar greinar kenndar. Við víkjum máli okkar að íslensku og íslenskum bókmenntum. „Ég hef alltaf haft áhuga á fornbókmenntum, sérstaklega tengslum á milli helgra þýð- inga og íslendingasagna. Ég hef ritað bók um orðaforða helgra þýðinga fyrir árið 1225, það er að segja þeirra sem snúið var úr latínu á norræn tungumál og eru til í handrit- um. Þá athugaði ég hvaða orð voru enn þá til í nútímaíslensku og hver þeirra höfðu úrelst. Ég hef einnig mikinn áhuga á nútímaíslensku og hef undan- farin ár unnið að lítilli þýsk-í slenskri orðabók. Stærsta hluta þeirrar vinnu er lokið en ég hef mest gert þetta einn. Þó hef ég leitað ráða hjá Bruno Kress og það hefur verið ómet- anleg hjálp að geta ráðgast við málfræðinga hjá Háskóla ís- lands. í orðabókinni verða um það bil 15 þúsund orð, en til samanburðar má nefna að í stórum orðabókum eru oftast Morgunblaðið/Þorkell Ernst Walter vinnur um þessar mundir að þýsk-íslensku orðabókinni hjá Árnastofnun, þar sem þessi mynd var tekin. á bilinu 60-100 þúsund orð. Ég býst við að hún verði gefin út heima en ég þori ekki að segja til um hvenær það verð- ur.“ Ernst Walter talar hægt og skýrt og það vekur athygli hversu góða íslensku hann tal- ar. Ég spyr hvar hann hafi lært íslensku svona vel. „Þegar ég kom í fyrsta skipti hingað árið 1960 var ég alveg mál- laus. Fram að þeim tíma hafði ég aðeins lært íslensku sem dautt mál, ef svo má að orði komast, eins og fólk lærir latínu. Eg hafði lesið fornrit og fleira á íslensku en mig vant- aði æfingu í tali og orðaforða. Það er ekki oft að ég tala íslensku í heimalandi mínu en ég reyni að nota hvert tæki- færi sem gefst." „Það virðist almennur áhugi fyrir íslenskum bókmenntum í heimalandi mínu," segir Ernst Walter. „Ég held að hvergi í heiminum, utan íslands, hafi bækur Halldórs Laxness kom- ið út í jafn mörgum eintökum og hjá okkur. Bruno Kress hef- ur þýtt fjölda bóka nóbels- skáldsins, auk bóka eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og ævim- inngina Tryggva Emilssonar, en þær hafa notið mikilla vin- sælda. Aðstoðarmaður minn við Háskólann, Hartmut Mitt- elstadt, hefur snúið Dauða- mönnum Njarðar P. Njarðvík á þýska tungu, en hann talar prýðilega íslensku og er iðu- lega túlkur þegar íslendingar sækja okkur heim." En hvað er það við íslenskar fornbókmenntir sem heillar mest? „Það er svo spennandi að geta fylgt þróun þeirra, skref fyrir skref, frá því að rit- öld hefst og fram á daga Snorra Sturlusonar og í raun stórkostlegt að sjá hvað þær ná háu stigi á skömmum tíma. Fyrir mér er ísland nokkurs konar Mekka. Hingað er gott að koma og nauðsynlegt til að notfæra sér bókakost á stofn- unum og bókasöfnum." „Ég kom síðast hingað árið 1980 og það hefur ýmislegt breyst síðan, svo að ég tali nú ekki um síðan 1960, er ég heimsótti ísland í fyrsta sinn. Hér hefur risið fjöldi glæsilegra bygginga, Hallgrímskirkja, Þjóðarbókhlaðan og nýja Ut- varpshúsið, svo dæmi séu nefnd. En byggingarnar eru líklega það fyrsta sem maður tekur eftir í ókunnu landi. ís- lendingar sjálfir breytast lítið. Þeir eru alltaf mjög hjálpsamir og vinsamlegir," segir Ernst Walter að lokum. ÞSv Fulltrúar sovéskra æskulýðssamtaka í heimsókn á Islandi Morgunblaðið/BAR Fulltrúar í sendinefnd sovéska æskulýðssambandsins KMO talið frá vinstri: Vladimar Bolsakov, Yourij Kouchinskij og Alexander Zavarzin. HÉR á landi er stödd sendinefhd sovéska æskulýðssambandsins KMO en þau samtök eru í svo kölluðu tvíhliða sambandi við Æskulýðssamband íslands og skiptast samtökin árlega á sendi- nefndum. Fulltrúar í sovésku sendinefnd- inni eru að þessu sinni þeir Vladimir Bolsakov aðalritari sovéska æsku- lýðssambandsins, Yourij Kouch- inskij formaður þeirrar deildar samtakanna sem sér um samskipti við Norður-Evrópu og Alexander Zavarzin sem er túlkur nefndarinn- ar. Að sögn Vladimirs Bolsakovs hafa æskulýðssamtök á Norður- löndunum sýnt mikinn áhuga á því sem er að gerast í Sovétríkjunum um þessar mundir og er það ætlun sendinefpdarinnar að kynna fyrir íslenskum félögum sínum hvaða áhrif umbótastefna Gorbachevs Sovétleiðtoga hefur nú þegar haft á málefni sovéskrar æsku. Nefndin fór í heimsókn til Grænlands í sömu erindagerðum og mun heimsækja danska æskulýðssambandið að lok- inni heimsókninni til íslands. Aðspurður kvaðst Yourij Kouch- inskij nú þegar hafa orðið vitni að miklum breytingum hvað varðar málefni sovésks æskufólks. Hann sagði að allt upplýsingastreymi til ungs fólks væri nú meira en áður og að æskulýðssambandið stefndi að því að gera sovésk ungmenni meðvituð um stöðu sína í þjóðfélag- inu og gera þeim grein fyrir þeim vandamálum sem hrjá sovéskt sam- félag. Vladimir sagði að umbótatillögur Gorbachevs gerðu mögulegt að ræða opinskátt um ýmis vandamál sem áður voru ekki til umræðu. Til dæmis væri nú viðurkennt að sov- éskir unglingar ættu jafnt við fíkniefnavandamál að stríða og jafnaldrar þeirra í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Hann sagði að nú væri reynt að mæta þessum vandamálum og greiða úr þeim í stað þess að fela þau. Þeir félagar Vladimir og Yourij voru sammála um það að leiðtoga- fundurinn í Reykjavík hefði haft mikil og góð áhrif á samband sov- éska æskulýðssambandsins við æskulýðssambönd í öðrum löndum. Sérstaklega hefðu samskipti þeirra við sambærilegar hreyfingar í Bandaríkjunum batnað eftir fund- inn. Einnig hefðu samskipti þeirra við samtök í Vestur-Evrópu aukist og vonuðust þeir til að þau ættu enn eftir að aukast og batna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.