Morgunblaðið - 26.07.1987, Side 27

Morgunblaðið - 26.07.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 27 Mjólkursamsalan AFHVERJU AD BORGfl NIEIRA? LAUGAVEGI 97, SIMI624030 samlokurnar semþúgetur farið með í 5 daga ferðalag Bjarnargörður: Einu Hiti og þurrkur skemma sprettu Laugarhóli, Bjarnarfírði. NÝLEGA hófst hér sláttur hjá Ingimar í Kaldrananesi en það er eini bærinn í Bjarnarfírði þar sem hefur verið slegið. Stafar þetta af mjög þurru og heitu vori sem hefír skemmt stór svæði á túnum, sem vart munu nýtast i sumar. Hinsvegar hófst sláttur á nokkrum bæjum í nágrenninu laugardaginn 18. j.úlí svo sem á Bæ á Selströnd, hjá Ingólfi og Bjarna er þar búa. miðri viku og oft verið fullt bæði á Laugarhóli og í Djúpuvík. Hótel eru rekin á Hólmavík, á Laugarhóli og í Djúpuvík, en gisti- aðstaða er einnig rekin á Finn- bogastöðum í Árneshreppi. Þá hefir einnig verið mikið um að fólk tjaldi í víkum og vogum á leið sinni. SHÞ Vorið hér um slóðir hefir verið einstaklega þurrt og hlýtt. Varla er talið almennt að slíkt sé ókost- ur. En þegar þetta er skoðað frá sjónarhóli bænda er það svo alvar- legt mál, að valdið getur algerum uppskerubresti á heyi til skepnufóð- urs. Svo er líka hér á nokkrum bæjum. Tún eru ósprottin að mestu, nema hvað fífa sprettur vel. Er þetta aðallega þar sem þykkur jök- ulleir er ofarlega í jörðu og hindrar rekju upp í efsta gróðurlagið. Því eru blettir í túnum, sem alls ekki verður hægt að slá í ár. Fyrstur til að hefja slátt að þessu sinni varð Ingimar Jónsson í Kald- rananesi, en hann hóf slátt um 10. þessa mánaðar. Að öðru leyti er sláttur rétt um það bil að hefjast í Bjamarfirði. Bændumir á Bæ á Selströnd hófu svo slátt þann 18. og er vel sprottið þar. Þá hófu nokkrir bænd- ur slátt hér í nágrenninu sama dag. Að öðru leyti hefír þetta veður orsakað mikinn flölda ferðamanna hér um sveitir. Hefir til dæmis ver- ið lítið um þoku á norðurströndum og vel hefur sést til fjalla. Hafa ferðamenn notað sér þetta óspart og jafnvel breytt ferðaáætlun sinni er þeir urðu þess varir hvílíkt Mall- orka-veður væri á Ströndum. Hafa verið taldir upp í 60 gestir í einu í sundlauginni hér á Laugarhóli og þykir margt. Þá hefir komið fyrir að hótelið hefir orðið að vísa gestum frá í Ferðarykið skolað af á Laugarhóli. Morgunblaðið/SHÞ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.