Morgunblaðið - 26.07.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 26.07.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 SAGA LJÓSMYNDUNAR Á ÍSLANDI Draumurhm er að gefa þetta út Rætt við Ingu Láru Baldvinsdóttur sagnfræðing* Fyrr á þessu ári var úthlutað styrkjum úr Vísindasjóði — ■ Háskóla Islands. Inga Lára Baldvinsdóttir var ein þeirra sem hlaut styrk að þessu sinni, en hún er að vinna að fyrsta _______________íslenska ljósmyndaratalinu._____________ Fyrir nokkru brugðum við okkur austur á Eyrarbakka, þar sem Inga Lára býr, til þess að rabba við hana um tildrög þess að hún skráir nú upphaf sögu ljósmyndunar hér á landi. „Það sem ég ætla í raun að gera er að fullvinna skrá yfir íslenska ljósmyndara sem ég vann sem cand.mag. ritgerð við Háskóla íslands. En ritgerðin bar heitið Ljósmyndarar á íslandi 1846-1926. Drög að íslensku ljós- myndaratali. Þar sem ég fékk nú styrk úr vísindasjóði hyggst ég snúa mér að þessu að fullum krafti og reyna að ljúka verkinu." Ljósmyndari í hverri sveit En hvað varð til að vekja áhuga Ingu Láru á þessu efni? „Eftir stúdentspróf hélt ég til Dyflinnar og nam fomleifafræði og sögu til B.A. prófs í University College Dublin. Á sumrin vann ég á Þjóð- minjasafninu en kynni mín af því starfí urðu til þess að vekja áhuga minn á sögu Ijósmyndunar. Auk þess hvatti Halldór J. Jónsson mig til þess að takast þetta verk á hendur." „Á tímabilinu 1846-1926 störf- uðu um það bil 152 ljósmyndarar hér á landi, auk þess störfuðu 10 íslenskir ljósmyndarar erlendis. Ég skilgreini þá sem ljósmyndara sem hafa starfað við iðnina og haft tekjur af. Þetta eru mun fleiri en ég hafði gert mér í hugarlund og má segja að ljósmyndari hafí verið í hverri sveit." Það má vera ljóst að ekki er hlaupið að því að fínna upplýsing- ar um þetta fólk, en um þetta segir Inga Lára: „Þetta er aðeins háifnað verk í dag en styrkinn fékk ég til þess að vinna verkið frekar og þá með útgáfu í huga. Á árunum 1980-’84 aflaði ég upp- lýsinga vegna ljósmyndaratalsins sem er uppistaðan í cand.mag. rit- gerðinni. Það reyndist hægara sagt en gert að grafa þetta upp en fólk var mjög hjálplegt við leit- ina. Ég byggi skrána að hluta til á nafnstimplum sem ljósmyndarar merktu myndir sínar með og styðst við sambærileg verk, sem unnin hafa verið á Norðurlöndunum, við úrvinnslu. Það er nauðsynlegt að geta haft yfírsýn yfir iðngreinina, en hún næst að nokkru leyti með svona skrá. Ljósmyndaratalið auð- veldar alla heimildanotkun og við gerð þess hafa fundist myndir og upplýsingar um einstaklinga sem annars hefðu kannski glatast. Þetta er að mörgu leyti nýr fróð- leikur og ljóst að mun fleiri stunduðu ljósmyndun á þessu tímabili en þeir menn sem nafn- þekktir eru.“ Lítið til að byggja á Inga Lára er spurð hvernig hún hafi borið sig að við upplýsingaleit- ina. „Ég hafði ekki mikið til að byggja á því lítið sem ekkert hefur verið skrifað um íslenska ljós- myndasögu, utan örfáar sýningar- skrár á síðustu árum. Ég athugaði myndefni á söfnum um allt land og fékk reyndar styrk úr Þjóðhátí- ðarsjóði til þeirra ferðalaga árið 1981. Á þessum tíma tóku menn myndir á glerplötur og er þó nokk- uð til af slíkum plötusöfnum í einkaeign. Afrakstur ferðar minnar þetta ár var meðal annars að Þjóðminjasafnið keypti eitt elsta plötusafn sem til er hér á landi, en á Teigarhorni við Beru- íjörð hafði varðveist allur ljós- myndaútbúnaður fyrsta íslenska kvenljósmyndarans, Nicolinu Weywadt, og er elstu munirnir frá 1872. Nú er þetta allt í vörslu Þjóðminjasafnsins. Ég á eftir að fara á nokkra staði á Vestfjörðum og hef hugsað mér að fara þangað von bráðar.“ Myndataka stórvið- burður Séu gamlar ljósmyndir skoðaðar kemur fljótt í ljós að myndataka hefur á árum áður verið viðburður í Iífí venjulegs fólks, en ekki sjálf- Lj6smynd/Byggða8afn Vestmannaeyja Myndþessa tók Kjartan Guðmundsson Ijósmyndari í Vestmannaeyjum. Hér er ekkinotast við skreyttan bakgrunn, heldur aðeins segl sem strengt hefur verið fyrir aftan konurnar. Þessi mynd er tekin á tfósmyndastofu Carls Ólafssonar. Hérsést velhvernig fagurmálaður bakgrunnur (á tjaldi) var notaður, einnig hvernig birtan að ofan lýsir upp stofuna. Ljósmynd/Þjóðminjasafnið. Hér er saman komið starfsfólká Ljósmyndastofu Péturs Bryiyólfssonar. Myndin er líklega tekin árið 1910. A myndinni eru í neðri röð frá vinstri: Steinunn Thorsteinsson, Pétur Bryiyólfsson og Sigþrúður Brynjólfsdóttir. íefriröð frá vinstri: Jóhanna Pétursdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Anna Jónsdóttir, Sigríður Zoega og Pétur Leifsson. Ljósmynd/Þjóðmiryasafnið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.