Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 33 KROSSGÁTA Ályktun Landssambands bakarameistara: Gleymdist brauðið? í fréttatilkynningu Qármála- ráðuneytisins vegna breytinga á tekjuöflun ríkissjóðs segir m.a.: „Undanþága matvöru frá söluskatti hefur m.a. verið gagnrýnd fyrir það að undanþágan taki eins til allrar matvöru þar á meðal lúxusvöru, sem að jöfnu finnst ekki á borðum þeirra sem undanþágunni er ætlað að þjóna. Með breytingum þessum er sneitt fram hjá skattlagningu flestrar þeirrar matvöru sem telst til brýnustu nauðsynja auk þess sem skatturinn verður lægri en á ann- arri vöru.“ Með þessi rök að leiðarljósi ákvað ríkisstjórnin að leggja söluskatt á alla matvöru nema kjöt, fisk, mjólk, nýtt grænmeti og ávexti. Væntanlega ber að skilja þetta sem svo, að aðrar matvörur en hér greinir teljist lúxusvörur eða að þær teljist ekki til brýnustu nauðsynja- vöru á sama hátt og þær sem áfram verða undanþegnar söluskatti. Hér bregður nýrra við. Á sjöunda ára- tugnum var söluskattur á öllum matvörum. Hann var síðan felldur niður í tveimur skrefum. Fyrst var ákveðið að undanþyggja kjöt, fisk, mjólk, grænmeti, ávexti og brauð- vöru söluskatti. Síðan voru þessar undanþágur rýmkaðar og öll mat- vara felld þar undir, m.a. umræddar lúxusvörur. Nú þegar horfið er aft- ur að því að undanþyggja aðeins brýnustu nauðsynjavöru söluskatti er brauðvara ekki talin þar með eins og áður. Hvað hefur breyst? Telur ríkisstjómin brauð vera lúx- usvöru, eða gleymdi hún brauðinu? Brauð er ekki síður stór hluti af daglegri neyslu landsmanna en kjöt, fískur, grænmeti og ávextir. Því verður brauð ekki útilokað úr þess- um hópi, ef minnka á framfærslu- byrðina. Sama gildir gagnvart hollustusjónarmiðum. í manneldis- markmiðum manneldisráðs er sérstaklega bent á að stórlega þurfi að auka daglega neyslu á kom- vörum, fiski og grænmeti. Ef ríkisstjórnin ætlar að vera sjálfri sér samkvæm og stuðla að fyrir- byggjandi heilsuvemd, sem er næsta stórverkefni heilbrigðisþjón- ustunnar, er hollt mataræði eitt af lykilatriðunum. Læknar (og aðrir sérfræðingar) manneldisráð, Hjartavemd og aðrir aðilar er láta sig þessi mál varða hafa hvatt til þess að mörkuð verði skýrari opin- ber stefna í manneldismálum. Það verður því hvorki varið út frá holl- ustu né framfærslusjónarmiðum, að leggja söluskatt á brauð, en ekki kjöt, fisk, nýtt grænmeti og ávexti. Landssamband bakarameist- ara ítrekar það sjónvarmið að það sé misráðið að skattleggja alla matvöru. Sérstaklega þær hollustuvörur er vega hvað þyngst í daglegri neyslu manna, eins og brauð gerir. er kosturinn Ýfir 1000 síður. Nýja vetrartískan á alla fjölskylduna. Búsáhöld - leikföng - sælgæti - jólavörur - o.fl. - o.fl. Verðpr.listaerkr. 190.- sem er líka innborgun v/fyrstu pöntun. (Kr. 313.-í póstkröfu.). l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.