Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 35 Dr. Selma Jóns- dóttir - Kveðjuorð ef veður versnaði. Sláturfé var rek- ið. Þótti gott ef komist var á leiðarenda á þrem til fjórum dögum. Oft varð að sundleggja fénu í ám- ar. Rekstrarmenn voru á stundum lítið þurrari en lömbin úr vatninu. Það þótti ekki tiltökumál. Slík ferð gat tekið allt að hálfum mánuði. Fyrstu ár sín í Skjaldabjamarvík fór Pétur undir Hom til að afla fugls og eggja. Til þessara ferða notaði hann tveggja rúma jullu og fór fyrir Strandir við annan mann. Engar fréttir var að fá af ferðum þeirra fyrr en þeir komu aftur viku eða hálfum mánuði síðar. Árið 1935 fær Pétur ábúð á Reykjarfirði í sömu sveit og flutti þangað. Mun þar mestu hafa ráðið að böm þeirra voru að komast á legg og þau höfðu hug á að afla þeim menntunar. I þetta skipti fékk Pétur stóran bát frá ísafirði, (Persíu), til að flytja búslóð og fólk í Reykjaríj'örð. Með sauðféð var ýmist farið landleiðina eða flutt sjóveg til að létta rekstur- inn þar sem komið var nálægt burði. Þegar þau settust að í Reykjar- firði voru að verða tímamót í Ámeshreppi. Það sama sumar tók til starfa nýtísku síldarverksmiðja í Djúpuvík, sem er skammt út með Reykjarfirði að sunnan. Síld var þá mikil í Húnaflóa og fyrir Norður- landi öllu. Hófst nú mikill blómatími í sveitinni. Atvinna var mikil, bæði í verksmiðjunni og við síldarsöltun. Á vorin kom fjöldi fólks víðs vegar að til að vinna yfir sumarið. Áhrifin urðu margvísleg á þetta afskekkta byggðarlag. Sveitin hafði dregist inn í hringiðu síldarævintýrisins — stóriðjunnar. Umsvifin kölluðu á bætta þjónustu af ýmsu tagi. Flug- vélar komu þar við, skipakomur verða tíðar, (erlend kaupskip og oft komu annarra þjóða síldveiðiskip svo tugtum skipti og höfðu sam- band við land), hafnar vora fastar ferðir um Húnaflóann með fólk og vaming, símstöð var reist á Djúpuvík og áhugi vaknaði á vega- sambandi inn sýsluna. Afkoma fólks batnaði þrátt fyrir kreppu- ástand víða um land á fjórða tug aldarinnar. Fljótlega tekur að myndast vísir að þorpi í Djúpuvík. Á vetuma var unnið að viðhaldi og ýmis konar undirbúningi mannvirkja fyrir sumarið. Félagsleg áhrif era einnig greini- leg. Batnandi fjárhagur ýtir undir frekari skólagöngu ungmenna en ella, ungmennafélög era stofnuð, sem beita sér fyrir fjölþættara skemmtanalífi og iðkun íþrótta, svo eitthvað sé nefnt. Enginn vafí er á því að kynnin við aðkomufólkið hvöttu til átaka á sviði félagsmála. í Reykjarfirði þjuggu Pétur og Sigríður í tvíbýli fyrstu árin, en síðan á allri jörðinni. Reykjarfjörður er að mörgu leyti kostajörð. Þar er grasgefið og sumarbeit góð, en snjóþungt á vetram og því gjafafrek sauðjörð. Pétur byggði upp flest peningshúsin og girti túnið að nýju. I Djúpuvík var góður markaður fyrir búsafurðir, einkum var mjólk eftirsótt. Um skeið var mjólkursala aðaltekjulind búsins. Var mjólk flutt daglega til Djúpuvíkur mestan hluta ársins, meðan starfsemi síldar- stöðvarinnar var í sem mestum blóma. Mjólkurflutningamir vora engan veginn auðveldir að vetrarlagi. Ófært var hestum mikinn hluta vetrar vegna snjóa. Mjólkurpóstur- inn varð þá að draga mjólkina á sleða eða bera þegar verst lét. Reyndi Pétur eftir því sem kostur var að fullnægja eftirspum. í því skyni keypti hann stundum mjólk- andi kýr að vorinu, þegar sumar- fólkið kom. Ég hygg að Pétur hafí verið eini bóndinn í Árneshreppi fyrr og síðar, sem rekið hafi kúabú sem aðalbúgrein. Búskapurinn var þó alltaf blandaður, sauðfé og kýr. Búið var arðsamt þó ekki væri það stórt. Silungsveiði var nokkur í Reykja- ijarðará, en hún er fremur lítil bergvatnsá, sem liðast um sléttan dalbotninn. Pétur leyfði aldrei ádrátt í ánni né við ósinn. Veiðina takmarkaði hann við það, sem hann taldi að veiða mætti að skaðlausu. Þótti þetta nokkur harka í þá daga. Djúpvíkingar sóttu fast um veiðar fýrir sig og gesti sína. Fiskirækt og ofveiði vora hugtök, sem þá var lítt á lofti haldið. Pétur var alla tíð leiguliði í Reykj- arfirði. Mun það hafa dregið úr um að hefjast handa um ræktun. Fljótt var sýnt að ekkert bamanna myndi hyggja á búskap þar. Hluti túnsins var véltækur og engjar að nokkra. Fékk Pétur hestasláttuvél og rakstrarvél, sem munu hafa verið með þeim fyrstu sem notaðar vora í hreppnum. Þær breytingar, sem urðu í Ár- neshreppi um þessar mundir og drepið er á hér að framan, bæði hvað snerti efnahag og svið félags- mála, hvöttu hreppsbúa til umræðu um ýmis umbótamál í byggðarlag- inu. Það leiddi til þess að sveitar- stjómin hófst handa um að hrinda ýmsum þeirra í framkvæmd, þótt ekki væri farið mjög geyst af stað. Má í því tilliti nefna sveitarsíma, vegagerð innan sveitar, meira fé var varið til skólamála og félags- heimili var reist. Pétur var félagsmálamaður og tók þátt í þessari vakningu af heil- um huga. Hann var fljótlega valinn til trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og sveitunga. Sat lengi 5 hrepps- nefnd, skólanefnd, í stjóm Kaup- félags Strandamanna, í stjóm Búnaðarfélags Ámeshrepps, sótti marga þing- og héraðsmálafundi Strandasýslu, sat stundum aðal- fundi SÍS sem fulltrúi kaupfélagsins og var fulltrúi sauðijárveikivam- anna í sveitinni svo það helsta sé nefnt. Ég hygg að Pétur hafí notið þess- ara ára í Reykjarfírði. Erfiðleikar frambýlisáranna vora að baki, böm- in að vaxa úr grasi og farin að létta undir við bústörfin, betra tóm gafst til að sinna öðra. Eftir átján ára búskap í Reykjar- firði bragðu þau búi og fluttu til Hellissands á Snæfellsnesi, en þar var einn sonur þeirra kaupfélags- stjóri. Höfðu þau þar nokkrar kindur og jafnframt vann Pétur ýmis störf við kaupfélagið. Sigríður vann um tíma við fiskverkun. Til Reykjavíkur fluttu þau 1963, keyptu íbúð í Efstasundi 100. Þar áttu þau rólegt ævikvöld. Síðustu árin var heilsa Péturs þrotin. Kona hans annaðist hann af mikilli alúð og nærgætni. Á sjúkrahús fór hann tveim mánuðum fyrir andlát sitt. Þeim varð sex bama auðið er upp komust: Guðmundur vélstjóri, lát- inn, var kvæntur Jóhönnu Guðjóns- dóttur; Guðbjörg, gift Gunnari Guðjónssyni vélstjóra; Jóhannes kennari, kvæntur Kristínu Bjöms- dóttur; Friðrik kennari, kvæntur Jóhönnu H. Sveinbjömsdóttur; Matthías skrifstofustjóri, kvæntur Kristínu Þórarinsdóttur; Jón bif- vélavirki, kvæntur Rósu Sigtryggs- dóttur. Pétur taldi sig hafa verið gæfu- mann og nefndi til þess þrennt: í fyrsta lagi að hann fékk góðrar konu. I öðra lagi að þau eignuðust myndarleg böm og í þriðja lagi að hann hlaut trúnað marga samferða- manna sinna. Benedikt Benjamínsson Stranda- póstur gisti oft í Reykjarfirði í póstferðum. Hann segir um kynni sín af Pétri og heimili hans í minn- ingabók sinni: „í Reykjarfirði bjó Pétur Frið- riksson og kona hans, Sigríður Jónsdóttir.' Þau vora sæmdarhjón og fór ég þar sjaldan hjá garði án þess að hafa viðdvöl. Þau höfðu flutt í Reykjarfjörð vestan frá Hraundal við Isaíjarðardjúp, (fluttu frá Slq'aldabjamarvík, ath. mín.) og er um búferlaflutning þeirra norður yfir Dangajökul víðkunn saga og er sú ferð talin til afreka. Pétur var í stjóm Kaupfélags Strandamanna og þar af leiðandi að nokkra leyti yfirmaður minn eft- ir að ég tók við útibúinu á Djúpuvík. Okkur samdi vel, reyndist hann mér sanngjam og hollur samstarfsmað- ur enda heils hugar samvinnumað- ur.“ Pétur reyndi að fylgja eftir þeim málum, sem hann hafði með hönd- um, með festu og sanngimi. Mér er minnisstætt hve dijúgan þátt hann átti í að íbúð fyrir skólastjór- ann var reist við bamaskólann á Finnbogastöðum. Með byggingu þessarar íbúðar var bætt úr brýnni þörf og komið á meiri festu í skóla- starfi en verið hafði um tíma vegna tíðra kennaraskipta. Bjartsýni og kjarkur aldamótaár- anna settu mark sitt á þessa kynslóð. Seigla og óbilandi sjálfs- bjargarviðleitni, ásamt staðfastri trú á guð sinn og landið, fieyttu mörgum yfir sker og boða á leið til betri lífskjara. í kyrrð og ró elliáranna hvarflaði hugur hans þráfaldlega norður í sveitina, þar sem vaggan stóð og lífsstarfið var unnið, dvaldi þar við menn og málefni. Harmaði hann mjög örlög byggðanna á norður- slóðum. Saga þess mannlífs, sem þar blómgaðist í hans tfð, fer brátt að verða saga genginna kynslóða, sem fáir kunna skil á. En meðan móða fortíðar færist yfir miningu þess fólks, sem háði þar lífsstríð sitt, standa þessar sveitir auðar og yfirgefnar, umvafðar tign stórfeng- legs landslags og óravídda úthafs- ins. Jóhannes Pétursson Við fráfall dr. Selmu Jónsdóttur listfræðings minnist ég samvera okkar í Verzlunarskóla íslands. Þar sem Selma hafði átt við veikindi að stríða fyrir þann tíma þurfti hún að leggja harðar að sér við námið, en hún lét sannarlega ekki sitt eft- ir liggja. Þar sem við sátum saman, lásum við einnig oft saman okkur til hagræðis. Tel ég það hafa verið mikið lán fyrir mig að eiga sam- fylgd með Selmu á þessum áram. Hún var afar vandvirk og gerði miklar kröfur til sín og sá bezti félagi sem hugsast gat.Frá henni heyrðist aldrei hnjóðsyrði um nokk- urn mann. Hún var glöð og hugrökk og jörðin virtist ekki vera henni neinn táradalur. Sá hún fljótt hvað skipti mestu máli og eitt það sem hún lagði ríka áherslu á var að umgangast alla með hlýju og kær- leika. Að loknu námi í Verzlunarskól- anum skildu leiðir að mestu en Selma var stálminnug á allt hið liðna hvenær sem fundum bar sam- an. Fylgdumst við skólasystkini hennar með dugnaði hennar við list- fræðinám, og síðar meir með störfum hennar við Listasafn ís- lands, vísindarannsóknum og frama, og er hennar nú minnst með söknuði. Selma eignaðist góðan lífsföra- naut, Sigurð Pétursson gerlafræð- •ng, og áttu þau einstaklega aðlaðandi og fagurt heimili. Síðast er fundum okkar Selmu bar saman spurði ég hana hvort ekki væri kominn tími til að njóta hvíldar eft- ir langa starfsævi. Hún kvaðst ekki koma til greina að hætta störfum fyrr en Listasafnið væri komið í öragga höfn. Þegar svo skammt er í að þessum áfanga sé náð er það mikið sorgarefni að hún skuli vera horfin okkur og víst er jörðin fátæk- Iegri á eftir, en minningin unr' mætan félaga geymist. Bið ég Selmu allrar blessunar í nýjum heimkynnum og votta fjöl- skyldu hennar innilega samúð. Þórdis Aðalbjörnsdóttir t Hugheilar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR V. JENSEN, Hamarsgerði 6. Sérstakar þakkir til söngfélaga hans úr Karlakór Reykjavíkur. Sofffa Björgvinsdóttir, Hamarsgerði 6, börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför manns- ins míns, föður, tengdaföður og afa, ÞORLEIFS JÓNSSONAR loftskeytamanns, Löngufít 10, Garöabæ. Dagbjört Guðmundsdóttir, Þóra Þorleifsdóttir, Jón N. Vilhjálmsson, Jón V. Pálsson, tengdabörn og barnabörn. Legsteinar Kársnesbraut 112, Kóp. S: 641072. /Annn K-arsnesbraut 11L, K (Ul.rnt ■>.[ Opið frá kl. 15-19. Blömastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 t Útför GUÐBJÖRNS GUÐBJÖRNSSONAR, sem andaðist á Vistheimilinu Víðinesi laugardaginn 18. júlí, verð- ur gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 27. júlí kl. 10.30. Opíð öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Jón Vigfússon. Skreytingar við öll tílefni. Gjafavörur. ’ t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÖGNU ÓLAFSDÓTTUR, Anna Bjarnadóttir Hrabec, Jóseph Hrabec, Bjarni Bjarnason, Randf Fredrikson, Baldur Bjarnason, fben Sonne Bjarnason, Bragi Bjarnason, Blma Ingadóttir, Bára Bjarnadóttir, Elfas Kristjánsson, Alda Bjarnadóttir, Gylfi Hallvarösson, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Legsleinar Framleiðum allar stærðir og gerðir al legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSMKMA SKQvWUVHSI 48 SiMt 76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.